Morgunblaðið - 10.10.1998, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknar framkvæmdastjóra
af ákæru vegna áfengisauglýsinga
Bannið talið vera skerð-
ing á tjáningarfrelsi
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í
gær framkvæmdastjóra Ölgerðarinnar
Egils Skallagrímssonar af kæru ákæru-
valdsins um að hafa sem framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins „birt eða látið birta
auglýsingar á áfengum bjór“, eins og
segir í ákærunni. Kærðar voru birtingar
auglýsinga á flettiskilti, í ríkissjónvarp-
inu og í Morgunblaðinu.
ÁKÆRT var vegna texta í auglýs-
ingunum þar sem segir „6,2%... nú
er Egill STERKUR" og í sumum
útgáfunum er bætt við „í Ríkinu
þinu í öllum landshlutum". Ekki
var ágreiningur um málavexti
heldur um hvort birting umræddra
auglýsinga hafi verið brot gegn
ákyæðum áfengislaga.
í dóminum segir að eftir útgáfu
ákærunnar hafi ný áfengislög tekið
gildi en samhljóða eldri lögunum
að því er varði refsinæmi verknað-
ar og er ákvæði 20. greinar áfeng-
islaganna nr. 75/1998 rakið en þar
kveður á um bann við auglýsingu á
áfengi.
Tengjast markaðssetningu
á áfengum bjór
Síðan segir í dóminum: „Þegar
texti auglýsinganna er skoðaður er
hugsanlegt að upp í hugann komi
eitthvað annað en auglýsing á
áfengum bjór af tegundinni „Egill
Sterkur". En þegar texti, útlit og
auðkenni auglýsinganna er skoðað
í heild og það borið saman við útlit
umbúða bjórsins „Egill Sterkur“
telur dómurinn ljóst, að allar aug-
lýsingarnar sem ákært er út af
falla undir skilgreininguna í 2.
mgr. 20. gr. áfengislaganna, sbr.
áður 16. gr. a áfengislaga, og aug-
lýsingarnar tengist allar markaðs-
setningu á áfengum bjór af tegund-
inni sem lýst var og af auglýsing-
unum sé augljóst að um sé að ræða
auðkenni sem snerta þessa bjór-
tegund.“
Varðandi birtingu auglýsingar-
innar á flettiskilti segir að áfengis-
lögin segi ekkert um hver skuli
bera refsiábyrgð þegar svo hátti
sem í þessu tilviki, að viðsemjandi
ölgerðarinnar eigi og reki fletti-
skiltið, setji upp og birti auglýsing-
una. Lögin séu að þessu leyti ólík
útvarpslögum og lögum um prent-
rétt, þar sem skýrt sé kveðið á um
hver beri refsiábyrgð. Ekki sé unnt
að slá því föstu að ákærði beri
refsiábyrgð í tilvikinu um fletti-
skiltið og beri því að sýkna hann.
Varðandi útvarpsauglýsinguna
taldi verjandi ákærða að fortaks-
laus ákvæði áfengislaganna væru
ósamrýmanleg 73. gr. stjómar-
skrárinnar og 10. gr. mannrétt-
indasáttmála Evrópu, en í um-
ræddri stjómarskrárgrein segir
m.a. að tjáningarfrelsi megi aðeins
setja skorður með lögum í þágu
allsherjarreglu, öryggis ríkisins, til
vemdar heilsu eða siðgæði manna
eða vegna réttinda eða mannorðs.
Dómurinn segir að tjáningar-
frelsisákvæðið taki til auglýsinga
eins og þeirrar sem hér er til um-
fjöllunar og að 73. greinin feli það í
sér að skerðing tjáningarfrelsis
megi aldrei vera meiri en nauðsyn-
legt sé til að ná þeim markmiðum
sem skerðingin miðar að, í þessu
tilviki að vernda heilsu fólksins í
landinu. Síðar segir í dóminum:
„Til að unnt sé að meta hvort hið
fortakslausa auglýsingabann og
skerðing tjáningarfrelsisins sem
lýst er í 20. gr. áfengislaganna hafi
verið nauðsynleg, af þeim sökum
sem hér um ræðir, þurfa að mati
dómsins að liggja fyrir einhver
gögn eða vera unnt að ráða af lög-
skýringargögnum hver rökin eru.
Hvorugu er til að dreifa að mati
dómsins. Dómurinn telur að tján-
ingarfrelsið verði ekki skert með
lögum án slíkra raka. Af þessum
sökum verður ákærandi látinn
njóta vafans við endanlegt mat á
því hvort 20. gr. áfengislaganna fái
samrýmst 73. grein stjórnarskrár-
innar.“
Ókleift að auglýsa löglega
framleiðslu
Segir ennfremur að líta verði til
hagsmuna Ölgerðarinnar að eiga
þess kost að markaðssetja fram-
leiðslu sína á þann hátt sem tíðkist
nú á tímum og á sama hátt og er-
lendir keppinautar sem auglýsi
sambærilega vöin beint og óbeint
hérlendis. „Með hinu stranga banni
er framleiðendum áfengs bjórs hér
á landi gert ókleift að auglýsa lög-
lega framleiðslu sína. Þá takmark-
ar hið skerta tjáningarfrelsi rétt
fólksins í landinu til upplýsinga."
Varðandi auglýsingarnar í
Morgunblaðinu segir að þar sem
enginn höfundur að auglýsingun-
um sé nafngreindur á þann hátt
sem áskilið sé í lögum um prent-
rétt, enda þótt ráða megi hver aug-
lýsandinn sé, sé ekki unnt að láta
ákærða bera refsiábyrgð. Skipti
heldur ekki máli þótt hann hafi lýst
því fyrir dóminum að vinna við
auglýsingamar hafi verið unnin
innan fyrirtækisins og undir stjórn
hans. Akvæði 15. gr. laga um
prentrétt séu skýr og ljóst að
ákærði beri ekki refsiábyrgð vegna
ákæruatriðanna og beri því að
sýkna hann.
Ákærði var með öðrum orðum
sýknaður af öllum kröfum ákæru-
valdsins og skal sakarkostnaður
greiðast úr ríkissjóði. Dóminn kvað
upp Guðjón St. Marteinsson.
Halldor Jónatansson, forstjón Landsvirkjunar,
um afrakstur stóriðjustefnunnar
Þjóðhagslegur ávinningur
92 milljarðar 1966-1997
Þ JOÐHAGSLE GUR ávinningur
af þeim stóriðjustefnu sem Lands-
virkjun hefur haft veg og vanda af
sem raforkusöluaðili á árabilinu
1966-1997 nemur um 92 milljörð-
um króna að núvirði á verðlagi árs-
ins 1997 og er þá miðað við 4%
reiknivexti sem em rúmlega með-
alraunvextir Landsvirkjunar á
þessu tímabili. Þessi ávinningur
jafngildir um 0,5% af vergri lands-
framleiðslu á hverjum tíma á um-
ræddu tímabili. Jafnframt er
ávinningur Landsvirkjunar á þessu
tímabili um 6 milljarðar króna og
er því ekki unnt að halda því fram
að raforka til stóriðju hafi verið
greidd niður af almenningi, að því
er fram kom í ræðu Halldórs
Jónatanssonar, forstjóra Lands-
virlgunar, á fundi raforkusviðs
Samorku í Borgamesi í gær.
í ræðunni fjallar Halldór um
framtíðarskipan raforkumála og
sagði meðal annars að mark-
aðsvæðing orkugeirans mætti ekki
verða til þess að koma í veg fyrir
að stór og öflugt orkufyrirtæki eins
og Landsvirkjun fái að njóta sín og
efla þjóðarhag í ríkara mæli en
ætla mætti að smærru orkufyrir-
tæki gætu. Sagði hann að reynsla
annarra þjóða af markaðsvæðing-
unni og samkeppni á grundvelli
hennar væri ærið misjöfn og senni-
lega of snemmt að fella dóma í
þeim efnum, en hún sýni þó tví-
mælalaust að nokkir annmarkar
séu á markaðsvæðingu orku-
geirans hérlendis.
Rakti hann í ræðunni nokkur at-
riði í þeim efnum, meðal annars
það að hinn almenni raforkumark-
aður væri svo lítill að erfitt væri að
sjá að samkepponi geti notið sín.
Ekki sé heldur fýsilegur kostur að
skipta Landsvirkjun upp í smærri
fyrirtæki, því af hagkvæmnisá-
stæðum þurfi slík skipting að
fylgja vatnasviðum orkuveitusvæð-
anna, en um 60% af vinnslugetunni
sé á Þjórsár-Tungnaársvæðinu. Þá
bendir Halldór á að rafmagns-
vinnsla hér á landi sé mjög einhæf í
samanburði við það sem gerist
annars staðar að því leyti að raf-
orkuframleiðsla byggist hér aðal-
lega á nýtingu vatnsafls. Sam-
keppni hér yrði því sniðinn þrengri
stakkur en annars staðar. Einnig
geti óheft samkeppni orðið til þess
að rýra mjög afhendingaröryggi
orkunnar, en í þeim efnum skipti
sköpum að orkuveitukerfið hér á
landi sé enn ekki tengt raforku-
kerfum nágrannalandanna. Loks
muni markaðsvæðing leiða til þess
að verðjöfnun verði ekki lengur
komið við og finna verði aðrar leið-
ir til hennar til dæmis með niður-
greiðslur.
28% flutningskostnaður
Halldór sagði einnig að aðrar
leiðir til að lækka rafmagnsverð til
almennings geti þannig hæglega
reynst árangursríkari en með
markaðsvæðingu og óheftri sam-
keppni. Slíkir möguleikar felist
ekki síst í lykiltölugreiningu og
skiptingu kostnaðar í bókhaldi íyr-
irtækja milli vinnslu, flutnings og
dreifingar. Við slíka skiptingu komi
í ljós að á árinu 1997 hafi um 28%
af heildsöluverði Landsvirkjunar
verið flutningskostnaður, enda
Landsvirkjun gert að bera kostn-
aðinn af meginflutningakerfi lands-
ins. Sagði hann að lykiltölugrein-
ingin hefði reynst Landsvirkjun vel
til kostnaðarlækkana, en hún fæli í
sér samanburð á einstökum kostn-
aðarliðum orkufyrirtækja í vinnslu,
flutningi og dreifingu á raforku.
Sagði hann að hliðstæð úttekt
þyrfti að fara fram á hagkvæmni
LANDSVIRKJUN
Skipting rekstrargjalda 1997
Framleiðsia 72 %
Rekstur og viðhald
Afskriftir
Vextir
Flutningur 28%
Rekstur og viðhald
Afskriftir
Vextir, 14%
smásölunnar á vegum almennings-
rafveitna, jafnt með tilliti til skipu-
lags sem kostnaðar, enda sé hlutur
smásölunnar ekki langt frá því að
vera áþekkur heildsöluþætti
Landsvirkjunar í verðinu til al-
mennings.
Halldór sagði síðan: „Samkeppni
á skilyrðislausan rétt á sér í orku-
geiranum sem annars staðar enda
sé öruggt að hún fái notið sín með
tilætluðum árangri. í þessari um-
fjöllun minni má því ekki misskilja
varnaðarorð mín svo að ég leggist
alfarið gegn samkeppni í orkugeir-
anum heldur aðeins gegn sam-
keppni sem ekki byggist á könnun
sem leiði ótvírætt í ljós að sam-
keppni á grundvelli markaðsvæð-
ingar feli í sér ávinning fyrir hinn
almenna rafmagnsnotanda umfram
það sem óbreytt skipulag raforku-
mála myndi leiða af sér.“
Fjallgöngumennirnir
Senn
haldið í
grunn-
búðir
FJALLGÖNGUMENNIRNIR
úr Fiskakletti í Hafnarfirði,
sem munu klífa Ama Dablam í
lok þessa mánaðar, hafa nú
lokið aðlögun sinni að mestu í
fjallasölum Himalaja og halda
í grunnbúðir Ama Dablam á
næstu dögum.
í fyrradag gengu þeir á
fjallið Kala Pattar, sem er
5.545 metram yfir sjávarmáli.
Þar slógu allir leiðangurs-
menn persónuleg hæðarmet
sín. „Við eyddum þar dágóðri
stund og virtum fyrir okkur
það glæsilega útsýni sem þar
er að hafa, Everest í návígi,
suðurhlíð Pumori, vesturhlíð
Nuptse og að sjálfögðu Ama
Dablam,“ segir í skeyti frá
leiðangrinum.
Heilsa leiðangursmanna er
góð ef frá er talin magakveisa,
sem flestir þeirra hafa fengið.
Þeir hafa ekki fengið allan
búnað sinn sendan, en vænta
hans innan skamms og halda
þá beina leið í grunnbúðir til
að hefja sjálfa fjallgönguna.