Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 8

Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞEIR röfla nú varla yfir því hvort maður hafi migið í saltan sjó eða bara skvett úr koppnum sínum í hann til að næla sér í þennan sjómannaafslátt Sigga mín. Isknattleikur á Rauðavatni EKKI er alltaf tekið út með sældinni að stunda ísknattleik frekar en aðrar íþróttir. í skemmtilegum leik má þó þola marga byltuna í baráttunni við mótherjana. Þessir piltar léku listir sínar á Rauðavatni í gær. Bók um stjórnskipunarrétt Skýrir kjarnann í íslenskri stjórnskipan Gunnar G. Schram FYRIR nokkru kom út bók um stjórn- skipunarrétt á veg- um Háskólaútgáfunnar. Höfundur bókarinnar er Gunnar G. Sehram en hann er prófessor í stjórn- skipunarrétti og þjóðarétti við lagadeild Háskóla Is- lands. -Er þessi bók ætluð sérfræðingum eða getur almenningur haft gagn af henni? „Bókin er skrifuð á auð- skiljanlegu máli og al- menningur á að geta haft mikið gagn af henni. Is- lendingar hafa alltaf haft áhuga á lögum og rétti sem er til marks um ríka menningarvitund þjóðar- innar og sem flestir ættu að kunna skil á stjórnar- skrárákvæðunum því þau snerta hvern einasta borgara landsins. í bókinni er fjallað um gnmd- vallarlög þjóðarinnar. Stjórnar- skráin er öllum lögum æðri og lög víkja ef þau ganga í bága við stjórnarskrána." Gunnar segir að bókin skýri öll meginatriði eða kjamann í íslenskri stjómskipun. „Það voru gerðar ýmsar breyting- ar á stjórnarskránni árið 1995 og um þær er fjallað." Hann segir að skoðuð séu íslensk mál sem skotið hefur verið til Mannréttindadóm- stólsins í Strassborg og gerð grein íyrir Mannréttindasamningi Evrópu sem varð að lögum hér á iandi árið 1994 og hafði í för með sér réttarbót fyrir íslendinga á sviði mannréttinda. „Fjallað er um áhrif EES-samningsins hér á landi og á hvaða hátt ákvæði hans eru gerð bindandi í íslenskum rétti. Þá er rætt um réttindi og skyldur íslenskra ríkisborgara og ítarlega gerð grein fyrir æðstu stjórn ríkisins, forsetanum og völdum hans svo og völdum ráð- herra og ábyrgð þeirra á stjórnar- gerðum sínum.“ -Er íslenskur stjórnskipunar- réttur vanþróaður miðað við meg- inland Evrópu? „Fjarri því. Hann er vel þróað- ur og uppsprettulind hans er sjálfstæðisbaráttan. Þess vegna hafa Islendingar látið sig stjórn- skipun landsins og grundvallar- lögin miklu skipta í meira en heila öld.“ - Rætt hefur verið um að bæta mannréttindaákvæðum í stjórnar- skrána? „Já, og þá á sama hátt og við innleiddum nokkur ný mannrétt- indi 1995 úr mannrétt- indasamningi Evrópu. Ymsar þjóðir hafa til dæmis ákvæði í sinni stjórnarskrá um þjóð- aratkvæði en það er ekki að finna í ís- lensku stjórnar- skránni nema ef kirkjuskipan er breytt, þá þarf þjóðaratkvæða- greiðsla að fara fram svo og ef forseti neitar að undirrita lög. Gunnar segir það í samræmi við lýðræðislega stjórnarhætti að taka upp í stjórnarskrána heimild fyrh' ákveðinn hluta kjósenda til að óska eftir því að þjóðarat- kvæðagreiðsla fari fram um mikil- væg mál. Hann segir að í áliti stjórnarskrárnefndai', sem fór fyrir Alþingi árið 1982, hafí verið lagt til að fjórðungur alþingiskjós- enda gæti óskað eftir því að fram færi ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðsla um einstök málefni en það náði ekki fram að ganga. -Er framkvæmdavaldið orðið ►Gunnar G. Schram er fæddur á Akureyri árið 1931. Hann lauk lagaprófi frá Háskóla Islands árið 1956 og doktorsprófi í þjóð- arrétti og hafrétti frá háskólan- um í Cambridge árið 1961. Gunnar var ritstjóri Vísis til ársins 1966 og starfaði í utan- ríkisþjónustunni f 8 ár m.a. sem varafastafulltrúi Islands hjá SÞ í New York. Hann hefur verið prófessor við Háskóla íslands frá árinu 1974 í stjórnskipunar- og þjóð- arrétti og jafnframt haft umsjón með kennslu í mannréttindum, umhverfisrétti og hafrétti. Gunnar er formaður Alþjóða- málastofnunar Háskóla Islands og Mannréttindastofnunar Há- skóla Islands. Eiginkona hans er Elísa Stein- unn Jónsdóttir leirlistakona og eiga þau fjögur börn. of sterkur þáttur í löggjafarvald- inu? „Það er vaxandi áhyggjuefni. Mjög flóknir lagabálkar eru samdir í ráðuneytum eða af sér- fræðingum utan þings sem koma síðan inn á borð þingmanna sem hafa taksmarkaðan tíma og sér- þekkingu til að fjalla um flókna lagabálka. Þess vegna má segja að þingmenn þyi'ftu á frekari að- stoð að halda til að fjalla um flóknin mál heldur en þeir hafa í dag. Það er þörf á að styrkja nefndir Alþingis og fá jafnvel fleiri sérfræðinga til liðs við þær. Þá gætu nefndarfundir verið opnir, sérstaklega þegar mál eins og hálendismálin koma upp þar sem mikill meirihluti þjóðarinnar var and- vígur niðurstöðu Al- þingis.“ -Þú fjallar líka um landgrunnið og efna- hagslögsöguna í bók- inni? „Já, og nú misstu Bretar 200 sjómílna lögsögu í kringum Roc- kall fyrir nokkrum mánuðum. Það er nauðsynlegt að íslendingar hefji sem fyrst aðgerðir í því sam- bandi og krefjist landgnmnsrétt- inda suður fyrir Rockall eins og við gerðum árið 1985 með reglu- gerð.“ Þá segh' Gunnar að vert sé að minna á merk nýmæli mannrétt- inda. „Nú er bundið í stjómarskrá að menn hafa rétt til að standa utan félaga. Leigubílstjóri mótmælti því að þurfa að vera í Félagi leigubíl- stjóra og málinu var skotið til dóm- stóls í Strassborg sem komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hægt að skylda menn til þess.“ Stjórnarskrár- ákvæðin snerta alla borgara landsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.