Morgunblaðið - 10.10.1998, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 5&
MINNINGAR
+ Björg Jóhanna
Jónsdóttir, Mið-
bælisbökkum, Aust-
ur-Eyjaíjöllum,
fæddist í Vest-
mannaeyjum 2.
ágúst 1924. Hún
lést 2. október síð-
astliðinn. Foreldrar
Bjargar voru Jón
Magnússon, skó-
smiður á Flateyri, f.
22.4. 1895, d. 29.4.
1957, og Elín María
Jónsdóttir, húsmóð-
ir, f. 24.12. 1903, d.
16.11. 1977. Systkin
Bjargar: 1) Guðjón, f. 1.8. 1927,
d. 29.12. 1992, ekkja hans er Jó-
hanna B. Snæfeld, búsett í
Kópavogi, þau eignuðust fjögur
börn. 2) Ásta, f. 5.7. 1926, búsett
í Reykjavík, maki Sigurmundur
Þóroddsson, er lést 1975, þau
eignuðust fjögur börn. 3) Júlí-
ana Kristín, f. 12.9. 1928, búsett
á Flateyri, maki Guðni A.
Guðnason, þau eiga íjögur
börn.
Fyrri maður Bjargar var Ósk-
ar Júníusson, f. 12.9. 1922. Þau
slitu samvistir. Björg giftist árið
1959 Óskari Ketilssyni á Mið-
bælisbökkum, f. 5.4. 1929, d.
11.5. 1993. Hún bjó búi með
Elsku Björg amraa, mér þykir
svo leitt að þú ert farin. Ég vil
þakka þér fyrir allar stundimar
okkar saman og allt sem þú hefur
kennt mér. Það var alltaf svo gott
að koma og fá að kúra hjá þér í
rúminu þínu. Þú hafðir svo gaman
af því þegar ég kom með Kalla
kanínu í sveitina.
Þó að þú værir stundum lasin
þegar við Birgir Óskar frændi kom-
um í sveitina þá varst þú alltaf
þama og svo glöð og ánægð þegar
þú sást okkur. Sveitin okkar verður
aldrei eins án þín, en ég veit, elsku
amma, að þú ert komin til Óskars
afa og nú passið þið mig og vakið yf-
ir mér bæði tvö. Elsku amma mín,
ég sakna þín sárt en ég veit að nú
líður þér vel og ert ekki lengur veik,
manni sínum frá
þeim tíma, en með
syni þeirra, Steinari
Kristjáni, frá 1993.
Þau eignuðust sam-
an þijú böm: 1)
Guðrún María, f.
17.7. 1959, húsmóð-
ir í Hafnarfírði, trú-
lofuð Garðari H.
Björgvinssyni, f. 4.5.
1934. 2) Jón Ingvar,
f. 25.12. 1961, raf-
eindavirki í Reykja-
vík. 3) Steinar Krist-
ján, f. 13.10. 1965,
bóndi á Miðbælis-
bökkum. Guðrún María á soninn
Birgi Óskar Axelsson, f. 11.4.
1989, faðir hans er Axel Sigur-
geir Axelsson, f. 9.8. 1945, d.
10.8. 1993. Jón Ingvar á dóttur-
ina Anitu Björgu Jónsdóttur, f.
18.3. 1993, móðir Martha Jör-
undsdóttir, f. 12.11. 1969.
Björg fór 15 ára úr föðurhús-
um til starfa í Iteykjavík, í hús-
vistum, í sfld á Siglufirði og víð-
ar. Frá árinu 1959 bjó liún búi á
Miðbælisbökkum undir Eyja-
fjöllum.
Utför Bjargar Jóhönnu fer
fram frá Eyvindarhólakirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.
nú ert þú mjúkur og fallegur engill
og ert með glænýja glitrandi fallega
vængi úr gulli og glimmeri. Minn-
ingarnar um þig, elsku amma mín,
geymi ég í hjartanu mínu og ég veit
að ég get áfram sagt þér leyndar-
málin mín, því ég veit að þú ert
alltaf hjá mér.
Vertu yfír og allt um kiing
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson)
Þín
Anita Björg Jónsdóttir.
Elsku Björg, nú kveð ég þig og
vil þakka þér fyrir allar samveru-
stundimar sem við- áttum saman,
það var alltaf svo gott og notalegt
að koma að Miðbælisbökkum því
móttökumar vom alltaf svo hlýjar
og góðar. Elsku Björg, ég veit að
Óskar hefur tekið á móti þér opn-
um örmum og núna líður þér vel,
eða eins og litla prinsessan okkar
hún Anita Björg segir núna í dag:
Mamma, hún Björg amma er þá
orðin fallegur og mjúkur engill með
glænýja glitrandi fallega vængi úr
gulli og glimmeri, sem passar okk-
ur alltaf allstaðai-.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs-
ins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikm' í verki var gjöf, sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj.Sig.)
Elsku Björg, nú kveð ég þig.
Hvíl í friði.
Martha Jörundsdóttir.
í fáum orðum viljum við kveðja
kæra vinkonu, Björgu Jóhönnu
Jónsdóttur. Elsku Björg, þótt þú
værir búin að vera slöpp til heils-
unnar um langt skeið þá veldur
alltaf frétt af fráfalli góðrar vin-
konu alltaf trega og söknuði, en
vekur jafnframt upp góðar minn-
ingar frá liðnum áram.
Við kynntumst þér árið 1992
þegar leiðir barna okkar lágu
saman. Við viljum þakka þér fyrir
yndislegar móttökur sem við feng-
um er við komum í heimsókn að
Miðbælisbökkum fyrst sumarið
1993 og svo aftur síðar. Við fund-
um strax og sáum hvað þér þótti
vænt um Vestfirði, enda alin upp á
Flateyri. Þú talaðir alltaf um að
koma vestur í heimsókn og skoða
æskustöðvarnar og eftir að göngin
komu þá talaðir þú um að fara að
koma vegna þess að þú ætlaðir al-
veg öragglega að fara í gengum
þau. Enda fannst þér þú nú alltaf
eiga pínulítið í göngunum. Elsku
Björg, nú ert þú komin á þann
stað þar sem þér era allir vegir
færir og við vitum að þú kemur og
heimsækir okkur og í huganum
tökum við á móti þér eins og við
biðum alltaf eftir að fá að gera.
Við viljum kveðja þig með
nokkrum línum úr ljóði eftir Davíð
frá Fagi'askógi.
Moldin er þín.
Moldin er trygg við bömin sín,
sefar allan söknuð og harm
og svæfir þig við sinn móðurbarm.
Grasið hvíslar sitt Ijúfasta ljóð
á leiðinu þínu. Moidin er hljóð
og hvíldin góð.
Við vottum Jóni, Steinari,
Gunnu, Garðari og litlu gimstein-
unum tveimm' Anitu Björg og
Bfrgi Óskari okkar dýpstu samúð,
og megi Guð styrkja þau í sorginni.
Helga og Jörundur.
Æi mamma, af hverju? spurði
ég þegar mamma sagði mér að
Björg amma væri dáin. Hún sem
ætlaði til Isafjarðar næsta sumar,
eins og við Anita Björg fóram
saman í sumar, en við fórum alla
leið vestur á Flateyri þar sem
amma átti heima þegar hún var
ung. Amma var svo góð, hún
kenndi mér bænir sem ég fer með
á kvöldin og svo spiluðum við
amma svo oft saman í tölvunni,
sem hún fékk í afmælisgjöf þegar
hún varð sjötug. Amma hafði sko
alveg eins gaman af því að spila
tölvuleiki og að hekla dúka, samt
heklaði hún fulla kassa af alls kon-
ar litum dúkum og prjónaði líka
sokka handa mér og Steinari, hún
heklaði og prjónaði svo mikið að ég
veit ekki hvað. Við amma pössuð-
um oft kindurnar og kálfana ef
Steinar var ekki heima og ég fékk
líka að hjálpa ömmu inni í bæ
pínulítið stundum, og amma gaf
mér verðlaun fyrir. Nú er elsku
Björg amma búin að hitta Óskar
afa aftur og kannski líka pabba og
Gauju ömmu á himnum. Ég vil
þakka elsku ömmu minni fyrir
hvað hún var góð við mig, í sumar
og öll sumrin þar áður, amma var
svo góð við mig. Guð geymi þig
elsku amma mín, alltaf.
Birgir Óskar Axelsson.
Haustlaufin falla, kveður sumar
og vinimir með. Ég staldra við og
hugsa um liðna tíma. Reglulegur
partur af tilverunni er að skreppa
út að Bökkunum að leika við
frændsystkinin. Óskar frændi og
Björg gefa sér alltaf tíma til að
spjalla við okkur systkinin. Við
finnum að við eram meðal vina og
bindumst böndum kærleika og vin-
áttu sem fært hefur styrk og yl ifi
gegnum árin.
Björg Jónsdóttir, sem við kveðj-
um nú hinstu kveðju, var fædd og
uppalin á Flateyri. Hún bar það
með sér að hún var af góðu og
greindu fólki komin. Hún flutti
með sér í sveitina okkar andblæ
byggðan á menningarheimi sjávar-
þorpsins sem hún kom frá og
kryddaði tilverana með sterkum
persónuleika sínum.
I sumar er leið lá leið mín enn á
ný að Bökkunum. Ég dáðist að
þessari yndislegu vinkonu minnL.
sem hélt öllu sínu, þrátt fyrir erfið-
an sjúkdóm. Lundin var svo leik-
andi létt og manngildið í hávegum
haft. Hún trúði fyrst og fremst á
hið góða í mannssálinni og allir
nutu sanngirni hjá henni. Nú minn-
ist ég þess hversu oft hún hélt uppi
vörnum fvrir þá sem minna máttu
sín. Hvemig henni var einni lagið
að gera gott úr hlutnum og leita
leiða til að stilla öldur óvæginna
dóma og fá fólk til að líta á hlutina
frá öðra sjónarhorni. Ég gleðst yfir
okkai’ síðustu samverastund, þar
sem ég deildi með henni gleði minni
yfir því sem framtíðin bæri mér í
skauti sínu. Ég fann hversu einlæct _
lega hún samgladdist mér og-
hversu mikinn skilning hún hafði á
mannlegu eðli.
Það var svo margt í fari Bjargar
sem mér þótti svo vænt um. En
það var fyrst og fremst mannkær-
leikur hennar og jákvæði, en slíkan
fjársjóð er hverjum manni lán að
höndla. Einnig minnist ég þess að
Björg sagði mér að það hefði verið
hennai' lífshamingja að koma sem
ráðskona að Miðbælisbökkum, þar
sem hún síðar giftist frænda mín-
um og átti þrjú mannvænleg börn
sem alla tíð héldu góðu og kær-
leiksríku sambandi við móður sína
og vora þannig órjúfanlegur þáttur
í lífshamingju Bjargar.
Um leið og ég kveð Björgu með
þessum fátæklegum orðum langar
mig að biðja algóðan Guð að
styrkja og styðja ástvini alla.
Megi minning hennar lifa í huga
okkar og hjarta um ókomna tíð.
Ester Sveinbjarnardóttir.
BJÖRG JÓHANNA
JÓNSDÓTTIR
+ Magnea Helga
Ágústsdóttir
fæddist í Hemlu í
Vestur-Landeyjum
hinn 16. janúar
1926. Hún lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands þann 28. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ágúst Andrés-
son, f. 31. ágúst
1885, d. 16. janúar
1965 og Ingibjörg
Magnúsdóttir frá
Vatnsdal í Fljóts-
hlíð, f. 28. mars
1885, d. 25 október 1945.
Magnea á einn núlifandi bróður
Andrés H. Ágústsson, f. 16.
október 1923. Hann er búsettur
í Reykjavík. Bróðir þeirra
Magnús Óskar lést 5 ára að
aldri. Árið 1949 giftist liún
Ólafi Tryggva Jónssyni frá
Hólmi i Áustur-Landeyjum, f.
29. maf 1922. Börn þeirra eru:
1) Ágúst Ingi, f. 2.1. 1949, bú-
settur á Hvolsvelli, kvæntur
Það eru forréttindi barna að fá
að vaxa upp við ást og hlýju
ömmu sinnar og afa eins og það er
lán en ekki sjálfsagt að halda
fullri heilsu ævina á enda. Ömmu
Möggu þótti ákaflega vænt um
barnabörnin sín og barnabarna-
börnin. Hún eignaðist alls 5
barnaböm og 3 barnabarnabörn.
Fátt hefði glatt hana meira en að
Sóleyju Ástvalds-
dóttur og eiga þau
þijú börn; Sigrúnu,
Óla og Magnús. 2)
Ragnhildur, f. 20. 3.
1950, einnig búsett
á Hvolsvelli, gift
Sæmundi Svein-
bjömssyni og eiga
þau tvö börn; Svein-
björn og Ingi-
björgu.
Magnea var fædd
og uppalin í Hernlu.
Þar bjó hún til árs-
ins 1949 er hún
giftist Ólafi
Tryggva. Það ár fluttu þau til
Reykjavíkur og bjuggu á Lang-
holtsvegi 2 til ársins 1956 er
þau tóku við búskap í Hemlu.
Þar ráku þau blandaðan bú-
skap til ársins 1995. Síðastliðin
þrjú ár hafa Magnea og Ólafur
búið í Hvolhreppi.
Utför Magneu Helgu fer
fram frá Breiðabólstaðarkirkju
í Fljótshlíð í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
fá að sjá það fjórða sem von er á í
heiminn innan tíðar. Erfiður sjúk-
dómur kvaddi dyra hjá henni fyrir
um hálfu ári. Því fylgdi mikil
sjúkrahúslega á köflum. Hún
kvartaði þó lítið yfir veikindunum
en fremur yfir því að þurfa að
dveljast á sjúkrahúsi og geta ekki
verið hjá sínum nánustu. Henni
þótti notalegt að hafa mynd af
honum Ævari litla langömmu-
dreng við sjúkrarúmið hjá sér en
hann var annars ávallt nálægur á
heimili Ragnhildar dóttur hennar.
Amma og afi ráku blandaðan bú-
skap í Hemlu í Vestur-Landeyjum
um margra áratuga skeið. Þar var
fjöldi hesta og allnokkurt fé. Þeg-
ar smölun var fyrirhuguð, hey-
skapur eða sauðburður yfirstand-
andi vorum við barnabörnin
ásamt foreldrum okkar ávallt
þátttakendur í bústörfunum. Lit-
um við því á Hemlu sem okkar
annað heimili. Tveir þeir eldri
sonar- og dóttursynirnir réðu sig
þar einnig snemma í vinnu-
mennsku. Við höfðum öll mjög
gott af því að umgangast dýrin
jafnframt sem við lærðum ýmis
hagnýt vinnubrögð. Amma var
dugleg búkona. Hafði hún raunar
meiri unun af að taka til hendinni
við útiverkin en að sýsla inni við.
Þótt hún sinnti eldamennsku fyrir
heilan hóp, eins og oft var, var
hún óðara komin út í hlöðu að
færibandinu, út að rýja eða hvað-
eina. Sennilega hefur það þó gefið
henni mest af öllu að vera innan
um fólk og dýr. Hún kenndi okkur
að gefa heimalningunum mjólk úr
flösku og ekki má gleyma að
minnast á uppáhaldsreiðhestinn
hennar, hann Loga. Það var henn-
ar rauði fákur. Hann var enn í
huga hennar þegar hún lá sjúkra-
leguna.
Amrna var mjög músikölsk.
Þegar hún var fengin til að gæta
okkar þegar við vorum lítil söng
hún iðulega fyrir okkur vögguvís-
ur Hún söng í kirkjukór Akureyj-
arkirkju um nokkurt skeið og
lærði ung að spila á orgel. Ekki
hafði hún síður gaman af að heyra
aðra spila eða æfa sig á orgelið
þótt ætla megi það hafi verið mis-
jafnt að gæðum hjá þeim lágvaxn-
ari. Hún sagði einnig frá því að
þegar hún var lítil stúlka að sópa
gólfið í gamla bænum hafi hún æft
danssporin við kústinn. Það staf-
aði mikilli hlýju frá henni ömmu.
Alltaf þegar hún hitti barnabörnin
sín lét hún væntumþykju sína í
ljós með einhverjum hætti. Það
þurfti ekki alltaf orðin til. Það var
einnig dálítið sérstakt að í hvert
skipti sem við heimsóttum hana
þegar veikindin vora orðin mjög
erfið þakkaði hún alltaf svo inni-
lega fyrir heimsóknina. Við kveðj-
um elsku ömmu með söknuði og
þökkum fyrir þær dýrmætu
stundir sem við áttum með henni.
Hvað bindur vom hug við heimsins glaum,
sem himnaarf skulum taka?
Oss dreymir í leiðsiu lífsins draum,
en látumst þó allir vaka,
og hryllir við dauðans dökkum straum,
þó dauðinn oss megi ei saka.
En ástin er björt sem barnsins trú,
hún blikar í ljóssins geimi;
og fjarlægð og nálægð fyrr og nú
oss finnst þar í eining streymi.
Frá heli til lífs hún byggir brú
og bindur oss öðrum heimi.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Sigrún, Óli og Magnús,
Ágústsbörn.
MAGNEA HELGA
ÁGÚSTSDÓTTIR
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbi.-,
is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi.
Auðveldust er móttaka svo-
kallaðra ASCII skráa sem í
daglegu tali eru nefndar DOS-
textaskrár. Þá eru ritvinnslu-
kerfin Word og WordPerfect
einnig nokkuð auðveld úr-
vinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegi-i lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4, mið-
að við meðallínubil og hæfilega
línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu).
Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar era beðnh- að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
f