Morgunblaðið - 10.10.1998, Qupperneq 60
|jO LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÍRIS
EGGERTSDÓTTIR
+ íris Eggerts-
dóttir fæddist á
Akranesi, hinn 24.
nóvember 1971.
Hún andaðist á Heil-
brigðisstofnun Suð-
umesja mánudaginn
5. október 1998.
Foreldrar hennar
eru Eygló Björg
Óladóttir, f. 16.8.
1945, og Eggert B.
Sigurðsson, f. 12.10.
_^1929. fris ólst upp
hjá móður sinni og
fósturföður, Kristni
Þorsteinssyni, f.
28.12. 1944 frá 6 ára aldri í
Keflavík. Hálfbræður hennar
em: Viðar, f. 18.12.1979, d. 24.4.
1983, og Þorsteinn, f. 18.3. 1982.
Eftirlifandi sambýlismaður
írisar er Sigurður J. Guðmunds-
son, f. 5.10. 1962 í
Keflavík. Foreldrar
hans em Sesselja
Ingimundardóttir
og Guðmundur Sig-
urðsson. Saman
eignuðust þau íris
og Sigurður einn
dreng, Einar Má, f.
12.10. 1994. Fyrir
átti Sigurður soninu
Guðmund, f. 6.5.
1982, sem búsettur
er í Bandaríkjunum.
íris starfaði
lengst af lijá Kaup-
félagi Suðumesja,
járn og skip. Um stutt skeið í
Apóteki Suðurnesja, en síðast
hjá Byko í Keflavík.
lítfór írisar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku íris mín, ekki trúði ég að
þessi illkynjaði sjúkdómur drægi
þig til dauða. En við vitum að þú
lifir þó svo að þú sért burt farin frá
okkur. Eg á erfitt með að skrifa
þessar línur því tárin renna niður
vanga mína í sorg minni. Þú varst
'9ilra yndislega góð dóttir og góð
húsmóðir, svo ég veit að það hefur
verið tekið vel á móti þér í ríki föð-
urins. Ó, þú barðist hetjulega við
sjúkdóm þinn.
Þó svo að við missum gimstein
okkar þá skilur þú eftir gullmola,
hann Einar Má sem þú gafst mér í
afmælisgjöf 1994. Ég veit að þín er
sárt saknað af öllum ættingjum og
vinum. Þú varst ávallt glöð á vinnu-
stað og alls staðar öllum til ánægju.
Elsku Iris mín, þú varst frábær
■'móðir og uppalandi og sem eigin-
kona. Ég kveð þig með þessum fáu
línum og veit að þú fylgist með okk-
ur öllum í ríki foðurins þar sem ei-
líft ljós skín og þar munu margir
sem þú elskaðir taka á móti þér.
En samt er sorgin mest hjá okk-
ur sem eftir lifum. Ég vil svo að
lokum þakka mínum elskulega
tengdasyni fyrir frábæra umönnun
í veikindum hennar þó að hann
væri ekki heill heilsu allan þennan
erfiða tíma.
Ég kveð þig, elsku Iris mín, með
miklum söknuði, með nokkrum
orðum úr hinni helgu bók. Ljóða-
ljóðin 1,13: „Unnusti minn er sem
myrrubelgur og hvílist milli
%rjósta minna, Kýpurber er
unnusti minn mér.“
Bið ég svo góðan guð að styrkja
okkur öll í þessari miklu sorg okk-
ar.
Þinn
pabbi.
Að setjast niður og skrifa minn-
ingargrein um þig, elsku íris mín,
er erfiðara en tárum taki. Það voru
alger forréttindi að fá að eiga hlut-
deild í lífi þínu, mun ég ávallt
þakka guði fyrir þá gjöf. Þú gafst
syni mínum alla þína ást og þú
settir allt þitt traust á hann. Þú
'aarst besta mamma sem hægt var
að óska sér fyrir litla ömmustrák-
inn minn. Ég mun á meðan ég lifi
segja honum hve stórkostleg kona
þú varst. Það er mér mikil huggun
að hafa fengið að sitja með Sigga
við sjúkrabeð þitt og sjá alla þá ást
sem þið gáfuð hvort öðru. Það var
það sem gaf mér styrk til að halda
áfram. Aldrei gafstu upp vonina
um bata og þú barðist eins og hetja
til hinstu stundar. Öðrum eins
kvölum og þú leiðst hef ég aldrei
áður kynnst og langar mig að
/jjakka öllu því góða fólki sem
hjúkraði þér og gerði allt sem í
mannlegu valdi stóð til að lina
þjáningar þær sem sjúkdómurinn
olli. Ég vil sérstaklega þakka
starfsfólki kvennadeildar Land-
spítalans, Sjúkrahúss Suðumesja
og heimahjúkrunar. Allt fólkið á
þessum stofnunum gerði það sem
-fasgt var að gera. Það á okkar að-
dáun fyrir frammistöðu sína. Ein
er sú kona sem mig langar að færa
sérstakar þakkir en það er hún Ey-
dís Eyjólfsdóttir. Hún var ávallt
tilbúin fyrir þig hvort sem var á
nóttu eða degi. Hún veitti mér
skilning á hversu dýrmætur góður
vinur er á svona stundum. Einar
Már, sem verður fjögurra ára núna
12. október, skilur ekki alveg af
hverju guð tók hana mömmu en
hann mun hugga okkur öll og sér-
staklega Sigga sem mun eiga þig
áfram í Ktla syni ykkar. Gummi,
sonur Sigga, mun koma frá Amer-
íku og kveðja þig hinstu kveðju. Þú
reyndist honum, eins og öllum öðr-
um, einstaklega vel. Hann þakkar
þér alla þína umhyggju, íris mín.
Það hlýtur að vera einhver tilgang-
ur með að þú kveður okkur 5. októ-
ber, á afmælisdegi Sigga, en hver
hann er vitum við ekki. Ég og
Gummi vottum öllum í fjölskyldum
þínum samúð okkar og við kveðj-
um þig með þessari fögru bæn:
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginniyfirminni.
Þín
Stella.
Elsku íris, þegar ég kynntist þér
fyrst og allri þeirri lífsgleði sem
ávallt fylgdi þér hefði ég aldrei get-
að séð fyrir að ég ætti eftir að setj-
ast niður til að skrifa grein til
minningar um þig. Og þótt ég vildi
segja svo margt er erfitt að finna
hugsunum sínum orð á stundum
sem þessari. Þakklæti er mér þó
ofarlega í huga en engin orð gætu
nokkru sinni komið því til skila á
fullnægjandi hátt. Ég kynntist þér
fyrst þegar Siggi bróðir kom til að
kynna mig fyrir nýju kærustunni
sinni. Brosið sem var á andliti hans
þennan dag var einungis lítill fyrir-
boði þeirrar miklu gleði sem þú
barst með þér inn í líf hans. Þú
varst sólageisli sem lýsti upp allt í
kringum sig og ég sá líf stóra bróð-
ur míns fyllast hamingju og birtu.
En þú hafðir ekki bara áhrif á
Sigga því allir hrifust af þér og
með tímanum varstu orðin ein af
fjölskyldunni. Hlýja þín í garð
Gumma, eldri sonar Sigga, leyndi
sér ekki og þann tíma sem hann
var hjá ykkur var aldrei vafi á að
þið voruð ein fjölskylda. Þegar þú
og Siggi eignuðust svo lítinn son
fyrir rétt tæpum fjórum árum varð
litla fjölskyldan ykkar eins og upp-
spretta ánægju og fagnaðar. Það
er svo margs að minnast en þær
sameiginlegu stundir sem við átt-
um öll saman verða mér alltaf kær-
ar þegar við hittumst öll saman
heima hjá mömmu og pabba eða
uppi í sumarbústað þar sem þér
leið svo vel. Þegar ég hugsa um
þessar litlu samkomur okkar þá
skín í gegn minningin um fallega
brosið þitt og glaðlyndið sem smit-
aði okkur hin. Alltaf þótti mér jafn
vænt um þegar þið komuð við í
heimsókn hjá okkur í Grindavík og
oftar en ekki voruð þið að koma úr
ferðalagi en gáfuð ykkur samt tíma
til að kíkja inn. Nú skil ég hve dýr-
mætar þær stundir voru. Að kynn-
ast manneskju eins og þér gerir
alla sem því láni eiga að fagna rík-
ari og þótt sorgin sé mikil í dag þá
veit ég að ég verð alltaf þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast þér.
Ég hef aldrei kynnst jafn heilli,
duglegri og tryggri manneskju og
þér. En það voru aldrei neinir öfg-
ar þú gerðir allt af slíkri smekkvísi
að aðdáunarvert var. Hve margir
hefðu tekið fregnunum um þann
illa sjúkdóm sem á þig lagðist með
sömu rósemi og þú? Það að hafa
horft á baráttu þína síðastliðið ár
og sérstaklega síðustu vikur og
mánuði hefur kennt mér hvað orðið
hetja merkir. Styrkur þinn og trú á
lífið mun hafa áhrif á alla sem á
horfðu. Þótt þjáningamar hafi ver-
ið orðnar miklai- þá skein þakklæti
þitt í garð þeima sem önnuðust þig
alltaf í gegn. Ég er stolt af að geta
sagt að þú hafir verið mágkona
mín. Og Siggi bróðir, sem stóð við
hlið þér allan þennan erfiða tíma,
var þér meira en nokkur mann-
eskja gæti óskað af maka sínum en
allir vita að þú hefðir gert það
sama fyrir hann. Saman var styrk-
ur ykkar slíkur að ótrúlegt var og
ég veit að fyrir þig að vita af þess-
um kletti við hlið þér þegar þín
stund rann upp hefur gert þér
brottförina auðveldari. I hvert sinn
sem ég lít á litla son þinn hann
Einar Má þá verður mér hugsað til
þess hve brotthvarf þitt er mikil
synd en um leið minnist ég ávallt
þess sem þú afrekaðir á þeim
stutta tíma sem þú fékkst með okk-
ur. Ég, Bjarni Rúnar og Ástþór
Emir vottum öllum aðstandendum
þínum samúð okkar og biðjum guð
að styrkja sorgmædda hugi á þess-
um erfiða tíma. Siggi og Éinar
Már, það er fátt hægt að segja til
að létta ykkur þennan mikla missi
en í ykkur mun eiginkonan og móð-
irin Iris Eggertsdóttir lifa og
minning hennar er ykkar dýr-
mætasta eign. Megi Drottinn al-
máttugur veita ykkur huggun og
megi styrkur Irisar verða ykkur að
leiðarljósi í gegnum þessa erfiðu
raun.
Þín mágkona
Sigrún Guðmundsdóttir.
Nú er búið að taka elsku írisi
systur mína frá mér og mörgum
öðrum. Vonandi fer hún til betri
heima. Við áttum margar góðar
stundir saman. Það var alltaf gott
að sjá bflinn hennar fyiir utan hús-
ið og að hún var komin í heimsókn.
Þegar ég var kominn með lubba þá
langaði hana mest til að ná í skæri
og klippa mig stutt. En ég tók það
aldrei í mál. Ég á eftir að sakna
þess að vakna á sumrin og sjá þig
ekki úti í sólinni, heima í sólbaði.
Og ég á eftir að sakna þess að
koma ekki í heimsókn til þín og fá
M og M kúlur sem ég fékk alltaf
þegar ég kom. Ég trui ekki að þú
sért farin og mun aldrei tráa því.
En við eigum eftir að hittast ein-
hvern tíman í betri heimum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Þinn bróðir,
Steini.
Ég elska þig ekki bara vegna þess hvemig
þúert,
heldur líka fyrir það hvemig ég verð sjálfur
í návist þinni.
(Nils Ekman)
Það var fyrir 14 árum, sem við
vorum svo lánsöm að kynnast
ungri, fallegri og hlédrægri stúlku,
Irisi Eggertsdóttur, er hún kom og
gætti elsta bamsins okkar. Þannig
varð hún hluti af tilveru okkar,
alltaf boðin og búin að aðstoða og
ekki gátum við hugsað okkur
drenginn í öruggari höndum.
Tryggð hennar við okkur í gegnum
árin, varð síðan grunnur að dýr-
mætri vináttu. Trygglyndi og heið-
arleiki voru hennar aðalsmerki,
ásamt ríkri sköpunarþörf og með
rólyndi sínu og yfirvegun lék allt í
höndum hennar. Þegar bamahóp-
ur okkar stækkaði, tók hún þátt í
því og ekki gátu jólin gengið í garð,
fyrr en Iris var búin að koma.
Þegar hún svo sjálf stofnaði sína
fjölskyldu og eignaðist með manni
sínum, Sigurði J. Guðmundssyni,
sólargeislann hann Einar Má,
fundum við hjónin til eins konar
ömmu- og afa-tilfinningar, er við
heimsóttum þau á fæðingardeild-
ina, svo stóran sess átti Iris í
hjarta okkar. Litla drenginn sinn
annaðist hún af þeirri ástúð og um-
hyggju sem henni vom svo eðlis-
læg, enda var hún „besta mamma í
heimi“. Litli vinurinn var sannkall-
aður augasteinn mömmu sinnar.
Brotthvarf þitt héðan, elsku Iris,
svo ung að ámm, er með öllu
óskiljanlegt. Þú sem áttir allt lífið
framundan og svo mikið til að lifa
fyrir og svo mikið að gefa. Við
skiljum ekki en stöndum frammi
fyrir áleitnum spumingum. „Hvaða
tilgangur getur verið meiri en að
ala upp lítinn strák?“, spyr sonur
okkar. Okkur setur hljóð, við eig-
um engin svör. Kannski er okkur
ekki ætlað að skilja, en víst er um
að það líf sem Iris lifði og þá hlut-
deild sem við eignuðumst í henni,
hefur gefið lífi okkar gildi og allar
minningar okkar um hana, munum
við varðveita, sem dýrmætustu
perlur.
Hugur okkar er hjá Sigga sem
vék ekki frá þér í erfiðum veikind-
um, sem þú tókst á með ótrúlegum
dugnaði og kjarki. Að sjá það
traust sem þú barst til hans og alla
þá alúð, sem hann sýndi þér, er
eitthvað sem aldrei gleymist. Við
biðjum algóðan Guð að styðja
Sigga og litla Einar Má, sem misst
hafa svo mikið. Við þökkum Guði
fyrir að þeir eiga hvor annan og
hversu samrýmdir þeir eru. Elsku
Eygló, Kiddi og Steini, Eggert,
Stella, Gummi og aðrir aðstand-
endur og vinir, megi allar fögru
minningarnar um yndislegu stúlk-
una okkar, Irisi, lýsa okkur fram
veginn.
„Hönd þín snerti sálu okkar,
- fótspor þín liggja um líf olíkar allt.“
(Úr Gleym mér ei)
Guð geymi þig elsku vina.
Þín
Eydís, Stefán og börn.
Elsku íris.
Aldrei hefðum við getað ímynd-
að okkur að svo fljótt kæmi að
kveðjustund. Við sem áttum eftir
að gera svo margt saman. Nú
stöndum við vanmáttug. Þetta er
svo óréttlátt, svo ótrúlegt, svo sárt
að horfa á eftir vinkonu og ungri
móður í blóma lífsins. Það var
erfitt að vera í fjarlægu landi þegar
þú greindist með krabbamein og
háðir baráttu þína við þennan ill-
víga sjúkdóm. Þú hélst jákvæðni
þinni allan tímann og við dáðumst
að æðruleysi þínu í þessari orrustu
sem stóð í heilt ár.
Við minnumst fyrstu kynna okk-
ar þegar Siggi fór að koma með þig
í heimsókn til okkar. Þú svo ung,
en samt svo þroskuð og hafðir mik-
il áhrif á líf Sigga. Hve vel þér fórst
úr hendi hlutverk fósturmóður og
sú ástúð sem þú sýndir Guðmundi
var einstök.
Við fundum strax hvað skipu-
lagshæfileikar, snyrtimennska og
smekkvísi voru sterkir eiginleikar
hjá þér og kom það vel í ljós þegar
við giftum okkur og þú tókst stór-
an þátt í skreytingum og undirbún-
ingi veislunnar. Það var eins og þú
vissir alltaf hvernig hlutirnir ættu
að vera og hvar ætti að koma öllu
fyrir. Að stilla upp í eina íbúð eða
raða í skápa vafðist ekki fyrir þér.
Þú gekkst ákveðin til verka og
hafðir búið fjölskyldu þinni fallegt
heimili þar sem allir þessir eigin-
leikar fengu að njóta sín. Hvort
sem var um saumaskap eða annað
handverk að ræða, sáum við að þú
varst einstaklega handlagin. Þið
Siggi tókuð okkur með í jeppaferð-
ir um landið þvert og endilangt
bæði á sumrum og vetrum og eig-
um við fallegar minningar frá þeim
ferðalögum. Margar samveru-
stundir áttum við og um margt var
spjallað og skeggrætt en mörgum
sjmrningum er enn ósvarað.
Abyrgðartilfinning þín var líka svo
sterk og áræði þitt sem kom svo oft
fram. Við að rifja þetta upp er svo
ótrúlegt að þú hafir bara verið 16
ára þegar við kynntumst þér fyrst.
Umfram allt erum við þakklát fyrir
að hafa kynnst þér og þakklát fyrir
allt sem þú varst okkur. Við fylgd-
umst með þér í móðurhlutverkinu
og öllum áformum sem þú hafðir
með Einar Má litla. Við fundum
fyrir svo sterkri móðurást og um-
hyggju.
Við biðjum Guð að styrkja Sigga
í hans erfiða hlutskipti og Einar
Má litla sem kveður nú elskandi
móður sína.
A hendur fel þú honum
sem himna stýrir borg,
það allt er áttu í vonum
og allt er veldur sorg.
Hann bylgjur getur bundið
og bugað storma her,
hann fótstig getur fundið
sem fær sé handa þér.
Ef vel þú vilt þér líði,
þín von á Guð sé fest.
Hann styrkir þig í stríði
ogstjórnaröllubest.
Að sýta sárt og kvíða
á sjálfan þig er hrís.
Nei, þú skalt biðja’ og bíða,
þá blessun Guðs er vís.
(Þýð. B. Halld.)
Einar og Guðbjörg.
Það leitar margt á hugann þegar
ég hoifi til baka við fráfall æskuvin-
konu minnar Irisar Eggertsdóttur.
Rúmlega 21 ár er síðan ég kynntist
henni Irisi. Ég man daginn sem þú
fluttir á Birkiteiginn eins og það
hafi verið í gær. Ég var úti að hjóla
þegar ég heyrði einhvem kalla á
mig. Ég leit við og sá þá þig. Ég
hafði hitt þig einu sinni áður í ferm-
ingarveislu hjá henni Lilju hálfsyst-
ur minni. Þú spurðii- hvort ég vildi
koma að leika. Núna ertu horfin yf-
ir móðuna miklu. Þú barðist hetju-
lega við illvígan sjúkdóm til hins
síðasta. Mér finnst eifitt að skilja
það að einhver skuli þarfnast þín
meira þama fyrir handan en allir
sem þarfnast þín héma. Þeir segja
að þeir fari fyrst sem guðirnir elska
mest. Kannski er ég svona eigin-
gjöm, en mér fmnst það ósann-
gjarnt. Þú varst í blóma lífsins, átt-
ir yndislegan unnusta sem myndi
vaða eld og brennistein fyrir þig ef
hann bara gæti það, og elskulegi
litli drengurinn ykkar sem þú dáðir
og elskaðir svo mikið að það sást
langar leiðir. Nú er hann móður-
laus. Ég veit að þú munt halda
vemdarhendi yfir honum og Sigga.
Ég veit líka að allir þínir góðu að-
standendur munu leggja sig fram í
að bæta Einari Má upp móðurmiss-
inn. En það er aldrei hægt að bæta
það að fullu sem hann hefur misst.
Elskulegi Siggi er búinn að missa
mikið. Þið sem voruð svo góð sam-
an og gerðuð allt og svo mikið sam-
an. Þú varst mikill náttúmunnandi
og ert búin að ferðast alveg gífur-
lega mikið um landið með honum
Sigga þínum. Allt sem þið tókuð
ykkur fyrir hendur gerðuð þið í
sameiningu. Það verða erfiðir tímar
framundan hjá Sigga en ég veit að
þú munt vaka yfir honum og hjálpa
honum í gegnum erfiðleikana. Tím-
inn er eins og fugl sem flýgur á
ofsahraða. Hversu oft erum við
ekki minnt á það að allir hlutir hafa
sinn tíma, og ávallt stöndum við þó
andspænis þeirri staðreynd að okk-
ur finnst að andartakið hefði átt að
endast lengur. Mánudaginn 5. októ-