Morgunblaðið - 18.10.1998, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 18.10.1998, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 21 LISTIR og gjörvileiki Gæfa ERLENDAR BÆKUR Spennusaga „GUILTY PLEASURES" eftir Lawrence Sanders. Berkley 1998. 341 síða. ÞEIR sem þekkja sögur banda- ríska metsöluhöfundarins Lawrence Sanders sem hann skrifar um letingjann, glaumgos- ann og snuðrarann McNally vita að þar er á ferðinni fyndinn og skemmtilegur afþreyingarhöfund- ur sem hefur auga fyrir smáatrið- um, mikla frásagnargleði og lýsir þeim sem betur mega sín oft á spaugilegan hátt og notast við ekk- ert alltof fínlega kaldhæðni í þeim efnum. Hefur Sanders verið líkt við P.G. Wodehouse og Dorothy Sayers þegar hann skrifar um McNally. En hann skrifar einnig um annað og meira en glaumgos- ann. Hann er reyndar mjög af- kastamikill höfundur og hefur komið út eftir hann á fjórða tug bóka af ýmsu tagi, þeirra nýlegust „Guilty Pleasures“, sem nýlega var gefín út í vasabroti. Hún er af allt öðru sauðahúsi en McNallysögurnar. Það er eins og allt annar maður hafí skrifað hana. Frá Carter til Clintons Útgefendur Sanders segja að meira en 50 milljónir eintaka hafi verið prentaðar af bókum hans svo hann virðist mikið lesinn og ekkert lát virðist vera á vinsældum hans. Nýjasta sagan gerist í Flórída og lýsir á margan hátt undarlegri fjölskyldu sem á heilmikið fjöl- miðlaveldi. Sagan gerist á um tveggja áratuga tímabili frá því Carter var við stjórn undir lok átt- unda áratugarins og þar til Clinton hitti Móniku í fyrsta skiptið, eða þar um bil. Þannig reynir Sanders að fást við yfirgripsmikið fjöl- skyldudrama hinna ríku og valdamiklu sem nær yfir langt tímabil í samtíman- um og minnir sagan stundum (mjög lítil- lega þó) á sápuna Gæfu og gjörvileika, sællar minningar. En það er eins og hann ráði ekki fullkomlega við verkefnið af ein- hverjum ástæðum og niðurstaðan verður hálfgerð flatneskja, sem fær mann til þess að hugsa með eftirsjá til McNally stílsins. Bellibrögð Kannski eru klisjurnar einfald- lega of miklar. Höfuð fjölskyld- unnar er öflugm' og ósérhlífinn kaupsýslumaður sem byggt hefur upp fjölmiðlaveldi sitt úr engu. Börnin hans tvö þola ekki hvort annað en spurningin er hvort þeirra muni erfa góssið að honum látnum. Móðirin liggur þungt hald- in af ólæknandi sjúkdómi. Næsti nágranni og vinur er aldi'aður og einhleypur dómari sem sofið hefur hjá húshjálp sinni í áratugi og fyllt er upp í myndina með vinum og kunningjum sem allir eru ríkir og snjallir og skara framúr. Þó er ekki allt með sama for- múlukennda bragnum og á það sérstaklega við um kynlíf persón- anna. Dóttirin á heimilinu, sem er harðjaxl mikiil og væntanlegur arftaki, á þrjá elsk- huga; svertingja, sem er sonur húshjálpar dómarans, einstak- lega leiðinlegan erfðafræðing, sem húrí þolir ekki, og sinn eigin föður, sem hún sefur hjá framundir fertugt. Hvað sá þáttur sög- unnai' á að íyrirstilla er aldrei ljóst frá hendi höfundarins en er tekið sem sjálf- sögðum parti af fjöl- skyldumynstri hinna ofurríku í Flórída. Þá er sonurinn á heimil- inu samkynhneigður og einnig það hljómar einhvern veginn falskt. Hvort tveggja virðist hafa þann eina tilgang að vekja áhuga les- andans á sögunni. Og í raun veitir ekki af belli- brögðum til þess. Hún er fremur leiðigjörn og lítt spennandi meló- drama. Lítið sem ekkert fer fyrir þeim dæmalaust skemmtilega húmor og alvöruleysi sem ein- kennir stíl Sanders á öðrum vett- vangi. Hér er allt með öðrum og ankannalegri svip. Það eina sem „Guilty Pleasures“ skilur eftir er söknuður eftir McNally. Maður verður bara að vona að Sanders vindi sér fljótlega í að ski-ifa aðra sögu um þann sprelligosa. Arnaldur Indriðason Lawrence Sanders Geðveikt stolt KVIKMYMIIR Sambíóin APERFECT MURDER ★★★ Leikstjóri: Andrew Davis. Handrits- höfundur: Patrick Smith Kelley eftir leikriti Frederick Knott. Aðalhlut- verk: Michael Douglas, Gwyneth Pal- trow, Viggo Mortensen og David Suchet. Warner Bros. 1998. ELDRI menn hafa löngum girnst yngri konur og í þessari mynd slær Steven (Douglas) tvær flugur í einu höggi og nær sér í Emily (Paltrow) sem er bæði fal- leg og rík, þótt sjálfur eigi hann býsn af peningum. Hún fær sér hins vegar listmálarann David (Mortensen) sem elskhuga, og þegar Steven kemst að því, sér hann aftur tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi, en af annari tegund þó. Eins og titillinn gefur til kynna er hér um spennumynd að ræða og er hún ansi vel heppnuð. Persón- urnar eru dýpri og fjölþættari en halda mætti í byrjun, og það sama má segja um sögufléttuna sem sí- fellt vindur upp á sig fram að end- inum sem kemur svo sannarlega á óvart. Mér fannst sumt frekar loð- ið í kringum Steven, gjörðir hans og tilfinningar, en þar má kannski um kenna persónulegum vanskiln- ingi. Leikararnir eru ansi fínir. Það er ekki eins og Michael Douglas sé mikið að breyta til í verkefnavali, en er skotheldur að vanda. Gwy- neth er að verða vinsælli en Brad, og hér er hún mjög sannfærandi í hlutverki sínu sem gáfuð ung kona sem er að reyna að leita að ham- ingju í heimi þar sem peningar flækjast fyrir henni. Mér fannst hún samt full huguð í mörgum að- stæðum miðað við eflaust verndað uppeldi. Viggo Mortensen er sæt- ari en vanalega. Hann leikur dul- arfullan og sjúskaðan listamann sem á ótrúlega margt sameiginlegt með Lassa í Veggfóðri sem Baltasar Kormákur lék. Stundum svo mikið að það verður fyndið. David Suchet leikur skemmtilega rannsóknarlöggu og það hefði ver- ið gaman að fá að sjá meira af hon- um. Öllum þessum leikurum er stýrt af mestu lagni. Kvikmyndatakan er flott og myndin vel unnin á allan hátt. Það er kannski helst að tón- listin sé frekar leiðinleg en hver heyrir hana svo sem? Nú er tækifærið fyrir vini, sem ekki hafa sama kvikmyndasmekk, að fara saman í bíó. Þessi ætti að geta hentað öllum. Hildur Loftsdóttir íii ÚRVAL'ÚTSÝN Lágmúla 4: sími 569 9300, erœnt númer: 800 6300. Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavik: sími 421 1353, Selfossi: simi 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og hjá umboðsmönnum um land allt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.