Morgunblaðið - 10.10.1998, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Ný könnun um gengi fyrirtækja
Flugleiðir gera samstarfssamning vlð Lufthansa
Færri verða var
ir við erfíðleika
Styrkir stöðu félags-
ins í Þýskalandi
í NÝRRI könnun, sem fyrirtækið
Pricewaterhouseeoopers gerði fyr-
ir Morgunblaðið á því hvort fólk
hefði orðið vart við erfiðleika og
samdrátt í ár hjá fyrirtækinu sem
það vinnur hjá, svaraði rúmlega
fimmtungur aðspurðra eða 21,1%
játandi. Miðað við sambærilega
könnun frá því á sama tíma í fyrra
er um marktæka lækkun að ræða,
en þá var sambærilegt hlutfall
27,8%.
Stærð úrtaksins í könnun fyrir-
tækisins var 1.000 manns. Leitað
var til fólks um allt land á aldrinum
18-67 ára. Alls svöruðu 693.
Breytingar til
batnaðar
Tæplega 39% þeirra sem orðið
hafa varir við samdrátt eða erfið-
leika hjá sínu fyrirtæki telja að
verulegar breytingar verði til
batnaðar á þessu ári. Borið saman
við september 1997 þá virðast
menn vera bjartsýnni í ár en þá,
þar sem 38,8% telja að breytingar
verði til batnaðar nú á móti 37%
árið 1997.
Helmingur aðspurðra telur að
afkoma næsta árs fyrir hann per-
sónulega verði svipuð og á þessu
ári. Aftur á móti telja 33,8% að af-
koma næsta árs verði betri en á
þessu ári.
Ungir karlar
bjartsýnastir
Sé skoðað hvemig svörun er eft-
ir markhópum sést að marktækur
munur er á milli kynja og hafa
konur frekar orðið varar við erfið-
leika en karlar. Marktækur munur
er einnig á milli elsta og yngsta
aldurshópsins, þar sem eldra fólk
hefur frekar en það yngra orðið
vart við erfiðleika.
Einnig kemur fram að hátekju-
fólk virðist síður en lágtekjufólk
hafa orðið vart við erfiðleika í þeim
fyrirtækjum þar sem það vinnur
og er þar um marktækan mun að
ræða.
Ungir karlar virðast vera bjart-
sýnni en aðrir á framtíðina þar
sem 56% þeirra telja að næsta ár
verði betra en það síðasta. Konur
á aldrinum 50-67 ára eru hins
vegar síst bjartsýnar, því 22%
þeirra telja að næsta ár verði
betra afkomulega fyrir þær per-
sónulega en þetta ár.
FLUGLEIÐIR hf. hafa samið við
þýska flugfélagið Lufthansa um
samstarf í fargjaldamálum. Samn-
ingurinn mun styrkja stöðu Flug-
leiða á meginlandi Evrópu og sér-
staklega í Pýskalandi. Flugleiðir
fljúga daglega til Frankfurt og
Hamborgar á sumrin og vonast
forráðamenn félagsins til að sam-
starfið verði til þess að straumur
þýskra ferðamanna til Islands
stóraukist.
Samningurinn gildir frá 1. nóv-
ember nk. og mun hann hafa mikla
þýðingu fyrir Flugleiðir og ís-
lenska ferðaþjónustu að sögn Jóns
Karls Ólafssonar, svæðisstjóra
Flugleiða á meginlandi Evrópu.
„Þetta er tímamótasamningur og
mun eflaust bæta samkeppnis-
stöðu Flugleiða í Þýskalandi til
muna. Með samstarfinu tengjast
Flugleiðir hinu víðfeðma leiðaneti
Lufthansa og það hefur ótal
spennandi möguleika í fór með sér
fyrir okkur. M.a. bjóðast okkur
sérfargjöld hjá Lufthansa og við
getum því boðið Islendingum
tengiflug frá Frankfurt til flestra
borga í Þýskalandi fyrir mun
lægra verð en áður. A sama hátt
eigum við mun auðveldara með að
bjóða ferðir frá öllum svæðum
Þýskalands til Islands og þannig
opnast leið til að fjölga ferðum
Þjóðverja til Islands enn frekar.
Ekki síst mun þetta gera okkur
kleift að bjóða hópferðir og pakka-
ferðir frá fleiri borgum í Þýska-
landi en við höfum átt kost á fram
að þessu. Það er sérstaklega
ánægjulegt að fá þannig tækifæri
til að auka enn frekar straum
þýskra ferðamanna til Islands,
enda dvelja þeir lengur við á land-
inu og skila þannig meiri tekjum
en ferðamenn frá flestum öðrum
ríkjum.“
Breyttar aðstæður á
Norður-Atlantshafsleiðinni
Jón Karl segir að hingað til hafi
Lufthansa ekki verið áfjáð í slíkt
samstarf, ekki síst vegna þess að
félagið hafi litið á Flugleiðir sem
keppinaut á Norður-Atlantshafs-
leiðinni. ,Aðstæður hafa nú að ein-
hverju leyti breyst vegna þeirrar
ákvörðunar Flugleiða að hætta
flugi til Lúxemborgar og eins hafa
flugfélög víða um heim aukið sam-
starf sín á milli á síðastliðnum
misserum. Aður nutum við jafnvel
síðri fyrirgreiðslu hjá Lufthansa en
ýmsar ferðaskrifstofur en með
samstarfinu mun það breytast til
hins betra.“
Flugleiðir eiga nú í formlegu
samstarfi við flugfélögin SAS,
British Midland, Al-Italia og Iber-
ia og um næstu mánaðamót bætist
Lufthansa við. Jón Karl segir að
hingað til hafi SAS verið megin-
stoðin í samstarfi Flugleiða við
önnur flugfélög og svo verði áfram
en ljóst sé að samstarfíð við Luft-
hansa muni einnig skipta gífur-
legu máli, ekki síst á meginlandi
Evrópu.
Island seðlalaust
Stjórnskipulag yfirstjórnar
Ó. Johnson & Kaaber hf.
og Heimilistækja hf.
frá áramótum 1998/1999
STJORN
Forstjóri
Fjármálasvið
Heimilistæki hf.
Markaðssvið
Ó. Johnson & Kaaber hf.
Stoð- Heimilistækja-
deildir svið
J Upplýsinga-
tæknisvið
- Þjónustusvið
Sérvörusvið
------1-----
I
- Matvörusvið
- Tæknisvið
T
Hvítar vðrur Tölvur Varahlutir Sjúkrahúsvörur Stónmarkaðir Framleiðslustýring
Smátæki Jaðarbúnaður íhlutir Lyf - Matvara Framleiðsla
Sjónvörp og Eftiriitskerfi Uppsetning Hjúkrunarvörur - Hreinlætisv. Lagerhald
Hljómtæki Símabúnaður Eftirsöluþjónusta Efnavara Sölutumar
Ljósritunarvélar Ábyrgaviðgerðir Hreinsiefni - Sælgæti
Lýsingarbúnaður Alm. Viðgerðir Húsgögn Fyrir stórelhús
Lækningatæki Samsetningar Kaffibrennsla
Röntegenfilmur Sultugerðin Búbót
innan 5 ára
RAFRÆN viðskipti munu veita ís-
lendingum og öðrum smáþjóðum
mikil sóknarfæri á næstu árum.
Þetta kom m.a. fram í ræðu Finns
Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, á ráðherrastefnu OECD
um rafræn viðskipti sem lauk í
Ottawa í Kanada í gær. Finnur
benti á að mesti vöxtur í heimsvið-
skiptum væri í greinum þar sem
fjarlægðir skiptu ekki máli.
Einkageirinn stýri þróuninni
Hann sagði íslendinga standa
mjög framarlega við að nýta sér
upplýsingatæknina og líklegt væri
að innan fimm ára yrði ísland fyrsta
seðlalausa samfélagið í heiminum.
Notkun greiðslukorta væri hvergi
meiri en á íslandi og aðgangur að
Netinu sá næstmesti í heiminum.
A Ottawa fundinum mótuðu
OECD-ríkin þá stefnu að einka-
geirinn eigi að stýra þróuninni í
rafrænum viðskiptum og að því er
fram kemur í fréttatilkynningu frá
iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu,
nýtur stefnan fulls stuðnings sam-
taka atvinnurekenda. Stefnt er að
því að einkageirinn móti staðla sem
gildi í rafrænum viðskiptum.
Stjórnvöld munu ekki setja stein í
götu þeirra með lagalegum hömlum
en alþóðlegar grundvallarreglur
verði engu að síður settar til að
skapa traust og auka öryggi.
Stjórnvöld gæti þess jafnframt að
skattheimta rafrænna viðskipta
hindri ekki framgang þeirra og
skattareglur á þessu sviði verði
samræmdar á milli landa. Þá var á
fundinum einnig samþykkt ályktun
um nauðsyn aukinnar samkeppni á
fjarskiptamarkaði.
Leiðrétting
MISSKILJA mátti upplýsingar sem komu fram í töflu, sem birtist í viðskiptablaði í fyrradag, yfir breytingar á
stjómskipulagi yfirstjómar O. Johnson & Kaaber hf. og Heimilistækja hf. Hér birtist taflan rétt.
Búferlaflutningar í janúar-september
Fleiri til höfuðborg-
arsvæðisins
TÆPLEGA 44 þúsund breytingar á
lögheimili einstaklinga vom skráðar
í þjóðskrá á fyrstu þremur fjórð-
ungum þessa árs samkvæmt heim-
ildum Hagstofunnar. 23.694 manns
fluttu innan sama sveitarfélags,
14.109 milli sveitarfélaga, 3.075 til
Iandsins og 2.922 frá því.
Á tímabilinu fluttust því 153 fleiri
einstaklingar til landsins en frá því.
Þar af vora aðfluttir eríendir ríkis-
borgarar 391 fleiri en brottfluttir,
en 238 fleiri íslendingar fluttust frá
landinu en til þess. Á sama tíma ár-
ið 1997 var heildarfjöldi aðfluttra
umfram brottflutta 61.
Töluvert fleiri fluttust til höfuð-
borgarsvæðisins en frá því eða
1501. í öðram landshlutum voru
brottfluttir fleiri en aðfluttir. Mest
fólksfækkun varð á Austurlandi,
335. Af einstökum þéttbýlisstöðum
fluttust flestir í Kópavog, 910, en
flestir frá Vestmannaeyjum, 127.
Jólasýning í LaugardalshöII
JÓLAHÖLLIN er yfirskrift sýning-
ar um jólahald landsmanna sem
haldin verður í Laugardalshöll dag-
ana 20. til 22. nóvember næstkom-
andi. Á sýningunni munu fyrirtæki
kynna allt til jólanna, þ.m.t. mat- og
drykkjarvörur, fatnað, úr og skart-
gripi, leikföng, tölvur, hugbúnað o.fl.
Á sama tíma verður hrundið af
stað söfnun til styrktar hjartveikum
börnum á Islandi og mun andvirði
aðgöngumiða að sýningunni renna
óskipt til hennar. Það er Neistinn,
styrktarfélag hjartveikra barna,
sem mun annast miðasöluna og
Sparisjóðirnir verða fjárgæsluaðilar
söfnunarinnar að því er segir í
fréttatilkynningu.
Það er fyrirtækið Islensk kynn-
ing ehf. sem stendur fyrir sýning-
unni í samstarfi við sölufyrirtækið
Markaðssókn ehf. og Samtök iðnað-
arins, sem taka þátt í skipulagningu
og framkvæmd Jólahallarinnar.
Alla sýningarhelgina verður lif-
andi jóladagskrá með ýmsum uppá-
komum og skemmtiatriðum fyrir
alla aldurshópa og koma m.a. fram
kórar, tónlistarmenn, rithöfundar
og leikhópar.