Morgunblaðið - 10.10.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.10.1998, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hæstiréttur staðfestir úrskurð um upplýsingaskyldu Iðnlánasjóðs um styrkveitingar Skylt að afhenda upp- lýsingar um styrki HÆSTIRÉTTUR staðfesti fímmtudag niðurstöðu Héraðs- dóms Reylqavíkur og úrskurð úr- skurðamefndar um upplýsingamál um að Einar S. Hálfdánarson lög- maður ætti rétt á að fá aðgang að upplýsingum um styrkveitingar úr Iðnlánasjóði. Upplýsingarnar vörðuðu fram- lög til hagrannsókna í þágu iðnað- arins og aðgerða sem stuðla að þjóðhagslega hagkvæmri iðnþróun í landinu 1990 til 1996 auk styrkja á vegum vöruþróunar- og markaðs- deildar á sama tímabili. Hér var annars vegar um að ræða framlög er námu 10% af árlegu iðnlána- sjóðsgjaldi ráðstafað í samráði við Samtök iðnaðarins. Hins vegar framlög til nýrra útflutningsverk- efna, þróunarverkefna og rann- sókna í iðnaði. Skylt að veita aðgang Iðnlánasjóður og síðar arftaki hans, Nýsköpunarsjóður atvinnu- lífsins, höfðuðu mál á hendur Ein- ari til að fá úrskurð úrskurðar- nefndarinnar frá 24. mars 1997 felldan úr gildi. Byggðist ógilding- arkrafan einkum á því að þagnar- skylduákvæði þau sem giltu um sjóðinn gengju framar ákvæðum upplýsingalaga, en enn ft-emur að 5. gr. upplýsingalaga ætti við en hún takmarkar aðgang að gögnum sem varða einka- eða fjárhagsmál- efni einstaklinga eða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja. I dómi Hæstaréttar er þessum sjónarmiðum hafnað. Það sé meg- inreglan samkvæmt upplýsingalög- um að stjómvöldum sé skylt sé þess óskað að veita almenningi að- gang að gögnum sem varði tiltekið mál og að aðgangur að upplýsing- um um úthlutun fjár úr opinberum sjóðum í formi óafturkræfra fram- laga og styrkja sé heimill nema lög mæli á annan veg. Akvæði laga um viðskiptabanka og sparisjóði sem sé undantekning frá þessari meg- inreglu beri að skýra þröngt þegar um sé að ræða starfsemi lánastofn- ana sem falli undir upplýsingalög. Verði ekki séð að hagsmunir þeirra aðilja sem fengið hafi umrædd framlög og styrki úr Iðnlánasjóði vegi þyngra en réttur almennings til upplýsinganna. Málið fluttu Sigurður G. Guð- jónsson hrl. og Steingrímur Eiríks- son hdl. af hálfú Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins en stefndi, Einar S. Hálfdánarson hdl., flutti málið sjálfur. OpiÓ dagleqa frá kl. 12.00 - 22.00 Gífurlegt úrval af geisladiskum á hreint ótrúlegu verði Þú finnur allar tegundir tónlistar: Rokk - Popp - Blús - Djass - Klassík - Heimstónlist - Kántrý -Þýsk og Skandinavísk tónlist og margt, margt fleira. Ótrúleg tilboó á myndbondum Baetum daqleqa vió mörgum nýjum titlum i\iv ÍVIV ncn ‘ Cat Stevens Morning Has Broken Verð 1.299,- Simon & Garfunkel Sounds of Silence Verð 1.299,- SMKúl&í Jimi Hendrix The Best of Verð 1.299,- Irish Celebration 3 CD BOX Verð 899,- Enchanted Moods 3 CD BOX Verð 899,- The Essential Country Collectio 3 CD BOX Verð 899,- The Champions of Opera Verð 799,- * * * Pottþétt ást II 2 CD Verð 1.699,- Paul McCartney Paul is Live Verð 499,- Ari Jónsson Allt sem þú ert Verð 999,- Tammy Wynette 20 years of hits Verð 899,- Ýmsir flytjendur Latin American Holidays Verð 699,- ■10 . ..... m5 , * "" :Xty- e i ■ [l ■ - ■ h • i* . L. Céline Dion Nýjasta Platan Verð 1.299,- Oscar Peterson Ljubljana, 1964 Verð 699,- Ástarperlur Verð 999,- Pan Pipe Moods Verð 399,- Stóra barnaplatan 2 CD Verð 999,- Óskalögin 2 CD Verð 999,- Stjórn BSRB and- víg gagna- grunni STJÓRN Bandalags starfsmanna ríkis og bæja varar eindregið við að frumvarp um miðlægan gagna- grunn verði samþykkt. I samþykkt sem stjórnin hefur gert segir að frumvarpið komi til með að hafa áhrif á frelsi til rann- sókna- og vísindastarfsemi auk þess sem margvísleg álitamál komi til með að vera uppi varðandi per- sónuvemd. Þá sé ljóst að með einkaleyfi á gagnagrunni séu öðr- um vísindamönnum en þeim sem starfa á vegum sérleyfishafa eða em í viðskiptasambandi við hann settar þrengri skorður til rann- sókna en viðunandi geti talist. Segir í samþykktinni að á vegum BSRB hafi farið fram ítarleg um- fjöllun um fmmvarp ríkisstjómar- innar um miðlægan gagnagmnn á heilbrigðissviði. „Umrætt fram- varp gerir ráð fyrir að fela gagna- gmnn um sjúkdóma, heilsufar og upplýsingar um erfðamengi þjóð- arinnar í hendur einkafyrirtæki sem síðan hyggst nýta sér hann í hagnaðarskyni. Við þetta vakna ýmsar spumingar sem hljóta að vera áleitnar fyrir samtök launa- fólks.“ Ótakmarkaður aðgangur Þá segir að í upplýsingabæklingi til væntanlegra viðskiptavina komi fram að tryggingafyrirtækjum verði boðinn aðgangur að gagna- grannsframvarpi um sjúkdóma og heilsufar íslensku þjóðarinnar og segir að íslensk erfðagreining hafi „ótakmarkaðan aðgang að upplýs- ingum um kjörþjóð". Telur stjórn BSRB að trygg- ingafyrirtæki geti fjárfest í rann- sóknum sem þau geti síðan not- fært sér til þess að mismuna fólki. „Þetta á vitanlega fremur við í heilbrigðis- og tryggingakerfum sem em rekin á viðskiptagrund- velli, en víðast hvar í heiminum er nú tilhneiging í þá átt að einka- væða þessi kerfi.“ Stjórn BSRB telur að frumvarp- ið snerti grundvallaratriði í mann- legum samskiptum og vara sam- tökin eindregið við því að það verði samþykkt í óþökk hluta þjóðarinn- ar. Barnavagnar Rauðarárstíg 16, sími 561 0120.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.