Morgunblaðið - 10.10.1998, Side 43

Morgunblaðið - 10.10.1998, Side 43
42 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ JltagtinMattfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TENGILIÐUR FORTÍÐAR, SAMTÍÐAR OG FRAMTÍÐAR GUÐMUNDUR G. HAGALÍN, rithöfundur, hefði orðið hundrað ára í dag, 10. október. Hagalín var geysilega afkastamikill höfundur og átti þátt í mótun hinnar íslensku skáldsögu fyrr á öldinni með sígildum meistaraverkum sínum, Kristrúnu í Hamravík og Sturlu í Vogum, sem bæði komu út á fjórða áratugnum. Hagalín átti þó ekki síður þátt í mótun ævisagnaritunar hér á landi en það bókmenntaform þróaði hann til mestrar fullkomnunar í Sögu Eldeyjar-Hjalta og Kon- unni í dalnum og dætrunum sjö um Moniku Helgadótt- ur á Merkigili. Hafa ævisögur samtímafólks vart risið hærra síðan. Enn fremur orti Hagalín ljóð, ritaði smá- sögur, endurminningar og greinasöfn þar sem hann kom fram sem skeleggur boðberi lýðræðis og mann- réttinda. Hann var mikilvirkur bókmenntagagnrýnandi við Morgunblaðið um árabil og tók þar frjóan þátt í ís- lenskri menningarumræðu. Hagalín þýddi og ófáar skáldsögur, meðal annars Manninn og máttarvöldin eft- ir norska rithöfundinn Olav Duun. Eitt af megineinkennum Hagalíns var sérkennilegt orðafar sem sótti eigind sína að nokkru til íslenskrar al- þýðu, ekki síst vestfirskrar. Sömuleiðis má segja að hann hafi sótt frumkjarnann í mergjaðar persónur sín- ar, eins og Kristrúnu sjálfa, til æskuslóða sinna á Vest- fjörðum. Bókmenntalegir áhrifavaldar á Hagalín hafa og verið þeir sem fjölluðu um íslenska alþýðu eða skrif- uðu til hennar. Við höfum orð hans sjálfs fyrir því að stíl sinn sæki hann að nokkru leyti í öndvegisrit ís: lenskrar kristni, Passíusálmana og Vídalínspostillu. í óbirtum háskólafyrirlestrum hans um íslenskar bók- menntir frá vetrinum 1971 til 1972, sem fjallað er um í Lesbókinni í dag, kemur hins vegar glögglega í ljós hvaða íslenska skáldsagnahöfund hann mat mest en það er Jón Thoroddsen. Ljóst má vera af umfjöllun Haga- líns um Jón að hann hefur orðið fyrir miklum áhrifum af honum enda lifað með sögum hans allt frá æsku. í fyrirlestrunum koma bókmenntaviðhorf Hagalíns glöggt fram. Hann er augljóslega ekki samþykkur þeirri formbreytingu sem hafði átt sér stað í íslenskri ljóða- og sagnagerð og var raunar í deiglunni enn. Astæðan er sú að hún rýfur þá löngu hefð sem bók- menntir okkar eiga, rýfur samhengið í íslenskum bók- menntum. í fyrirlestrunum verður Hagalín einnig tíð- rætt um menningarlegt hlutverk rithöfunda: „þeir menn hér eftir sem hingað til verða að vera ábyrgir um þróun íslenzkrar tungu og bókmenningar, hinn lifandi tengiliður fortíðar, samtíðar og framtíðar.“ Þennan boðskap mætti raunar lesa úr öllum ritverkum Haga- líns og það er meðal annars í honum sem sjá má list- rænt gildi þeirra. MÁLEFNI GEÐSJÚKRA - STEFNUMÓTUN ALPJÓÐAGEÐHEILBRIGÐISDAGURINN er I dag. Kjörorð hans eru: Mannréttindi og geðheil- brigði. Málefni geðsjúkra eru og ofarlega á baugi. Heil- brigðisráðherra hefur afhent félagssamtökunum Geð- hjálp húsið Túngötu 7 í Reykjavík, sem hýsa á starf- semi þeirra. Kiwanishreyfíngin selur um helgina K-lyk: il til stuðnings samtökunum við breytingar á húsinu. í dag verður opnað athvarf fyrir geðfatlaða í Kópavogi. í dag verður og málþing um réttindi og geðheilbrigði í Odda. Þar verður heilbrigðisráðherra afhent skýrsla starfshóps, sem skipaður var 1997, um stefnumótun í málefnum geðsjúkra. Geðsjúkdómar eru algengir hér sem annars staðar. Þeir valda samfélaginu miklu vinnutapi og miklum kostnaði. En mergurinn málsins er sá að geðsjúkir eiga að njóta sambærilegrar þjónustu og aðrir sjúklingar. Tómas Zoega yfirlæknir segir hér í blaðinu í dag, að forsenda þess að svo megi verða sé vönduð stefnumót- un. Að henni hefur verið unnið. Því ber að fagna. Síðan er að fylgja stefnumótuninni fast eftir. Mikil óánægja með Kvótaþing meðal útgerðarmanna og fískverkenda „Þeir minnstu og veikustu heltast fyrst úr lestinni“ Kvótaþing íslands hefur verið harðlega gagnrýnt innan útgerðar og fískvinnslu frá því þingið tók til starfa 1. september sl. Telja margir að fyrirkomulag eins og Kvóta- þing starfar eftir í dag sé til óhagræðis fyrir flesta aðila. Helgi Mar Árnason heyrði ofan í menn um málið og kannaði hvaða leiðir þeir hafa farið til að mæta breyttu rekstrarum- hverfí í útgerðinni. MIKIL ólga er nú meðal útgerðarmanna og fisk- verkenda vegna Kvóta- þings. Fullyrða margir þeirra að takmarkanir á framsali aflamarks og stífni og seinagangur sem fylgi viðskiptum á þinginu muni leiða til þess að stóra útgerðarfélög- in styrkist enn frekar en minni út- gerðir og fiskverkanir leggi upp laupana. Samkvæmt lögum um Kvótaþing íslands skulu öll viðskipti með afla- mark, óháð stærð og tegund báts, fara fram á þinginu. Undantekning frá þessu er m.a. ef aflamark er flutt á milli skipa í eigu sömu aðila. Meg- inreglan er sú að skipin þurfi að vera eign sama aðila en frá þessu hefur verið gerð undantekning varðandi kaupleigu- og leigusamninga sem gerðir vora fyrir 1. september sl. Óvenjumargir Ieigusamningar Samkvæmt upplýsingum Fiski- stofu er þegar búið að afgreiða 38 slíka leigusamninga og verið er að skoða 5 samninga til viðbótar. Samningarnir eru flestir til fjögun-a eða fimm ára en einnig era margir ótímabundnir en uppsegjanlegir með einum eða öðram hætti. í flest- um tilfellum mun vera um að ræða samninga milli útgerða sem átt hafa í viðskiptum áður og er tilgangurinn þá oftast að tryggja fiskverkunum leigutakanna hráefni til vinnslu án þess að viðskiptin eigi sér stað á Kvótaþingi. Einnig mun vera um að ræða kvótasterka aðila sem eiga skip fyrir en leigja sér fleiri til að geta veitt þann kvóta sem þeir eiga fyrir. Tilgangurinn að halda í hagræðið Borgey hf. á Hornafirði hefur tek- ið á leigu sex báta sem hafa á undan- förnum áram verið í föstum við- skiptum við fyrirtækið. Halldór Arnason, fram- kvæmdastjóri Borgeyjar, segir það gert til að nýta það hagræði sem felst í að geta fært kvóta á milli skipa innan sömu útgerð- ar. „Þessir bátar eiga misjafnlega mikinn kvóta í ýmsum tegundum. Veiðimynstur er mjög breytilegt frá ári tO árs. Við fóram þessa leið til að geta fært kvóta á milli bátanna eftir þöifum til að þeir geti haldið áfram veiðum þótt þeir klári kvóta sinn í einstökum tegundum. Við viljum halda því hagræði sem við höfðum í viðskiptum við þessa báta áður,“ segir Halldór. Hefðbundnir vertíðarbátar sem hafa verið leigðir með þessum hætti hafa margir hverjir takmarkaðar aflaheimildir í tegundum sem teljast til aukaafla, s.s. ufsa. Margir af við- mælendum Morgunblaðsins sjá fram á að fá ekki kvóta fyrir þessum aukaafla. Áður gátu þessir aðilar orðið sér úti um aflamark eftir öðr- um leiðum, jafnvel fengið aflamark í ýmsum tegundum lánað hjá vinum og kunningjum tO að halda útgerð- inni gangandi. Nú er aðeins hægt að eiga viðskipti með aflamark í gegn- um Kvótaþing en þar hafa viðskipti með t.d. ufsa verið fremur lítil tO þessa. Flutningur á varanlegum heim- ildum byggður á trausti Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins era einnig dæmi um að út- gerðir geri samninga um færslu á varanlegum aflaheimildum sín á mOli tO að komast hjá viðskiptum í gegnum Kvótaþing. Slíkir samning- ar eru einkum gerðir á milli útgerða sem eiga langt viðskiptasamstarf að baki og er tilgangurinn að halda áfram samstarfinu. Viðmælendur Morgunblaðsins segja þessa leið ekki færa nema fullkomið traust ríki á milli viðkomandi aðila. Ennfremur þarf að koma fram samþykki veð- hafa þegar um færslur á varanleg- um kvóta er að ræða, til að sá sem flytur aflaheimildirnar og raunveru- lega á þær geti kallað þær til baka. Lánardrottnar hafa þannig mikið um þessar færslur að segja og þetta fyrirkomulag því nokkuð þungt í vöfum. Ekki marktækt viðskiptaverð Önnur undantekning fi-á við- skiptaskyldu á Kvótaþingi er ef um er að ræða jöfn skipti á aflamarki, en þá ber að miða við meðalvið- skiptaverð viðkomandi tegunda á þingi síðastliðinnar viku. Til þessa hafa mjög lítil eða engin viðskipti orðið á Kvótaþingi í ýms- um tegundum og það við- skiptaverð sem myndast hefur því varla marktækt. Má þannig nefna að frá því Kvótaþing tók til starfa 1. september sl. hafa verið seld á þinginu 90 kíló af skrápflúru, 5 kíló af langflúru og að- eins 1 kfló af grálúðu. Auk þess hafa enn ekki orðið nein viðskipti í fjöl- mörgum tegundum. Þá er það einnig gagnrýnt að verð á aflamarki í þorski er um 15 krónum hærra en á sama tíma í fyrra. Ráðherra getur undanþegið tegundir Flestir af viðmælendum Morgun- blaðsins voru sammála um að Kvótaþing væri of þungt í vöfum. Ekki væri hægt að gera breytingar á þinginu nema með lagabreytingum og nauðsynlegar aðlaganir yrðu þannig erfiðar. Sumir bentu á að sjávarútvegsráðherra gæti með reglugerð undanþegið tegund frá viðskiptaskyldu Kvótaþings. Full þörf væri á að undanskilja margar tegundir þar sem ekki myndaðist á þeim raunhæft viðskiptaverð, sem aftur gerði jöfn skipti ómöguleg. Sumir vildu ganga það langt að und- anskilja allar tegundir og leggja þingið þannig niður. Einnig töldu margir að breyta þyrfti starfsregl- um Kvótaþings á þann veg að þær yrðu líkari því sem gerðist á Verð- bréfaþingi Islands. Eins kom fram það álit margra að Kvótaþing væri í raun óþarft til að vemda hagsmuni sjómanna eins og yfirlýstur tilgangur þess væri. Telja þeir að Verðlagsstofa skiptaverðs, Urskurðarnefnd sjómanna og út- gerðarmanna og sjómannasamtökin geti auðveldlega tryggt rétt uppgjör til sjómanna þótt viðskipti með afla- mark fari fram eins og fyiir daga Kvótaþings. Rýrir atvinnumöguleika í laudi Saltfiskverkun Sæunnar Axels hf. á Ólafsfirði, sem starfrækt er í Reykjavík, aflaði sér hráefnis fyrir daga Kvótaþings með því að leigja tfl sín aflamark og fá aðrar útgerðir til að veiða það fyrir sig. Samkvæmt lögum um Kvótaþing eiga öll við- skipti með aflamark nú að fara fram á þinginu, nema ef það er flutt á milli skipa í eigu sömu aðfla. Frím- ann Ásgeirsson, innkaupastjóri og stjórnarformaður Sæunnar Axels hf., segir þessa tilhögun koma mjög illa við fiskverkanir sem ekki era með útgerðir á sínum snæram og þar af leiðandi engar aflaheimildir. Þær hafi til þessa stólað á leigu- markaðinn en með tilkomu Kvóta- þings líti út fyrir að kvótinn færist í auknum mæli yfir á sjóvinnsluna. Atvinnumöguleikar fólks í landi verði þar með ennþá rýrari. „Óvissan sem fylgir viðskiptum á Kvótaþingi gerh- okkur mjög erfitt fyrir. Það er mjög erfitt að reka fyr- irtæki ef ekki er mögulegt að sjá nema viku fram í tímann. Miðað við óbreyttar aðstæður þurfum við að loka fiskvinnslu okkar í Reykjavík, því við treystum okkur ekki til að reka hana eftir þessu fyrirkomulagi. Það er í raun verið að neyða menn til að kaupa varanlega kvóta til að fá kjölfestu í fyrirtækið. Það hins veg- ar þýðir lántökur fyrir hundrað milljóna króna og það era ekki allir tObúnir tO þess.“ Hærra verð en áður Frímann bendir á að verð á afla- marki hafi síður en svo lækkað með tilkomu Kvótaþings, þvert á móti sé verð á þorski 15 krónum hærra en á sama tíma í fyrra. Hann sér fram á enn hærra leiguverð. „Sæ- unn Axels á engan kvóta og hefur því þurft að leigja hann á háu markaðsverði, en Kvótaþing hefur ekki þýtt neina lækkun nema síður sé. Það er hætt við að þeir sem ætla á annað borð að láta frá sér kvóta bíði þangað til á miðri vertíð þegar neyðin er hvað stærst. Menn neyðast þá til að borga það verð „Tonn á móti tonni“ við- skipti úr sög- unni MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 43. Morgunblaðið/Sigurgeir ÚTGERÐARMENN víða um land sjá nú fram á að þurfa að binda báta sína vegna þess að þeir fá ekki aflamark í aukategundum á Kvótaþingi, en lítil viðskipti liafa verið í ýmsum tegundum til þessa. sem upp er sett, því það er ekki hægt að bjarga sér með aflamark á annan hátt.“ Þeir stóru verða enn stærri Frímann segist þeirrar skoðunar að Kvótaþing leiði aðeins til meiri stífni og óþæginda fyrir alla aðila. Ein afleiðing Kvótaþings sé sú að hinir stóra verða stærri en nokkra sinni fyrr. „Stóra útgerðirnar geta beðið rólegai- eftir því að hinar minni gefist upp, því menn hljóta að gefast upp að lokum. Þeir sem eiga 200-300 tonna kvóta en þurfa að veiða 700-800 tonn ráða ekki við reksturinn nema með utanaðkom- andi aðstoð. Þessar útgerðir verða næstu fórnarlömb í sameiningarferli stóra útgerðanna." Kemur einnig niður á sjómönnum Vísir hf. í Grindavík rekur bæði útgerð og fiskvinnslu, og hefur tals- vert stundað svokölluð „tonn á móti tonni“-viðskipti fyrir daga Kvóta- þings. Pétur Pálsson, framkvæmda- stjóri Vísis hf., segir þessi viðskipti hins vegar alveg úr sögunni. Hann segir það vissulega koma illa við út- Dýrt grá- lúðukíló ÚTGERÐ sem hefur gert tals- vert út á grálúðu sá að komið var inn á Kvótaþing sölutilboð á grálúðu fyrir 70 krónur kílóið. Útgerðin gat ekki séð á þeim upplýsinguin sem bárust frá Kvótaþingi hvaða magn var í boði en sendi inn kauptilboð þar sem óskað var eftir 300 tonnum af grálúðu fyrir 70 krónur. Út- gerðin fékk það magn sem í boði var, 1 kíló af grálúðu. Fyrir við- skiptin þurfti útgerðin að greiða Kvótaþingi 700 króna skráning- ar- og greiðslumiðlunargjald, auk 0,1% af viðskiptafjárhæð. Samtals kostaði grálúðukflóið því útgerðina 770,70 krónur. gerð og vinnslu fyrirtækisins en ekki síður komi það niður á sjó- mönnunum sjálfum. „Það era gömul sannindi og ný að vegna launafyrir- komulags sjómanna, hlutaskipta- kerfisins, eiga sjómenn og útgerð alltaf samleið. Ef illa gengur hjá öðram gengur illa hjá hinum og öf- ugt.“ Sóknin eykst á Islandsmiðum Pétur segir að með takmörkun á framsali og aukinni veiðiskyldu minnki líkur á að stóru útgerðar- fyrirtækin beiti skipaflota sínum annað en á íslandsmið. Þau geti ekki ráðið önnur skip til að sjá fisk- vinnslum sínum fyrir hráefni og verði því að beita eigin skipum. Framboð á aflaheimildum minnki þar af leiðandi. „Fjöldi báta hefur nú þegar stöðvast vegna þess að ekki fást nauðsynlegar aflaheimild- ir, fyrir til dæmis aukaafla. Að lok- um neyðast menn því til að koma ekki í land með afla sem þeir eiga ekki kvóta fyrir og geta ekki fengið. I rauninni er hér einfalt lögmál á ferðinni. Þegar sett eru á höft og hömlur heltast þeir minnstu og veikustu fyrst úr lestinni,“ segir Pétur. Persónuleg viðskipta- tengsl slitin Útgerðai-menn kvótalítilla skipa hafa myndað með sér samtök sem berjast munu fyrir því að frjálst framsal aflamai'ks verði leyft á ný. Kristinn Arnberg, sem gerir út Gull- faxa GK frá Grindavík, hefur tak- markaðar aflaheimildir og tfl þessa stólað á leigumarkaðinn. Kristinn segir Kvótaþing slíta algerlega per- sónuleg viðskiptatengsl sem mynd- ast hafi á milli manna síðustu ár. „Nú getur Pétur ekki beðið Pál að bjarga sér um örfá kfló í hinum og þessum tegundum. Menn lenda í miklum vandræðum út um allt land vegna þess að það koma ekki sölutil- boð inn á Kvótaþing í mörgum teg- undum. Það er hætt við að loksins þegar kvótaeigendurnir átta sig á því að þeir verða að losna við kvót- ann verði fáir eftir til að kaupa hann, því menn munu gefast upp á útgerð í stóram stfl á næstu vikum og mánuðum ef svo heldur fram sem hoifir.“ Kvótaþing ætti að vera eftirlitsaðili Kristinn segist ekki sjá fram á að geta gert út nema í eina viku á þeim aflaheimildum sem hann á eftir á bát sínum. „Þá þarf að binda bátinn, því ekki vilja menn henda í hafið afla sem þeir eiga ekki heimildir fyrir. Þannig er einnig ástatt um fjölda útgerða út um allt land. Þetta leiðir til þess að segja þarf fjölda sjómanna upp störfum. Eg tel að sjómannaforystan hafi með kröf- unni um Kvótaþing verið að vinna á móti sínum umbjóðendum. Ég hefði viljað sjá Kvótaþing hafa eftirlit með viðskiptum með aflaheimfldir en viðskiptin halda áfram með sama hætti og verið hefur. Vissulega voru menn að braska með kvóta og mis- nota þannig kerfið. Ef Kvótaþing starfaði sem eftirlitsaðili væri hægt að koma í veg fyrir slíkt,“ segir Kristinn. Gætu misst veiðileyfið „Það lítur út fyrir að við missum veiðileyfið á næstu dögumeða vik- um, því við erum langt komnir með ufsakvótann,“ segir Oddur Sæ- mundsson, skipstjóri og útgerðar- maður Stafness KE í Keflavík. „Við höfum alltaf verið búnir með ufsa- kvótann um þetta leyti, en þá höfum við getað útvegað okkur ufsa eftir öðram leiðum. En nú kemur enginn ufsi inn á Kvótaþing og við stöndum frammi fyrir því að binda bátinn eða koma ekki með ufsann í land. Það sjá allir að hvoragur kosturinn er vænlegur." Oddur segir kvótastöðu í öðram tegundum þokkalega eins og er en ljóst sé að þær dugi ekki þegar líði á kvótaárið. „Það hefur alltaf verið fært mikið af veiðiheimildum inn á bátinn þegar líða fer á vertíðina. Við höfum verið með kauptilboð í þorsk inni á Kvótaþingi en á mun lægra verði en viðskiptaverðið á þorski til þessa, enda er verðið mun hærra en verið hefur á aflamarki í upphafi kvótaárs en áður. Mér virðist Kvóta- þingið þannig ætla að reynast mun verr en flestir höfðu reiknað með,“ segir Oddur. Takmörkun á jöfnum skiptum kemur sér illa Guðbrandur Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga, segh’ fyrirtækið hafa til þessa keypt meira af aflaheimildum til sín en það hafi selt frá sér. Kvótaþing takmarki einkum jöfn skipti á aflaheimildum og það komi fyrirtækinu illa. „Miðað við þróunina á þeim tíma sem Kvótaþing hefur starfað þá hafa orðið mjög lítil við- skipti í sumum tegundum, til dæmis grálúðu. Það myndast ekki rétt meðalverð á þessum tegundum á grandvelli svo lítilla viðskipta. Við höfum haft þá stefnu að vera í við- skiptum við fáa aðila en jafnframt stóra og reynt að byggja upp sam- starf sem sé hagkvæmt fyrir báða aðila. En nú geta menn ekki unnið saman að því markmiði." Þarf kerfi eins og á Verðbréfaþingi Guðbrandur segir að liðka þurfi viðskiptin á Kvótaþingi þannig að fram komi meiri upplýsingar um hvað sé í boði hverju sinni. „Hug- myndin á bak við Kvótaþing er að gera öll viðskipti með aflaheimildir sjáanleg. Það væri auðveldlega hægt með samskonar kerfi og á til dæmis Verðbréfaþingi Islands, þannig að hægt væri að selja kvóta án þess að fara í gegnum þingið. Slík viðskipti þarf engu að síður að tilkynna og þannig hafa þau áhrif á verðmyndun. Ég tel að ef næðist breið samstaða um slftt yrði það farsælla fyrir gi-einina í heild,“ segir Guðbrandur. Skipti á jöfnu ekki eins mikil og menn halda fram Sævar Gunnarsson, fonnaður Sjó- mannasambands Islands, segist blása á gagnrýni um að ekki myndist raunhæft verð á Kvótaþingi tfl að grandvöllur skapist fyrir jöfhum skiptum á aflamarki. Hann bendir á að skipti á jöfnu aflamarki séu mun minni en margir vilji vera láta. Af öfl- um millifærslum á aflamarid sé hlut- fall jafnra skipta í flestum tegundum innan við eða um 10%. „Mín skoðun er sú að þeir sem gagnrýna hvað harðast að geta ekki átt í jöfnum við- skiptum með aflamark séu þeir sem vora í hringamyndunum. Það era þeir sem leigðu frá sér eina tegunc^ og létu sjómenn borga en leigðu jafn- framt tO sín aðra tegund og létu sjó- menn borga fyrir það einnig." Mun reynast hið mesta þarfaþing Sævar segir að ekki myndist raun- hæft verð á Kvótaþingi frekar en öðram mörkuðum ef ekki fari þar fram eðlileg viðskipti. Hann segist einnig hafa samúð með þeim útgerð- armönnum sem nú séu í vandræðum vegna takmarkaðs framboðs afla- marks í aukategundum. „LIÚ hefuR.- beint þeim tilmælum tO umbjóðenda sinna að eiga ekki viðskipti á Kvóta- þingi. Á meðan þessi tflmæli era virt verða viðskipti í lágmarki og verðið þar af leiðandi í hámarki. Það er eðli markaða. Ég er hins vegar sann- færður um að þrátt fyrir þessi til- mæli muni menn bjóða aflamark til sölu á Kvótaþingi mjög fljótlega. Þeir sem era með of miklar afla- heimildir verða að lokum að skipta við þingið. Kvótaþing á eftir að reyn- ast hið mesta þarfaþing og ég er sall- arólegur yfir þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á þingið til þessa, sallarólegur," segir Sævar. Einyrkjaútgerðin leggst af r Kristján Ragnarsson, foi-maður Landssambands íslenskra útgerðar- manna, segir áhrif Kvótaþings verða eins og að var stefnt, að veiðiheimild- um verði ekki blandað inn í kjör sjó- manna. „I því felst að einstaklingsút- gerðir geta ekki nýtt sér flutning á veiðiheimildum. Ég óttast að afleið- ingin verði sú að einyrkjaútgerðin, homsteinn íslenskrar útgerðar, muni meira og minna leggjast af.“ Kristján segist telja að breyta verði þeim upplýsingum sem koma frá Kvótaþingi. I stað þess að greina frá meðaltali óseldra heimilda og tfl- boða verði að greina frá lægsta sölu- tilboði og hæsta kauptilboði í hverj?j, tegund hverju sinni. „Einnig felst gríðarleg hindran í því að heimfla skilyrt tilboð inni á Kvótaþingi. Enn- fremur teljum við að breyta verði lögum þingsins um jöfn skipti aflamarks þannig að þótt ekki myndist viðskipta- verð í vikunni á undan sé hægt að líta tO verðs í vikunni þar á undan.“ Kristján segist síður en svo hafa beint þeim tilmælum tfl umbjóðenda sinna að hunsa Kvótaþing. „Það er^ ekki á mínu valdsviði á nokkum hátt. Engu að síður get ég ekki séð að á Kvótaþingi verði mikfl viðskipti mið- að við þær forsendur sem upp era lagðar. Ég hef einungis varað menn rið og sagt þeim að rið verðum að fylgja þessum reglum í einu og öUu og að rið ætlum ekki að lenda í nýjum átökum vegna þeirra,“ segir Kristjáni Framboð af aflamarki minnkar til muna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.