Morgunblaðið - 10.10.1998, Side 19

Morgunblaðið - 10.10.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 19 FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Gögnin afhent EINAR S. Hálfdánarson lögfræð- ingur (t.h.) fékk í gær afhent gögn um styrkveitingar til iðn- fyrirtækja frá Iðnlánasjóði eftir að hafa unnið mál gegn sjóðnum, fyrst fyrir Héraðsdómi og síðan Hæstarétti, á grundvelli upplýs- ingalaga. Það var Steingrímur Eiríksson héraðsdómslögmaður sem sótti málið fyrir Hæstarétti fyrir hönd Nýsköpunarsjóðs, sem afhenti Einari gögnin. Einar seg- ir að það sé góð tilfinning að fá umbeðin gögn í hendurnar eftir langa baráttu. Það var í febrúar 1997 sem Einar fór fyrst fram á að fá gögnin afhent. PABBI Sængurgjafir fyrir mömmu og barnið ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13, sími 551 2136. Athugasemd UNDANFARNA daga hafa birst greinar í Morgunblaðinu eftir þá Brynjólf Bjarnason, Kristján Ragn- arsson og Jón Sigurðsson þar sem vitnað er til orða minna um kvóta- kerfið. Þessi ummæli mín féllu í við- tali sem birtist nýverið í Utvegi, fréttabréfi Landssambands ís- lenskra útvegsmanna. Ekki er víst að allir þeir sem lásu þessar greinar hafi aðgang að Ut- vegi. Til að fyrirbyggja misskilning um hvað felst í orðum mínum þykir mér rétt að sá hluti viðtalsins sem vitnað var til sé birtur í heild sinni. Hann hljóðar svo: „Eg er þeirrar skoðunar að í grundvallaratriðum sé kvótakerfið gott kerfi. Eg held að heildartekjur þjóðarbúsins verði hámarkaðar með fiskveiðistjórnunarkerfi eins og við erum með; kerfi þar sem heildarafl- inn er ákvarðaður með skynsömum hætti og honum skipt í framseljan- legar aflaheimildir. Með þessum hætti verður sóknin þannig að hver útgerðaraðili reynir að tryggja sem mestan arð af því að sækja fiskinn. Hagfræðingar spá miklum arði af vel stjórnuðum fiskveiðum, en það er kapítuli út af fyrir sig hvernig eigi að ráðstafa honum hvort menn vilja uppboð á aflaheimildum, ein- hverja sérstaka skatta eða aðrar leiðir; umræðan snýst heldur ekki einvörðungu um hagkvæmni heldur einnig um réttlæti, hvernig er gefið í spilinu. Framsalið gerir það hins vegar að verkum, að þeir sem veiða fiskinn með mestum arði geta fjár- fest í auknum heimildum. Þannig tryggir framsalið í kerfinu hag- kvæma sókn.“ Til að hnykkja enn frekar á þessu, þá tel ég að ekki eigi að hrófla við þeim grundvallarþáttum fiskveiði- stjórnunarinnar sem leiða til hag- kvæmra veiða, þ.e.a.s. ákvörðun heildaraflamarks og framsali veiði- heimilda. í þessum orðum felst ekki afstaða til deilna um það hvernig standa á að úthlutun veiðiheimilda. Friðrik Már Baldursson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi TILBOÐSSTANDAR Mikið úrval af haustlaukum á tilboðsstandinum. Eitt verð. J ífflm. 1 99 mm SS«skidÍ!ISÍl -VCt tð \e A649r 529 399 <S49 399 99° Fjöldi tegunda á hverjum tilboðsstandi Túlípanar Páskaliljur Krókusar Perluliljur Stjörnuliljur Garðhýasintur og fleira. -frjálst val.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.