Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dómstóll hækkar örorku- mat manns úr 10% í 75% HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurð- að að varanleg örorka manns, sem var 66 ára er hann lenti í bílslysi sé 75%, en áður hafði ör- orkunefnd metið vai’anlega örorku hans 10%. Málavextir eru þeir að maðurinn var ökumað- ur bíls sem ekið var aftan á snemma árs 1995 og kastaðist bifreiðin á annan bfl fyrir framan. Hann starfaði þá á bensínstöð, en hefur verið óvinnu- fær frá slysdegi vegna verkja í hálsi og hnakka, auk þess sem fljótlega fór að bera á dofa og verkjum í vinstra fæti. Örorkunefnd mat varan- lega örorku mannsins 10% síðla árs 1996 og var- anlegan miska hans 15%. Hann undi ekki niður- stöðu nefndarinnar og kom málið til kasta dóm- kvaddra matsmanna. Tveir af þremur töldu var- anlega miska mannsins 20% og örorku hans rétt metna 100% vegna slyssins, enda væri óraunhæft að ætla að maður á þessum aldri fengi eitthvert létt launað starf sem hentaði, en sá þriðji taldi ör- orkuna rétt metna 50%, þar sem maðurinn hefði einhverja getu til að vinna léttari störf. Ekki náðist samkomulag við viðkomandi tryggingafélag um bætur samkvæmt þessari niðurstöðu og fór málið því fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Dómurinn taldi varanlega örorku 75% og varanlega miska 20%, þar sem telja verði að maðurinn hafi getu til að vinna létt störf, en hár aldur hans dragi eðlilega úr þeim möguleikum sem hann hafi á því að fá slík störf. Var tryggingafélagið dæmt til að greiða mann- inum tæpar 1.400 þúsund krónur með vöxtum frá slysdegi og rúmar 500 þúsund krónur í máls- kostnað. Ororkan metin sjálfstætt Jóhannes K. Sveinsson, héraðsdómslögmað- ur, sem sótti málið, sagði að það væri athyglis- vert við þetta mál að dómstóllinn mæti örork- una sjálfstætt þar sem ekki lægi fyrir nein matsgerð um 75% örorku. Þetta mál sýndi einnig að alltof mörg mál hefðu farið fyrir ör- orkumatsnefndina. Lögmenn hefðu haldið því fram að nefndin ætti einungis að vera mál- skotsaðili samkvæmt skaðabótalögunum, en stjómendur tryggingafélaganna hefðu tekið þá ákvörðun að vísa meira og minna öllum málum sem snerust um mat á varanlegri örorku strax til nefndarinnar í stað þess að láta fyrst reyna á frummöt og hvort samkomulag gæti tekist um þau. Afleiðingin væri sú að örorkumats- nefnd væri að afgreiða kannski um 600 mál á einu ári. Nefndin kæmist ekki yfir þennan málafjölda og því væri biðtíminn frá sex mán- uðum og upp í heilt ár. „Það er náttúrlega mjög slæmt fyrir fólk sem er að bíða eftir bót- um og uppgjöri sinna mála að bíða svona lengi og svo auðvitað hlýtur það að gerast, eins og í þessu máli, að örorkunefnd getur ekki veitt hverju máli þá athygli sem þarf,“ sagði Jó- hannes. Hann sagði að það sæist á þessu máli sem væri sérstakt að því leyti að þama væri um full- orðinn mann að ræða þegar hann lenti í slysinu. Þó áverkinn væri kannski ekki mikill yrði slysið til þess að taka hann úr umferð á vinnumark- aðnum, þegar málið væri skoðað ofan í kjölinn og nefndin hafi í sínu mati ekki tekið neitt tillit til þess. Dóminn kvað upp Kristjana Jónsdóttir hér- aðsdómari ásamt meðdómendunum Helga I. Jónssyni héraðsdómara og Ríkharði Sigfússyni bæklunarskurðlækni. Atlanta í heimsreisu með 360 Svía LOCKHEED Tristar-þota Atlanta er nú á þriggja vikna ferð um heiminn með vinn- ingshafa í sænska Bingó-lottó- inu. Annast Atlanta ferðina fyrir breska flugfélagið Caledonian Airways. Ferðinni Iýkur 7. nóvember Guðmundur Hafsteinsson skrifstofustjóri Atlanta tjáði Morgunblaðinu að ferðin hefði hafist í Gautaborg 17. október síðastliðinn og lyki henni 7. nóvember. Leiðin liggur með- al annars til Taflands, Ástral- íu, Frönsku Polýnesu, Brasil- íu, Senegal og Jórdaníu. Þátt- takendur eru 360 Svíar, vinn- ingshafar í sænska Bingó- lottóinu. Guðmundur segir sömu áhöfnina fljúga vélinni alla ferðina, enda sé nægilega oft stoppað til að áhöfnin nái tilskilinni hvfld. Þá hafi verið reynt að safna saman sem flestum sænskumælandi starfsmönnum hjá iyrirtæk- inu. Andablendingur í Laugardal UNDANFARIÐ hefur furðuleg- ur andarsteggur haldið til í Laugardalnum. Talið er að hann sé blendingur rauðhöfðaandar og stokkandar en hann ber ýmis einkenni beggja tegunda. Þessar tvær tegundir blandast frekar sjaldan saman. MYNDIN sýnir rauðhöfða og stokkönd. Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson HANS Júlíus Þórðar- son, fyrrverandi út- vegsmaður, lést á heimili sínu á Akra- nesi aðfaranótt 28. október, á nítugasta aldursári. Júlíus fæddist 11. mars árið 1909 á Grund á Akranesi. Hann var næst elstur níu barna hjónanna Emilíu Þorsteinsdótt- ur frá Grund og Þórð- ar Ásmundssonar, kaupmanns og útgerð- armanns frá Háteigi á Akranesi. Júlíus stundaði nám í Flensborgarskóla í Hafnafirði og lauk gagnfræðaprófi árið 1928. Að því loknu hóf hann störf við sjávarútveg, sem var hans starfs- vettvangur næstu fímmtíu árin. Júlíus starfaði m.a. hjá Óskari Halldórssyni sem vélgæslumaður í íshúsfélaginu Herðubreið í Reykja- vík og vann með Þórði föður sínum að útgerðarmálum. Þegar Þórður féll frá tók Júlíus við stjóm íyrir- tækja þeirra, Heimaskaga hf., Ás- mundar hf. og Verslunar Þórðar LJÁÐU ÞEIM EYRA Andlát JULIUS ÞORÐARSON ÚTGERÐARMAÐUR Ásmundssonar, ásamt mágum sínum. Sam- hliða þessum störfum var Júlíus fréttaritari Morgunblaðsins um langt árabil. Júlíus lagði mikla stund á íþróttir og lék með Knattspyrnufé- lagi Akraness og var einnig markvörður hjá Knattspymufélag- inu Víkingi í Reykja- vík. Hann tók mikinn þátt í félagstörfum, var m.a. lengi félagi í Rotary og var um tíma formaður Utvegsmannafé- lags Akraness. Júlíusi var margt til lista lagt og lék hann á harm- óniku, munnhörpu og píanó. Eiginkona Júlíusar var Ásdís Ásmundsdóttir frá Hábæ á Akra- nesi en þau gengu í hjónaband 3. ágúst árið __ 1933. Eignuðust þau sex börn. Ásdís lést 21. júlí árið 1985. Við andlát Júlíusar Þórðarsonar þakkar Morgunblaðið störf hans í þágu blaðsins og sendir aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Graham Swift í dag kemur út verðlaunasagan Hestaskálin eftir breska rithöfundinn Graham Swift í þýðingu Fríðu Bjarkar Ingvadóttur. Höfundur og þýðandi lesa úr bókinni í kvöld á Súfistanum AAnanmir Alro\m!c Hnfcf Lrl OCí Mál og menning • Laugavegi 18 • Sími 515 2500 Cliff Richard Nefnd um kristnitöku- hátíð á höfuðborgar- svæðinu Reynt að fá Cliff Richard til Islands NEFND fulltrúa Reykjavíkurpró- fastsdæma og Reykjavíkur, Sel- tjamarness og Kópavogs, sem undirbýr hátið í tilefni af kristni- tökuafmæli, á í viðræðum við enska dægurlagasöngvarann Cliff Richard um að koma til Islands. Nefndin ráðgerir að hefja hátíð- ina með útiguðsþjónustu á Laug- ardalsvelli í ágúst á næsta ári. Prófastar Reykjavíkurpró- fastsdæma, séra Guðmundur Þorsteinsson og séra Jón Dalbú Hróbjartsson, sitja í nefndinni og segir sr. Jón þegar hafa verið lagðar fram ýmsar hugmyndir en ætlunin sé að halda kristnitöku- hátíð í eitt ár og bjóða upp á einn til tvo atburði í hveijum mánuði mánuði og stuudum fleiri. Nefnd- ir í hveiju prófastsdæmi landsins eru nú að skipuleggja hátíðahöld hver í sinni byggð auk hátíða- haldanna sem kristnihátíðar- nefnd kirkjunnar og ríkisstjóm- arinnar hefur á sinni könnu. Morgunblaðinu er kunnugt um að meðal hugmynda sem eru í at- hugun hjá nefndinni er að fá breska söngvarann Cliff Richard til landsins en hann hefur sungið trúarlega tónlist á siðari árum. Cliff hefúr sagt að hann sé hættur að syngja en gerir það engu að síður enn við sérstök tækifæri. Séra Jón Dalbú segir að við útiguðsþjónustuna í Laugardaln- um muni biskup íslands prédika og hugmynd sé að fram komi einnig þúsund manna kór. Af öðrum tiltækjum má nefna gospeltónleika, röð af tjaldsam- komum í miðborginni þar sem reynt verður að fá sem flest kristin trúfélög til að vera með. Einnig er ráðgert að halda víðs- vegar í prófastsdæminu sérstak- ar guðsþjónustur sem tengjast myndu ákveðnum timum kirkju- sögunnar. Nefndin mun á næstu mánuðum vinna úr þeim hug- myndum sem fyrir Iiggja og ganga frá endanlegu fyrirkomu- lagi hátíðarinnar. Fyrsta hátiðin í Eyjafjarðarprófastsdæmi Hátíðahöld hefjast víða strax á næsta ári og þannig ráðgerir nefndin í EyjaQarðarprófasts- dæmi að ríða á vaðið með guðs- þjónustu siðast í apríl og er þar vænst þátttöku forseta Islands og biskups. Segir séra Birgir Snæ- björnsson prófastur að nefndin hafi fyrir alllöngu byijað að taka frá íjármagn vegna dagskrárinn- ar. Meðal annarra atriða má nefna útihátíð í Kjarnaskógi 26. júlí með þátttöku skáta og hefur Böðvar Guðmundsson meðal ann- ars verið fenginn til að semja leikrit sem þar verður flutt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.