Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 2 7 S-Arabar miðla málum SAUDI-Arabar ætla að miðla málum í deilu Sýrlendinga og TjTkja, sem saka þá fyrmefndu um að styðja kúrdíska uppreisn- armenn í Tyrklandi. Kom það fi-am í arabíska blaðinu al-Hayat, sem sagði, að Abdullah, ki'ónprins í Saudi-Arabíu, ætlaði að fara til viðræðna við Sýrlandsstjóm. Ræddi hann raunar við Hafez Assad,_ forseta Sýrlands, í síma í gær. Aður hafa Hosni Mubakar, forseti Egyptalands, og Kamal Khan'azi, utanríkisráðhen-a Irans, reynt að bera sáttarorð á milli. Tyrkir eru með mikinn liðs- saftiað við sýi'lensku landamærin en það em ekki aðeins Kúrdar, sem kynda undir ági-einingi milli ííkjanna, heldur deila þau einnig um land og vatnsréttindi. íslömsk lög í Pakistan NEÐRI deild pakistanska þings- ins samþykkti í gær stjórnar- skrárbreytingu, sem felur í sér, að íslömsk lög verða æðri öðram lögum í landinu. Fer breytingin næst fyrir öldungadeildina en mikill styr hefur staðið um hana. Óttast sumir, sem játa aðra trú en íslam, einkum kristnir menn, að lögunum verði sérstaklega beint gegn þeim. Segir Jeltsín haldinn elliglöpum RÚSSNESKUR sálfræðingur, Míkhaíl Vínogradov, segir í við- tali við breska blaðið Daily Tel- egraph, að Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, þjáist líklega af elli- glöpum. Hann sé sjúkur, geri sér ekki grein fyrir eigin athöfn- um og ráði ekki við þær. Hefur hann að vísu ekki skoðað Jeltsín en segist draga þessa ályktun af því, sem hann hafi séð til hans í sjónvarpi. Vínogradov segir, að margii’ kollega sinna séu sér sammála um þetta en yfírlýsing- ar hans hafa þó ekki vakið hrifn- ingu meðal stéttarbræðra hans í Rússlandi. Segja þeir það ósið- legt að geta sér til um andlega heilsu manns, sem viðkomandi hafi ekki skoðað sjálfur. 3.350 ára gamall graf- haugur KOMIÐ hefur í Ijós við kolefnis- mælingar, að stærsti grafhaugur á Norðurlöndum, haugurinn við Hohoj á Jótlandi, er frá því um 1350 f. Kr. eða nokkrum hund- ruðum ára eldri en áður var talið. Talið er, að í haugnum sé kista með líkamsleiftim einhvers Bronsaldarstórmennis og kannski fjölskyldu hans líka. Er haugurinn 12 rnetra hár og 72 metrar í þvermál. Jarðvegurinn, sem þarna var hrúgað upp, nægði til að hylja 37 knatt- spyrnuvelli. í dansk-prússneska stríðinu 1864 reyndu þýskir her- menn að rjúfa hauginn án árang- urs en inni í honum eru þrjú hóíf, girt trjábolum. í þvi innsta er iíklega kista höfðingjans og hugsanlega annar fjársjóður. ERLENT * Ovissa og ráðleysi einkennandi á fjármálamörkuðunum í gær Dollari og jen í trylltum dansi London, Tókýó, Singapore. Reuters. ÓVISSA og ráðleysi voru einkenn- andi á fjármálamörkuðunum í gær vegna stöðugs gengisfalls dollarans en um tíma hafði það fallið um 17% gagnvart japönsku jeni á aðeins tveimur sóiarhringum. Gengishækk- un jensins vekur líka furðu. Þeir, sem fást við gjaldeyrisviðskipti, eru ekki óvanir miklum sviptingum þeg- ar gjaldmiðill þróunarríkja er ann- ars vegar en að tveir sterkustu gjaldmiðlai-nir skuli lenda í þessu umróti er fáheyrt. „Eg hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði gjaldeyrismiðlari í London en þá hafði gengi dollarans þó hækkað, var í 120 jenum en byrj- aði daginn undir 112. Heilbrigðri skynsemi varpað fyrir róða Ljóst er, að ársfundur Aljóðagjald- eyrissjóðsins, IMF, og Alþjóðabank- ans hefur ekki orðið til að draga úr ókyrrðinni á mörkuðunum og sumir hafa á orði, að „kreppan" sé ekki lengur aðeins af efnahagslegum, heldur einnig andlegum orsökum. Michel Camdessus, framkvæmda- stjóri IMF, sagði í fýrradag, að vissulega mætti tala um kreppu - kreppu, sem einkenndist af því, að heilbrigðri skynsemi hefði verið kastað fyrir róða. Markaðssérfræðingar rekja gengisfall dollarans til ótta við, að farið sé draga úr hagvexti í Banda- ríkjunum auk þess sem vextir þar muni verða lækkaðir frekar. Ofan á allt bætist síðan rannsóknin í máli Clintons og áhyggjur af því, að hún muni verða til að lama for- setann og þá forystu, sem hann á að hafa. Spákaupmennska Efnahagssérfræðingar segja ólík- legt, að ríkisstjórnir, jafnvel þær öfl- ugustu, geti haft mikil áhrif á gjald- eyrisóróann enda er þar um að ræða tilfærslu á gífurlegum fjármunum. Þar eiga svokallaðir baktryggingar- sjóðir, sem hefur fjölgað mikið á síð- ustu árum, töluverðan hlut að máli en þeir taka mikið fé að láni til að geta stundað spákaupmennsku. Við hjáTNT önnumst hrað- sendingar miili landa með bros á vör. Hjá okkur miðast allt við að ná sem mestum hraða og öryggi í flutningi og meðferð sendinga. Með næturflutning- um um aðaidreifingamiðstöð TNT í Liege í Belgíu er hægt að koma send- ingum til skila innan 24 tíma til helstu viðskiptalanda.TNT er einnig með fullkominn leitarvef sem fínnur hvar sendingin er stödd á hverjum tima. FlutninganetTNT nær til meira en 200 landa og starfa yfir 55.000 manns hjá fyrirtækinu. Þjónusta TNT byggir á yfir 50 ára reynslu og meðhöndlarTNT í dag yfir 2 milijónir sendinga í viku. Aðaldreifingarmiðstöð TNT er ein sú fullkomnasta sinnar tegundar í Evrópu og þar eru allt að 30.000 sendingar meðhöndlaðar á klukkustund allan sólarhringinn og eru starfsmenn um 700 talsins. TNT Hraðflutningar sjá um flutning hraðsendinga hérlendis fyrir hið alþjóðlega flutningafyrirtækiTNT Global Express. ÞjónustaTNT byggir á áralangri reynslu við flutningastarf- semi. Láttu okkur hjáTNT koma sendingunni þinni til skila.Allar nánari upplýsingar fást hjáTNT Hraðflutn- ingum.Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík. Sími 580 1010. Opið er alla virka daga kl. 8.30 -17.00. Umboðsaðili TNT á íslandi Hraðflutningar Sími 580 1010 • www.tnt.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.