Morgunblaðið - 10.10.1998, Side 35

Morgunblaðið - 10.10.1998, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 35 MIÐBÆJARSKÓLINN 100 ÁRA Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Skafti Guðjónsson BRESKI herinn settist að í Miðbæjarskólanum vorið 1940. Um haustið urðu börnin að fara annað til náms. konung sinn aka um í vagni, sem hvítir hestar draga. Stór hópur hefur einnig safnast saman fyrir framan Latínuskólann. Sumarið 1907 fór allt á annan endann í bæjarlífí Reykjavíkur. Sjálfur konungur landsins, Friðrik VIII, kom í opinbera heim- sókn í byrjun ágúst ... Að kvöldi 8. ágúst var konungi haldinn dansleikur þar sem almennum borgurum gafst kostur á að hitta hann. Dansleikurinn var haldinn í leikfimisal barnaskól- ans,“ segir Guðjón Friðriksson. „Dansinn hófst á því að konungur dansaði við amtmannsfrúna og Har- aldur prins við ráðherrafrú Hafstein. Ekki leið á löngu áður en Danir og Is- lendingar drifu sig í dansinn af þrótti og fjöri... Klukkan ellefu var efnt til mjög álitslegs kvöldverðar og fram- reiddir kaldir réttir margs konar ásamt ávöxtum, ábæti og kampavíni í stríðum straumum ... Það fór að elda aftur áður en dansleiknum lauk.“ Margir pólitískir fundir voru haldnir í porti Miðbæjarskólans þar sem gjarnan var múgur og marg- menni. Um og eftir 1930 var oft efnt til kjósenda- og/eða æsingafunda í portinu og urðu margir þeirra frægir. Til dæmis voru haldnir þrír mjög fjöl- mennir kosningafundfr fyrir þings- rofskosningarnar 1931. Meðal ræðu- manna voru Jón Þorláksson, Jónas frá Hriflu og Héðinn Valdimarsson. Urðu menn svo æstir að upp úr sauð þegar Jónas frá Hriflu tók til máls. Hann svaraði strax fyrir sig með blaðagreinum, þar sem honum var tíðrætt um Reykjavíkurskrílinn. Ef veggir Miðbæjarskólans hefðu eyru ... hefðu þeir heyrt dramatísk tilþrif leiklistarnema á milli þess sem þeir setjast inn á smíðaverkstæðið, sem er í suðvesturhomi skólans og er notuð sem kaffistofa. „Djöfull er ég illa fyrir kallaður í dag. Nonni, réttu mér kaffíbrúsann og mjólkina. Attu eld?“ Reykjarmökkurinn stígur upp og ef fylgst er grannt með má sjá hópinn sitja langt fram á kvöld. Sum- ir ræða Strindberg, aðrir eru meira með hugann við Shakespeare og túlkunina á Pack í Draumnum á Jónsmessunótt. Kaffístofan er eins og annað heimili leiklistarnemanna. Hér líður þeim vel. Annars konar fræðslustarf hef- ur einnig farið fram í Miðbæj- arskólanum en bamaskóla- kennsla. Má þar nefna starfsemi Námsflokka Reykjavíkur, sem komið var á fót árið 1939. Fyrsti forstöðu- maður og sá sem átti frumkvæði að stofnun þeirra var Agúst Sigurðsson cand.mag. Fleiri hafa haft aðsetur í skólanum, svo sem Menntaskólinn við Tjöi-nina, Leiklistarskóli Islands, sem var þar í ein tíu ár og Stúdentafélag Reykjavikur, sem var með alþýðu- fræðslu í húsinu snemma á öldinni. Árið 1969 urðu Námsflokkarnfr að víkja fyrir Menntaskólanum við Tjörnina, en mikil fjölgun mennta- skólanema var á þessum árum. Vandræðaástand var yfirvofandi við Menntaskólann í Reykjavík og hafði Einar Magnússon rektor frumkvæði að því að leitað var nýrra úrræða. Var Miðbæjarskólann tekinn á leigu til fímm ára og í kjölfarið var Menntaskólinn við Tjörnina stofnað- ur. Hann var í sjö ár í Miðbæjarskól- anum. Voru nemendur hans um 800 þegar hann fluttist haustið 1976 í hús Vogaskóla við Gnoðarvog, en þá fékk hann nafnið Menntaskólinn við Sund. Námsflokkamir fengu aftur inni í Miðbæjarskólanum eftfr að Mennta- skólinn við Tjörnina flutti burt. í apr- íl 1977 flutti Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur í skólann og tók smám saman undir sig fjögur herbergi. Árið 1992 var ákveðið að flytja starfsemina úr skólanum, enda var farið að þrengja að starfsfólki og safnkosti þar. Þroskaþjálfaskólinn var um tíma í skólanum, og MR leigði tvær til fjór- ar stofur á árunum 1981-85 og síðar fékk Kvennaskólinn einnig þar inni. Þrátt fyrir að Bamaskólinn hafí verið lagður niður vorið 1969 átti skólinn eftir að verða á ný vettvang- ur „glaðra hlátra skólabarna", eins og Guðjón Friðriksson segir. Árið 1984 fékk Vesturbæjarskólinn þar aðstöðu. Vorið 1985 stofnuðu María Héðinsdóttir og Margrét Theodórs- dóttir einkaskóla, Tjarnarskóla, sem fékk inni í Miðbæjarskólanum um hríð. Árið 1992 var stofnaður annar einkaskóli, Miðskólinn, að tilhlutan dr. Braga Jósefssonar prófessors. Fékk skólinn aðstöðu í Miðbæjar- skólanum í fjögur ár, eða til ársins 1996. Fræðslumiðstöð Reykjavikur fékk aðstöðu sína formlega afhenta 24. janúar 1997. Auk þess em Náms- flokkar Reykjavíkur til húsa í Mið- bæjarskólanum og hafa verið síðan 1939 með hléum. Ef veggir Miðbæjarskólans hefðu eyru... mætti búast við því að heymin væri orðin mjög skert á 100 ára afmælinu. •Heimildir: Bernskan, Símon Jón Jóhans- son og Bryndís Svemsdóttir, 1990, Islands- ferðin 1907, Poulsen og Rosenberg, 1958; Miðbæjarskólinn 100 ára, Guðjón Friðriks- son, 1998; Minningar og svipmyndir úr Reykjavík, Ágúst Jósefsson, 1959;ReyJya- vík, byggðastjórn í þúsund ár, Páll Líndal, 1986, Reykjavík, Sögustaðir við Sund, Pálí Líndal, Oldin okkar 1861-1900, Nanna Rögnvaldardóttir. Skáletruðu kaflarnir eru tilbúningur en miðast við ástandið á hverj- um tíma. Hentar ekki lengur sem skólahúsnæði STARFSEMI Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur er til húsa á 1. og 2. hæð í norður- og vesturálmu Mið- bæjarskólans, en Námsflokkar Reykjavíkur nýta alla jarðhæðina og suðurálmuna. Þá hafa nokkrir bekkir úr Menntaskólanum i Reykjavík aðstöðu í fáeinum skóla- stofum meðan beðið er eftir nýju húsi. Gerður G. Óskarsdóttir fræðslu- stjóri segir að starfsmönnunum líði mjög vel í húsinu og þar ríki góður andi. Fyrstu starfsmenn Fræðslu- miðstöðvar fluttu í Miðbæjarskól- ann í nóvember 1996, en meirihluti starfsmanna í janúar 1997. Húsið var formlega afhent í lok janúar 1997. „Mér finnst vel við hæfi að stofn- un eins og Fræðslumiðstöð sé í gömlu skólahúsnæði. Áður en við fluttum hingað inn höfðu verið gerðar endurbætur á húsnæðinu og er ánægjulegt að sjá hversu vel þær tókust. Reynt var að færa húsnæðið í svip- að horf og það hafði verið 1947 en þá voru gerðar á því endur- bætur. Ein stofa er með upprunalega panelnum frá 1898, sem er afgreiðsla Fræðslumiðstöðvar. Einnig er uppruna- legur gólfdúkur víða.“ Gerður segir að enginn vandi sé að breyta húsnæðinu í skóla á ný sé vilji til þess því flestar skóla- stofurnar standi óbreyttar. „Hins vegar eru ýmsar ástæður fyrir því að ég tel ekki að húsnæðið henti lengur sem skóla- húsnæði. í fyrsta lagi vegna bruna- hættu. Útgangar eru litlir og þröngir og sums staðar er langt að fara. Þetta er timb- urhús og ég vildi ekki sjá mörg hundruð börn hér inni, ef eldur yrði laus. I öðm lagi er útivistarsvæðið lít- ið og engir möguleik: ar á að stækka það. I þriðja lagi er mikill hávaði frá götunni, svo að varla er hægt að tala saman við op- inn glugga. Gerður segir að svo skemmtilega viljí til að i dag verði há- tíðardagskrá í Mið- bæjarskólanum í sama sal og há- tíðardagskráin fór fram fyrir ná- kæmlega 100 árum, eða 10. októ- ber 1898. Gerður G. Óskarsdóttir Frumkvöðull á ýmsum sviðum SAGA Námsflokka Reykjavíkur og Mið- bæjarskólans hefur verið samofin nánast í 60 ár þegar skólinn fékk aðstöðu í Mið- bæjarskólanum. Fyrsti forstöðumaður Námsflokkanna var Ágúst Sigurðsson. Að sögn Guðrúnar Halldórsdóttur sem veitt hefur Náms- flokkunum forstöðu síðan 1972 hefur meginviðfangsefnið verið að veita þeim úrlausn mála, sem ekki hafa fengið fræðslu, hvort sem er í skólakerf- inu eða annars staðar. „Við kenn- um fólki á öllum stigum. Til dæmis er hjá okkur fjöldi fullorð- ins fólks með dyslexiu, sem aldrei hefur lært að lesa eða skrifa. Aðrir eru með háskóla- gráðu og eru að læra tungumál eða að gera við gömul húsgögn, svo dæmi séu tekin.“ Guðrún segir að hvert tímabil sögunnar hafi sínar sérstöku þarfir. „í upphafl heimsstyrjald- arinnar veittu Námsflokkarnir hundruð manna og kvenna, sem höfðu farið á mis við bóklega þekkingu, færi á að afla sér hennar. Þá gátu menn til dæmis lært bókfærslu og fengið versl- unarleyfi út á það.“ í kringum 1970 urðu miklar breytingar á íslensku samfélagi. Öldungadeildir voru stofnaðar, en þær voru á menntaskóla- stigi og því ekki á færi ailra. Náms- flokkarnir stofnuðu annars konar öld- ungadeild og veittu „3. bekkjar próf“, sem opnaði fjölda fólks leið inn í Iðn- skólann. „Síðan höf- um við lialdið þessu áfram og reynt að vera vakandi fyrir því hvar þörfin er brýnust." Skólinn hefur ver- ið í fararbroddi á ýmsum sviðum, svo sem að vera með vinnumarkaðsfræðslu í samvinnu við Verkakvennafé- lagið Sókn og fleiri slíka hópa. Einnig tók skólinn að sér kennslu þegar fyrstu bátaflótta- mennirnir komu til landsins 1979 og hefur sú starfsemi auk- ist verulega. Nær daglega kem- ur fólk til að skrá sig í íslensku fyrir útlendinga. Skólinn var einnig frumkvöð- ull í námskeiðahaldi fyrir at- vinnulausa. Hafa námskeiðin þróast í átaksverkefni, sem er blanda af fræðslu og vinnu. Hafa allt að 70% fólks fengið vinnu í kjölfarið. Guðrún leggur þó áherslu á að upprunalegt mark- mið skóians hafi aldrei gleymst, þ.e. að veita almennum íslensk- um borgurum fræðslu. Guðrún Halldórsdóttir Kominn á heimaslóðir á ný ÞRÁINN Guðmunds- son fyrrverandi skólasljóri var um tvítugt þegar hann hóf kennslu í Miðbæj- arskólanum árið 1954. Rúmum 40 ár- um seinna er hann aftur kominn í skól- ann en starfar nú sem eignafuiltrúi. Meðan við göngum um gamla skólahús- næðið rifjar hann upp atburði og minnis- stæða hluti. „í þessari stofu kenndi fröken Sigríður. Hún fór alltaf með bæn á morgnana og það þýddi ekkert fyrir okkur hin að breyta út af því þegar við lentum í forfalla- kennslu. „Fröken Sigríður er vön að hafa þetta svona,“ sögðu börn- in ákveðin." Við komum að herbergi Auðar Hrólfsdóttur kennsluráðgjafa og Þráinn segir að hér hafi Pálmi Jósefsson skólastjóri haft aðset- ur. „Hvað ertu að segja?“ segir Auður. „Það vissi ég ekki.“ Þrá- inn tekur fram að Pálmi hafi ver- ið mikið ljúfmenni með hárfman húmor. Frá herbergi sínu gat hann fylgst með börnunum að leik í portinu í frímínútum. „Það heyrðist aldrei í honum, en ef menn urðu varir við hann demp- uðust þeir ósjálfrátt niður. Þessa aðferð notaði ég sjálfur þegar ég varð seinna skólastjóri Lauga- lækjarskóla." Við göngum áfram og hann bendir frameftir löngum gangi. „Hérna hafði Týra tannlæknir að- setur. Það greip alitaf um sig mikill ótti þegar hún kom inn í bekk og sótti eitthvert barnanna. Nú er hér búið að stúka allt niður og sálfræðingarnir hafa hér að- setur.“ í kjallaranum í norðurálmunni var kaffistofa kennara og smíða- stofan. Innst í gangin- um er lítið herbergi, sem nú er notað sem geymsla. „Arndís Þorkelsdóttir, mat- ráðskonan sem sá í áratugi um kaffistof- una bjó í þessari 8 m2 skonsu allt til dauða- dags, en það eru að- eins örfá ár síðan hún lést,“ segir Þráinn. I suðurálmunni standa ennþá þrjú lítil skólaborð, sem minna á gamla tíma, þó ekki frá upphafi skólans þegar borð og stóll var eitt húsgagn. „Þarna eru tveir „Reykjalundar- stólar“. Þeir voru óskaplega óþægilegir fyrir blessuð börnin.“ Þráinn segir að mikil þrengsli hafi verið í skólanum á mæli- kvarða nútimans. Hann var þrí- setinn að hluta og kennt til klukkan fimm alla daga, einnig laugardaga. „Yngri börnin voru í vor- og haustskóla, en börn eldri en tíu ára fengu fimm mánaða sumarfrí. Það þætti ekki viðunandi núna, en þau voru mörg í sveit og þá var litið svo á að þau væru í vinnu og ekki gott að missa þau um sauð- burðinn.“ Minnisstæðasti bekkurinn segir hann að hafi verið árangur 1947, E-bekkurinn, sem hann kenndi öli árin. „Þau fóru flest í mennta- skóla og halda enn hópinn. Það er ekki langt síðan við hittumst og það á bráðum að fara að hitt- ast aftur. Mér eru þó ekki síður minnisstæðir seinfæru nemend- urnir. Það var mjög þakklátt starf að kenna þeim.“ Þráinn segir að vissulega hafi verið undarleg tilfinning að koma aftur til vinnu í skólann og engin börn í húsinu. „En mér líður af- skaplega vel hér og margar ininningar hafa rifjast upp.“ Þráinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.