Morgunblaðið - 10.10.1998, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998
---------------------------
MORGUNBLAÐIÐ
ALÞJOÐA GEÐHEILBRIGÐISDAGURINN
Andrúmsloft á geðdeildum
Mikilvægustu kynnin voru við þá manngæsku
og hjartahlýju, sem virðist vera kjarninn í
hverri persónu. Héðinn Unnsteinsson fjallar hér
um lífíð á deild B-2, geðdeild.
ÞAR sem hann sat í bflnum og starði á speg-
ilsléttan Hvalfjörðinn velti hann því fyrir sér
hvort æðarkollurnar sem lónuðu á haffletin-
um skildu angist hans. Það var síðsumars-
kvöld, eitt af þessum kyrru ágústkvöldum
sem fá mann til að staldra við og hlusta á
andardrátt náttúrunnar allt í kring. Hann var
á leið með föður sínum til Reykjavíkur þar
sem átti að leggja hann inn á geðsjúkrahús. I
umhverfl þar sem leyfflegt vai- að jrflrgefa
veruleikann um stund. En hver vildi yfirgefa
veruleikann á kvöldi sem þessu. Hann hafði
yfirgeflð þennan heim að hluta til eða öllu
leyti fyrir þó nokkru. Hann hafði á örskömm-
um tíma flengst upp í heim ranghugmynda
og ofskynjana. Astæðan var óljós. Þetta var
ekki í fyrsta sinn sem svona nokkuð kom yfir
hann, en í þetta sinn var það alvarlegt.
Faðir hans sat við stýrið, áhyggjufullur.
Hann gerði sér grein fyrir því að sonur hans
lifði þessa stundina í eigin hugarheimi. Fað-
irinn taldi best að ræða sem minnst við son
sinn á leiðinni til að auka ekki á ytri áreiti
sem kynnu að valda honum hugsanabáli. Öll-
um spurningum sonarins svaraði hann með
eins stuttum og hnitmiðuðum svörum og
mögulegt var. Faðirinn taldi ráðlegast að
hafa slökkt á útvarpinu en sonurinn vildi
hafa kveikt. Svo fór að sonurinn fékk vilja
sínum framgengt en faðirinn fékk að ráða
bylgjulengdinni. Föðumum þótti skynsam-
legast að hafa stillt á rás eitt því þar var svo
róleg dagskrá. En það skipti ekki máli, pilt-
urinn tók öll ytri áreiti og sneri þeim upp í
bein skflaboð til sín. Hugur piltsins spann
ranghugmyndaheim sinn jafnhratt óháð því
hvort „I fjarlægð" eftir Karl Ó. Runólfsson
eða eitthvert rapplag hljómaði í viðtækinu.
Þeir nálguðust nú Tíðaskarð.
Þegar komið var til Reykjavíkur reyndist
föðumum erfitt að finna geðdeildina, hann
hafði aldrei kynnst slíkri starfsemi áður hvað
þá að hann vissi hvar hún væri til húsa. Þeg-
ar þeir feðgar gengu inn í steypukumbald-
ann sem hýsti deildina laust vonleysi niður í
föðurinn, hann gekk þessi þungu skref niður-
lútur, ólíkt syninum, sem valhoppaði um allt
spyrjandi ótal spurninga. Skömmu síðar sátu
þeir feðgar inni á viðtalsherbergi númer 5
þar sem tveir geðlæknar og einn hjúkrunar-
fræðingur stjórnuðu umræðunum. Sonurinn
var útkeyrður en fann samt fyrir orku innra
með sér. Hann hafði lést um sjö kflógrömm á
þessum kaótíska tíma. Hann hafði verið í
tæpa tvo mánuði í eigin veröld án þess að
vita af því, en það var fyrst eins og nú, þegar
hann horfði á fóður sinn ræða við sérfræð-
ingana og sá þreytusvipinn á andliti hans, að
hann gerði sér grein fyrir því að nú væri
hann kominn á endastöð. Hér varð hann að
fara úr rússibananum áður en illa færi. Þessi
fyrsta skynsamlega hugsun í margar vikur
varð honum gáta, enda gerði hann sér ekki
grein fyrir henni fyrr en síðar. Fyrirvara-
laust var hann ávarpaður af öðrum læknin-
um eftir að þeir höfðu hætt að tala við fóður
hans. „Veist þú hvar þú ert?“ ómaði í eyrum
hans. Röddina átti stórgerður maður með
óvenjustór augu. Hann svaraði rjóður í fram-
an: „Eg veit það ekki, þetta gæti verið blekk-
ing, en mér sýnist að leiknum sé lokið. Ég
gefst upp.“ Hann talaði mjög hratt, svaraði
öllum spumingum læknanna, en bullaði líka
mikið. Hugur hans var sem ofurtölva, með
allt á hraðbergi en vírus hafði greinilega
komist í hugbúnaðinn „Við teljum það best
að þú sért hjá okkur um stundarsakir," sagði
minni læknirinn góðlega. Hann var góðlegur
maður með eldrautt hár og freknur á hand-
arbökunum.
Þannig var það. Faðir hans kvaddi hann
rétt í þann mund sem góðleg hjúkrunarkona
færði honum rauðleitan vökva að drekka.
Vökvinn átti að róa taugamar. Hann kvaddi
föður sinn og fylgdi hjúkrunarkonunni úr við-
talsherbergi 5 og upp á aðra hæð, á deild B-2.
Deild B-2 var önnur tveggja svokallaðra
móttökudeilda á geðsjúkrahúsinu. Hann fékk
úthlutað rúmi og skrifborði í herbergi með
öðrum sjúklingi. Herbergið var við annan
tveggja ganga deildarinnar, þann lengri. Þar
dvöldust þeir sjúklingar sem læknar töldu
ekki hættulega, hvorki sjálfum sér né öðmm,
og vom því frjálsir ferða sinna innan defldar-
innar. Herbergin á þeim gangi vom öll öðr-
um megin en hinum megin vom sjónvarps-,
funda- og viðtalsherbergi. Hinn gangurinn
var nær helmingi styttri og nær alltaf læstur,
þar dvöldu allra erfiðustu sjúklingarnir.
Sjúklingar á þeim gangi klæddust alltaf hvít-
um náttfötum, svona eins og til að greina þá
frá hinum. I miðsvæðinu á milli ganganna
var setustofa, matsalur, eldhús og vaktin, að-
staða starfsfólksins.
Eftir að pilturinn hafði komið öllu sínu haf-
urtaski fyrir í hrúgu á borðinu rauk hann
fram til að skoða sig betur um og einnig
þurfti hann að komast í sima, því viðskipta-
sambönd í Japan vora í húfl. Þegar hann
gekk út úr herberginu rakst hann á ein-
hvern. „Ert þú nýi herbergisfélaginn minn?“
sagði góðleg rödd þessa rjóða manns, sem
virtist vera rúmlega þrítugur. Já, svaraði
pilturinn og kynnti sig sem Doc Holliday,
frægan byssubófa úr villta vestrinu, endur-
borinn. „Jájá. Ég heiti Sveinn,“ sagði maður-
inn. „Eigum við ekki að drífa okkur fram
Doc, það er eflaust kominn matur. Ég get
kynnt þig fyrir þeim sem ég þekki hér yfír
matnum." Piltinum fannst þetta vera prýðis-
hugmynd, svo þeir drifu sig fram í matsal.
Þar tók við biðröð eftir matarbökkunum.
Hver bakki var merktur því sjúklingarnir
vom á ólíku fæði. Þegar pilturinn hafði feng-
ið sinn bakka og eftir að hafa kvartað undan
merkingunni, hann héti Doc, settist hann nið-
ur ásamt Sveini og mataðist. Ekki fannst
honum mikið til koma. Þetta var nú einu
sinni kvöldverður. Við honum, sjálfum byssu-
bófanum, blöstu tvær brauðsneiðar, tvö kál-
blöð, smjörkh'pa, hálfur banani og tvær
skinkusneiðar. Auk þess gat hann fengið djús
eða mjólk með og kaffí á eftir. Við borðið
sátu átta sjúklingar að honum meðtöldum.
Sveinn kynnti Doc fyrir öllum hinum. Sumir
þeirra voru manískir líkt og Doc en aðrir
vom þunglyndir eða geðklofar. Þessu fólki og
ýmsu öðm átti pilturinn eftir að kynnast
næstu mánuði. Deila með því lífi sínu, veik-
indum og bata, í sturlun og heilbrigði. Vett-
vangur þessara samskipta var deild B-2 og
svona var andrúmsloftið þar:
Fyrstu dagarnir liðu hratt hjá Doc á deild-
inni. Læknirinn hans hafði sett hann á heil-
mörg lyf til að ná honum niður. Sennilega tók
hann um 25 töflur á sólarhring. Sumar áttu
að virka á einkenni maníunnar en hinar áttu
að virka á aukaverkanir þeirra fyrri. Það leið
samt langur tími þar til lyfin fóm að hafa
einhver áhrif á hegðun hans. Hann fékk að
vera óvenjufrjáls á deildinni og í eirðarleysi
sínu fékk hann fyrstu vikumar að fara einn
út af deildinni. En svo komst starfsfólkið að
því að hann fór ekki bara í sund heldur sótti
hann einnig námskeið í viðskiptum og spilaði
fjárhættuspil, þar sem hugur hans kastaði af
sér öllum lyfjataumum og sótti í sama farið.
Fljótlega var tekið fyrir allar slíkar ferðir og
allt áreiti takmarkað. Lyfin virkuðu betur við
slíkar aðstæður. Pilturinn kynntist vel þeim
átta sem sátu saman við borð en einnig
kynntist hann hinum sjúklingunum á morg-
unfundum, þar sem allir sjúklingarnir sátu í
hring með læknum og starfsfólki og ræddu
líðan sína opinskátt. Hann bullaði mikið á
þessum fundum, fannst þeir yfirborðskennd-
ir og leiðinlegir.
Fólkið sem var þunglynt var sívælandi og
hafði allt á hornum sér, þeir manísku ætluðu
aldrei að hætta að gaspra og þeir sem þjáð-
ust af geðklofa annaðhvort þögðu eða voru í
öðmm heimi. En þó fannst honum best að
það eina sem læknamir virtust gera var að
breyta lyfjaskammti viðkomandi, sama hvað
amaði að. Þessir fundir vora nær einu skiptin
sem hann sá lækninn sinn, þvi að hann, lflkt
og þeir allir, var á þönum allan daginn ann-
ars staðar en á deildinni. Hann var samt
mjög heppinn með lækni, því sá góðlegi með
rauða hárið var læknirinn hans. Hann kunni
vel við hann og fannst gaman að tala við
hann þegar sá góðlegi mátti vera að. Sveinn
var ekki eins heppinn með lækni. Læknirinn
hans var einhvers konar nemi og kom þeim
Sveini alls ekki saman.
Arna var miðaldra kona sem sat til borðs
með piltinum og Sveini. Hún var mjög ör, sí-
fellt talandi og mátti sjaldnast vera að því að
borða. Pilturinn og hún náðu vel saman því
þau vom jafnhátt uppi og lifðu nokkram fet-
um fyrir ofan raunveruleikann,
hver svo sem hann var inni á
svona deild. Arna var alltaf á
ferðinni með símboðann hang-
andi á mjöðminni, hún var eld-
klár en vantaði bara jarðsam-
band, eins og Ingi sagði. Ingi
var sextugur maður sem þjáðist
af einhvers konar minnisleysi,
að eigin sögn vegna þess hversu
oft hann hafði verið sleginn nið-
ur í hringnum. Já, Ingi hafði
verið boxari á heimsklassa en
orðið að hætta vegna liðagigtar.
Seinna fylgdi minnisleysið. Ingi
var mikill listamaður, hann
dundaði sér oft við að mála fal-
legar myndir inni á herbergi.
Piltinum fannst hann vera með
öllum mjalla miðað við marga aðra á staðn-
um. Hann sóttist eftir félagsskap Inga, því
hann var skemmtilegur og hafði sériega
smitandi hlátur, sem var dýrmætt á slíkum
stað. Ingi var í klíkunni.
Sigga stóra hafði ekki smitandi hlátur, hún
hló aldrei. Sigga var líka ein af þeim átta sem
deildu borði í matsalnum. Hún var stór og
illileg. Ama sagði að það væri augljóst að
hún væri þunglynd. Enda kom það fram á
morgunfundunum. Sigga hafði farið marga
hringi í kerfinu en ekkert gengið, alltaf kom
hún aftur. Piltinum fannst Sigga neikvæð,
allt var ómögulegt. Hún sá ekkert nema
svart. Því borgaði sig nú lítið að grínast eða
bulla í henni. En Sigga átti alltaf sígarettur
og það var kostur. Byssubófar eins og Doc
Holliday reyktu að sjálfsögðu, en stundum
reyndist þó erfitt að ná í sígarettur í þessu
umhverfi, þá var gott að þekkja Siggu. Það
klikkaði aldrei að ef hann bauðst til að fylgja
henni niður í reykbúrið þá gaf hún honum sí-
garettu. Astæða þessa var sú að Sigga var
smeyk við nokkra illræmda kauða á deild C-
3, sem var alkóhól- og fíkniefnadeild. Því
fylgdi pilturinn henni niður í sameiginlegt
reykskýli, veitti henni vernd og fékk sígar-
ettu að launum.
Guðsteinn sat líka með þeim til borðs.
Guðsteinn var helgur maður, auk þess sem
hann sótti matarvagninn fyrir starfsfólkið þá
stafaði af honum einhverjum heilagleika.
Guðsteinn var stór eldri maður með sítt hvítt
hár og stórt og góðlegt andlit, sem óneitan-
lega bar merki fjölbreyttrar lífsreynslu.
Hann var alltaf mjög vel til fara, í stífbónuð-
um spariskóm, svörtum jakkafötum og vesti.
Utan á vestinu hékk stór kross úr silfri. I
ólgusjó geðveikinnar var Guðsteinn klettur-
inn sem þau treystu á. Orð hans vom alltaf
virt meðal sjúklinganna, hann var eins konar
guðfaðir klíkunnar. Piltinum virfist líka að
starfsfólkið bæri ómælda virðingu fyrir hon-
um, hann þurfti ekki annað en ræskja sig þá
var einhver starfsmaður kominn að athuga
hvort hann vanhagaði um eitthvað. Seinna
frétti pilturinn að Guðsteinn væri bróðir
háttsetts embættismanns. Það skýrði artar-
semi starfsfólksins.
En það var ekki öllum eins vel í ætt skotið
og Guðsteini. Sumir, líkt og Diddi hommi,
fengu litla eða enga athygli frá starfsfólkinu.
Diddi sat með okkur. Diddi var um fertugt og
mjög samkynhneigður en líka mjög veikur.
Hann var hræddur og kvíðinn og lítið þurfti
til að setja hann út af laginu. Diddi hafði verið
kvæntur fjölskyldumaður en svo kom hann út
úr skápnum og allt hmndi. Konan og börnin
fóm, hann hallaði sér að flöskunni og varð
þunglyndur. Skömmu síðar reyndi hann að
taka líf sitt með því að taka inn of stóran
skammt af geðlyfjum og svefntöflum auk
þess sem hann gekk í sjóinn. Honum skolaði
nær dauða en lífi á land í Skerjafírði. Síðan þá
hafði Diddi verið fastakúnni á geðdeildum
bæjarins. Allir við borðið vorkenndu Didda,
en hann vakti samt einhverja klígjukennda
tilfinningu hjá piltinum þar sem hann vaggaði
um gangana klæddur í of stuttar buxur og
gamlan blaserjakka axlahvítan af flösu. Peys-
an mátti muna fífil sinn fegri þar sem hún
strekktist yfir ört stækkandi vömbina, öll út-
bíuð af matarleifum og sígarettuösku. Örlögin
höfðu svo sannarlega leikið Didda grátt, en
þau höfðu farið ómjúkum höndum um fleiri
borðfélaga piltsins. Áttundi og fallegasti
borðfélaginn var Elísabet. Elísabet var aðeins
eldri en hann, ættuð að sunnan og forkunnar-
fögur. Hún var mjög veik, vissi stundum
hvorki í þennan heim né annan, en svo var
það nú með marga sjúklinga á B-2. Eh'sabet
hafði verið fyrirsæta og lifað mjög hátt en
skyndilega hafði hún hreinlega misst vitið án
nokkurra haldbærra skýringa. Arna sagði að
hún hefði fengið eitmn í heilann af völdum of
mikillar notkunar á snyrtivör-
um. En því trúði enginn nema
hún. Elísabet talaði ekki mikið
en gat verið mjög grimm. Hún
bullaði mikið en fáir tóku nú eft-
ir því nema kannski starfsfólkið.
Elísabet var alltaf vel til höfð og
leit alls ekki út fyrir að vera
veik. Samt fannst piltinum augn-
svipur hennar vera ógnvænleg-
ur, hann hreifst af henni en gat
ekki með góðu móti horft í augu
hennar. Einu sinni hafði hún
boðið honum inn á herbergi til
sín og beðið hann að spila á
trommur á meðan hún spilaði á
lítið mandólín. Þessi hljóm-
sveitaræfing endaði með ósköp-
um því hún æstist öll við spila-
mennskuna og fór að hlæja tryllingslega og
eftir skamma stund upphófust ægileg öskur.
Honum fannst þetta gaman fyrst og reyndi
jafnvel að nálgast hana kynferðislega en þá
sprakk hún algerlega og breyttist í villidýr.
Hún reif og tætti fötin utan af byssubófanum
og hann mátti teljast heppinn að sleppa lif-
andi frá henni. Upp frá þessu passaði hann
sig á Elísabetu Englandsdrottningu, eins og
Arna kallaði hana. „Hún er drottning yfir
okkur vesalingunum hér á Vonarstræti." En
svo nefndi Arna ganginn sem við bjuggum
við. „Jú, sjáðu til minn kæri, við eigum ennþá
von um að fá fullt vit aftur, ólíkt sumum af
þeim sem gista stutta ganginn. Því finnst
mér Vonarstræti við hæfi.“
Dagarnir á deild B-2 virtust aldrei ætla að
taka enda. Pilturinn var nú búinn að dvelja á
spítalanum í tvo mánuði og var óðum að ná
sér. Ranghugmyndirnar vora nær alveg
horfnar og hann gat nú sofíð bærilega án
þess að fá svefnlyf á kvöldin. Það var aftur á
móti verra að allir föstu punktamir í dagskrá
hans á deildinni höfðu nú tekið á sig mun
hversdagslegri mynd þegar nærri engin geð-
veiki fylgdi þeim. Allt það einfalda sem áður
hafði verið svo skemmtilegt var nú drepleið-
inlegt. Söngur í iðjuþjálfun, handavinna,
spilamennska, gönguferðir, já og öll samskipti
við aðra höfðu tekið á sig aðra mynd. Allt
hafði breyst. Það vantaði eitthvað. Það vant-
aði hinn frjóa og kröftuga frumkraft geðveik-
innar. Hann hafði verið kæfður með lyfjum.
Lífið var óðum að fá á sig kunnuglegri svip.
Læknirinn sagði piltinn nú vera að mestu
leyti kominn niður úr sveiflunni og því styttist
í útskrift. Pilturinn var svolítið hræddur við
að útskrifast of fljótt, hann vildi ekki detta of
langt niður eftir uppsveifluna. Nú þegar hann
nálgaðist jafnvægispunkt hræddist hann
þunglyndið sem svo oft fylgdi maníunni. Hann
hafði séð nokkrar alvarlega þunglyndar eldri
konur sem varla komust fram úr á morgnana
og þurftu að gangast undir raflostsmeðferð til
þess að drepa líkamann úr þeim dróma sem
þunglyndið getur verið. Hann hafði kynnst
biti hins svarta rakka, þunglyndisins, og vissi
hve niðurrifskraftur þess var mikill. Því var
hann smeykur.
Á stilltum nóvembermorgni stóð hann fyr-
ir utan geðdeildina með pjönkur sínar, út-
skrifaður út í lífíð. Margir af þeim sem hann
hafði kynnst á deildinni vom ennþá inni, en
sumir höfðu fetað þessi spor, sem hann tók
nú, á undan honum. Þetta höfðu verið ótrú-
legir þrír mánuðir. Ef fólk aðeins vissi hvers
kyns veröld væri innan þessara veggja.
Hann hafði séð mann skera sig á púls. Það
hafði brjálaður maður ráðist á hann. Hann
hafði kynnst fólki sem átti virkilega bágt.
Hann hafði kynnst hollustu einlægra ástvina
sjúklinga sem reglulega komu í heimsókn,
hvernig sem á stóð. Hann hafði kynnst ör-
væntingarfullum tilraunum fólks til að halda
í sjálfræði sitt og hvernig sú barátta getur
sundrað fjölskyldum. Hann hafði kynnst
spítalafæði. Hann hafði kynnst góðu og
slæmu starfsfólki. Hann hafði kynnst nær-
ingu í æð. Hann hafði kynnst nær öllu litrófí
mannlegra kennda. Hann hafði kynnst trú,
trú á guð og trú á hið góða í manninum.
Hann hafði skynjað hve sturluð mannvera er
óútreiknanleg og ógnvænleg. Hann hafði
upplifað ferðalag úr veraleikanum í heim
ranghugmynda og ofskynjana og aftur til
baka.
Hann hafði kynnst margvíslegu á deild B-
2. En mikilfenglegustu kynnin voru samt við
þá manngæsku og hjartahlýju sem virðist
vera kjarninn í hverri persónu. Og þessi
mannauður skein í gegn á deild B-2 þrátt
fyrir að manneskjurnar stæðu í gini geðveik-
innar.
Höfundur er kennaraháskólanemi.
Héðinn
Unnsteinsson