Morgunblaðið - 10.10.1998, Page 22
22 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
L
Morgunblaðið/Kristj án
Verðbréfadagar Búnaðarbankans
VERÐBRÉFADAGAR voru
haldnir í útibúi Búnaðarbankans
á Akureyri í vikunni, þar sem
kynntir voru áhugaverðir fjár-
festingarkostir. Ráðgjafar Bún-
aðarbankans Verðbréfa ásamt
starfsfólki útibúsins veittu ráð-
gjöf um verðbréf og verðbréfa-
sjóði. Þá voru sérfræðingar í líf-
eyrismálum á staðnum og veittu
ráðgjöf um lífeyrismál og
kynntu fjölbreytta möguleika
sem sjóðfélgögum Séreignalíf-
eyrissjóðsins bjóðast. Búnaðar-
bankinn bauð gestum til sér-
staks morgunverðarfundar á
verðbréfadögunum og komu
margir til að hlýða á ráðgjafa
og sérfræðinga bankans fara yf-
ir fjárfestingarkosti og lífeyris-
mál.
Sana-völlurinn heyrir
bráðum sögunni til
BÆJARRÁÐI Akureyrar hefur
borist erindi frá Hafnasamlagi Norð-
urlands þar sem fram kemur að í
desember nk. verði Sana-völlurinn
ekki lengur til afnota fyrir íþróttafé-
AKUREYRARKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli á morgun kl. 11 í safnaðar-
heimili. Guðsþjónusta kl. 14, sr.
Birgir Snæbjörnsson messar. Æsku-
lýðsfundur kl. 17 í kapellu. Biblíu-
lestur í safnaðarheimili kl. 20.30 á
mánudagskvöld í umsjá sr. Guð-
mundar Guðmundssonar. Sálmur nr.
116 lesinn og íhugaður með yfir-
skriftinni bænir og angur.
Mömmumorgunn í safnaðarheimili
frá kl. 10 til 12 á miðvikudag.
Tveggja kvölda námskeið um karl-
mennsku á vegum Leikmannaskóla
þjóðkirkjunnar í safnaðarheimili
Ákureyrarkirkju 20. og 27. október
næstkomandi. Fjallað verður um
karlinn í nútímasamfélagi, trú hans
og efa, styrk og veikleika. Leiðbein-
endur eru Kristján Már Magnússon
sálfræðingur og sr. Svavar Á. Jóns-
son. Innritun og nánari upplýsingar í
kirkjunnL
GLERÁRKIRKJA: Barnasam-
lög í bænum. Þessi ákvörðun er til
komin vegna fyrirhugaðra fram-
kvæmda við vesturbakka Fiskihafn-
arinnar.
Þórarinn B. Jónsson, formaður
vera og guðsþjónusta í kirkjunni kl.
11 á morgun. Sameiginlegt upphaf,
en síðan fara börnin í safnaðarsal
þar sem sunnudagaskólinn fer fram.
Sr. Jón Bjarman predikar og sókn-
arprestur þjónar. Fundur æskulýðs-
félagsins kl. 19 á morgun. Kyrrðar-
og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðju-
dag. Hádegissamvera frá kl. 12 til 13
á miðvikudag. Helgistund og léttur
málsverður. Opið hús fyrir foreldra
og börn frá 10 til 11 á fimmtudag.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 11 á morgun, almenn
samkoma kl. 17. Heimilasamband kl.
15 á mánudag, æskulýðssamkoma kl.
20 á þriðjudag, KK fyrir 7-10 ára
börn á miðvikudag kl. 17, 11 plús
mínus kl. 17 á fóstudag, flóamarkað-
ur á föstudag frá 10 til 17.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa
kl. 18 í dag, laugardag, og kl. 11 á
morgun, sunnudag, í kirkjunni við
Eyrarlandsveg 26.
íþrótta- og tómstundaráðs, sagði að í
framhaldi af þessari ákvörðun hefði
verið ákveðið að ráðast í lagfæringar
á malarvöllunum á félagssvæðum
KA og Þórs og setja þar upp flóðlýs-
ingu. „Við lítum á þetta sem bráða-
birgðalausn þar til knattspymuhús
rís í bænum, þannig að knattspyrnu-
menn búi við sæmilega aðstöðu."
Bæjarráð lítur svo á að fram-
kvæmdirnar rúmist innan fjárhagsá-
ætlunar íþrótta- og tómstundaráðs
og hefur falið ráðinu að annast verk-
ið. Sana-völlurinn hefur lengi verið
eini nothæfi knattspyrnuvöllurinn á
Akureyri yfir vetraiTnánuðina og
langt fram á vor og reyndar hafa
knattspyrnumenn í nágrannabyggð-
arlögum Akureyrar einnig nýtt völl-
inn til æfinga. Þá hafa margir „stór-
leikir“ farið fram á vellinum í gegn-
um tíðina.
AKSJÓN
10. október, laugardagur
12.00ÞSkjáfréttir
17.00ÞDagstofan Um-
ræðuþáttur í samvinnu við
Dag. (e)
21.00ÞKvöldljós Kristilegt
efni frá sjónvarpsstöðinni
Omega.
11. október, sunnudagur
12.00^-Skjáf réttir
17.00ÞDagstofanUmræðu-
þáttur í samvinnu við Dag. (e)
21.00ÞKvöldljós Kristilegt
efni frá sjónvarpsstöðinni
Omega.
22.30ÞKörfubolti Þór -
Grindavík. Eggjabikarinn.
12. oktober, mánudagur
12.00Þ-Skjáf réttir
18.15ÞKortér Fréttaþáttur
í samvinnu við Dag. Endur-
sýndur kl. 18.45, 19.15, 19.45,
20.15 og 20.45.
21 .OOÞ-Ekkjuhæð (Widows
Peak). Konurnar á Ekkjuhæð
hafa slúður fyrir fullt starf og
elda grátt silfur saman, sem
leiðir til skammarlegrar hegð-
unar, stórhættulegrar keppni
og jafnvel morðs. Aðalhlut-
verk: Mia Farrow, Joan
Plowright og Natasha Ric-
hardson 1994.
Morgunblaðið/Kristján
AÐSTÆÐUR til knattspyrnuiðkunar á Sana-vellinum hafa ekki alltaf
verið upp á marga físka en samt þó þær bestu sem hægt hefur verið að
bjóða uppá á Akureyri yfir vetrarmánuðina. Völlurinn heyrir brátt
sögunni til.
Kirkjustarf
LANDIÐ
Landsbankinn
á Selfossi 80 ára
Selfossi - Landsbankinn á Selfossi
hélt nýverið upp á 80 ára afmæli úti-
búsins. Af því tilefni bauð bankinn
bæjarbúum og öðrum gestum að
koma við í húsakynnum sínum þar
sem bornar voru fram veitingar.
Barnakór Selfosskirkju söng og
skemmti gestum ásamt umferðarálf-
inum Mókolli.
I upphafi störfuðu aðeins þrír
menn í útibúinu við þröngan aðbún-
að, í tveimur herbergjum. Umfang
viðskiptanna nam á fyrsta ári 60.000
kr. í innlán og 295.000 kr. í útlán.
Bankinn var um skeið eina fjármála-
stofnunin í héraðinu og tók ríkan
þátt í uppbyggingu atvinnulífsins. Á
50 ára starfsafmæli bankans, árið
1968, voru starfsmenn bankans 20. í
dag starfa 35 hjá bankanum og um-
fang viðskipta er talið í milljörðum,
bæði í inn- og útlánum.
Landsbankinn á Selfossi skilgrein-
fr sig í dag sem þjónustufyrirtæki á
fjármálamarkaði sem býður heildar-
lausnir fyrir einstaklinga og fyrir-
tæki. Á starfssvæði bankans eru all-
ar meginstarfsgreinar í íslensku at-
vinnulífi. Svæðið er eitt helsta land-
búnaðarhérað landsins, hér eru öfl-
ugar verstöðvar og ferðaþjónustan
vex og dafnar með hverju ári.
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
ÞAÐ var margt um manninn í Landsbankanum á Selfossi þegar útibú-
ið fagnaði 80 ára afmæli sínu.
Stjorn Akranesveitu
Tjón einstaklinga á
tækjum verður bætt
STJÓRN Akranesveitu hefur
ákveðið að bæta einstaklingum tjón
sem þeir urðu fyrir vegna spennu-
hækkunar rafmagns 30. september
sl. Þetta ætlar hún að gera þrátt
fyrir að stjórnin telji að bótaskylda
sé óljós.
Akvörðun um þetta er tekin í
samráði við Vátryggingafélag Is-
lands, tryggingafélag Akranesveitu,
og er tjónið bætt án viðurkenningar
á bótaskyldu.
Tjónamatsmenn VÍS hafa undan-
farið unnið að mati á tjóni hjá þeim
aðilum sem þegar hafa tilkynnt um
tjón og munu halda því áfram næstu
daga. Svæðisskrifstofa VÍS á Akra-
nesi mun annast gi'eiðslu bóta, þeg-
ar mat liggur fyrir. Gert er ráð fyrir
að uppgjör og greiðslur geti hafist í
byrjun næstu viku.
„Þarna er um að ræða viðskipta-
vini okkar sem hafa átt viðskipti við
okkur áratugum saman og hafa
alltaf staðið í skilum og við viljum
því sýna þeim ákveðna velvild,"
sagði Magnús Oddsson veitustjóri í
samtali við Morgunblaðið. Hann
sagði 230 tilkynningar um tjón hafa
borist. Magnús sagði ekki ljóst
hvort tjónið lenti endanlega á veit-
unni eða VIS, lögfræðingar væru að
fara yfir málið og niðurstaða lægi
ekki fyrr ennþá. Hann sagði ekki
heldur ljóst hversu mikla fjármuni
væri um að ræða.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
MARIA Valdimarsdóttir og Lárus Hannesson gengu í hjónaband laug-
ardaginn 3. október sl. Á niyndinni eru þau á leið uin borð í Brimrúnu
þar sem ættingjar og vinir fögnuðu þeim og síðan var haldið út á
Breiðafjörðinn þar sem veislan var haldin ineð pomp og prakt.
Brúðkaupsveisla
á Breiðafirði
Stykkishólmi - Brúðhjónin María
Valdimarsdóttir og Lárus Hann-
esson gengu í hjónaband laugar-
daginn 3. október sl. í Stykkis-
hólmskirkju og var það sóknar-
presturinn Gunnar Eiríkur
Hauksson sem gaf þau saman.
Það sem var óvenjulegt við brúð-
kaupið var að brúðkaupsveislan
fór fram úti á Breiðafirði.
Farið var með skemmtiferða-
bátnum Brimrúnu, sem var
skreyttur sérstaklega í tilefni
dagsins. Gestir voru fjölmargir
og fór vel um alla því um borð er
mjög rúmgott. María vinnur hjá
Eyjaferðum og Lárus er mikill
hestamaður og hefur náð góðum
árangri við tamningar og keppni
á liestum.