Morgunblaðið - 10.10.1998, Side 8
8 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
,Non
5TOP
5HOW
' Við éiaum
uiJd'
SÆGREIFAGELLURNAR slá öllu við í vinsældum af því skemmtiefni sem LÍU hefur
boðið upp á fram að þessu í kvótarevíunni.
Jarðborinn
keyptur í
Mýrdalinn
Fagradal. Morgunblaðið.
PALMI Andrésson fyrverandi
bóndi í Kerlingadal í Mýrdal hefur
fest kaup á þrjátíu ára gömlum
jarðbor. Með bomum er hægt að
bora 5 og 10 tommu holur að þver-
máli.
Að sögn Pálma hafa verið borað-
ar 300 metra djúpar holur með
bornum. Hann var fluttur til
landsins af vamarliðinu á Kefla-
víkurvelli en þaðan fór borinn til
Borgarfjarðar. Þar hefur hann
verið síðastliðin tuttugu ár.
Pálmi er byrjaður að bora í
Kerlingadal og gengur verkið sam-
kvæmt áætlun. Borar hann einn
metra á klukkustund að meðaltali.
Pálmi hefur fundið heitt vatn með
tveimur prjónum og lætur hann
prjónana líka segja sér til um
hversu djúpt vatnið er. Nú fyrst
reynir á hvort prjónavísindi Pálma
standist. Þetta framtak er athygli-
vert af bonda sem er kominn a eft- Morgunbiaðið/Jónas Eriendsson
irlaun. BOR Pálma Andréssonar í Kerlingadal.
giæpur
REFSÍNd
heimsbókmenntir
Í! h :£! ,§.S t %
N 4>
Mál og msnning FORLAGIÐ
aðeins
1.980 kr.
aðeins
/1.980 kr.
Fjóraraf perlum
heimsbókmenntanna
sem hafa verið
ófáanlegar um skeið
fást nú aftur á mjög
hagstæðu verðií
www.mm.is
aðeins
Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir
Með ungu fólki
- fyrir ungf fólk
Fræðslusamtök um
kynlíf og barneignir
(FKB) gengst fyrir
málþingi undir yfirskrift-
inni Með ungu fólki - fyrir
ungt fólk í Þjóðarbókhlöð-
unni í dag. Sóley S. Bend-
er, lektor við námsbraut í
hjúkrunarfræði, stóð að
stofnun fræðslusamtak-
anna og hefur verið for-
maður frá upphafi. Sóley
segir að aðalmarkmið
samtakanna sé að vinna að
viðurkenningu samfélags-
ins fyrir jöfnum rétti allra
til heilbrigðs og ábyrgs
kynlífs með því að stuðla
að og varðveita kynheil-
brigði byggt á aðgengi-
legri og hlutlausri fræðslu
og ráðgjöf. „Við lítum svo
á að hlutverk okkar sé að
vera stjórnvöldum og innan
handar við að byggja upp ráðgjöf
og fræðslu á sviði kynlífs og
bameigna. Annar liður í starfinu
felst í því að gera fagfólk hæfai-a
til að veita fræðslu og koma til
móts við þarfir almennings. Al-
menningur á að eiga auðvelt með
að leita til okkar ýmist í gegnum
heimasíðuna www.mmedia.is/fkb,
tölvupóst með póstfanginu
fkb@mmedia.is eða í símboða-
númerinu 842-3045. Sérstaklega
er höfðað til ungs fólks með mót-
töku í Hinu húsinu á mánudögum
á milli kl. 16 og 18.“
- Er þjónustan fyrst og fremst
ætluð fólki í bráðum vanda
„Hingað til hefur okkar
reynsla verið að leitað er til okk-
ar þegar neyðin er stærst, t.d. til
að fá neyðargetnaðarvörn. Við
viljum gjarnan snúa dæminu við.
Að ungt fólk sýni meiri fyrir-
hyggju. Þess vegna leggjum við
áherslu á notkun öruggra getn-
aðarvarna við ungt fólk.“
- Hefur umræðan um kynlíf og
barneignir veiið að opnast?
„Já, ég held t.d. að umræðan
sé opnari heldur en fyrir 10 til 20
árum. Ein ástæðan er væntan-
lega alnæmið. Við urðum að fara
að tala hispuslaust um kynlíf og
nota orðið smokkur og fleiri orð
tengd kynlífi. Ég efa ekki að um-
ræðan hefur hjálpað okkur að
varpa hulunni af kynlífinu og
getnaðarvörnum. Okkar mark-
mið er að eðlileg umræða fari
fram um þennan sjálfsagða hluta
af lífinu."
- Fræðslusamtökin efna til
málþings í Þjóðarbókhlöðunni í
dag.
„Málþingið köllum við Með
ungu fólki - fyrir ungt fólk,
fræðsla og ráðgjöf um kynlíf og
bameignir. Ætlunin er að skoða
hvaða þjónustu ungt fólk þarf á
að halda til að hún komi að sem
bestum notum. A mál-
þinginu er verið að
skoða sjónarmið bæði
ungs fólks og fagfólks.
Að lokum er svo ætl-
unin að sameinast í ______
pallborðsumræðum. f
þeim umræðum er jafnt hlutfall
ungs fólks og fagfólks. Ég býst
við að velt verði upp spurningum
á borð við - erum við að veita
ungu fólki nógu góða fræðslu og
ráðgjöf á þessu sviði? - er að-
gangurinn nógu greiður? o.s.ft-v.
Á málþinginu verða bæði inn-
lendir og erlendir fyrirlesarar.
Ég get nefnt að Lyn Thomas,
deildarstjóri Evrópudeilar Al-
þjóðasamtaka um fjölskylduáætl-
un, segir frá því hvaða uppbygg-
ingastarf hefur verið unnið á
meginlandi Evrópu í þjónustu
fyrir ungt fólk á undanförnum ár-
um. Annar erlendur gestur er
Sóley Bender
► Sóley S. Bender er fædd 26.
júlí árið 1953 í Reykjavík.
Sóley lauk BS-prófi í hjúkrun-
arfræði frá HÍ árið 1977 og
MS-gráðu í fjölskylduáætlun
frá háskólanum í Minnesota
árið 1983.
Sóley hefur starfað fyrir
Landlæknisembættið að náms-
efni í kynfræðslu og stóð að
stofnun Fræðslusamtaka um
kynlíf og barneignir (FKB) ár-
ið 1992. Hún hóf kennslu við
námsbraut í hjúkrunarfræði
við HÍ árið 1985 og hefur verið
lektor við námsbrautina frá
1989.
Eiginmaður Sóleyjar er
Friðrik Kr. Guðbrandsson
læknir og eiga þau þijú börn.
Strákar vilja
frekar leita
til karl- en
kvenráðgjafa
Bengt Sundbaum, skrifstofu-
stjóri við sænsku heilbrigðis-
málastofnunina, og hefur aðal-
verkefni hans snúið að forvama-
starfi fyrir ungt fólk á sviði kyn-
heilbrigðis, einkum varðandi al-
næmi. Sundbaum fjallar sérstak-
lega um sérþarfir stúlkna og
drengja. Ætlunin er að byggja
upp sérfræðiþekkingu varðandi
fræðslu og ráðgjöf fyrir stráka
þar sem þeir hafa ekki nýtt sér
þessa þjónustu sem skyldi. Einn
liðurinn felst í því að mynda
vinnuhóp karlráðgjafa með svip-
uðum hætti og gert hefur verið í
Svíþjóð. Strákarnir virðast nefni-
lega frekar vilja leita til karl- en
kvenráðgjafa.“
- Hvað ætlar þú sjálf að fjalla
um á ráðstefnunni?
„Ég ætla að segja frá rannsókn
minni frá vorinu 1996. Rannsókn-
in náði til 2.500 ungmenna á land-
inu öllu. Fram kom m.a. að mark-
tækur munur var á skoðunum
ungs fólks úti á landsbyggðinni
og í borginni á því hvemig þjón-
ustunni væri best hagað. Unga
fólkið úti á lands-
byggðinni vildi gjam-
an að þjónustan væri
innan heilsugæslunn-
ar. Að auki var lögð
áherslu á að þjónustan
væri veitt í heima-
byggð og að ráðgjafinn sýndi
þeim trúnað og skilning.
Ungt fólk í borginni vildi að
þjónustan væri veitt í sér hús-
næði. Meira var lagt upp úr því
að unga fólkið ætti ekki á hættu
að hitta foreldra sína. Þessi hóp-
ur vill líka síður greiða fyrir þjón-
ustuna. Sú áhersla sem ungt fólk
utan Reykjavíkur leggur á trún-
að getur hugsanlega endurspegl-
að það að á minni stöðum úti á
landi geti reynst erfitt að leita
eftir fræðslu og ráðgjöf á þessu
sviði þar sem um viðkvæm mál er
að ræða og allir þekkja kannski
alla.“