Morgunblaðið - 10.10.1998, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ
Þröstur vann fjórðu
skákina í röð
SKAK
I I ista f Kalmykfu
ÓLYMPÍUSKÁKMÓT
ÍSLENSKA sveitin á ólympíu-
skákmótinu í Elista í Kalmykíu
tefldi við Kasakstan í 10. umferð í
gær. Að sögn Askels Arnar Kára-
sonar, fréttaritara blaðsins á mót-
inu, voru menn nokkuð bjartsýnir
fyrir þessa viðureign, þótt and-
stæðingarnir séu með jafnt lið,
sem er átta sætum ofar en ísland,
skv. styrkleikaröðinni. Við íslend-
ingar höfum aldrei teflt við Ka-
sakstan, sem er eitt af lýðveldum
gömlu Sovétríkjanna, það næst-
víðlendasta, að Rússlandi sjálfu
undanskildu.
Aðalliðið var búið að tefla fjórar
umferðir í röð og tími kominn fyrir
breytingar og höfðu sumir þörf
fyrir hvíld, einkum Hannes Hlífar
pg Helgi Ass.
Island-Kazakstan
Þröstur Þórhallsson-Kotsur, 1-0,
Sikileyjarvörn; Jón Viktor Gunn-
arsson-Irzhanov V2-V2, Reti-byrj-
un; Björgvin Jónsson-Kostenko,
0-1, Sikileyjarvöm; Jón Garðar
Viðarsson-Savdisadov '/2-‘/2 Sikil-
eyjarvörn
Enn var það Þröstur sem hélt
uppi heiðri landans og vann í snar-
pri sóknarskák. Jón Viktor jafnaði
taflið örugglega með svörtu og
staðan varð snemma einföld. Björg-
vin missté sig í byrjun og lenti í
þrengingum, sem honum tókst ekki
að losa sig úi'. Jón Garðar lenti
einnig í vanda, en varðist vel og
samdi jafntefli í stöðu, sem ef til vill
var hægt að tefla áfram.
Hvítt: Þröstur Þórhallsson
Svart: Pavel Kotsur
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4
4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Bg5 -
Rbd7 7. f4 - e6 8. Df3 - Be7 9. 0-0-0
- Dc7 10. 10. g4 - b5 11. Bd3 - Bb7
12. Hhel - h6 13. Dh3 - Hg8 14.
Bxf6 - Bxf6?
Svarti hefur líklega ekki líkað stað-
an, eftir 14. — Rxf6 15. g5 - hxg5
16. fxg5 - Rd7 17. g6, en nú fer
hann úr öskunni í eldinn.
Sjá stöðumynd
15. Bxb5! - axb5 16. Rdxb5 - Dc6
17. Rxd6+ - Kf8 18. e5 - Df3
Með þessum leik fer svartur út í
tapað endatafl, en hann hefur ekki
haft trú á að geta varist lengi, eftir
18. - - Be7 19. Dh5 - Bxd6 20.
Hxd6 - Dc7 21. Hedl - Bc6 22. f5 -
Rxe5 23. fxe6 o.s.fi’v.
19. He3! - Dxf4 20. exf6 - Rxf6 21.
Dg3 - Dxg3 22. Hxg3 - Bc6 23.
Rc4 - Ke7 24. Re5 - Bb7 25. b4 -
Hgc8 26. Kb2 - Rd5 27. Rxd5 -
Bxd5 28. a3 - f6 29 Rg6+ - Kf7
30. Rf4 - Bc6 31. c4 - Ba4 32. Hcl
- g5 33. Rd3 - f5 34. b5 - Kf6 35.
Hh3 - fxg4?
Svartur á tapað tafl, m.a. vegna
hótunarinnar 36. Rb4 - c6, ásamt
37. Kc3 - b4 við tækifæri. Með
leiknum í skákinni lendir hann í
mátneti úti á miðju borði.
36. Hxh6+ - Kf5 37. Hel! og
svartur gafst upp. Eftir 37. — g3
38. h3! - g4 39. h4 er ekkert að
gera við hótuninni 39. He5+ og
mát, nema gefa hrók.
Bragi Kristjánzson
MR Norðurlandameistari
SKÁK
Félagsheimili Skák-
félags Hafnarfjarðar
N ORÐURLANDAMÓT
FRAMHALDSSKÓLA
NORÐURLANDAMÓT fram-
haldsskólasveita var haldið hér á
landi um síðustu helgi. Fulltrúi
Islands að þessu sinni var
Menntaskólinn í Reykjavík, sem
sigraði á íslandsmóti framhalds-
skólasveita sl. vor.
Urslit mótsins sýndu enn einu
sinni þá sterku stöðu sem íslensk-
ir unglingar hafa í skákheiminum,
því Menntaskólinn í Reykjavík
vann öruggan sigur, hlaut 9'/2
vinning í 12 skákum. Danska
sveitin varð í öðru sæti með 7!4
vinning.
Þetta er auðvitað frábær ár-
angur, en þeir sem hafa heimsótt
húsakynni Skákskóla íslands vita
að það er engin nýlunda að ungh'
íslenskir skákmenn skjóti ná-
grönnum sínum á Norðurlöndum
ref fyrir rass. Skákskólinn hefur
látið gera glæsileg veggspjöld
sem sýna árangur íslenskra ung-
menna í gegnum árin í keppnum
við jafnaldra sína í öðrum lönd-
um. Það þarf reyndar ekki að
leita langt aftur í tímann til að
flnna síðasta afrekið, en það vann
Réttarholtsskóli nú í haust með
því að vinna Norðurlandatitilinn í
flokki grunnskóla.
Eftirtaldir skákmenn skipuðu
sigursveit MR:
1 Bragi Þorfinnsson 2 v.
2 Bergsteinn Einarsson 1 v.
3 Matthías Kjeid 3 v.
4 Björn Þorfinnsson 3 v.
Það eru því margir af okkar
efnilegustu skákmönnum sem
skipa sveitina og styrkleiki henn-
ar liggur ekki síst í því hvað lítill
munur er á styrkleika þessara
skákmanna.
Fjórar sveitir tóku þátt í keppn-
inni að þessu sinni. Auk íslands
sendu Danir, Svíar og Finnai’ sveit>
ir til keppni. Urslit í viðureignum
íslensku sveitarinnai’ urðu þessi:
1 fsland - Danmörk 2lÆ-lVí
2 ísland - Svíþjóð 3-1
3 fsland - Finnland 4-0
Sveit MR sigraði því í öllum
viðureignum sínum. Yflrburðir
sveitarinnar sjást kannski best á
því að hún tapaði einungis einni
skák. Lokarúrslitin i keppninni
urðu þessi:
1 ísland (MR) 9Í4 v.
2 Danmörk 7‘/2 v.
3 Svíþjóð 4Vá v.
4 Finnland 2/2 v.
Liðsstjóri sveitar MR er Bragi
Halldórsson. Mótið fór fram í fé-
lagsheimili Skákfélags Hafnar-
fjarðar.
Daði Örn Jónsson
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 69
og enn höldum við áfram að bjóða
frábær föt á góðu verði
Tilboðið gildir frá föstudegi 9. okt. til föstudags 16. okt.
Motion strákaúlpur......^894J<r........3.990 kr.
Motion strákapeysur.....37T9&J<r.......1.990 kr.
Motion stelpupeysur.....^T9öJ<r........990 kr.
Barnabóta-
fmmvarp
Sparaðu þúsundirmeð þátttöku
í afsláttarleik Do Re Mí.
Barnabótafrumvarpið er í
fullum gangi fram að jólum.
PlayStatlon.
IB(Q)Ed®1
JEAfto \VEA=t
- frábær föt fyrir flotta krakka
Sen<j,
Faxafeni 8, Laugavegi 20, Fjarðargötu 17
í Hafnarfirði og Kirkjuvegi 10 í Vestmannaeyjum
h *S6S
t, v
CanonBJC-4300
A4 litableksprautuprentari
með skannahylki.
2)a hylkja keríi.
2 bls. á mín. í lit.
5 hls. á mín. í s/h.
720 dpi upplausn.
Arkamatari fyrir 100 blöð.
'Banner printing', CCIPS
□ g Drop Modulation tækni.
U_ / "" *
Geisladishur 8;
my„dvinnsluhuflhu«u“‘
og prentkapaH
Þegar Canon tekur sig tii og baetir um betur þarí það ekki endilega að þýða að hlutirnir
breytí um lögun eöa stærð. Og það er einmitt það sem hefur gerst með Canon BJC-4300
prentarann. Þetta einstaka tæki býr nú ekkí einungis yfir öllum þeim frábæru eigin-
leikum sem góður prentari þarf að hafa heldur er Canon BJC-4300
nú einnig 360 dpl 'True Color' skanni. Með einu handtaki má
skipta út blekhylkinu og setja skannahylkí í staðinn. Því færðu
prentara og skanna í einu tæki án þess að eyða dýrmætu
plássi á skrifborðinu -og verðið er moWi ■
BÍtir sem áður það sama! Ill T 1T C ll J I
- Sfiluaðilar um land allt
Canon