Morgunblaðið - 10.10.1998, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 10.10.1998, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 51, AÐSENDAR GREINAR Stefnumótun í málefnum geðsjúkra í DAG er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Kjörorð dagsins eru „mannrétt- indi og geðheilbrigði" og með þeim orðum er m.a. vakin athygli á þeii'ri hættu að almenn mann- réttindi séu fyrir borð borin hjá þeim sem eiga við geðsjúkdóm að stríða. Fjölbreytt dag- skrá verður í Reylqavík í tilefni dagsins og Kiwan- ismenn munu selja K- lykilinn um land allt. Kiwanismenn hafa með stórhug sínum og örlæti stutt margvísleg verkefni í þágu geð- sjúkra um langt árabil. Allir eru hvattir til að leggja málum þessum lið með því að kaupa K-lykilinn. Mikilvægt er að allir átti sig á því, segir Tómas Zoega, að geð- sjúkdómar eru meðal algengustu sjúkdóma sem hrjá þjóðina. Á málþingi um „mannréttindi og geðheilbrigði" sem haldið verður í Odda, Háskóla íslands í dag klukkan 15 verður Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðis- og tryggingamálaráð- heira afhent skýrsla starfshóps, sem ráðherrann skipaði 20. febrúar 1997 til að vinna að stefnumótun í málefn- um geðsjúkra. Starfshópinn skipuðu fulltrúar hinna ýmsu félagasam- taka og stofnana. Hóp- urinn hefur fundað meira en fjörutíu sinn- um og fékk upplýsingar frá fjölda aðila og stofn- ana er sinna geðsjúk- um. Einnig var kannað hvemig stefnumálum geðsjúkra er hagað í hinum ýmsu nágranna- löndum. Eins og fram kemur í skýrslunni er hér ekki eingöngu um stefnu- mótun að ræða, heldur eru hér í fyrsta sinn samankomin viðamikil gögn um málaflokkinn. Skýrslan er orðin mikil að vöxtum eða nær 300 blaðsíður. í sumum mál- um er snerta geðsjúka liggja í skýi'slunni fyrir mótaðar tillögur, en í öðrum málum er bent á ýmsar hug- myndir sem þarf að vinna betur. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að stefnumótun í stórum mála- flokki sem þessum hlýtur alltaf að vera í stöðugri endurskoðun. Nauð- synlegt er að ráðuneytið vinni frekar með hugmyndir starfshópsins og áfram verði unnið með tillögurnar hinum geðsjúku og aðstandendum þeirra til hagsbóta. Helstu áhersluatriði Starfshópurinn vai’ sammála um að ákveðin mál í þessum flokki þui-fi for- gang umfram önnur. 1. Sérstaka áherslu ber að leggja á málefni bama og unglinga sem eiga við geðsjúkdóma að stríða. Nauðsyn er á sérstöku átaki á þessu sviði og starfshópurinn leggur til ákveðnar tillögui' til úrbóta. 2. Starfshópurinn bendir í skýrsl- unni sérstaklega á málefni fullorðinna einstaklinga, sem eiga við langvinna geðsjúkdóma að stríða. Margir aðilai' frá sveitarfélögum og ráðuneytum heilbrigðis-, félags- og menntamála koma að þjónustu við þennan hóp. Nauðsyn er á mikilli samvinnu þess- ara aðila svo hægt sé að tryggja rétt- indi þessara einstaklinga. 3. Itarlegur kafli er um áfengi og önnur vímuefni og þar safnað saman miklum upplýsingum um málaflokk- inn, kostnað við meðferð og meðferð- arúrræði. 4. Sérstakur kafli og tillögur eru um geðsjúkrahús og er fjallað um þrjár geðdeildir sem eru starfræktar hér á landi. Geðdeildirnar eru horn- steinn alls meðferðarstarfs og þjón- ustu við geðsjúka og mikilvægt er að skerða ekki starfsemi þeirra. Niðurstöður Mikilvægt er að allir átti sig á því að geðsjúkdómar eru meðal algeng- ustu sjúkdóma sem hrjá þjóðina. Þeir valda sennilega meira vinnutapi og kostnaði fyrir samfélagið en flest- ir aðrir sjúkdómaflokkar. Geðsjúkir og aðstandendur þeirra þurfa að njóta sambærilegrar þjónustu og aðrir sem veikir eru eða hafa verið veikii'. Vönduð stefnumótun í mál- efnum geðsjúki-a er forsenda þess að hægt sé að tryggja mannréttindi hinna geðsjúku. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðheiTa á miklar þakkir skildar fyrir að láta hefja vinnu að stefnumótun í þessum málaflokki. Höfundur er yfírlæknir, fornmður Geðverndarfétags íslands og for- maður í starfshópi sem vann að stefnumótun ímálefnum geðsjúkra. Tómas Zoega Ungir sprotar AÐ GEFNU tilefni langar mig að hreyfa við atriðum sem ég tel að skipti miklu máli varð- andi batahorfur og eðli- legt líf hjá ungum ein- stakhngum sem hafa greinst með geðsjúkdóm. Það er ekki sama á hvaða aldri einstaklingur er þegar hann veikist í fyrsta sinn. Þeir sem veikjast en eru svo lánsamir að hafa aflað sér menntunar, stöðu í atvinnulífinu og eigin fjölskyldu standa vel að vígi samanborið við ungt óharðnað fólk. Það er hins vegar það fólk með sína ómótuðu sjálfsmynd sem er illa sett. Eg ski'ifa af eigin reynslu þess er hefur veikst af geðsjúkdómi á síð- asta ári í menntaskóla. Það er eng- um blöðum um það að fletta að þessi veikindi koma öllum í opna skjöldu og eru reiðarslag. Ungu fólki reynist erfítt að fóta sig í þjóðfélaginu eftir veikindi af geðrænum toga. Sjálfstraustið bíður verulega hnekki og draumar og framtíðarvonir oftast að engu orðn- ar. Sjálfsmyndin gerbreytist, því það þarf að yfirvinna sína eigin fordóma til að vera sátt við sjálft sig. Það er auðvelt að missa móðinn og tapa átt- um. Það þarf mikið til að halda ótrauður áfram, þótt sumum hafí vissulega tekist það. Vegna þess hve óvinveitt samfé- lagið hefur verið geðsjúkum, þó þeir hafi ekkert gert af sér, er mál að linni. Bæði heilbrigðiskerfið og samfé- lagið ættu að sjá sóma sinn í því að taka betur á móti því unga fólki sem hefur átt við geðræn vandamál. Það er erfitt að kljást á tveimur vígstöðv- um, þ.e. við eftirhreytur sjúkdóms og skilningsleysi samfélags. Unga fólkið þarf að ná fótfestu til að bati Herdís Benediktsdóttir geti verið varanlegri, en það hefur verið á hálum ís, því viðmót samtímans er kalt. Sagt hefur verið að það væru tveir hópar manna sem erfiðast væri að fá vinnu fyrir, sum sé fyrrum fangar og fyrrum geðsjúkir. Tveir útskúfuðustu hópai- samfélagsins. Viljum við þar af leið- andi ekki fyrirgefa? Kunnum við ekki acþ sýna umburðarlyndi og skilning? Því spyr ég: Eru þetta skilaboðin til framtíðarinnar, ungu sprotanna sem eru að spretta upp í okkar gróður- snauða landi? Er ekki kominn tími til Fordómar tengdir sjúkdómum af geðræn- um toga eiga, segir Herdís Benediktsdótt- ir, að heyra sögunni til. að hætta að aðgreina sjúkdóma? Við erum jú ein heild. Fordómar eiga að heyra sögunni til, skiljanlegir fyrrum, því menn vissu ekki betur. I dag eru fordómar tímaskekkja og ábyggilega komnh úr hátísku. Það er þjóðhagslega hagkvæmt varðandi geðsjúkdóma að hugarfars- breyting verði og litið sé á þá líkt og aðra sjúkdóma. Það myndi skila sér í fæn-i veikindadögum og innlögnum á geðdeildir. Því betur sem við hlúum að okkar veiku sprotum því sterkari verða þai^ i tré er tímar líða. Höfundur er húsmóðir og fyrrv. læknaritari. ALÞJÓÐLEGUR geðheilbrigðisdagur 10. október er að þessu sinni helgaður geðheil- brigði og mannréttind- um. Það er ekki að ófyr- irsynju. Það vita allir að mannréttindi geðveiks fólks voru áður lítils virt og um það geymir sagan mörg átakanleg dæmi. Sem betur fer hefur orðið mikil breyt- ing á aðstæðum, um- önnun og meðhöndlun geðveikra. En skyldi þá allt vera í himnalagi? Rauði kross Islands hefur rekið athvarfið Vin að Hverfisgötu 47 síðan í febrú- ar 1993. Þangað sækja geðfatlaðir einstaklingar sem flestir lifa á ör- orkubótum og hafa verið viðloðandi geðheilbrigðiskerfið í mislangan tíma. Þeir fá þar ýmiss konar þjón- ustu og félagsskap. í ár koma að meðaltali 30 manns á dag, að meðal- tali 90 einstaklingar á mánuði og gestakomur verða að öllu óbreyttu 7000. Þessi fjöldi segir mikið um þöi'fina á athvarfi og annarri þjón- ustu utan stofnana. Bak við þessar tölur er saga hvers og eins og mikil reynsla af geðheilbrigðiskerfinu og af við- brögðum og viðmóti samfélagsins, stofnana þess og einstaklinga, gagnvart geðveiku fólki. Þetta þema alþjóðlega geðheilbrigðis- dagsins, geðheilbrigði og mannrétt- indi, er gestum Vinjar hugleikið og umræður um það hafa verið fróðleg- ar. Reynsla þeirra af geðheilbrigðis- kerfinu er mjög misjöfn, en geð- deildir hafa þó á sér mun mannúð- legri blæ nú en áður fyrr. Þó finnst gestum Vinjar á margt skorta sem tengist manm-étt- indum þeirra, réttinum til vii'ðingar og mann- helgi. Það er talað um að á geðdeildum sé lítið tillit tekið til tjáningar- frelsis og einkalífs, um of sé einblínt á hið sjúk- lega og of mikið trúað á lyf, þar sé lítið val á meðferðarformum, tak- mörkuð samvinna við sjúklinga og þeir fái lít- ið að segja um ákvarð- anir varðandi líf sitt og aðstæður. I Vin er mik- ið rætt um að þegar bráðaveikind- um sleppir ætti að veita heilbrigðis- þjónustu og félagslega þjónustu úti Alþjóðlegur geðheil- brigðisdagur er í dag, 10. október. Guðbjörg Sveinsdóttir hvetur fólk til að vera á varð- bergi gegn fordómum í garð geðsjúkra. í þjóðfélaginu, þar sem fólk býr, í tengslum við t.d. heilsugæslustöðv- ar og/eða göngudeildir þar sem í boði væi'i stuðningur og endurhæf- ing. Þótt geðfatlaðir eigi sama rétt á þjónustu og aðrir fatlaðir er raunin sú að þjónustan er mest miðuð við líkamlega fötlun og þroskahefta en þarfir geðfatlaðra eru oft af öðrum toga. Skortur á samfellu og sam- hæfingu úti í þjóðfélaginu torveldar endurhæfingu og uppbyggingu eftir erfiðan geðsjúkdóm og sjúki'ahús- vist. Við þessa galla á heilbrigðiskerf- inu bætist svo að geðfatlaðir eiga oft í erfiðleikum varðandi húsnæði, menntun, atvinnu og fjárhag. Fé- lagsleg éinangi'un er algengur fylgi- kvilli veikinda þeirra. En því miður er hún líka oft afleiðing mismunun- ar og mannréttindabrota. Því eins og einn góður gestur í Vin sagði: „Geðheilbrigði krefst skilyrða." Og geðfötluðum finnst þeir hafa íýran hlut af borði góðærisins. Fyrir þann sem fær 63.537 krónur á mánuði hlýtur tal um góðæri og velsæld að hljóma eins og aulafyndni. Endur- hæfing og uppbygging sjálfsmynd- ar verður erfiðari og tekur lengri tíma þegar ekkert er hægt að veita sér, það sem fólki finnst eðlileg og sjálfsögð mannréttindi verður ókleift, ekki er hægt að fara út að skemmta sér af og til, út að borða, kaupa sér eitthvað fallegt, njóta menningar og lista, að ekki sé nú talað um að fara til útlanda. Geðsjúkir og geðfatlaðir hafa fengið stimpil sem ekki er auðvelt að afmá. Þeir eru óhreinu börnin hennar Evu, lítt sjáanleg en ef um þau er fjallað er það gjarnan á nei- kvæðan hátt og tengt ofbeldi eða ofstopa. Margir geta sagt sögur af mismunun og höfnun vegna sjúk- dóms síns, neitun um atvinnu, hús- næði, undirskriftalistum íbúa við götur vegna væntanlegra athvarfa eða sambýla, fordómum og hræðslu í nánasta umhverfi o.s.frv. Verum því á varðbergi gagnvart fordómum og mismunun. Ekkert siðmenntað samfélag ætti að líða þess konar mannréttindabrot. Styðjum geðfatlaða til að taka þátt í stefnumótun um geðheilbrigðis- mál og fræðslu tengda þeim. Ræð- um geðheilbrigðismál, þau koma öllum við eins og öll heilbrigðis- mál. Höfundur er geðhjúkrunarfræðing- ur og forstöðumaður Vinjar. Geðheilbrigði og mannréttindi Guðbjörg Sveinsdóttir Bændur í órétti? ÞAÐ ófremdará- stand sem ríkt hefur á þjóðvegum landsins sökum lausagöngu bú- fjár hefur að sumra áliti stafað af ábyrgðar- leysi bænda. Þeir hafa hvorki þurft að bíða fjárhagslegt tjón af því að missa búfé sitt íýrir bifreiðar né greiða ökumanni eða bifreið- areiganda bætur. Þvert á móti hafa þeir oftast hagnast á óhöppunum. í dómsmálum sem upp hafa komið hafa bænd- ur nær undantekning- arlaust verið dæmdir grundvelli 88. greinar laga, sem kveður á i: Hugi Hreiðarsson í rétti á umferðar- m algjöra dæmdur ónýtur. Ekki urðu slys á fólki. Krefst eigandi bflsins skaða- bóta frá búfjáreiganda sem hann segir að hafi vanrækt þá skyldu sína að halda girðingum beggja vegna vegarinsf# fjárheldum auk þess sem lausaganga búfjár er bönnuð á svæðinu. Byggir hann mál sitt meðal annars á 56. gr. vegalaga nr. 45/1994 um bann við lausagöngu bú- fjár við stofn- eða tengi- vegi. Það verðm' því fróð- Bændur hafa hvorki þurft að bíða fjárhags- legt tjón af því að missa búfé sitt fyrir bifreiðar, sefflr Hugi Hreiðarsson, né greiða ökumanni eða bífreiðaeiganda bætur. ábyrgð ökumanns, burtséð frá ástæðum óhappsins. Það er því gífurlegt hagsmuna- mál íslenskra ökumanna að héraðs- dómur Reykjavíkur dæmi bifreið- areiganda í vil í máli sem dómtekið verður innan skamms og snýst um ábyrgð búfjáreiganda. Tildrög þess eru þau að ökumaður á ferð um Rangárvallasýslu ók á kind sem stökk í veg fyrir bifreið hans þannig að ógerlegt var að forðast árekstur. Við óhappið skemmdist bfllinn mikið og var hann síðar legt að sjá hvort hin nýju vegalög verði rétthærri en 88. gr. umferðar- laga enda um prófmál að ræða. Komist hins vegar héraðsdómur að því að bóndinn sé ekki skaðabóta- skyldur mun sú rússneska rúlletta sem tíðkast hefur á þjóðvegum, landsins halda áfram með þeinr hörmulegu slysum sem henni fylgja. Höfundur er markaðsfneðingur. Húsgögn, ljós og gjafavörur P> < > >-i '3 Munið brúðargjafalistann MORKINNI 3 SÍMI 588 0640 • FAX 588 0641
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.