Morgunblaðið - 10.10.1998, Side 28
28 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Netanyahu skipar umdeildan „hauk“
í embætti utanríkisráðherra
Pólitískri útlegð
Sharons opin-
berlega lokið
Jerúsalem. Reuters.
BENJAMIN Netanyahu, forsætis-
ráðherra Israels, sagði í gær, þegar
hann tilkynnti að Ariel Sharon,
fyrrverandi varnarmálaráðherra,
yrði næsti utanríkisráðherra Isra-
els að Sharon væri
sá maður sem
„best hentaði í
embættið". Er þai'
með opinberlega
lokið pólitískri út-
legð Sharons en
víst er að skiptar
skoðanir eru um
fyrrgreint mat for-
sætisráðherrans
enda er Sharon helsti foringi harð-
línumanna í ríkisstjórn Israels og
hefur hingað til lítt viljað gefa eftir
í viðræðum við Palestínumenn.
Netanyahu sagði í gær að Sharon
myndi stýra viðræðum Israela við
Palestínumenn, sem hefjast eiga í
næstu viku í Bandaríkjunum, um
friðarsamkomulag sem lagt gæti
grunn að viðræðum um endanlega
stöðu mála á Vesturbakkanum.
Yrðu í slíkum viðræðum til lykta
leidd deilumál þjóðanna um byggð-
ir gyðinga, landamæri Israels, Jer-
úsalemborg og málefni flótta-
manna. Helsti ásteytingarsteinninn
undanfarið hefur hins vegar verið
sú tillaga Bandaríkjamanna að Isr-
ael gefi eftir 13% landsvæðis á
Vesturbakkanum gegn því að Pa-
lestínumenn beiti sér markvisst
fyrir því að draga úr árásum
hryðjuverkamanna á Israelsríki.
Stjórn Benjamins Netanyahus er
einmitt háð stuðningi harðlínu-
manna sem eru afar andsnúnir því
að Palestínumönnum verði gefíð
eftir land á Vesturbakkanum og
þykir skipun Sharons í utanríkis-
ráðherraembættið líkleg til að friða
þá. Eru ýmsir fréttaskýrendur á
þeirri skoðun að einungis með
Sharon í framlínu viðræðunefndar-
innar geti Netanyahu tryggt sér
stuðning meirihluta Israelsbúa fyr-
ir hverju því samkomulagi sem
næst við Palestínumenn, ef samn-
ingar á annað borð nást.
Á hinn bóginn er líklegt að skip-
un Sharons í embætti utanríkisráð-
herra muni hneyksla frjálslyndari
íbúa ísraels, Arabaþjóðirnar og
ekki síst Palestínumenn sem álíta
Sharon þann stjórnmálamann í Isr-
ael sem hvað mest blóð hefur á
höndum sínum. „Með því að skipa
Sharon er Netanyahu að segja um-
heiminum að hann vilji ekki fínna
lausn á deilumálum Israelsmanna
og Palestínumanna og að hann hafí
valið leið ófriðar og blóðsúthell-
inga,“ sagði Saeb Erekat, aðal-
samningamaður Palestínumanna.
Þurfti að segja af sér sem
varnarmálaráðherra
Sharon, sem stendur á sjötugu,
er íyrrverandi stríðshetja og
gegndi stöðu hershöfðingja í ísra-
elska hernum áður en hann hóf af-
skipti af stjórnmálum. Sem varnar-
málaráðherra fyrirskipaði hann
innrás Israelshers í Líbanon árið
1982 en neyddist til að segja af sér
embætti ári síðar þegar ísraelsk
rannsóknarnefnd komst að þeirri
niðurstöðu að hann bæri óbeina
ábyrgð á blóðbaði í tvennum flótta-
mannabúðum í Beirút í Líbanon,
sem Israelsmenn höfðu umsjón
með, þegar herskáir kristnir Lí-
banonbúar myi'tu hundruð palest-
ínskra flóttamanna. Hafa Palest-
ínumenn ekki gleymt því að ísra-
elskir hermenn voru í nágrenni
búðanna þegar fjöldamorðin áttu
sér stað en gerðu ekkert til að
stöðva þau.
Prátt fyrir að hverfa úr stjórn
með þessum hætti árið 1983 var
Sharon hins vegar áfram áhrifa-
mikill í ísraelskum stjómmálum
vegna þess stuðnings sem hann
nýtur meðal harðlínumanna. Sat
hann áfram í ríkisstjóm en án ráð-
herraembættis og hefur af þeim
sökum fengið á sig orð fyrir að vera
„haukur“ í stjómmálum, áhrifamik-
ill á bak við tjöldin. Undanfarið hef-
ur hann gegnt embætti ráðherra
skipulagsmála í stjórn Netanyahus
auk þess sem hann hefur verið einn
fjögurra í „innra ráðuneyti" forsæt>
isráðherrans. Mun Sharon, að sögn
Netanyahus, gegna áfram embætti
ráðherra skipulagsmála um sinn
þótt hann verði nú utanríkisráð-
herra.
Dæmdur í
fímm ára
netbann
New York. Reuters.
DÓMARI í New York hefur
ákveðið að banna manni, sem
hefur játað að hafa safnað
klámmyndum af börnum og
reynt að dreifa þeim á alnetinu,
að nota netið í fímm ár.
Thomas Baskind, 29 ára fyrr-
verandi tryggingasala, verður
meinaður aðgangur að netinu
og fylgst verður með síma- og
greiðslukortareikningum hans,
að sögn dómarans.
Baskind átti yfir höfði sér
allt að sjö ára fangelsisdóm en
náði samkomulagi um að refs-
ingin yrði milduð. Hann vai'
handtekinn í fyrra eftir að hann
hafði samband við sjónvarps-
fréttakonu í Los Angeles, sem
þóttist vera 13 ára stúlka, á
spjallrás á netinu. Hún varð við
beiðni hans um að senda honum
myndir, sem hún sagði að væru
af sér. Hann hringdi síðan í
hana og óskaði eftir mynd-
bandi, þar sem hún viðhefði
ýmsai- kynferðislegar athafnir,
og bauð henni í heimsókn til
New York.
Manninum verður ennfrem-
ur bannað að nota símann til
kynferðislegra samtala, gert að
leita til sálfræðings vikulega og
sækja fundi AA-samtakanna.
Honum verður einnig bannað
að sækja um störf, ganga í fé-
lög eða sækja staði sem gætu
gert honum kleift að hafa eftir-
litslaust samband við börn, svo
sem leiktækjasali, leikfanga-
verslanir og leikvelli. Dómurinn
verður kveðinn upp formlega
18. nóvember.
Blair í Hong Kong
Hong Kong. Reuters.
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, kom í gær til Hong
Kong, en borgin er siðasti við-
komustaðurinn í opinberri heim-
sókn hans til Kína. Við komuna
sagði hann að Hong Kong, sem
var undir breskri stjórn þar til á
síðasta ári, hefði myndað brú
milli Bretlands og Kína.
Blair sagði að sér virtist borg-
in dafna vel undir stjórn Kín-
veija. Frelsi og grundvallarrétt-
indi væru virt og íbúar gætu
óhikað látið skoðanir sínar í Ijós.
Áður en Bretar létu Hong Kong
af hendi í júlí í fyrra höfðu þeir
lýst yfír áhyggjum af framtíð
lýðræðis og mannréttinda í
borginni, og samskipti Bretlands
og Kina voru um tima við frost-
mark vegna þessa.
Martin Lee, leiðtogi lýðræðis-
sinna í Hong Kong, gagnrýndi
Blair í gær fyrir að hafa látið
viðskiptahagsmuni Bretlands
silja í fyrirrúmi og hafa því
forðast að knýja á um stjómar-
farsumbætur í viðræðum sínum
við kínverska ráðamenn.
Blair sést á myndinni stíga út
úr strætisvagni, sem nýlega var
keyptur til Hong Kong frá
Bretlandi, en hann lagði í heim-
sókninni áherslu á sterk við-
skiptatengsl Breta og borgar-
innar.
Fimm Irönum
sleppt úr haldi
Teheran. Reuters.
ÍRANSKIR fjölmiðlar greindu frá
því í gær að talebanar í Afganistan
hefðu sleppt úr haldi fimm írönum
og sent þá heim á leið. Kom fram í
frétt íranska ríkissjónvarpsins að
lausn mannanna væri afrakstur
milligöngu sendiherra írans í Saudi-
Arabíu og Afgana sem búsettur er í
Saudi-Arabíu.
Spenna hljóp í deilu Irans og
Afganistan í ágúst þegar talebanar
lögðu undir sig íranskt sendiráð í
austurhluta Afganistans, myrtu
nokkra diplómata og handtóku aðra.
Er þessi spenna orsök átaka sem
kom til á landamærum Irans og
Afganistans í fyrrakvöld.
SPD og græningjar vilja ganga frá stjórnarsáttmála innan viku
Deilur um skattastefnu
útkljáðar um helgina
Bonn. Washinpton. Reuters.
ÞYZKI Jafnaðarmannaflokkurinn
SPD og flokkur græningja stefna
að því að hafa lokið viðræðum um
myndun nýrrar ríkisstjómar fyrir
lok næstu viku. Flokkamir hafa
gefíð sér þessa helgi til að útkljá
ágreining um skattastefnu, sem
talið er að sé það svið sem flokk-
amir eigi hvað erfíðast með að ná
saman um.
Leiðtogar stjórnarmyndunar-
viðræðnanna, hinn verðandi kanz-
lari Gerhard Schröder og græn-
inginn Joschka Fischer, sem gert
er ráð fyrir að taki við utanríkis-
ráðuneytinu, voru í skyndiheim-
sókn í Washington í gær þar sem
þeir áttu stuttan fund með Bill
Clinton Bandaríkjaforseta, en auk
þess hittu þeir James D. Wol-
fensohn, forseta Alþjóðabankans,
og fleiri ráðamenn þar vestra.
Jafnaðarmönnum og græningjum
tókst að leggja að baki fyrstu viku
stjórnarmyndunarviðræðna sín í
milli án þess að ágreiningur um
tiltekin málefni brytist út opin-
berlega.
Á löngum samningafundi um
skattamál á fímmtudag tókst
flokkunum ekki að koma sér sam-
an um hvernig gera ætti þær
„umhverfisvænu" breytingar á
skattkerfinu sem einkum græn-
ingjar leggja mikið upp úr að til
framkvæmda komi. Þessar breyt-
ingar eiga í grundvallaratriðum
að felast í því að orku- og elds-
neytisskattar verði hækkaðir til
að skapa svigrúm til að lækka
launatengd gjöld, sem eru mjög
há í Þýzkalandi og sögð ein af
ástæðunum fyrir hinu mikla at-
vinnuleysi í landinu.
Erfíð ágreiningsefni
bíða
Að mati stjórnmálaskýrenda er
samt enn langt í land þar til nýr
stjórnarsáttmáli verður í höfn; erfið
ágreiningsefni flokkanna tveggja
bíða enn úrlausnar. Fyrir utan
skatta- og ríkisfjármál eru þessi
ágreiningsmál meðal annars stefn-
an í umferðarmálum, kjarnorku-
málum og varnarmálum.
En Bernhard Wessels, stjórn-
málafræðingur við Berlínarháskól-
ann Freie Universitát, segir að eft-
ir sextán ár í stjórnarandstöðu sé
SPD og Græningjum nú svo mikið í
mun að takast að mynda stjórn, að
mjög ólíklegt sé annað en að þeir
Reutera
GERHARD Schröder, verðandi kanzlari Þýzkalands, og Bill Clinton
Bandaríkjaforseti slá á létta strengi við blaðamenn fyrir utan Hvíta hús-
ið í gær. Schröder ítrekaði að stefna Þjóðverja gagnvart Júgóslaviú i
Kosovo-deilunni myndi ekki breytast neitt við stjórnarskiptin.
finni málamiðlanir í deilumálum
sínum.
Flokkarair hafa gefið sér tíma til
loka næstu viku til að setja saman
drög að stjórnarsáttmála, sem
aukaflokksþing beggja þurfa síðan
að samþykkja. Áformað er að at-
kvæðagreiðsla um staðfestingu
Schröders í embætti kanzlara fari
fram á Sambandsþinginu, neðri
deild þýzka þingsins, hinn 27.
þessa mánaðar.