Morgunblaðið - 10.10.1998, Page 54
64 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Þórdís Bene-
diktsdóttir
fæddist 4. febrúar
1902 að Smáhömr-
um í Kirkjubóls-
lireppi í Stranda-
sýslu. Hún lést í St.
Franciskusspítala í
Stykkishólmi 27.
september síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Bene-
dikt Guðbrandsson,
bóndi á Smáhömr-
um, f. 27. september
1868, og Elinborg
Steinunn Jónatans-
dóttir frá Mýnim í Eyrarsveit, f.
28. apríl 1870, dáin 23. október
1902. Benedikt faðir hennar
flutti til Ameríku 1905 og ílent-
ist þar og ólst Þórdís upp hjá
fóðurömmu sinni, Matthildi
Benediktsdóttur, og seinni
manni hennar, Birni Halldórs-
syni hreppstjóra á Smáhömrum.
Matthildur lést á Smáhöminm í
janúar 1950 102 ára gömul. Þór-
dís var yngst þriggja barna
Benedikts og Elinborgar, en
eldri systkin voru: Jónatan Hall-
■ dór, kaupfélagsstjóri á Hólma-
vík, f. 1894, hans kona Þuríður
Samúelsdóttir, f. 1903 er enn á
lífi, og Borghildur, f. 1897, kona
Föðursystur minni Þórdísi, sem
nú er látin á 97. aldursári eftir
mai-gra ára heilsuleysi og erfiða
banalegu, kynntist ég náið þegar ég
fór að vera í sveit hjá henni og Karli
á Smáhömrum í byrjun fjórða ára-
tugarins. Ferðir mínai- í sveitina
jyoru ávallt mikið tilhlökkunarefni á
hverju vori eftir að skóla lauk, enda
framundan leikur og störf við áhuga-
verð verkefni svo sem smölun og
rúningu og heyskap á heimatúni og
engjum sumarlangt.
Búið á Smáhömrum var mikið fyr-
irmyndarbýli og er það enn hjá syni
Þórdísar, Birni, og sonarsyni, Guð-
brandi. Hafa þeir gi'einilega tekið
fyrri ábúendur, Þórdísi og Karl, sér
til fyrirmyndar, ekki síst í sauðfjár-
ræktinni og almennri snyrtimennsku
við bú og bústörf. Leynir sér ekki
jafnvel frá þjóðvegi séð að Smá-
hamrar eru snyrtilegt myndarbýli.
Þórdis var sérstaklega elskuleg
kona og hugsaði um mig og aðra
kaupstaðarstráka sem hjá henni
#Voru í sveit eins og sín eigin börn.
Leið mér alla tíð einstaklega vel hjá
Dísu frænku og átti hún drjúgan
þátt í að þroska unglinginn og draga
fram betri hliðar hans á viðkvæmu
þroskaskeiði. Tel ég mig hafa búið að
því alla tíð síðan. Smáhamraheimilið
var í tíð Þórdísar rómað fyrir gest-
risni og voru þau hjón mjög samhent
í að taka vel á móti gestum sínum.
Var oft mikið um gestakomur bæði
sveitunga og lengra að kominna
gesta. Urðu við þau tækifæri ávallt
líflegar og uppbyggilegar umræður
um margvísleg þjóðþrifamál, sem
húsráðendur tóku áberandi þátt í,
enda höfðu þau oftast margt til mál-
anna að leggja.
■ ^ Þórdís var vel lesin og vel að sér á
mörgum sviðum. Hún var einstak-
lega minnisgóð fram á síðustu ár,
átti létt með að rekja ættir og rifja
upp og tengja saman liðna atburði.
Vai' unun að sitja hjá henni og hlusta
á fróðlegar frásagnir frá liðnum tím-
um. Blómagarður Þórdísar var fagur
og vel hirtur og bar vott um snyrti-
mennsku hennar og alúð við allt lif-
andi. Má telja kraftaverk hve vel
henni tókst að halda lífi í fögrum og
viðkvæmum blómum þrátt fyrir tíð-
an norðannæðing og særok frá
Húnaflóanum, sem er svo að segja
/við bæjardyrnar.
Þórdís fluttist til dóttur sinnar El-
inborgar og tengdasonar Helga Ei-
ríkssonar í Stykkishólmi eftir að
bóndi hennar lést. Hafði hún litla
íbúð í húsi þeirra þar sem hún bjó
sér sitt eigið heimili með sterkum
einkennum frá Smáhömrum. Heim-
sóknir til hennar í Stykkishólm voru
„jíjinstaklega ánægjulegar og gefandi.
Þegar aldurinn færðist yfir og heils-
Jakobs skálds
Thorarensen. Þau
Borghildur og
Jónatan eru bæði
látin. Hálfsystkin
Þórdísar voru Guð-
brandur, bóndi á
Broddanesi, f. 1887,
d. 1979, og Elinborg
Steinunn, f. 1896, d.
1980. Þórdís stund-
aði nám í Kvenna-
skólanuin í Reykja-
vík veturinn 1919.
Þórdís giftist Karli
Aðalsteinssyni
27.12. 1931, en hann
lést 2. september 1982. Karl og
Þórdís hófu búskap á Smáhömr-
um árið 1932 og bjuggu þar til
ársins 1970. Börn þeirra eru:
Björn Hilmar, f. 1931, bóndi á
Smáhömrum, kvæntur Matthildi
Guðbrandsdóttur frá Heydalsá,
og Elinborg, f. 1936, húsfreyja í
Stykkishólmi, gift Helga Eiríks-
syni rafvirkja. Barnabörn Þór-
dísar eru sex, tveir synir Björns
og Matthildar og tveir synir og
tvær dætur Elinborgar og
Helga. Barnabarnabörn Þórdís-
ar eru sjö talsins.
Utför Þórdísar fer fram frá
Hólmavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
unni hrakaði naut hún í vaxandi
mæli einstakrar umhyggju dóttur
sinnar og tengdasonar.
A sjúkrahúsinu í Stykkishólmi
þurfti hún að dvelja síðustu mánuð-
ina, því dagleg aðstoð og umhyggja
hjúki-unarfólks og lækna var orðin
nauðsynleg. Við hjónin höfðum ætlað
okkur að heimsækja Þórdísi laugar-
daginn 26. september sl., en af því
gat ekki orðið, því í Ijós kom að hún
var þá þegar við dauðans dyr og lést
snemma morguns næsta dag. Við
þökkum Þórdísi alla hennar elsku í
okkar garð og fjölskyldu okkar og
ánægjulega samfylgd í gegnum lífið,
um leið og við biðjum henni og börn-
um hennar og fjölskyldum þeirra
guðs blessunar.
Svavar Jónatansson.
Mig langar að minnast ömmu
minnar Þórdísar Benediktsdóttur
frá Smáhömrum.
Á sjötta ári fór ég í sveitina til
ömmu og afa og var það fyrsta sum-
arið sem var aðeins það fyrsta af átta
farsælum sumrum, ég gat varla beð-
ið eftir vorinu, þegar skóla lauk að
komast til ömmu og afa í sveitina,
því þar var svo gott að vera. Amma
var mjög trúuð kona og kenndi mér
margar fallegar bænir, þegar ég var
kominn á fætur fórum við saman
með morgunbænina okkar.
Nú er ég klæddur og kominn á ról,
Kristur Jesú veri mitt skjól.
í Guðs óttanum gef þú mér
ég gangi í dag svo líki þér.
Um haustið átti skólaganga mín að
hefjast og fannst ömmu að drengur-
inn yrði að vera læs áður en hann
færi í skóla og lét hún mig lesa þegar
hún hafði tíma aflögu, og sýnir það
hvað menntun var mikils virði í
hennar augum og hve vel hún fylgd-
ist með hvernig okkur gekk í skóla.
Alltaf átti amma til sokka og vett-
linga sem hún prjónaði því hún var
alltaf að hugsa um okkur barnabörn-
in sín. Heimilið og fjölskyldan voru
ömmu mjög ofarlega í huga og að
maður lærði góða umgengni og
framkomu. Ef gesti bar að garði,
sem mér fannst mjög oft, var alltaf
veisluborð tilbúið á svipstundu hjá
ömmu og fór enginn þaðan svangur.
Garðurinn hennar ömmu var vel
ræktaður og ekki síst hjónabandið
og fjölskylduböndin. Þegar amma
gróðursetti blóm í garðinum sínum
þá fór hún með þetta erindi úr ljóði
Jónasar Hallgrímssonar.
Faðirogvinurallssemer
annastu þennan græna reit.
Blessaðu faðir blómin hér
blessaðu þau í hverri sveit.
Hjá þeim ömmu og afa leið mér
afskaplega vel, afi sagði mér allt um
skepnurnar og hvernig ætti að um-
gangast þær. Þegar ég er á fjórt-
ánda ári deyr afi og amma flytur til
okkar í Stykkishólm og býr í íbúð á
neðri hæð ásamt mér. Samband
okkar ömmu styrktist enn frekar og
hugsaði hún alltaf jafnvel um mig.
Þegar ég kom heim vissi maður
ekki af fyrr en búið var að hlaða eld-
húsborðið af kökum og boðið var
uppá kaffi, líkt og var alltaf í sveit-
inni. Amma var mjög ættfróð og
hafði unun af lestri góðra bóka, ef
við sátum og vorum að spjalla og ég
sagði henni deili á vini eða kunn-
ingja, gat hún rakið ættir hans og
sagt mér frá fólkinu hans. Þegar
amma var um nírætt fórum við heim
eins og hún var vön að segja, þegar
hún talaði um Smáhamra. Alla leið-
ina talaði hún um sveitirnar þar sem
við fórum um og þegar í Hrútafjörð
var komið, gat hún talið upp hvern
sveitabæinn af öðrum og sagði okk-
ur sögur frá þeim. Síðustu árin var
amma orðin rúmliggjandi en alltaf
fylgdist hún með okkur, og því sem
var að gerast í þjóðfélaginu. Amma
var orðin blind en þegar við komum
til hennar, þekkti hún mann strax á
röddinni svo skýr var hún alltaf.
Núna er amma komin á þann stað
sem hún hafði beðið svo lengi eftir
að komast á, og langar mig að lok-
um að fara með kvöldbænina sem
hún kenndi mér.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Nú þegar ég kveð þig, elsku amma
mín, vil ég þakka þér allt sem þú hef-
ur gert fyrir mig, megi guð vera með
þér.
Þinn,
Karl Matthías Helgason.
Elsku amma, mig langar að minn-
ast þín með fáeinum orðum. Þú hef-
ur nú fengið hvíldina sem þú þráðir
svo heitt síðustu árin og sameinast
elskuðum Kalla afa sem lést fyrir
sextán árum.
Margs er að minnast frá heim-
sóknum mínum að Smáhömrum og
síðustu árin til þín á Aðalgötuna í
Hólminum. I Hólminum áttir þú
heima síðustu sextán árin, hjá for-
eldrum mínum, og þar áttir þú gott
og öruggt skjól. Það var alltaf gam-
an að koma í heimsókn til þín og
heyra þig segja frá fólkinu í sveit-
inni og spjalla saman um lífið og til-
veruna. Sveitin þín var þér mjög
kær og alltaf var hugurinn fyrir
norðan.
Ég var ekki há í loftinu þegar ég
fékk fyrst að greiða þitt síða hár,
sem alltaf var í fléttum, og þegar ég
var búin að rekja upp flétturnar gat
ég falið mig í hárinu. Þótt þú hafir
verið sárlasin og tæpast getað setið í
stól þegar ég klippti og lagaði hárið
þitt í síðasta skiptið sagðir þú: „Ég
hef nú alltaf verið svolítið pjöttuð."
Það voru líka orð að sönnu. Þú vildir
alltaf líta sem best út. Ég vil fá að
þakka þér fyrir allt það sem þú gafst
mér og mínum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guó þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Amma mín, minnig þín mun lifa.
Þín nafna,
Þórdís (Dísa).
Dísa langamma bjó niðri hjá
ömmu minni og afa í Stykkishólmi.
Ég man best eftir henni ömmu minni
þegar ég fór niður til hennar og
spurði hana kannski um mynd, þá
þurfti ég bara að lýsa fólkinu á
myndinni og þá vissi hún strax
hverjir það voru. Þá sagði hún mér
oft sögu eða fór með vísu um fólkið á
myndinni.
Alltaf fékk ég brjóstsykur eða
súkkulaði hjá Dísu ömmu. Dísa
amma var mjög góð kona, ég sakna
hennar mjög mikið og vona að henni
líði miklu betur núna.
Þóra Sif.
Smáhamrar við Steingrímsfjörð í
Strandasýslu.
Það varð strax um aldamótin síð-
ustu bjart yfir þessu bæjarnafni í
hugum þeirra manna er þar þekktu
til. Á Smáhömrum var rekinn um-
svifamikill búskapur til lands og
sjávar. Þar var flest stærra í sniðum
og með meiri myndarbrag en títt var
á öðrum bæjum í nálægum byggðar-
lögum. Það var blómagarður á þeim
bæ. Þar stóð stærsta og veglegasta
íbúðarhúsið og þar bjuggu heiðurs-
hjónin Matthildur Benediktsdóttir
Jónssonar á Kirkjubóli og útvegs-
bóndinn Björn Halldórsson Jónsson-
ar frá Níp á Skarðsströnd. Og þar
fæddist og ólst upp ein af allra glæsi-
legustu heimasætum sýslunnar, Þór-
dís Benediktsdóttir frænka mín, sem
nú undir lok aldarinnar hefur kvatt
jarðlífið háöldruð eftii- að hafa gegnt
húsmóðurstörfum á Smáhömrum
með rausn og miklum sóma í alla þá
áratugi sem henni entist þrek og
heilsa.
Foreldrar Þórdísar voru hjónin
Elínborg Jónatansdóttir frá Mýrum
í Eyrarsveit Jónssonar og Benedikt
sonur Matthildar á Smáhömrum og
fyrri manns hennar, Guðbrandar
Jónssonar frá Broddanesi. En meðal
systkina Guðbrandar voru séra
Bjöm á Miklabæ og Guðbjörg rithöf-
undur í Broddanesi. Benedikt Guð-
brandsson, sem var einbirni, var að-
eins 16 ára gamall þegar faðir hans
veiktist og féll frá í blóma lífsins fer-
tugur að aldri sumarið 1884. Tveim
árum síðar giftist Matthildur öðru
sinni dugnaðarmanni, Birni Hall-
dórssyni, sem var náskyldur fyiTÍ
manni hennar, því að þeir voru
systrasynir.
Björn tók við góðu búi á Smá-
hömrum meðan enn stóð yfir harð-
indatímabilið mikla á níunda tug 19.
aldarinnar og með framúrskarandi
atorku og útsjónarsemi vann hann
að umbótum á jörð sinni í þeim mæli
að eftir var tekið. Jöfnum höndum
sótti hann sjó og stundaði útgerð
fiskibáta í vaxandi mæli. Átti hann
um skeið fjóra ái-abáta. Þeirra
stærstur var sexæringurinn Kringl-
an, sem lengi var gerð út á hákarl frá
Gjögri. Þá var og fiskverkunarstöð á
Smáhömrum þar sem framleiddur
var sólþurrkaður saltfiskur. Þarna
var því mikið athafnalíf og oft margt
um manninn, enda stóð þá á mörgum
fótum fjárafli Smáhamrabóndans
eins og sagt var um annan bónda
suður í Borgarfirði. En velgengni
Smáhamraheimilisins var ekki Birni
bónda einum að þakka. Þar átti
Matthildur húsfreyja einnig hlut að
máli og hann ekki lítinn. Hún var
framúrskarandi myndarleg og
stjórnsöm húsmóðir og verkstjóri,
sem öllum var ljúft að hlýða, enda
þurfti hún ekki að hafa mörg orð um
hlutina. Guðbjörg rithöfundur í
Broddanesi, sem var mágkona Matt-
hildar, dáði hana mikið í ræðu og riti
og kvað hana ekki hafa þurft að falda
motrinum til þess að bera af öðrum
konum. (Gamlar glæður.) Líktist hún
að því leyti föðui' sínum, héraðshöfð-
ingjanum Benedikt Jónssyni á
Kirkjubóli, sem þótti bera af öðrum
mönnum í sjón og reynd.
Benedikt Guðbrandsson stundaði
nám í Möðruvallaskóla en tók að
öðru leyti þátt í atvinnulífi þeiiTar
tíðar, var m.a. við hákarlaveiðar á
Gjögri og er haft fyrir satt, að þá
hafi hann fengist við að kenna skip-
verjum ensku í landlegum. Árið 1894
stofnar hann heimili og byrjar bú-
skap á Smáhömrum með konu sinni
Elínborgu í skjóli móður sinnar og
stjúpa. Varð þeim þríggja barna auð-
ið og var Þórdís yngst þeirra, fædd
4. feb. 1902. Það sama ár um haustið
varð heimilið fyrir þeirri þungu sorg
að Elínborg veiktist og dó aðeins 32
ára að aldri. Var þess þá skammt að
bíða að heimili þeirra leystist upp.
Þau Björn og Matthildur tóku elsta
barnið Jónatan og Þórdísi í fóstur,
hann sjö ára og Dísu á fyrsta ári, en
Borghildur ólst upp á vegum Guð-
jóns á Broddadalsá og foreldra hans
Brynjólfs Jónssonar og Ragnheiðar
Jónsdóttur, sem var afasystir Borg-
hildar. En Benedikt festi ekki lengur
yndi í átthögunum. Hann fór til Am-
eríku og ílentist þar, mót von manna,
sem töldu víst að hann kæmi fljót-
lega aftur.
Systkinin, þau Þórdís og Jónatan,
ólust upp í stórum hópi barna og
ÞORDIS
BENEDIKTSDÓTTIR
unglinga þar sem guðs orð og góðir
siðir voru hafðir í heiðri. Húsbænd-
urnir máttu ekkert aumt sjá og létu
ekki staðar numið við töku fóstur-
barna fyrr en þau voru orðin átta.
En fyrir áttu þau Björn og Matthild-
ur þrjú börn á unglingsaldri, Guð-
björgu, fyrstu konu Ásgeirs Ásgeirs-
sonar, kaupmanns í Reykjavík,
Matthildi, er átti Jón H. Jónsson
sparisjóðsstjóra frá Tröllatungu, og
Guðbrand, er kvæntist Ragnheiði
Guðmundsdóttur frá Ofeigsfirði og
bjó á Heydalsá. Þó að reglusemi
væri mikil á þessu menningarheimili
var þar oft líf og fjör eins og gjarnan
vill verða þar sem margt æskufólk er
saman komið. En við húslestra sátu
allir hljóðir og hlustuðu og eins þeg-
ar Vigdís Björnsdóttir, móðir hús-
bóndans, stytti börnunum stundir
með því að segja þeim sögur. Þá röð-
uðu þau sér þétt í kringum hana og
vildu ekki missa af neinu orði. En
Vigdís kunni ógrynnin öll af sögum
og kvæðum og sagði vel frá.
Þegar þau Bjöm og Matthildur
brugðu búi árið 1926 ráku þau systk-
inin, Jónatan og Þórdís, búið um
skeið þar til Karl Aðalsteinsson,
bróðursonur Björns, kvæntist Þór-
dísi og tók við jörðinni árið 1932. Það
kom fljótt í Ijós eftir að ungu hjónin
tóku við búsforráðum að þau ætluðu
sér ekki að láta merkið falla, sem
gert hafði garð þeirra frægan á sinni
tíð. Karl var harðduglegur maður.
Jafnframt búskapnum stundaði hann
sjósókn á vélbátum fram á miðja öld-
ina og annaðist fiskmóttöku og salt-
fiskverkun fyrir Kaupfélag Stein-
gi'ímsfjarðar eins og Björn Halldórs-
son hafði áður gert.
Og Þórdís varð sama fyrirmyndar-
húsfreyjan og Matthildur, amma
hennar, hafði verið, sem hún kallaði
ætíð mömmu sína og þótti afar vænt
um. Heimilishaldið einkenndist af
snyrtimennsku, gesti’isni og um-
hyggjusemi. Þórdís var dökkhærð,
fríð og tíguleg kona og bai’ mikla
persónu þótt hún væri fremur lág-
vaxin. Hún hafði sérstaklega skýran
og þægilegan málróm og bar gott
skynbragð á íslenska tungu. Og
vai’la var sá galgopi til sem leyfði sér
klúrt orðbragð í návist hennar.
Þeim Karli varð tveggja barna
auðið. Þau eru Björn Hilmar, f. 30.
des. 1931, bóndi á Smáhömrum,
kvæntui’ Matthildi Guðbrandsdóttur
frá Heydalsá, og Elínborg, f. 10.
sept. 1936, húsmóðir í Stykkishólmi,
gift Helga Eiríkssyni rafverktaka.
Oft lá leið okkar í Heydalsárfjöl-
skyldunni að Smáhömrum, enda er
það næsti bær að austanverðu. Mér
er minnisstætt hvað þau Karl og
Þórdís sýndu þeim Birni og Matt-
hildi mikla nærgætni og umhyggju
og hvernig þau bjuggu blindu gamal-
mennin undir nætursvefninn með
hlýju viðmóti og viðeigandi orðum.
Mér fannst sú athöfn bæði lofsverð
og falleg. Á betri umönnun fyi’h’ elli-
móða vai'ð ekki kosið. Björn varð
áttatíu og tveggja ára gamall, en
Matthildur náði eitt hundrað og
tveggja ára aldri og hafði verið blind
í 26 ár þegar hún dó 17. jan. 1950.
Þegar tímar liðu varð Karl Aðal-
steinsson landsþekktur fyrir þann
árangur sem hann náði í sauðfjár-
ræktinni og sama má segja um þá
Björn Hilmar, son hans, og Guð-
brand, sonarson Karls og Þórdísar.
Þeii’ feðgar hafa allir verið samtaka
um að rækta og bæta jörðina,
stækka túnin og reisa nýjar bygg-
ingar, þannig að Smáhamrar eru nú í
fremstu röð jarða í Strandasýslu
hvað byggingar og ræktun snertir.
Áttræð missti Þórdís mann sinn
árið 1982, er Karl var 74 ára að aldri.
Hefur fráfall hans verið henni þung-
bær raun, því að þau voru mjög sam-
rýnd. Um nokkurt skeið átti hún
áfram heimili á Smáhömrum, en
flutti síðan til Elínborgar, dóttur
sinnar, og Helga Eiríkssonai’ í
Stykkishólmi og átti þar ánægjulegt
ævikvöld.
Með Þórdísi er fallin frá ein af
merkustu konum Strandasýslu. Ást-
vinum hennar sendum við hjónin
innilegar samúðarkveðjur.
Kæra frænka.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
(V. Briem.)
Torfi Guðbrandsson.