Morgunblaðið - 10.10.1998, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 21
AKUREYRI
Lokahönd lögð á undirbúning minningartónleika um Jóhann Konráðsson
„Alltaf spennt
þegar Kristján
kemur heima
„ÉG er alltaf spennt þegar Krist-
ján kemur heim,“ sagði Fanney
Oddgeirsdottir, móðir Kristjáns
Jóhannssonar, þar sem hún sat í
stofunni heima í Möðruvalla-
stræti 5 og spjallaði við son sinn í
gærmorgun. „Það er bara verst
að svona spenna fer svo illa í
mig, maður er orðinn svo aldrað-
ur,“ sagði hún.
Tónleikar Kristjáns verða í
Iþróttahöllinni á Akureyri í dag,
laugardaginn 10. október, og
hefjast klukkan 17. Þetta eru
minningartónleikar um Jóhann
Konráðsson, föður Kristjáns, sem
orðið hefði áttræður siðastliðið
haust, en hann lést í lok árs 1982.
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú,
kemur fram með Kristjáni á tón-
leikunum og einnig Jóna Fanney
Svavarsdóttir, bróðurdóttir hans.
Hinn þekkti ítalski hljómsveitar-
stjóri Giovanni Andreoli stjórnar
Sinfóniuhljómsveit Norðurlands
á tónleikunum, en hún fær til liðs
við sig hljóðfæraleikara úr Sin-
fóníuhljómsveit íslands.
Gott að koma heim
Það var mikið um að vera í
IþróttahöIIinni í gær, hljómsveit-
in æfði af kappi og síðdegis stigu
söngvaramir á svið. Þau Kristján
og Diddú fóm yfír stöðuna og
slóg^u á létta strengi áður en al-
varan tók við. Kristjáni þykir
alltaf notalegt að koma heim og
vera hjá mömmu, hitta sitt
heimafólk, en hann var í svolitlu
uppnámi því Rannveig litla, dótt-
ir hans og Siguijónu Sverrisdótt-
ur konu hans, hafði fengið háan
hita og tvísýnt hvort þær mæðg-
ur kæmust norður í gær vegna
þess.
Anna María Jóhannsdóttir hef-
ur staðið í eldlinunni við undir-
búning og það var í mörg hom
að Iíta hjá henni á lokasprettin-
um. „Þetta hefur verið alveg
rosaleg töm, þetta eru svo um-
fangsmiklir tónleikar, ég held ég
hefði aldrei farið út í þetta ef ég
hefði vitað fyrirfram að þetta
yrði svona mikið mál. Það þarf
að betla og biðja, senya um eða
kaupa alla hiuti, það er ekkert
til. Hugsið ykkur hvað þetta væri
auðvelt ef við ættum tónleika-
hús,“ sagði Anna María þegar
hún leit aðeins upp í miðjum önn-
um gærdagsins.
Hún tók einnig fram að þótt á
ýmsu hefði gengið hefði verið
gaman og gjöfult að annast und-
irbúninginn og allir tilbúnir að
Ieggja sitt af mörkum. Margir
hefðu lagt hönd á plóg. „Það em
allir svo duglegir og áhugasamir
og ég hef eignast fullt af vinum í
gegnum þessa vinnu,“ sagði
Anna María. „Ég sagði við Kidda
í sumar að ég gæti ekki séð að
þetta myndi ganga upp, en nú er
allt að smella saman og maður
sér að þetta er að hafast."
370 fiskiboliur
Kristján hafði á orði í viðtali
við Morgunblaðið i gær að verst
væri að hún Mæja systir hans
hefði ekki haft tíma til að taka
slátur vegna anna við undirbún-
inginn, sem væri synd, því hún
gerði bestu lifrarpylsu í heimi.
„O, ætli maður taki ekki sitt slát-
ur þegar þetta er afstaðið," sagði
Anna María og gat þess í fram-
hjáhlaupi að hún hefði gefið sér
tíma til að búa til 370 fiskibollur
þrátt fyrir annir.
Nokkrar breytingar vom gerð-
ar á skipulagi í fþróttahöllinni,
sviðið var minnkað aðeins þannig
að hægt er að koma fleiri stólum
fyrir og vom 150 miðar til við-
bótar settir í sölu í gær að sögn
Finns Magnúsar Gunnlaugssonar
hjá Gilfélaginu. Það verða því um
Morgunblaðið/Kristján
KRISTJAN ræðir við móður sína, Fanneyju Oddgeirsdóttur, í stofunni heima í Möðruvallastræti
í gærmorgun en honum finnst alltaf gott að hitta heimafólk sitt.
ANNA María Jóhannsdóttir hefur staðið í ströngu við undirbúning
tónleikanna, en hér er hún að ræða málin við Diddú.
1.900 áhorfendur sem hlýða á
tónleikana i höllinni i dag og
koma þeir að sögn Finns
hvaðanæva af landinu.
Hlakka mikið til
„Ég er farin að hlakka mikið
til, það var svo óskaplega gaman
á tónleikunum þeirra Kristjáns
og Diddúar hér á Akureyri 1995,
þau ná svo vel til fólksins og fá
það með sér. Það var mikil upp-
lifun að vera á þeim tónleikum
og því hlakka ég mikið til að
heyra í þeim aftur,“ sagði Fann-
ey og bætti því við að Jóhann
maður hennar hefði verið þess-
um kostum búinn, að eiga auð-
velt með að ná til fólks. „Hann
hafði fólkið alltaf með sér og
naut þess,“ sagði hún. Fanney
söng á sínum tíma inn á plötu
með manni sínum og kom einnig
fram með honum á Qölskyldu-
skemmtunum. „Það var mjög
gaman.j
Alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur 10. október 1998
„Mannréttindi og geðheilbrigði"
Kl. 10.00 -15.00 OpiðhúsíDvöl
Opið hús í Dvöl, nýju atnvarfi geðfatlaðra Reynihvammi 43 við
Digraneskirkju í Kópavogi. Að athvarfinu standa Kópavogsdeild RKÍ,
Kópavogsbær og Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á ReykjanesL
Kl. 12.00 Opnun málverkasýningar
Opnun málverkasýningar listaakademíu Vínjar í sjálfboðaliðamiðstöð
Reykjavíkurdeildar RKI að Hverfisgötu 105 í Reykjavík.
Kl. 13.30 Hátíð við Túngötu 7
Pétur Hauksson, formaður Geðhjálpar, flytur hátíðarávarp í tilefni
dagsins. Munið K-lykilinn. Afmælishátíð vegna 50 ára afmælis
„The World Federation for Mental Health". Hitt húsið kemur á óvart!
Hefðbundin 10. október ganga frá Túngötu 7 .
yfir í Odda, hús félagsvísindadeildar Háskóla íslands.
Félagar úr Lúðrasveit verkalýðsins sjá um lúðrablástur.
Kl. 15.00 Málþing um „Mannréttindi og geðheilbrigði"
- ýmis sjónarhorn og umræður
Staður: stofa 101 í Odda, Háskóla Islands.
Fundarstjóri: Ástbjörn Egilsson, fyrrv. umdæmisstjóri Kiwanis á íslandi.
Afhending stefnumótunarskýrslu
Tómas Zoéga, yfirlæknir á geðdeild Lsp,
afhendir Ingibjörgu Pálmadóttur
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
skýrslu um „Stefnumótun í málefnum
geðsjúkra". Skýrslan var unnin af starfshópi skipuðum af heilbrgðis-
og tryggingamálaráðherra og var Tómas Zoéga formaður starfshópshs.
Tónlist: Kór Vinjar.
Frummælendur á málþingi um „Mannréttindi og geðheiIbrigði" eru:
Atli Heimir Sveinsson tónskáld, gestir/gestur sem sækja Vin, athvarf
fyrir geðfatlaða, Stefán Eiríksson lögfræðingur, Styrmir Gunnarsson
ritstjóri, Þórunn Sveinbjarnardóttir stjórnmálafræðingur.
Tónlist: Hólmar Henrysson spilar á harmoníku.
Lokaorð: Pétur Hauksson, formaður Geðhjálpar.
Kl. 16.30 Kaffi og umræður (kaffistofan í Odda er opin öllum).
Hlökkum til að sjá ykkur!
+ Rauði kross íslands
GEÐHJÁLP