Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 5S.:
MINNINGAR
+ Þórdís Bene-
diktsdóttir var
fædd 13. júlí 1911 á
Grænavatni í Mý-
vatnssveit. Hún lést
á heimili sínu 1.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Sol-
veig Jónsdóttir og
Benedikt Guðna-
son. Þórdís var elst
fjögurra dætra
þeirra. Systur
hennar eru: Þor-
gerður, f. 5.4. 1916,
Þórhildur, f. 1.5.
1922, og Sigrún, f. 18.7. 1930.
Þórdís giftist Kristjáni Jóns-
syni 13. júlí 1936. Þau bjuggu á
Grænavatni. Kristján var fædd-
ur 3.9. 1900 og hann lést 25.10.
1946. Foreldrar hans voru Guð-
rún Stefánsdóttir og Jón Krist-
jánsson. Dætur Þórdísar og Kri-
sljáns eru: Bergljót, sjúkraliði,
f. 19.6. 1938, og Hrafnhildur,
bóndi, f. 19.5. 1944. Bergljót var
gift Kristleifi Guðna Einarssyni,
rennismið, f. 23.5. 1933, þau
Dísa á Grænavatni var komin
heim fullnuma úr húsmæðraskólan-
um á Laugum í Reykjadal þegar
við Jónas bróðir vomm sendir vorið
1933 í sveit hjá frændfólkinu á
Grænavatni, með sanngjamar ein-
kunnir úr barnaskóla Seyðfírðinga
upp á vasann og slatta af kart-
öflugrasi og kargaþýfi Vopnfirð-
inga í taugum frá lærdómsríkum
sumardvölum í fæðingarplássinu.
Vorverkum var löngu lokið og
komnar heyannir og upprannin stór
stund á höfuðbólinu við Grænavatn,
- Þórólfúr í Baldursheimi hafði boð-
að komu sona sinna tveggja þangað
upp úr hádegi með nýmóðins sláttu-
vél og kennslustund í nútíma bú-
skaparháttum. Stórbændumir Páll
afabróðir og Benedikt faðir Dísu
höfðu valið túnskika norður með
vatni sínu í átt að Garði, rennislétt-
an og grösugan, að Baldursheims-
bræðrum og maskínu þeirra væri
fullur sómi sýndur. Túnið það hét A
heimsenda.
slitu samvistum.
Dætur þeirra eru 1)
Þórdís Guðrún
Kristleifsdóttir, BA
í íslensku, f. 29.12.
1958, gift Daða
Harðarsyni, fram-
kvæmdastjóra, f.
6.4. 1958. Þeirra
sonur: Kristleifur,
nemi, f. 7.12. 1979.
2) Guðný Kristleifs-
dóttir, matartækn-
ir, f. 13.10. 1972,
gift Guðna Má Þor-
kelssyni, tölvufræð-
ingi, f. 13.1. 1971.
Börn: Ásdís Lilja Hafþórsdóttir,
f. 4.2. 1993, og Ámi Gunnar
Guðnason, f. 22.10. 1996. Dóttir
Hrafnhildar er Bergþóra Krist-
jánsdóttir, matarfræðingur, f.
30.6. 1967.
Þórdís var einn vetur á hús-
mæðraskólanum á Laugum.
Hún átti heima á Grænavatni
allt sitt líf.
Útför Þórdísar fer fram frá
Skútustaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
Þangað var haldið fylktu liði og
glatt á hjalla í góða veðrinu. Við
bræður gengum í takt við Dísu og
hún sagði: - Það vildi ég guð gæfi
að þetta ramskaði við gömlu
körlunum og hristi af þeim sér-
viskuhlekldna frá síðustu öld, ann-
ars stöndum við eins og einhver
viðundur heimskunnar eftir nokk-
ur ár, og Mývatnssveitin á annað
og betra skilið af okkur öllum.
Dísa hafði lært á Laugum allt
um garðyrkju og nytjajurtir og
strengt þess heit að rækta sinn
garð heima á Grænavatni og pré-
dikaði fræði sín nótt og nýtan dag
yfir hausamótunum á karli fóður
sínum og Páli bónda, og linnti ekki
látum fyrr en henni var úthlutaður
jarðarpartur, - ekki þó innan eld-
fornu Grænavatnsgrjótgarðanna
heldur í skjólgóðum hraunbolla
langt utan Heimsenda upp undir
Grænavatnsbrana. Þar stóð nú allt
í litskrúðugum blóma, en fuglar
tístu og mýið suðaði í ilmandi
garðinum og kartöflur og rófur
þroskuðust á nýju meti undir
grænum fingram Dísu.
Úti á Heimsenda stóð sláttuvél-
in úr Baldursheimi gljáfægð, og
Stórirauður og Mósi bróðir hans
depluðu ekki auga þegar spenntur
var aftan í þá urgandi járnhlunkur,
enda báðir tveir greindar hross.
Svo fór allt í gang og leið ekki á
löngu að Heimsendi var allur sleg-
inn eftir kúnstarinnar reglum og
gjöriðisvovel sögðu sláttumennirn-
ir slyngu úr Baldursheimi. Græna-
vatnsbændur sem höfðu ekki depl-
að auga fremur en dráttarjálkar
þeiira, hvesstu nú brúnir og stik-
uðu formfastir út í slægjuna sína.
Brátt kom þar að Bensi laut niður
og sleit upp grængresisskúf sem
varð á vegi hans ósleginn, en Páll
skreið á fjóram fótum og tíndi sér
ýlustrá sem sláttuvélinni hafði yf-
irsést. Að svo búnu kváðu þeir upp
sinn dóm: - Allt er þetta einkar at-
hyglisvert en því miður þannig
slegið að engu lagi er líkt og aug-
ljóst að þessi útlenda vél er til
einskis nýt hér á landi, - án þess
þó að maður fullyrði neitt um
harðbalana í Baldursheimi. - Að
svo mæltu dró Bensi fram sitt
forna orf og sýndust þrjú brýni á
lofti, en Páll greip föstum tökum
alúmíníumhrífuna sem hann pant-
aði sérsmíðaða á Akureyri í fyrra
þegar hann fékk ekki lengur valdið
gömlu eikarhrífunni sinni vegna
bakverja eftir látlausan barning
með orfi og ljá frá barnæsku.
Dísa sagði fátt en bað okkur
Jónas að skreppa með sér út í
garðholuna að taka upp nokkrar
kartöflur í kvöldmatinn því hún
ætlaði ekki að láta höfðingja fom-
aldar fara með sigur af hólmi í
einu og öllu. Kartöflurnar vora
klappaðar upp í eldhúsinu en
Bensi lét sér fátt um finnast, sagði
að hingað til hefði rúgbrauð reynst
best með öllum mat, þótt ekki sak-
aði að hafa nokkrar glóðabakaðar
flatkökur í ábæti. Sögur herma að
aldrei nokkurntíma hafi kartafla
komið inn fyrir hans varir.
Dísa gretti sig mátulega gagn-
vart þessari heittrúarstefnu rétt
eins og öllum öðram sérviskutikt-
úram og bábiljum. Þó var vottur af
skilningsríkri meðaumkvun í bros-
inu þegar ég trúði henni fyrir ógn-
inni af magt myrkranna sem
ágerðist með styttri sólargangi
þegar leið á ágústmánuð, og
draugarnir famir að ríða húsum
með ferlegri veinan og góli á mið-
nætti: - Nú skal ég koma með þér
upp á framhúsþakið í kvöld og þá
verður gaman að sjá Trygg þinn
og hina hvolpana kúra sig í kring-
um skorsteininn, þar endist volgr-
an í torfinu langt fram í myrkur og
hvuttunum finnst gaman að kút-
veltast í grasinu og bítast svolítið
um besta plássið. Þar með voru
þakdraugarnir á Grænavatni
kveðnir niður.
En þessi fallega myndarstúlka
hafði öðrum og alvarlegri málum
að sinna, búin að gifta sig æskuvini
sínum, Ki-istjáni Jónssyni á Geira-
stöðum, og ungu hjónin farin að
búa í gamla bænum. Var nú fjór-
býlt á Grænavatni um sinn og nýir
siðir og nútímagræjur settu æ
meiri svip á mannlífið. Þótti því
engum tíðindum sæta að þar öslaði
sláttuvél um tún og útengjar fyrir
1940, en kartöflur, rófur og kál á
hvers manns diski. Hvergi á land-
inu stóð búfjárrækt á hærra plani
og hlaut Páll bóndi þjóðarlof fyrir
sauðfjárkynbætur. Ríkisstjórnin
hóf hann til æðstu metorða og setti
hann yfir tilraunabúið á Hesti suð-
ur í Borgarfirði. Benedikt sat um
kyrrt á Grænavatni enda
ómissandi í Mývatnssveit fremstur
allra dýralækna. Elsta dóttir hans
var besti vinur allra dýra, hestam-
ir bára virðingu fyrir henni,
lambærnar litu upp til hennar og
kýmar elskuðu hana. Dísa elskaði
sveitina sína og sló í bernsku eign
sinni á fegursta fjallið í grennd við
Grænavatn, og hefur Bláfjall verið
fjallið hennar síðan.
Þegar kom fram á miðja öldina
fóru að riðlast íylkingar Græn-
vetninga á gamla bænum, og bjó
þar síðust Þorgerður systir Dísu
með manni sínum Sigurði Þóris-
syni fram til ársins 1957. Kristján
maður Dísu hafði fallið frá á miðj-
um aldri og Benedikt bóndi löngu
liðinn. Gamli Grænavatnsbærinn
var settur á þjóðskrá lögverndaðra
híbýla frá fyrri öldum og fær von-
andi að standa á bæjarhólnum í
sinni fornu tign fram á nýjar aldir.
Grænvetningar lögðu ekki land
undir fót en reistu sér nýbýli á
gömlu landareigninni, og búa síðan
í snotra þorpi umhverfis fi-ægðar-
bólið sitt. Dísa fluttist með móður
sinni Sólveigu í steinhúsið syðst í
þorpinu og hefur búið þar síðan
með sínu fólki. Solla lést í nóvem-
bermánuði 1986 á nítugasta og ní-,
unda aldursári.
Á þessai- slóðir hefur legið leið
okkar Ragnheiðar Ástu á sum-
arflandri okkar um landið síðustu
áratugi, og parkéraðum við þar á
grandunum við grjótgarðinn í
fyrra að lokinni vikudvöl í sumar-
bústað starfsmannafélags Út-
varpsins á Eiðum. Dísa bauð okk-
ur til stofu og bar sig vel þrátt. fyr-
ir heilsuleysi undanfarið og ekki
bætti úr skák skilningsleysi
stjórnvalda á högum smábænda
sem byggju við æ meiri þrenging-.
ar þrátt íyrir viljayfirlýsingar rík-
isstjóma um hið gagnstæða og
rómaðan bróðurkærleika ráðherr-
anna sem enginn gæti efast um.
Við báram saman bækur okkar í
stjómvisku og læknisfræði, og
kvaðst ég vera allur annar maður
síðan ég hætti að nærast á afurð-
um úr dýraríkinu til sjávar og
sveita. Dísa skellti á mig með-
aumkvunarbrosinu sem hún
brákaði þegar hún kvað niður aft-
urgöngurnar á framhúsþakinu
forðum tíð, - dró síðan glugga-
tjöldin í stofunni fyrir Mývatns-
sveitarsólina og mælti: Jæja Jón
minn Múli, svo þú ert þá orðinn
guðspekingur. Bauð svo upp a
kaffi og með því - það var rokna-
stórt fat hlaðið glóðarbökuðum
flatkökum með Mývatnssaltreyð
og sauðahangikjöti af sömu ætt.
Eg sagði nei takk en sat álengdar
og kyngdi munnvatni meðan aðrir
gesth- nærðust á Grænavatns-
brauði og dýrðlegasta áleggi í
heimi, en húsfreyja sat við háborð
sitt og hló í hljóði að Grænavatns-
guðspekingnum sínum hinumegin í
stofunni. Svoleiðis var hún Dísa. t
Þórdís Benediktsdóttir fæddist1
á Grænavatni 13. júlí árið 1911, þá
var hásumardýrðin þar eins og
hún verður indælust, suðvestan
andvari - heiður himinn, og 16
stiga hiti um morguninn. Þórdís dó
á Grænavatni fimmtudaginn 1.
þessa mánaðar, þá var Mývatns-
sveitin í því haustskrúði sem engu
verður við jafnað á íslandi, og í
austri stóð Bláfjallið heiðursvörð
yfir eiganda sínum og vinkonu.
Jón Múli Árnason.
ÞÓRDÍS
BENEDIKTSDÓTTIR
+ Jón Valgeir
Illugason var
fæddur í Reykjahlíð
11. mars 1916.
Hann lést fimmtu-
daginn 1. október
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Kristjana
Friðrika Hallgríms-
dóttir, f. 2. maí 1876
á Grænavatni, d 26.
maí 1960, og Illugi
Arinbjörn Einars-
son, bóndi í Reykja-
hlíð, f 7. ágúst 1873
í Svartárkoti, d. 20.
apríl 1935. Börn þeirra auk Val-
geirs; Óskar Jón, f. 3.8. 1910, d.
31. 3. 1911, Óskar, f. 8.8. 1913,
d. 24.2. 1990. Auk þess óiu þau
upp Ólaf Ilallgrím Sigurðsson
frá Geirastöðum, f. 5.2. 1908, d.
22.1.1935. Valgeir gekk að eiga
Guðrúnu Jakobsdóttur frá
Valgeir frændi minn var fæddur
í Reykjahlíð og átti heima þar alla
tíð. Þar bjuggu foreldrar hans og
stunduðu búskap. í Reykjahlíð
bjuggu þá þrír bræður og ein syst-
ir undir sama þaki í nýbyggðu
steinhúsi, böm Einars Friðriks-
sonar og Guðrúnar Jónsdóttur
sem höfðu keypt Reykjahlíð og
fluttst þangað frá Svartárkoti í
Bárðardal með börnum sínum og
vinnufólki 1895. Ulugi sonur Ein-
Reykjarfirði í
Grunnavíkurhreppi
hinn 19. mars 1955.
Börn þeirra eru 1)
Kristjana Ólöf, f.
5.7. 1955. Sonur
hennar er Pálmi
Steinar Skúlason, f.
3.4. 1973, maður
Kristjönu er Mark
Brink, 2) Matthildur
Herborg, f. 15.10.
1956, 3) Jóna Val-
gerður, f. 20.8.
1959. Börn hennar
eru: Fanney Dögg
Guðmundsdóttir, f.
16. 12. 1989 og Andri Páll Guð-
mundsson, f. 8.10. 1991, maður
Jónu Valgerðar er Guðmundur
Sigurðsson, 4) Guðrún María, f.
10.4. 1964.
títför Valgeirs verður gerð
frá Reykjahlíðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
ars gekk að eiga Kristjönu Hall-
ginmsdóttur, 3. ættlið frá séra Jóni
Þorsteinssyni í Reykjahlíð. Einar
átti einnig ættir að rekja til
Reykjahlíðar og úr Mývatnssveit.
Valgeir ólst því upp í stórri fjöl-
skyldu með mörgum börnum.
Hann byrjaði ungur að árum að
vinna öll venjuleg sveitastörf.
Barnaskólinn var í þá daga far-
skóli og seinna fór Valgeir í Al-
þýðuskólann að Laugum. Föður
sinn misstu þeir bræður Óskar og
Valgeir ungir, Valgeir var þá 19
ára, þeir tóku þá við búinu og
bjuggu með móður sinni þar til
hún lést, og hófu að yrkja jörðina
með sömu markmið í huga. I
bernsku Valgeirs var notast við
hesta, orf og ljái, síðar komu
dráttarvélar, bflar og önnur nú-
tíma landbúnaðartæki. Hann lifði
vélvæðingu landbúnaðarins en
einnig hnignun sauðfjárbúskapar.
Natni hans við vélar var við
brugðið, landbúnaðarvélar þeirra
bræðra stóðu af sér margar kyn-
slóðir samskonar véla í annarra
höndum.
Fyrstu minningar mínar um
Valgeir era frá þeim tíma er ég fór
að vera í sveit í Reykjahlíð, út um
gluggann sá ég tvo menn ganga að
báti við vatnsbakkann, það vora
þeir bræðurnir Óskar og Valgeir á
leið að vitja um net. Sem ungur
drengur í sveit í Reykjahlíð varð
ég fljótt áskynja um þá vináttu og
frændsemi sem ríkti milli heimil-
ana og hennar naut ég í ríkum
mæli þau sumur sem í hönd fóru. í
fyrstu ráningsgöngum sem ég fór
í, reið ég við hlið Valgeirs af Daln-
um og austur á móts við Jörand,
ég var ekkert of brattur á hestin-
um og fannst gott að hafa Valgeir
við hlið mér fyrsta spottann. Val-
geir var mikill hestamaður á yngri
áram og skynjaði alla tíð þá taug
sem tengir saman mann og hest.
Við Jón Bjartmar, móðurbróðir
minn, vitjuðum um net á vatninu
flesta morgna í mörg sumur, í
þeim ferðum var stundum róið á
báti Óskars og Valgeirs, morgun-
stund á Mývatni getur verið yndis-
leg, þegar sólin er komin upp, eyj-
arnar speglast í vatninu, fjalla-
hringurinn blasir við og allt iðar af
lífi og fuglasöng. Eftir hádegi tók
við heyskapur, slegið, snúið, rakað
saman, ekið heim og sett inn. Fyrr
en varði var komið haust, göngur
og réttir framundan, leitir á Mý-
vatnsöræfum í góðu veðri eða ill-
viðram og um veturinn stöðug
vinna við skepnur. Síðasta sumar
gengum við saman um Syðri-Höfð-
ann og gættum að sprettunni og
lagfærðum girðinguna. Innan
fárra daga færi Valgeir að slá,
síðla kvölds eða undir nóttina, eitt-
hvað draumkennt fylgir því að slá
að næturlagi á bökkum Mývatns.
Hávaðinn frá vélinni hverfur
smám saman baksviðs og fegurð
umhverfísins stígur fram, fyrir vit-
in leggur angan af nýslegnu grasi.
Til allra þessara verka gekk Val-
geir einbeittur og ákveðinn og
leisti þau af hendi með festu og af
ábyrgð. Þetta var hans heimur og í
honum kunni hann til verka.
Valgeir steig það gæfuspor 1955
að ganga að eiga eftirlifandi konu
sína, Guðránu Jakobsdóttur, sem
hefur staðið við hlið hans síðan og
verið stoð hans og stytta. Gæfan
færði honum einnig fjórar dætur
og barnaböm. Hann var ljúfur í
viðmóti og gott að vera í návist
hans, þetta skynjuðu bæði menn
og málleysingjar, ærnar gegndu
nafni eins og hundar og létu
strjúka sér og klappa. Við dilkinn í
réttinni, á haustin, stóðu þær eldri
og biðu þess að verða hleypt inn.
Eftir að fastri sumardvöl minni í
Reykjahlíð lauk og heimsóknir
þangað urðu styttri varð það að
fastri venju að heimsækja þau
hjónin Valgeir og Guðrúnu, heim-
sóknir sem urðu eitt af þeim erind-
um sem við fjölskyldan áttum
þangað norður, fyrir þær stundir
og aðrar sem era okkur mikilvæg-
ar minningar erum við þakklát.
Valgeir var mörgum áratugum
eldri en ég, á aldri við móður mína,
en engu að síður þróuðust tengsl
sem með árunum uxu og styrktust.
Við Valgeir kvöddumst með hefð-
bundnum hætti í lok sumars með
fyrirheiti um endurfundi að ári.
Haustið var á næsta leiti í Mý-
vatnssveit, farfuglarnir að ferðbú-
ast, haust í lífskeiði mannsins var
ekki í okkar huga á þeirri kveðju>
stund.
Valgeir var alla tíð heilsuhraust-
ur og vann fúlla vinnu fram á síð-
asta dag. Hann var röskur til
verka og endalokin voru einnig
með skjótum hætti. Valgeir lagðist
heill til hvflu að kvöldi en um
morguninn var brottfararstundin
rannin upp, án fyrirvara og án
undirbúnings. Undirbúningi var
þó á vissan hátt lokið, hann hafði
unnið að honum allt sitt líf með
gjörðum sínum og breytni í anda
kristinna lífsgilda. Valgeir hafðbi
stórt hjarta og vildi greiða götu
allra.
Ég kveð í dag frænda minn Val-
geh- Illugason, hann verður lagður
til hinstu hvflu í þá jörð sem hann
unni og forfeður hans hafa setið
um aldir. Guð blessi minningu Val-
geirs frænda míns. ,
Sigurður Jónas Þorbergsson. ‘ ‘
JON VALGEIR
ILLUGASON