Morgunblaðið - 10.10.1998, Síða 65

Morgunblaðið - 10.10.1998, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 65; Boðið um borð í fiskiskip ÍSLENSKIR útvegsmenn bjóða landsmenn velkomna um borð í skip sín víðs vegar um landið í október- mánuði. Tilgangurinn er að gefa fólki kost á að kynna sér skip og vinnslu af eigin raun. Skipstjórnarmenn taka á móti al- menningi og áhugafólki um útgerð- armál og freista þess að glæða áhuga þess og auka þekkingu á undirstöðu- atvinnuvegi þjóðarinnar. Heimboðið er liður í fræðsluátaki íslenskra út- vegsmanna í tilefni af ári hafsins. Nú stendur fyrir dyrum heimboð í Hafn- ai-firði á fóstudag frá 17-19, í Gr- indavík á laugai-dag frá kl. 14-18 og á Isafirði á sunnudag kl. 14-17. I Hafnarfirði munu Stálskip ehf. sýna frystitogarann Rán HF 42 og sjóminjasafnið í Hafnarfjarðarhöfn tekur á móti gestum. Boðið verður upp á appelsínusafa og samlokur. Gestii- fi'á afhent veggspjald með teikningum af helstu skipategundum íslenska fiskiskipaflotans. í Grindavík mun útgerðarfélagið Þorbjörn hf. sýna Gnúp GK 11, Vísir hf. opnar fiskvinnsluna við Hafnar- götu og Fiskanes hf. sýna Reyni GK 47 og Olaf GK 33. Boðið verður upp á veitingar. Gestir fá afhent vegg- spjald með teikningum af helstu skipategundum íslenska fiskiskipa- flotans. Á ísafirði mun útgerðarfélagið Gunnvör hf. sýna frystitogarann Júl- íus Geirmundsson IS 220. Hafrann- sóknastofnunin mun einnig kynna starfsemi sína svo og Póll rafeinda- vörur hf. Björgunarsveitir verða á staðnum og kynna starfsemi sína. Boðið verður upp á veitingar. Gestir fá afhent veggspjald með teikning- um af helstu skipategundum ís- lenska fiskiskipaflotans. FRÉTTIR HREGGVIÐUR Jónsson forstjóri Islenska útvarpsfélaginu og Birgir Skaptason forstjóri Japis skrifuðu undir samninginn. Japis styrkir körfubolta- sýningar ÍSLENSKA útvarpsfélagið, Sýn og Japis hafa gert með sér viða- mikinn samning um kostun á út- sendingum frá NBA-körfuboltan- um. Samningurinn gildir frá byrj- un leiktímabilsins 6. nóvember nk. og felur í sér að Japis kostar allar útsendingar frá NBA á Stöð 2 og Sýn. Helsta breytingin sem þessi sanniingur hefur í för með sér er að nú verður hægt að bjóða áhorf- endum Sýnar upp á beinar út- sendingar frá völdum leik í NBA- deildinni öll föstudagskvöld í vet- ur. Japis kostar einnig útsending- ar á leik vikunnar sem sýndur er á Stöð 2 á sunnudögum og í NBA- tilþrifum, þætti sem er á Sýn síð- degis á fimmtudögum og á Stöð 2 í hádeginu á laugardögum. Mótuð verði ný fj ölskyldustefna MENNINGAR- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Opinn fundur, haldinn á vegum Menningar- og friðarsamtaka ís- lenskra kvenna 7. október 1998 á Vatnsstíg 10, skorar á stjómvöld að hefjast nú þegar handa um mótun fjölskyldustefnu á algjörlega nýjum gi’unni þar eð núverandi réttarstaða foreldra á vinnumarkaði er óviðun- andi sökum glundroða, misræmis og óréttlætis. Víða í heiminum leitast menn nú við að samræma atvinnuþátttöku foreldra og fjölskyldulíf, tryggja jafnan rétt karla og kvenna og ekki síst tryggja rétt foreldra til að vera samvistum við börn sín á fyrstu ár- unum sem vitað er að skipta mestu máli í uppeldinu. íslendingar ættu ekki að vera eftirbátar annarra þjóða í þessum efnum.“ Námstefna um þrávirk lífræn efni UMHVE RFISRÁÐUNEYTIÐ gengst nk. mánudag fyrir námstefnu um þrávirk lífræn efni. Námstefnan er innlegg ráðuneytisins í umræðuna um ár hafsins sem nú stendur yfir. Umræðuefnið er nátengt mengun hafsins því þessi efni, sem eru skað- leg ef þau finnast í of miklum mæli, safnast fyrir í hafinu og mengar þar lífríkið. Á námstefnunni munu innlendir sem erlendir fyrirlesarar ræða við- fangsefnið frá ýmsum hliðum. Fyrri hluti námstefnunnar fjallar almennt um efnin og áhrif þeirra á norður- slóðum og verður fluttur á íslensku. Seinni hluti námstefnunnar fjallar einkum um áhrif þrávirkra lífrænna efna á heilsu fólks. Fyrirlesarar eru erlendir vísindamenn á þessu sviði og munu þeir mæla á ensku. Meðal er- inda verður umfjöllun Pauls Wihes um þá ákvörðun Færeyinga að vara ákveðna hópa fólks við neyslu grind- hvalkjöts. Erlendu fyrirlesararnir eiga sæti í íertu GARÐURiNN -klæðirþigvel hópi sem starfar á vegum norður- skautsráðsins og hefur það hlutverk að rannsaka viðfangsefni er tengjast heilsu fólks á norðurslóðum (AMAP Human Health). Þessi hópur vísinda- manna mun jafnframt halda árlegan fund sinn hér á landi dagana 12.-14. október. Fulltrúi Islands er dr. Kristín Ólafsdóttir, Rannsóknastofu í lyfjafræði hjá Háskóla Islands. Námstefnan verður haldin í Borg- artúni 6 mánudaginn 12. október og hefst kl. 8.30 með ávarpi Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra. Námstefnustjóri verður Magnús Jó- hannesson, ráðuneytisstjóri í um- hverfisráðuneytinu. Ofnhitastillar ■ Fínstilling „næð einu handtaki“ 1 Auðvelt að Uirfara stillingu 1 LykiU útilokar misnotkun 1 Minnstu rennslisí’rávik 1 Hagkvæm rennslistakmörkun 1 Þýsk gæða vara Heildsöludreifing: Smiðjuvegi 11. Kópavogi Sími 564 1088. fax 564 1089 Fæst í byggingavöruverslunum um land allt. Velkomin um borð! í októbermánuði standa útvegsmenn víðs vegar um land að heimboði í íslensk skip og vinnslustöðvar þar sem boðið verður upp á veitingar, skemmtiatriði og fræðslu um stolt okkar íslendinga, fiskiskipin. Heimboðið er liður í ffæðsluátaki útvegsmanna sem miðar að því að kynna landsmönnum fjölþætta starfsemi íslenskrar útgerðar. Fræðsluátak á ári hafsins www.liu.is Grindavík í dag frá kl. 14 til 17. Fiskvinnsla Vísis Gnúpur GK 11 Reynir GK 47 Ólafur GK 43 ísafjörður sunnudag frá kl. 14 til 17. Júlíus Geirmundsson ÍS 220 Póllinn hf. Hafrannsóknastofnunin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.