Morgunblaðið - 10.10.1998, Side 14

Morgunblaðið - 10.10.1998, Side 14
14 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Frumvarp um hávaða- niengun endurflutt Morgunblaðið/Þorkell INGIBJORGU Pálmadóttur kemur á óvart hversu mikil umfjöllunin um gagnagnjnnsfrumvarpið hefur orðið. Ríkisstjórnin samþykkir breytt gagnagrunnsfrumvarp „Sáttahönd til gagnrýnenda“ HJÖRLEIFUR Guttormsson, þingflokki óháðra, og fleiri þing- menn hafa endurflutt þingsálykt- unartillögu frá því á síðasta þingi um úttekt á hávaða- og hljóðmeng- un. Efni tillögunnar er að Aiþingi álykti að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram víðtæka úttekt á há- vaða- og hljóðmengun hérlendis og leggja fyrir næsta þing niðurstöðu hennar og tillögur til úrbóta. Fi-umvarpið hlaut ekki afgreiðslu á síðasta þingi. I greinargerð segir m.a. að há- vaði og hljóðmengun af margvís- legu tagi fari vaxandi ár frá ári. „Þar er ekki aðeins um að ræða há- vaða frá umferð og atvinnurekstri heldur einnig tónlist og talað orð úr hátölurum á almannafæri, í al- menningsfarartækjum, verslunum, veitinga- og samkomuhúsum, lík- amsræktarstöðvum og á útivistar- svæðum ætluðum almenningi. Hljóðmengun yfir ákveðnum mörkum heilsuspillandi Hljóðmengun yfir ákveðnum mörkum getur verið heilsuspill- andi, valdið skemmdum á heyrn auk truflunar og margvíslegra sál- rænna áhrifa sem valdið geta and- legri vanlíðan. Því er brýnt að af opinberri hálfu sé unnið skipulega gegn óþörfum og truflandi hávaða til vemdar heilsu manna og til að tryggja rétt einstaklingsins til ómengaðs umhverfís.“ FRUMVARP um gagnagrunns- frumvarp á heilbrigðissviði var sam- þykkt á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir að með breytingum á fnimvarpinu sé rétt fram sáttahönd til þeirra sem gert hafa athugasemdir við það. „Þær hafa allar verið mjög gagn- legar og ég tel að með þeim breyt- ingum sem hér eru kynntar eigi að nást mjög víðtæk sátt um þetta frumvarp." Ingibjörg segir að ríkisstjómin hafí alltaf talið það mikilvægt að frumvarpið fengi ítarlega umfjöllun í þjóðfélaginu. „Satt að segja datt mér aldrei í hug að umfjöllunin yrði jafn víðtæk og raun ber vitni.“ Hún sagði að grundvallaratriðið í nýju frumvarpi væri að persónu- vemdin væri tryggð. „Það er aldrei hægt að rekja upplýsingar um sjúk- linga til baka úr grunninum." Hún sagði að neitunarvald sjúk- linga væri einnig tryggt. „Með því að láta landlækni vita að einstak- lingur vilji ekki að neinar upplýs- ingar um hann komist í grunninn þá er það tryggt." Ingibjörg og aðstoðarmenn henn- ar lögðu áherslu á það að það yrði á valdi einstakra heilbrigðisstofnana hvað, ef þá nokkuð, af upplýsingum þeirra færi inn í gagnagrunninn og að aðeins yrðu færðar inn í hann tölur, enginn texti, til dæmis ekkert úr sjúkraskrám um samskipti lækn- is og sjúklinga. Helstu breytingar á frumvarpi um gagnagrunna á heilbrigðissviði HELSTU breytingar frá frum- varpi til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði sem lagt var fram á 122. löggjafarþingi eru þessar skv. yfirliti heilbrigðisráðuneytisins: 1. Gerð er grein fyrir þeim markmiðum laganna að heimila gerð og starfrækslu miðlægs gagnagranns með ópersónugrein- anlegum heilsufarsupplýsingum í þeim tilgangi að auka þekkingu til þess að bæta heilsu og efla heil- brigðisþjónustu (1. gr.). 2. Gert er ráð fyrir einum mið- lægum gagnagrunni og að einum aðila verði veitt tímabundið rekstr- arleyfi. Framvarpið tekur ekki til starfsemi annarra gagnagranna sem starfræktir era á afmörkuðum sviðum. (1. og 2. gr. og 1. tölul. 1. mgr. 3. gr.) 3. Ekki er gert að skilyrði að um íslenskan lögaðila sé að ræða held- ur einungis að gagnagrunnurinn sé alfarið staðsettur hér á landi. (1. tölul. 1. mgr. 5. gr.) Þessi breyting var gerð þar sem talið var að skil- yrði um þjóðerni kynni að brjóta í bága við ákvæði EES-samningsins um bann við mismunun á grand- velli þjóðernis. 4. Skilgreining hugtaksins „per- sónuupplýsingar" byggir alfarið á skilgreiningu tilskipunar Evrópu- sambandsins 95/46 um persónu- vernd og frjálst flæði upplýsinga (Directive of the European Parli- ament and of the Council on the Protection of Individuals with reg- ard to the Processing of Personal Data and on the Free Movement of such Data) (2. tölul. 1. mgr. 3. gr.). 5. Hugtökin „dulkóðun" og „dulkóðun í eina átt“ era skilgreind og kveðið er á um að persónuauð- kenni skuli dulkóðuð í eina átt þannig að ekki sé unnt að rekja upplýsingar til baka með greining- arlykli. (3. og 4. tölul. 1. mgr. 3. gr.). 6. Sett era ítarlegri ákvæði um þann kostnað sem rekstrarleyfis- hafi skal greiða. 7. Sett era ítarleg ákvæði um vörslu, meðferð og starfrækslu gagnagrannsins bæði þegar leyfis- tíma lýkur og ef röskun verður á starfsemi leyfishafa. M.a. era sett ákvæði til að tryggja að heilbrigð- isyfii’völd fái ótímabundin afnot af hugbúnaði og réttindum sem nauð- synleg era til starfrækslu gagna- grannsins (10. og 11. tölul. 1. mgr. 5. gr., og 3. mgr. 5. gr.) 8. Gert er ráð fyrir að ráðherra skipi þriggja manna nefnd til þess að hafa umsjón með gerð og starf- rækslu gagnagrannsins og samn- ingum leyfishafa við heilbrigðis- stofnanir. Nefndin skal skipuð lög- fræðingi, sem jafnframt er formað- ur, heilbrigðisstarfsmanni með þekkingu á faraldsfræði og ein- staklingi með þekkingu á sviði upp- lýsinga- og eða tölvufræði. Nefndin á að fylgjast með öllum fyrirspum- um og úrvinnslu úr gagnagrunnin- um og senda Vísindasiðanefnd reglulega skrá yfir allar fyrir- spurnir sem berast gagnagrannin- um, ásamt upplýsingum um fyrir- spyrjendur. Kveðið er á um að nefndin skuli ávallt varðveita afrit af gagnagranninum. (6. gr.) 9. Heilbrigðisstofnanir skulu hafa samráð við læknaráð og fag- lega stjórnendur áður en gengið er til samninga við rekstrarleyfishafa. (2. máls. 1. mgr. 7. gr.) 10. Kveðið er á um að starfs- menn heilbrigðisstofnana skuli annast dulkóðun heilbrigðisupplýs- inga og persónuauðkenna fyrir flutning í gagnagranninn. Dulkóð- un persónuauðkenna skal vera þannig, að ekki sé hægt að rekja upplýsingar til baka til tiltekins einstaklings með greiningarlykli. Tölvunefnd skal síðan annast frek- ari dulkóðun með þeim aðferðum sem hún telur tryggja best per- sónuvemd. (2. mgr. 7. gr.) 11. Kveðið er á um að skylt sé að verða við óskum sjúklinga um að upplýsingar um þá verði ekki fluttar í gagnagrunninn. Hafi sjúk- lingur sett fram slíka ósk fara eng- ar upplýsingar um hann í gagna- granninn. Landlæknir skal sjá til þess að dulkóðuð skrá um viðkom- andi sjúklinga sé ávallt aðgengileg þeim sem annast flutning upplýs- inga í gagnagranninn. Jafnframt er kveðið á um að landlæknir skuli sjá til þess að upplýsingar um gagna- grann á heilbrigðissviði og rétt sjúklings til að hafna því að upplýs- ingar um hann sé fluttar í gagna- granninn séu ávallt aðgengilegar almenningi. (8. gr.) 12. Vísindamenn sem starfa hjá aðilum sem vinna upplýsingar í gagnagranninn geta fengið aðgang að upplýsingunum með leyfi sér- staki-ar aðgangsnefndar og þurfa þeir aðeins að greiða breytilegan kostnað vegna vinnslu upplýsing- anna. Nefndin er skipuð fulltráum landlæknis, læknadeildar Háskóla íslands og rekstrarleyfishafa og skal fulltrúi landlæknis vera formað- ur neftidarinanr. (9. gr.) Samkvæmt 7. tölul. 5. gr. skal taka tillit til þarfa vísindamann við vinnslu upplýsinga í gagnagranninn. Kveðið er skýrt á um að þeir hafi jafnframt, eins og áður, aðgang að upplýsingum úr sjúkraskrám samkvæmt núgildandi reglum. (3. mgr. 7. gr.) 13. Nánar er kveðið á um tak- markanir á vinnslu rekstrarleyfis- hafa úr upplýsingum í gagna- grunninum, m.a. þannig að tryggt sé að ekki sé unnt að tengja þær persónugreinanlegum einstakling- um og að óheimilt sé að veita úr grunninum upplýsingar um ein- staklinga eða veita beinan aðgang að gögnum úr grunninum og skuli það tryggt með aðgangstakmörk- unum. (10. gr.) 14. Tekin eru af tvímæli um að Tölvunefnd skuli falið eftirlit með gerð og starfrækslu gagnagranns- ins að því er varðar persónuvernd og öryggi gagna í gagnagrannin- um. (1. mgr. 12. gr.) 15. Nefnd um starfrækslu gagnagranns skal hafa umsjón með því að fylgt sé ákvæðum laga þessara, reglugerða og skilyrða rekstrarleyfís. Þá skal hún fylgjast með öllum fyrirspumum og úr- vinnslu úr gagnagranninum og senda Vísindasiðanefnd reglulega skrá um allar fyrirspumir sem ber- ast gagnagranninum ásamt upp- lýsingum um fyrirspyrjendur. (2. mgr. 12. gr.) 16. Gert er ráð fyrir því að í reglugerð verði m.a. nánar kveðið á um starfsemi nefndar um starf- rækslu gagnagranns á heilbrigðis- sviði og starfsemi nefndar um að- gengi að upplýsingum úr gagna- giunni, s.s. hvaða upplýsingar vís- indamenn, sem óska eftir upplýs- ingum vegna rannsókna, þurfi að leggja fyrir nefndina. (17. gr.) 17. í ákvæði til bráðabirgða er tekið fram að flutningur upplýs- inga í gagnagi-unn skuli ekki hefj- ast fyrr en í fyrsta lagi sex mánuð- um eftir gildistöku laganna, þannig að sjúklingar hafi svigrúm til þess að koma á framfæri óskum um að upplýsingar um þá verði ekki flutt- ar í gagnagranninn. Þá er í ákvæði til bráðabirgða kveðið á um að nefnd um starfrækslu gagna- granns skuli sjá til þess að fyrir liggi úttekt óháðs sérfræðings á svið öryggismála upplýsingakerfa, áður en vinnsla í gagnagranninn hefst. Húsaleigu- bætur verði skatt- frjálsar JÓHANNA Sigurðardóttir, þingflokki jafnaðarmanna, vill að húsaleigubætur verði skatt- frjálsar líkt og vaxtabætur og mælti fyrir frumvörpum til laga sem hafa það að markmiði á Alþingi í vikunni. Meðflutn- ingsmenn eru Bryndís Hlöðversdóttir og Sigríður Jó- hannesdóttir, þingflokki Al- þýðubandalags, Guðný Guð- björnsdóttir og Rristín Hall- dórsdóttir, Kvennalista, og Asta R. Jóhannesdóttir, þing- flokki jafnaðai-manna. I framsöguræðu sinni sagði Jóhanna m.a. að það væri mik- ið óréttlæti fólgið í því að skatt- leggja húsaleigubætur meðan vaxtabætur væra skattfrjálsar. Sagði hún ennfremur að ná- lægt 60% þeirra sem nú fengju húsaleigubætur væru atvinnu- lausir, ellilífeyrisþegar, örorku- lífeyrisþegar, námsmenn eða einstæðir foreldrar. „Hér er um að ræða tekjulægstu hópa þjóðfélagsins og húsaleigubæt- ur og vaxtabætur eru hvorar tveggja aðstoð samfélagsins til að auðvelda fólki að standa straum af húsnæðiskostnaði. Því má líkja við brot á jafnræð- isreglunni þegar bætur sem komið er á í nánast sama til- gangi, þ.e. til að auðvelda fólki að fá húsaskjól, hljóta mismun- andi meðferð í skattkerfinu,“ sagði hún. Frumvarp um tekjutryggingu lífeyrisþega Tekjur maka hafi ekki áhrif LAGT hefur verið fram á Al- þingi frurnvarp til laga um að tekjur maka hafi ekki áhrif á tekjutryggingu lífeyrisþega. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins er Ásta R. Jóhannes- dóttir, þingflokki jafnaðar- manna, og mælir hún fyrir frumvarpinu í næstu viku. „Það er réttlætismál að sá sem ekki getur séð sér far- borða með því að vinna fyrir sér fái lágmarksframfærslu úr sameiginlegum sjóðum velferð- arkerfisins. Þeir sem missa at- vinnuna fá greiddar atvinnu- leysisbætur óháð tekjum maka. Sama gildir ekki um lífeyris- þega. Eins og málum er nú háttað skerða tekjur maka líf- eyrisgi-eiðslur og hefst skerð- ingin er tekjur maka fara yfir u.þ.b. 40.224 kr.,“ segir m.a. í greinargerð framvarpsins. Þar segir ennfremur að heimild fyrir þessari skerðingu sé byggð á reglugerð nr. 485/1995, um tekjutryggingu, samkvæmt lögum um almanna- trygginar nr. 117/1993.1 grein- argerðinni er því hins vegar haldið fram að reglugerðin sé andstæð almannatryggingalög- um, mannréttindasáttmálum, alþóðasamningum og stjórnai’- skrá lýðveldisins Islands þar sem segi m.a. að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Þá segir m.a. í greinargerð framvarps- ins: „Reglugerðin, sem kveður á um að tekjur maka skerði tekjutryggingu lífeyrisþega, grefur undan hjónabandinu og möguleikum lífeyrisþega til að hefja sambúð og stofna fjöl- skyldu. Unnt er að leiðrétta þetta með samþykkt þessa frumvarps."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.