Morgunblaðið - 10.10.1998, Page 13

Morgunblaðið - 10.10.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 13 Abyrgð á eigin málum EFTIR samning ríkis og kirkju um fjármál, sem undirritaður var í byrjun september, hefur kirkjan afsalað sér eignar- og umráðarétti yfír jarðeignum sem hún hefur haft umráð yfir. I staðinn þiggur hún framlög til starfseminnar, m.a. fyr- ir laun tiltekins fjölda starfsmanna miðað við fjölda meðlima þjóðkirkj- unnar. Umræddur samningur um fjár- mál og nýja lagasetningin um stöðu, stjórn og starfshætti kirkj- unnar marka kirkjuþingi sem nú er að hefjast sérstakan ramma og kirkjan ber nú fulla ábyrgð á mál- efnum sínum innan ramma lag- anna, fjármálum sem öðrum, eins og fram kemur í viðtali við herra Karl Sigurbjörnsson biskup. Þegar samningurinn um fjármál var undirritaður á dögunum, en það gerðu núverandi biskup, fjár- málaráðherra og kirkjumálaráð- herra, kom fram að það var ekki síst fyrir framgöngu herra Ólafs Skúlasonar biskups og náins sam- starfs hans og Þorsteins Pálssonar kirkjumálaráðherra að tókst að leysa mál á farsælan hátt fyrir báða aðila. „Þessi mál hafa allt frá söguleg- um samningi ríkis og þjóðkirkju árið 1907 valdið ýmsum erfiðleik- um en við Þorsteinn Pálsson náð- um saman um málið,“ segir Ólafur biskup aðspurður um aðdraganda samninganna. „Við tveir áttum marga viðræðu- fundi formlega og óformlega, lögð- um á ráðin og ræddum vitaskuld við fjölmarga þegar við leituðum leiða til að finna viðunandi lausn á þessum málum. Við reyndum báðir að leggja okkur fram við að leggja grunn að þeirri lausn sem fékkst," segir Ólafur, en samvinna þeirra og samstarfsmanna tók bæði til eignamálanna og undirbúnings nýju laganna. Fulltrúar á kirkju- þingi KIRKJUÞING situr 21 kjör- inn fulltrúi. Níu þeirra eru prestar en 12 úr hópi leik- manna. Kirkjuþingsfulltrúar voru kjörnir í sumar og sitja í fjögur ár. Þeir em: Leikmenn: Bjami Grímsson Guðmundur K. Magnússon Gunnar Sveinsson Hallgrímur Magnússon Helgi K. Hjálmsson Jens Kristmannsson Jóhann Björnsson Jón Helgason Lárus Ægir Guðmundsson Magnús Stefánsson Ólafur Eggertsson Þórarinn Sveinsson Prestar: Sr. Dalla Þórðardóttir Sr. Geir Waage Sr. Gunnar Kristjánsson Sr. Halldór Gunnarsson Sr. Hreinn Hjartarson Sr. Jakob Ag. Hjálmarsson Sr. Magnús Erlingsson Sr. Pétur Þórarinsson Sr. Sigfús J. Ámason Auk þeirra hafa málfrelsi og tillögurétt biskup, vígslu- biskupar, fulltrúi kirkjumála- ráðuneytis og fulltrúi guð- fræðideildar Háskólans. Þá sitja fráfarandi kirkjuráðs- menn kirkjuþingið einnig en kosið verður nýtt kirkjuráð. FRÉTTIR Arlegur markaðsáætlanafundur Flugleiða Mikil aukning í farþegaflutning- um milli ára Morgunblaðið/Þorkell GUNNAR Eklund svæðisstjóri vestursvæðis (Norður-Ameríku), Steinn Logi Björnsson framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs, Jón Karl Ólafsson svæðisstjóri austursvæðis (Mið-Evrópu). Á ÁRLEGUM markaðsáætlana- fundi Flugleiða, sem haldinn var í vikunni með svæðisstjórum mark- aðssvæða, var staðfest umtalsverð aukning í starfsemi félagsins á milli ára. Af þessu tilefni var rætt við þrjá þátttakendur á fundinum. Steinn Logi Björnsson, fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölu- sviðs, segir árangur félagsins vem- legan. „Þegar litið er til baka yfir árangur síðustu tveggja ára þá er fyrirsjáanlegt að markmið okkar varðandi vöxt og veltuaukningu, sem við höfðum stefnt að fyrir lok ársins 2000, munu nást á miðju næsta ári. Þannig að vöxturinn, sem við höfum verið að einbeita okkur að og var nauðsynlegur til að byggja upp leiðakerfið og ferða- þjónustuna tiltölulega hratt, er kominn í hús. Nú verður staldrað við og hugað það því að bæta leiða- keifið eins og það er. Áherslan á síðustu þremur ái-um hefur verið uppbyggingin á leiðum til og frá Keflavík og hvernig þær tengjast þar en aðalatriðið eru góð- ar tengingar Evrópu- og Amer- íkuflugs sem mynda leiðanetið yfir N-Atlantshaf. í dag þjónum við 90 flugleiðum yfir Atlantshafið. Á þessum leiðum bjóðum við upp á besta ferðakostinn, hvað varðar flugtíma, á 33 leiðum. Þetta er í rauninni eðli okkar leiðakerfis. Kerfi Flugleiða byggist á samnýt- ingu flugvéla og annarra rekstrar- þátta sem þjóna samtímis markaðn- um til og frá Islandi. Ferðum til Bandaríkja Norður-Ameríku hefur fjölgað um 41,7 prósent á tveimur árum og ferðum til Stóra-Bretlands um 68,8 prósent á sama tíma. Fjölg- un ferðamanna til landsins hefur á sama tíma verið mikil, um eða yfir 30 prósent, á hvorri leið.“ Þessar háu tölur má, að mati Steins Loga, rekja til aukinnar tíðni flugferða og aukins fjármagns til markaðsstarf- semi en árlegur kostnaður vegna sölu og markaðssetningar Flugleiða erlendis er á bilinu 1,2 til 1,3 millj- arðar króna. Miklar breytingar á Evrópufluginu Jón Karl Ólafsson er svæðisstjóri Flugleiða í Evrópu (austursvæðis) með aðsetur í Frankfurt. En miklar breytingar á Evrópufluginu standa til. „Það sem er markverðast að ger- ast á þessum markaði er að við er- um að loka Lúxemborg. Það er stór ákvörðun. Við erum búnir að fljúga þangað í 43 ár. Lúxemborg hefur gegnt hlutverki sem miðstöð fyrir okkur í Evrópu en hefur byggst mjög mikið á farþegum sem eru að fara frá Evrópu til Bandaríkjanna. Þegar við flytjum flugið núna meira til Frankfurt og Parísar þá er það gert með það fyrir augum að auka ferðamannastraum til Islands. Aðeins 20 prósent farþega frá Lúx- emborg fara til Islands en 80 pró- sent áfram til Bandaríkjanna. í fluginu frá Frankfurt er um helm- ingur farþega á leið til íslands. Meginmarkmið okkar er því að selja Island sem áfangastað. Það er meginstefna okkar og það sem við erum að fást við alla daga ársins.“ Gunnar Eklund er svæðisstjóri í Norður-Ameríku en höfuðstöðvar Flugleiða eru í Columbia, Mar- yland. „Það hefur gengið einstak- lega vel síðustu þrjú, fjögur árin. Við höfum bætt við nýjum lending- arstöðum í Boston og Halifax 1996 og Minneapolis í ár. I ár hefur sala í Bandaríkjunum aukist um 31 pró- sent miðað við árið í fyrra. Það vek- ur líka athygli að fjölgun ferða- manna á milli ára í september nem- ur 65 prósentum fyrir Bandaríkin og 71 prósenti fyrir Kanada. Eg þakka þetta markaðskerfinu okkar á svæðinu. Við erum núna famir að markaðssetja okkur í mið- ríkjunum og á vesturströndinni en áður var áherslan mest á austur- ströndinni. Áætlunarflug til Minn- eapolis auðveldar til muna að ferð- ast til Islands frá þessum nýju stöð- um. Á næsta ári munum við ekki bæta við áætlunarstöðum í Bandaríkjun- um og Kanada heldur einbeita okk- ur að því að bæta þá þjónustu sem fyrir er. Við munum t.a.m. leggja mikla áherslu á Saga Class. Frá miðju næsta ári, með tilkomu Frankfurt og Parísar, gefst stór- bættur kostur á tengiflugi til Evr- ópu þegar flogið er frá Bandaríkj- unum og það mun bæta samkeppn- isstöðu okkar vemlega.“ Glæðist á sjó- birtingsslóðum VEIÐI hefur glæðst á sjóbirtings- slóðum síðustu daga, miklar rign- ingar hafa trúlega hvatt nýjan fisk til að ganga og örvað þá legnu til að hreyfa sig eftir agni. Hópur sem lauk veiði í Tungufljóti á fimmtudag lenti í hörkugóðri hrotu og náði 32 birtingum og einum laxi. Hópur sem var á sama tíma í Geirlandsá var ekki í jafnmiklum uppgripum, en náði þó 11 fiskum, sem er bæri- legt miðað við fremur rólega tíð síð- ustu vikurnar. Ingibjöm Hafsteinsson var meðal veiðimanna í Tungufljóti þegar um- rædd veiði var tekin og sagði hann fisk hafa verið um alla á. „Það hafði ekki verið sérlega góð veiði dagana á undan, aðeins einn fiskur daginn áður, og samtals held ég að það hafi ekki verið nema eitthvað um 120 fiskar í veiðibókinni, þar af eitthvað af smásilungi sem veiddist í vor og snemma í sumar. Það em líka nokkrir laxar, en ekki margir,“ sagði Ingibjörn. Þetta er mun minni veiði en í fyrra, en ef til vill verður loka- spretturinn góður. Veitt er til 20. október og Tungufljót kemur oft seint til. Hjá Ingibirni og félögum var meðalþunginn mjög góður, flestir birtingarnir á bilinu 5 til 13 pund og algengasta stærðin 7 til 9 pund. „Þetta vom mislegnir fiskar, enginn þó mjög leginn, og svo voru bjartir fiskar að koma og veiðast í Ármótunum, en þeir vom smærri, 3 til 4 pund,“ bætti Ingibjöm við. Smærri í Geirlandsá Geirlandsá hefur verið einna skást sjóbirtingsáa fyrir austan í haust og á fimmtudag vom komnir 123 sjóbirtingar úr haustveiði, auk 27 laxa og 27 bleikja, en megnið af þeim „meðafla“ veiddist í sumar, þ.e.a.s. júlí og ágúst. Stærstu birt- ingarnir eru tveir, annar 12 og hinn 12,2 pund. Einnig er slangur af 9 og 10 punda fiskum, en þorrinn er 3 til 6 pund. Það er ívið minni meðal- þyngd en menn væntu og einnig er heildarveiðin nokkm minni en t.d. í fyrra, sem var reyndar afburðagóð vertíð. Við umræddan afla bætast 136 birtingar sem veiddust í vorveiði. Reytingur hér og þar... Ekki hafa verið stórskot í öðrum ám sem frést hefur af, t.d. í Hörgsá, hvort heldur er ofan bráar eða neð- an. Menn em rétt að reyta og sama má segja bæði um Fossála og Eld- vatn á Branasandi. Um er að ræða nokkra tugi fiska í heildartölu sjó- birtinga úr umræddum ám. Að auki em á annað hundrað bleikjur í Eld- vatni, en hún er farin að taka afar illa. ---------------- Markaðssetn- ing hefst á harðkorna- dekkjum SÝNING hefur verið opnuð í Kringlunni á harðkomadekkjum. Harðkomadekk em íslensk upp- finning sem sótt hefur verið um einkaleyfi fyrir í öllum helstu iðn- ríkjum heims. Á sýningunni verða kynntir helstu kostir harðkomadekkja, nið- urstöður rannsókna varðandi við- nám á ís og slit á vegum. Með sýn- ingunni í Kringlunni hefst markaðs- setning á harðkornadekkjum hér á landi. GÓÐUR dagur að kvöldi kominn við Geirlandsá, f.v. aftari röð: Krist- inn Briem, Daníel Lámsson, Ingvar Georgsson og Sigurður Sævar, krjúpandi Vilhjálmur Vilhjálmsson og Herdís Benediktsdóttir. Dreifing útvarpsefnis Útvarpsréttarnefnd vekur hér með athygli á að í 1. mgr. 1. gr. út- varpslaga nr. 68/1985 með áorðnum breytingum er útvarp skilgreint á eftirfarandi hátt: „Með útvarpi, hljóðvarpi eða sjónvarpi, er í lögum þessum átt við hvers konar útsendingu dagskrárefnis innan íslenskrar lögsögu sem ætluð er almenningi til beinnar móttöku og dreift er með rafsegulöldum hvort heldur í tali, tónum eða myndum, um þráð eða þráðlaust hvort heldur sem útsendingin er læst eða ólæst." Samkvæmt útvarpslögum ber hverjum þeim, sem hyggst dreifa útvarps- efni hvort sem um er að ræða eigin dagskrá eða dreifingu erlendrar dag- skrár, að sækja um leyfi til Útvarpsréttarnefndar sbr. ákvæði 2. mgr. 2. gr. útvarpslaga nr. 68/1985 með áorðnum breytingum. Ekki skiptir máli hvort um er að ræða dreifingu efnis um þráð eða þráðlaust. (þeim tilfellum sem erlend dagskrá er send út viðstöðulaust óstytt og óbreytt þurfa að liggja fyrir samningar við erlendar upphafsstöðvar varðandi dreifingu efnis hér á landi áður en útvarpsleyfi er gefið út. Öðrum aðilum en þeim sem veitt hefur verið leyfi Útvarpsréttarnefndar til útvarpsreksturs er óheimilt að dreifa útvarpsefni hvort heldur er um þráð eða þráðlaust. Umsóknir um endurvarps- og útvarpsleyfi skal senda: Útvarpsréttarnefnd, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík. Útvarpsréttarnefnd, 8. október 1998.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.