Morgunblaðið - 18.10.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.10.1998, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FROSTI Bergsson, framkvæmdastjóri Opinna kerfa: „Besta vörn sem Opin kerfí og önnur íslensk fyrirtæki hafa gegn einokun er að vera með samkeppnishæfa þjónustu og vöru, tryggja að markaðurinn sé lifandi.“ Tölvufyrirtækið Opin kerfí hefur vaxið hratt á fáum árum MANNA UÐURINN ER OKKAR HELSTA EIGN VEDSKIPTIAIVINNUUF ÁSUNNUDEGI ► Eitt af ðflugustu tölvufyrirtækjum hér á landi er Opin kerfi sem rekur uppruna sinn til útibús sem bandaríska risa- fyrirtækið Hewlett-Packard stofnaði hér 1985. Sex árum síð- ar var því breytt í hlutafélag með þátttöku Hewlett-Packard, starfsmanna og íslenskra fjárfesta en 1995 keyptu innlendir hluthafar eignarhlut bandaríska fyrirtækisins og var þá nafn- inu breytt í Opin kerfí. ► Framkvæmdastjóri útibús Hewlett-Packard hér frá upp- hafi og nú Opinna kerfa er Frosti Bergsson, sem á um fjórð- ung hlutafjár fyrirtækisins. Hann er fæddur í Reykjavík 1948 og er menntaður í rafeindatæknifræði. Áður en hann hóf störf hjá Hewlett-Packard vann hann í áratug hjá Krisljáni Ó. Skagfjörð. eftir Kristján Jónsson VÖXTUR fyrirtækis- ins hefur verið ótrú- lega hraður síðustu árin og það er nú til húsa á tveim hæðum í byggingunni þekktu sem íslenskir aðalverktakar reistu í Höfðabakka 9, einnig er íyrirtækið með lager í kjallaranum. Arið 1996 voru starfsmenn að meðaltali 24 en eru nú tæplega 50, samanlögð starfsmannatala allra fyrirtækjanna sem Opin kerfí eiga hlut í eða tengj- ast er hátt í 800 manns. Veltan var rúmlega 800 milljónir 1996 en er áætluð um 1.600 milljónir á þessu ári. Rekstrarhagnaðm- var um 38 milljónir króna í fyrra og um 66 milljónir á fyrri árshelmingi 1998. Að sögn Frosta Bergssonar fram- kvæmdastjóra er markaðsvirði Op- inna kerfa nú talið vera um 2.200 milljónir króna. Er þá átt við alla samstæðuna en keyptur hefur verið hlutur í allmörgum fyrirtækjum á upplýsingasviði síðustu árin. Opin kerfi eiga meðal annars hlut í Skýrr, Tæknivali, Hug, Hans Petersen, Aco og Teymi. Fyrirtækið var skráð á verðbréfaþingi í fyrra og hluthafar sem voru í upphafi örfáir eru nú um 280. Er stefnt að hlutafjáraukningu og þá um leið að hluthöfum verði fjölgað í um það bil 350 í árslok. Hluthafar þurfa að vera minnst 300 til að fyrirtæki verði á svonefndum aðallista verðbréfaþings. - Er svona vöxtur ekki ofhraður, er hætt við að væntingarnar verði of miklar hjá hluthöfum og þeir eigi erfitt með að sætta sig við að ein- hvem tíma geti þurft að rifa seglin ef kreppir að í samfélaginu? „Það er ekki mitt að svara því en svona ör verðmætaþróun veldur auðvitað því að ábyrgð stjórnenda félagsins gagnvart fjárfestum er mikil. En þetta er bara markaður- inn sem taiar og metur okkur svona. Það verða örugglega sveiflur og við erum ekki alltaf herrar yfír þeirri þróun, það geta verið ytri að- stæður sem koma til, vandamál í Asíu eða annars staðar. Við erum hluti af heimsmarkaði þótt okkur finnist stundum að við séum ein- angruð hér, við erum það aðeins að takmörkuðu leyti.“ Frosti er spurður hvort lagasetn- ing á íslandi sé viðunandi þegar hugað er að rekstrarumhverfi fyrir- tækja sem byggjast aðallega á hug- viti starfsmanna eins og Opin kerfi eru gott dæmi um. „Þegar við metum svona þekk- ingarfyrirtæki, raunverulegt verð- mæti þess, er ljóst að þau eru í starfsfólkinu. Sem dæmi nefni ég að Microsoft er nú orðið verðmætasta fyrirtæki í heimi þótt veltan sé að- eins brot af því sem gerist hjá t.d. General Electric og eignir og hagn- aður sömuleiðis langtum minni. Markaðurinn er þá að meta horf- umar á vexti til lengri tíma litið og forsendan er þekking starfsmann- anna. Sama gildir hjá okkur. Við erum þjónustufyrirtæki á þekkingarsviði og mannauðurinn er okkar helsta eign. Lögin þurfa að taka tillit til þessa. Nú er rætt mikið um að almennur sparnaður sé of lítill á Islandi, of mikið fari í neyslu, menn kaupi dýra jeppa og þess háttar og viðskipta- hallinn er mikill. Samtímis er verið að minnka eða jafnvel fjarlægja skattaafslátt vegna hlutabréfa- kaupa og ég held að þetta sé mjög slæmt. Það þarf að efla sparnað, því þarf að gera áhugaverðara með skattaaf- slætti að kaupa hiutabréf í íslensk- um atvinnufyrirtækjum. HQutabréf á sérkjörum í Bandaríkjunum tíðkast mjög að fyrirtæki bjóða starfsmönnum að kaupa hlutabréf á sérkjörum, þetta er nefnt stock options á ensku. Sé vöxtur í fyrirtækinu merkir þetta að viðkomandi starfsmaður getur hagnast talsvert á hlutabréfakaup- unum og þetta hefur um leið þann kost að virka sem hvatning, hagur fyrirtækisins og hans fara saman. Auðvitað getur líka farið svo að starfsmaðurinn tapi, hann tekur áhættu en hann getur hvenær sem er innleyst hagnað ef einhver er. Samkvæmt íslenskum skattareglum er slíkur hagnaður skilgreindur sem hreinar launatekjur og skattlagður í samræmi við það. Okkur vantar hér miklu skýrari og betri skattareglur, ríkisvaldið þarf að koma til móts við fyrirtækin og leyfa þeim að hvetja starfsmenn- ina. Við seldum á sínum tíma starfs- fólkinu hlutabréf í Opnum kerfum en þá var ekld komið neitt mark- aðsvirði á fyrirtækið og bréfm. Gengið sem við seldum þeim á var þá 15 en það hækkaði strax í 30 þegar við fórum á verðbréfaþingið. Vestra er í gildi heill lagabálkur um svona ívilnanir sem fyrirtæki geta boðið starfsmönnum en við höfum ekki unnið neitt að þessu hér. Mikii hreyfing er á starfsfólki í þekkingariðnaði og því getur komið sér vel að mega hvetja fólk til að staldra við. Auk þess megum við ekki gleyma að við búum við er- lenda samkeppni á þessu sviði, þetta er fólk sem getur þess vegna fengið hálaunuð störf í öðrum lönd- um þar sem auðveldara er að bjóða kjör af þessu tagi. Við gætum misst gott fólk úr landi, einnig gætu fyrirtækin ákveð- ið að flytja starfsemina til landa þar sem lagaumhverfið er hagstæðara. Þetta gæti gerst hratt og því betra að hugað verði sem fyrst að þessum málum í lagasetningu sem ég tel reyndar líklegt að verði.“ Velta hvers starfsmanns hjá Opn- um kerfum er mjög mikil, var að jafnaði um 35 milljónir í fyrra. Frosti segir að notuð séu afkasta- hvetjandi bónuskerfi, afmarkaðir hópar fái umbun eftir því hvernig til tekst við ákveðið verkefni, því geta heildariaun hvers starfsmanns verið misjöfn frá ári til árs. Allir innan hópsins fá sama bónus, skipta pott- inum jafnt. Grunnlaun hvers þátt- takanda eru hins vegar mismun- andi. Launakjör starfsmanna Opinna kerfa ráðast annars af framboði og eftirspum, menn fá þau laun sem gera það áhugavert fyrir þá að starfa hjá fyrirtækinu. Oft er fundið að því að slíkir einstaklingssamn- ingar, þar sem allt tal um kauptaxta er liðin tíð, valdi úlfúð og hann er spurður hvort hann verði var við meting. Hann segist að minnsta kosti ekki verða var við það. „Slík umræða fer að jafnaði mjög hljótt hjá okkur, það er einna helst að hún vakni þegar Frjáls verslun birtir lista yfir þá hæstlaunuðu í þjóðfé- iaginu!" Alls staðar sóknarfæri Frosti segir að Opin kerfi leggi áherslu á þrjú svið í starfi sínu og sóknarfæri séu á þeim öllum. I fyrsta lagi sé um að ræða þjónustu og sölu til stærri fyrirtækja og stofnana, í öðru lagi heildsölu á tölv- um og ýmsum jaðarbúnaði og loks fjárfestingu í öðrum fyrirtækjum á upplýsingasviði. Hann segir að þróun í fjarskipta- tækni geti á skömmum tíma breytt mjög rekstraraðstæðum fyrirtækja í upplýsingaþjónustu. Kröfur um aukna bandbreidd á flutningsnetinu muni enn vaxa, hér sem í öðrum löndum, vegna þess að hlutdeild hvers kyns tölvusam- skipta í fjarskiptum aukist stöðugt. Margmiðlun þar sem m.a. eru send- ar myndir milli staða og landa verði sífellt mikilvægari og netið verði að geta ráðið við slíkar sendingar. Sp- urningin sé hvort símkerfið ráði við þessa auknu umferð án nýrra fjár- festinga. Líklegt sé hins vegar að tal milli manna, sem reyndar fari einnig vaxandi einkum vegna tilkomu GSM-kerfisins, verði að miklu leyti þráðlaus í framtíðinni. Opin kerfi annast þjónustu við fjölmörg fyrirtæki. Frosti er spurð- ur hvort viðskiptavinirnir hafi áhyggjur af því að keppinautar komist að viðskiptaleyndarmálum með því að brjótast inn í tölvukerf- in. „Við höfum verið mjög lánsamir hér á landi. Ég held að það hafi ekki komið upp nein alvarleg atvik af þessu tagi. Auðvitað reyna bæði innlendir og erlendir tölvuþrjótar að brjótast inn í kerfi og við verðum varir við það en mér vitanlega hefur það ekki tekist að neinu ráði. Eldveggirnir eru býsna öruggir og menn eru mjög meðvitaðir um þessa hættu og ég held að þessi mál séu í nokkuð góðu ásigkomulagi hér á íslandi. Tölvubúnaður úreldist hratt en við erum svo nýjunga- gjarnir íslendingar að við viljum alltaf vera með það nýjasta og full- komnasta." Hann segir að vaxandi hluti af viðskiptum fyrirtækisins sé nú við aðila úti á landsbyggðinni sem hafi sennilega verið eitthvað seinni að taka við sér í tölvuvæðingu en höf- uðborgarsvæðið. Fis- og fartölvur geri mönnum auðveldara um vik en áður að vera með mikilvægustu upplýsingar á sér þegar þeir ferðist milli landshluta og einhvern tíma komi að því að farsíminn og fartölv- an verði eitt og sama tækið. Eign í mörgum fyrirtækjum Opin kerfi hafa fært mjög út kví- arnar með fjárfestingu í öðrum fyr- irtækjum. „Við höfum fjárfest í mörgum fyrirtækjum, hugbúnaðarfyrirtækin íslensku sjá nú mörg hver sóknar- færi erlendis og við viljum vera með í þessari þróun. Ég hitti nýlega formann fær- eyskrar nefndai- sem er með upp- lýsingaiðnaðinn á sinni könnu og hann sagði mér að þeir litu á Island sem fyrirmynd í þessum efnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.