Morgunblaðið - 10.10.1998, Síða 39

Morgunblaðið - 10.10.1998, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ KRAKKARNIR fengfu tækifæri til að kynna landið sitt og sumir höfðu málað þjóðfána landsins á kinnina. og íslensk stelpa, hún Rakel, komu til okkar. Þannig fengum við hjónin og börnin kærkomið tæki- færi til að kynnast nýjum ættingja og fyrir Kate var þetta kærkomið tækifæri að kynnast okkur. Og Ra- kel kynntist fjölskylduháttum „blandaðrar" fjölskyldu. Helgin byrjaði á því að við sóttum stelpurnar síðdegis á föstudegi. Kvöldið fór í það að kynnast. Akveðið var að leyfa stelpunum að ráða að mestu hvemig helginni yrði eytt - sem auðvitað byrjaði á pizzu og kók. Hvað annað! Á laugardeginum vildi Rakel fara í húsdýra- og fjölskyldugarðinn og var Kate til í það. Hún var næstum til í hvað sem var! Það var gaman að fylgjast með þessum tveim stelpum, hvemig þær höfðu á stuttum tíma myndað sterk vináttutengsl. Það var Uka áhugavert hvemig krakk- arnir okkar tóku þessum nýju „fjöl- skyldumeðlimum". f stuttu máli sagt gekk allt eins og í sögu, Kate og Rakel féllu vel inn í fjölskyldu- mynstrið og allir skemmtu sér vel. Á sunnudeginum fómm við í sund og tókum því rólega. Það var eigin- lega synd hversu stuttur tíminn var sem stelpumar vora héma hjá okk- ur. Á sunnudagskvöldið fórum við aftur með þær upp á Kjalarnes, þar sem kvöldverður var snæddur - í boði „helgarfjölskyldnanna", þannig að hver fjölskylda kom með eitthvað með sér. Þama var gífurlegt úrval matar og mikið fjör og mikil faðm- lög, gleðin yfir því að hittast aftur var mikil. Þarna kom berlega í ljós hversu sterk tengsl höfðu myndast á milli bamanna. Á aðeins tveimur vikum. Mosi og hraun Mér lék forvitni á að vita hvernig Kate líkaði ísland. Þetta var fyrsta utanlandsferð hennar og hún hlaut að upplifa landið okkar á sérstakan hátt. Það kom mér algerlega á óvart hvernig Kate upplifði ísland. Henni fannst gífurlega gaman að ganga í mosa og hrauni. Mosinn eins og skýin að ganga á, svona dúnmjúkur og fallegur. Hraunið aftur á móti mjög gróft og óhugnanlegt. Fullt af andlitum sem stara endalaust á þig. Hvemig þessar tvær andstæður blandast og skapa ævintýraheim þar sem ýmislegt getur gerst. Þarna býr huldufólkið og álfamir, um það var Kate sannfærð. Að horfa á fjöllin og sjóinn. Hvernig lit- ir fjalla og hafs renna saman. Allir litimir sem ekki er hægt að nefna. Þetta víðsýni og hin sérstaka birta. Vatnið gott, frábærar sundlaugar, flottir bflar, fátt fólk. Veðrið miklu betra en hún hafði átt von á. Alveg harðákveðin að koma aftur. Enda búin að eignast vinkonu og kynnast frændum og frænkum. Hard Rock Café Það var farið víða á þessum fjór- um vikum sem krakkamir dvöldu hér. Hellar skoðaðir í Heiðmörk, farið í sund í Árbæjarlaug, gengið upp á Esjuna, Gullfoss, Geysir og Þingvellir sóttir heim, kíkt í bæinn og farið að versla í Kringlunni. En í hugum margra var hádegis- verður á Hard Rock Café hápunkt- ur ferðarinnar. Eigendur staðarins gerðu sér lítið fyrir og buðu öllum hópnum í mat. Þótti maturinn sér- staklega góður og til þess tekið að lítð mál þótti að útbúa grænmetis- hamborgara fyrir þá sem ekki þorð- uðu kjöt. Starfsfófldð stóð sig alveg stórkostlega og staðurinn þótti al- veg frábær! Hreint ævintýraland. Augu barnanna stóðu á stilkum af undrun og aðdáun á öflu því sem fyrir augu bar innan dyra. Allir farnir heim Nú era bömin öll komin til síns heima. Vikumar fjórar voru fljótar að líða. Bréfaskriftir eru þegar hafn- ar víðs vegar um heim þar sem rifjuð er upp dvölin í „þorpi hinna ósýni- legu“. Sem er ekki ósýnilegt lengur. í bekkjarstofum víðs vegar um heim mun í haust verða fjallað um Island, þetta undarlega land í norðri, þar sem álfamir og huldufófldð og tröllin og jólasveinamir búa. Og fólk líka. Samt ekki of mikið af fóllri. Mörg þessara barna munu koma aftur. 011 eiga þau góðar minningar um landið okkar og alla vinina sem þau eignuðust hér. Sem er gott veganesti inn í framtíðina. LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 89 Andlit draumsins DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns ÞEGAR maður sofnar og hverfur á vald svefns og drauma, líður maður inn í heim sem byggir til- vera sína á duldum öflum, óljósum meiningum og krafti sem vakan getur einungis útskýrt með tákn- um, myndrænum merkingum. I þessum heimi er Draumalandið mest áberandi sem skýr miðill upplýsinga en er samt óskýr í framsetningu og þvoglukenndur að mati margra. Líkt og merkin sem berast með draumnum séu á annarri tíðni en vakan og því virki boðin ekki sem skyldi eða að myndimar falli ekki að myndskilningi viðkomandi og lendi því milli þilja svefns og vöku. Þetta er rétt að því leyti að hafi ég ekki lært frönsku, skil ég ekki þegar á mig er yrt á því máli. Læri ég hins veg- ar á tíðni draumsins skýrist andlit hans í hugskoti mínu og verður Ijóslifandi draum- sýn, dregin skýram línum með skiljanlegum táknum sem segja mér hver ég er, hvaðan ég er sprottinn og hvert fór minni er heitið. Andlit draumsins sem horf- ir á mig úr myrkrinu, mót- ast eftir draumum mínum í táknmyndir af eðli mínu og tilfinningum, löngunum og þrám. Það ummyndast á drauma- tíma til fortíðar þess sem lagði grunninn að hátterni mínu í dag og formast jafnhratt til þeirrar framtíðar sem mér er ætluð. Að lesa í andlit draumsins er að hafa áhrif á þær línur sem dregnar era af lífi manns, þá mótun sem fortíð- in bauð og þær ummyndanir sem framtíðin birtir í ásjónu draums- ins. Draumur „Huldu“ Mig dreymdi að ég var heima í sjávarplássinu sem ég ólst upp í. Fannst mér ég og fjölskylda mín eiga heima í húsinu sem faðir minn byggði (það er ekki til í dag), stóra húsi með stórum garði sem sneri til suðurs. Það er hásumar, sólskin og blíða. Ég og mamma mín göngum út í garðinn og ég sé að girðingin meðfram suðurhlið garðsins er hoi'fin. I staðinn er komin stór og löng steindys, listilega hlaðin úr grjóti og tyrfð að ofan með iða- grænum grasþökum. Svo vel er dysin hlaðin að ekki kemst grasstrá á milli steinanna. Dysin er hæst til austurs en lækkar síðan smám saman til vesturs. Þama finnst mér ég og móðir mín hafa jarðað Jesú Krist fyrir mörgum áram. Ég geng að dysinni þar sem hún er hæst (nær mér í mitti), beygi mig yfir hana og legg kinnina á mjúkt grasið og segi „mikið streymir héðan góð orka“. „Engin furða,“ svarar móðir mín „nú fer að líða að því að Jesús Kristur rísi aftur upp.“ „Og nú kemur hann á jörðina til að bjarga öflu mann- kyni.“ Þetta þykja mér góðar fréttir. Þá kemur til okkar vinkona mín og við segjum henni fréttimar en hún lætur sér fátt um finnast, seg- ist vera með betri fréttir sjálf. Föram við með henni norður fyrir hús, þar hinum megin við götuna finnst mér vinkona mín búa í stóru húsi. Þar á stóram gluggalausum vegg er stórt hvítt sldlti. Á þvi stendur stóram stöfum „MÉNN- MENN- ENN“. „Ég er farin að reka hérna veitingastað,“ segir vinkona mín. „Ætla núna að láta þennan gamla draum rætast." „Hún dóttir mín valdi nafnið en ég hefði nú ekki valið nafnið sjálf,“ segir vinkona mín. Okkur mömmu finnst líka nafnið svoh'tið stirt og stingum upp á öðrum nöfnum. Henni líst best á nafnið Gilsbakki (hún bjó þar ung) en þá fara stafimir á skiltinu að breytast og raðast upp á nýtt. Áður en við sjá- um hvað stafirnir mynda segir mamma „Nú verðum við að drífa okkur suður fyrir húsið aftur, þar eru merkilegri atburðii’ að gerast, Jesú Kristur er upprisinn." Við höldum tafarlaust til baka og þar kemur Kristur sjálfur fagnandi á móti mömmu og mér. Hann setur hönd á axlir okkar og segir: „Nú er ég kominn að bjarga ykkur og ykkar fjölskyldum.“ Við verðum hálfundrandi og móðir mín spyr: „En hvað með allt mannkyn? Þú komst til að bjarga okkur öllum á þessari jörð.“ Ein- hverjar vöflur komu á Krist við þessar fréttir og að endingu biður hann okkur að taka myndir af öll- um þeim sem við viljum að hann bjargi. Ég, mamma og vinkona mín göngum þegar í það að fá alla bæjarbúa í myndatöku og ég er byrjuð að hugsa um að auglýsa í fjölmiðlum um allan heim og biðja fólk um að senda myndir af sér. Ráðning Þessi draumur, sem er um margt sérstæður, hann tekur á trúarlegum þáttum sem virðast nú um stundir eins og „liggja í loft- inu“, en verða meir og meir áberandi eftir því sem tím- inn hður og aldahvörfin nálgast. Þessi undiralda sem rís hærra í vitund manna við hvert sog er eins og alda aldanna sem safnar í sig orku og rís að lokum sem Kristur endurborinn. Draumurinn snýst um þinn þátt og þinna nánustu í risi þessarar öldu, en einnig þátt íslands (sjávarplássið) í breytingunni sem verður. Hann gefur í skyn að þú sért mjög opin fyrir andleg- um málefnum og því góða í manninum, þannig að þú sért tilbúin að leggja hönd á plóginn í þeim efnum. En draumurinn gefur einnig í skyn að þú sért full bláeyg í þeim málum og látir létt glepjast af fagurgölum. Þar með er komið að eiginlegu innihaldi draumsins sem er viðvör- un við falsspámönnum, fólskum predikuram og boðberam falsks guðs. Þessi falski kristur sem þú virðist lenda í klónum á er ekki klókari en svo að sé hann spurður einlægrar sannrar spumingar, vefst honum tunga um tönn og af- hjúpar sjálfan sig á eigin bragði. Draumurinn vísar tfl þess að í dag séu það menn og aftur menn (veit- ingastaðurinn og skfltið) sem geri sér það að leik að lokka til sín fólk og fjármuni þess í nafni Jesú og láti einskis ófreistað í þeim efnum (nafnið Gilsbakki sýnir raunvera- legan tilgang). Þessa dauðlegu menn sem leika guði í nafni Jesú er auðvelt að afhjúpa því tilvera þeirra byggist á dauðum hlutum (eftir að vöflur komu á „Krist“ bað hann ykkur að taka ljósmyndir) en ekki lifandi orði. •Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Mynd/Kristján Kristjánsson DRAUMURINN sér þig eins og þú ert.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.