Morgunblaðið - 29.10.1998, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lands-
Fjármálaráðuneytið í bréfí til umboðsmanns Alþingis 1989
simmn
opnar fjar-
skiptasafn
FJARSKIPTASAFN Landssím-
ans var formlega opnað í gær.
Safnið er til húsa í gömlu loft-
skeytastöðinni við Suðurgötu.
Opið verður á þriðjudögum,
fimmtudögum og sunnudögum
frá klukkan 13 til 17. Tekið er á
móti hópum á öðnim tímum eftir
samkomulagi og er aðgangur
ókeypis. Jón Ármann Jakobsson
er forstöðumaður safnsins.
Á Fjarskiptasafninu er að
finna marga skemmtilega gripi
sem tengjast sögu og þróun fjar-
skipta á Islandi s.s. gömul loft-
skeyta- og ritsímatæki, síma,
símstöð, símaskrár, skjöl og kort
auk fjölda mynda, bæði gamalla
og nýlegra.
Björn G. Björnsson frá fyrir-
tækinu List og sögu hafði umsjón
með uppsetningu safnsins.
V élsleðar taldir falla
undir liugtakið bifreiðar
í NÝGENGNUM Hæstaréttai-dómi þar sem ís-
lenska ríkið var sýknað af kröfum Bifreiða og
landbúnaðarvéla hf. um endurgreiðslu ofgreidds
virðisaukaskatts vegna sölu notaðra vélsleða árið
1992, reyndi á túlkun þess hvort vélsleðar gætu
talist vélknúin ökutæki í skilningi 10. greinar vh'ð-
isaukaskattslaganna nr. 50/1988, eins og ákvæðið
hljóðaði fram að breytingu sem á því var gerð árið
1993. Forsvarsmenn Bifreiða og landbúnaðarvéla
og lögmaður fyrirtækisins vitnuðu m.a. í málinu til
þess að í sambandi við aðra gjaldtöku af vélknún-
um ökutækjum hefði hið sama verið látið ganga
yfir vélsleða og bifreiðar.
í umræddu ákvæði virðisaukaskattslaganna er
veitt undanþága frá almennum virðisaukaskatts-
reglum fyrir sölu vélknúinna ökutækja sem seld
eru í endursölu í atvinnuskyni. 1993 var reglan út-
víkkuð og tekin af tvímæli um að hún næði til allra
vélknúinna ökutækja. Meirihluti dómenda Hæsta-
réttar, eða fjórir af fimm, komst að þeirri niður-
stöðu að vélsleðar hefðu ekki talist vélknúin öku-
tæki í skilningi 10. greinar fram að breytingunni
árið 1993.
Umboðsmaður taldi umdeilda
gjaldheimtu ná til vélsleða
Forsvarsmenn Bifreiða og landbúnaðarvéla
hafa í þessu máli m.a. vitnað til þess að við aðra
gjaldtöku af vélknúnum ökutækjum hafi hið sama
verið látið ganga yfir vélsleða og bifreiðar þótt
vélsleðar væru ekki sérstaklega tilgreindir í við-
komandi lagaákvæðum eða reglum. Árið 1989 leit-
aði fyrirtækið álits umboðsmanns Alþingis á því
hvort heimilt væri að leggja á vélsleða sérstakt
gjald sem heimt var af bifreiðum og bifhjólum skv.
reglugerð frá 1987. Komst umboðsmaður að þeirri
niðurstöðu að leggja bæri þann skilning í orðið bif-
reið í 16. grein laga nr. 4/1960 um efnahagsmál, að
það geymdi viðhlítandi lagaheimild til heimtu
gjalds af vélsleðum. Fjármálaráðuneytið var líka
þeirrar skoðunar að vélsleðar féllu undir hugtakið
bifreiðar. I svari ráðuneytisins til umboðsmanns
vegna þessa máls í júlí 1989 sagði m.a.: „Með vísan
til þess sem hér að framan er rakið sýnist laga-
grundvöllur til innheimtu gjaldsins af vélsleðum
vera nokkuð ótvíræður þar sem engum vafa er
undirorpið að tæki þessi hafa alla tíð fallið undfr
hugtakið bifreið í skilningi tollskrárlaga."
„I álitinu kemur fram rökstuðningur fjármála-
ráðuneytisins fyrir því að vélsleðar skuli falla und-
ir hugtakið bifreið. Það var niðurstaða umboðs-
manns Alþingis að þetta væri skattskylt sam-
kvæmt lögunum og þá töldu Bifreiðar og landbún-
aðarvélar að vélsleðarnir féllu einnig undir 10.
grein virðisaukaskattslaganna eins og hún var áð-
ur,“ segir Helgi V. Jónsson, lögmaður B&L, í sam-
tali við Morgunblaðið. „Svo var lögunum breytt
1993 og sett með skýnim orðum að vélsleðar féllu
undir þetta undanþáguákvæði laganna," segir
hann.„
r " ý* f
• * * í
Morgunblaðið/Þorkell
JÓN Ármann Jakobsson við gömul tæki í eigu Landssimans.
Sólarhringsseinkun
á leiguskipinu
BROTTFOR Hanseduo, leiguskips
Eimskips, hefur seinkað um 20
klukkustundir vegna aðgerða Sjó-
mannafélags Reykjavíkur í
Straumsvík í fyrradag. Þórður
Sverrisson, framkvæmdastjóri
flutningasviðs Eimskipafélags Is-
lands, segir þetta alvai’legt mál og
reynt sé að vinna þessa seinkun
upp. Hann segir líklegt að höfðað
verði skaðabótamál gegn Sjó-
mannafélaginu.
Eimskip vinnur að undirbúningi
staðfestingarmáls vegna lögbanns
sem sýslumaðurinn í Hafnarfirði
lagði í fyrradag á aðgerðir sjó-
manna. Staðfestingarmál verður að
höfða innan viku frá lögbanni, ann-
ars fellur það úr gildi.
í því máli getur gerðarþoli hald-
ið uppi vörnum og jafnvel bótakröf-
um. Gerðarþoli getur þó ekki borið
ákvörðun sýslumanns um lögbann
undir dóm að öðru leyti.
„Sjómannafélagið er ábyrgt fyrír
þeim skaða sem það hefur valdið,“
segir Þórður Sverrísson.
Hann segir að Eimskip sé
ábyrgt gagnvart öllum sínum við-
skiptavinum. Seinki skipinu fari
t.d. ferskur fiskm- seinna á markað
erlendis sem og önnur vara.
Engum bréfum svarað
Eftirlit Alþjóðasambands flutn-
ingaverkamanna á íslandi, ITF, vill
af gefnu tilefni taka fram eftirfar-
andi vegna þýska flutningaskipsins
Hanseduo, en skip þetta siglir á
vegum Eimskipafélags íslands sem
ræður allri áætlun skipsins.
1. Skip þetta var með svonefnd-
an ITF/TCC GIS samning, en slíka
samninga gera þýsk samtök sjó-
manna fyrir skip sem sigla á veg-
um þýskra útgerða.
2. 29. maí 1998 var gerður samn-
ingur milli þýska stéttarfélagsins
ÖTV og Sjómannafélags Reykja-
víkur um gagnkvæmt framsal á
samningsrétti félaganna. Þannig er
ÖTV með samningsréttinn fyrir öll
kaupskip sem eru í eigu íslenskra
útgerða, eins og t.d. Samskipa, og
koma ekki í íslenska höfn.
3. Hins vegar fékk Sjómannafé-
lag Reykjavíkur samningsrétt fyrir
þýsk skip sem eru í sigiingum fyrir
íslenska útgerð til og frá landinu.
4. 5. júní 1998 sagði ÖTV samn-
ingi Hanseduo upp og áréttaði við
útgerðina að ganga þegar í stað frá
samningum við Sjómannafélagið,
11. júní sendi Sjómannafélagið út-
gerð skipsins sömu kröfu um
samning og 22. september var
Eimskipafélagi íslands send krafa
um undirritun kjarasamnings.
Engum bréfum Sjómannafélagsins
í þessu efni hefur verið svarað.
Þar með er ljóst að viðkomandi
skip er ekki með gildandi kjara-
samning ITF um borð fyrir fastar
áætlunarsiglingar, segir í yfirlýs-
ingunni.
Starfsemi Atlanta í Bretlandi í eðlilegt horf
Tj‘ón talið
í lágmarki
TJÓN Atlanta vegna stöðvunar
bresku flugmálastjórnarinnar á flugi
nokkurra véla félagsins fyrir bresk
flugfélög er í lágmarki og horfur á að
orðstír félagsins hafi ekki beðið
hnekki, er meðal þess sem segir í
frétt frá Atlanta í gær. Jafnframt
segir að starfsemi félagsins ytra sé
að komast í eðlilegt horf.
Breska flugmálastjómin stöðvaði
flug nokkurra flugvéla Atlanta fyrir
bresk flugfélög á föstudag í síðustu
viku í kjölfar athugunar á meðhöndl-
un á varahlutum en banninu var aflétt
á þriðjudagskvöld. I frétt Atlanta
segir að bresk og íslensk flugmálayf-
hvöld hafi lýst sig sátt við skráningu
og meðhöndlun varahluta hjá Atlanta
á Heathrow-flugvelh og geri ekki
frekari athugasemdir við þær vinnu-
aðferðfr sem notaðar séu af starfs-
fólki félagsins hérlendis og í Brefr
landi. Atlanta hafi því hafið flug með
eðliiegum hætti fyrir bresk flugfélög.
„Ekki liggur endanlega fyrir hvað
varð til þess um helgina að breska
flugmálastjómin stöðvaði tímabundið
flug Atlanta fyrir bresk flugfélög. Á
meðan bresk flugmálayfirvöld könn-
uðu skráningaraðferðir Atlanta önn-
uðust ýmis önnur flugfélög þau verk-
efni sem félagið sinnir í Bretlandi,"
segh' einnig í fréttinni. ,Atlanta mun
eftir sem áður leitast við að efla enn
frekar samstarf sitt við flugmála-
stjómir beggja landanna til að
tryggja að engin mál af þessu tagi
geti komið upp.“
Athugasemd frá Leifí
Sveinssym
LEIÐRETTING við frétt í Morgun-
blaðinu hinn 2. október sl. um dóm
Hæstaréttar í málinu nr. 85/1998: ís-
lenska ríkið gegn Myllunni-Brauði
hf.
I.
Völundur hf. er stofnaður 25. febr-
úar 1904 af 40 trésmiðum í Reykja-
vík, hlutafjárframlag hvers 300 kr.,
samtals 12.000 kr.
II.
Völundi hf. er slitið 2. júní 1933 og
tvö hlutafélög stofnuð af gmnni hans,
Timburverslunin Völundur hf. og
Klappareignin hf. Annað var rekstr-
arfélag, hitt fasteignafélag.
III.
Timburverslunin Völdundur hf. og
Klappareignin hf. eru sameinuð hinn
28. nóvember 1986 og heitir þá hið
sameinaða félag Timburverslunin
Völundur hf.
IV.
Hinn 24. september 1987 selja þá-
verandi eigendur Timburverslunar-
innar Völundar hf., þau Bergljót,
Haraldui-, Leifur og Sveinn Kjartan
Sveinsbörn, öll hlutabréf sín í Timb-
urversluninni Völundi hf., eða 100%
hlutafjár. Kaupandi Brauð hf.
V.
Á ályktunarhæfum hluthafafundi í
Timburversluninni Völundi hf. í
Reykjavík, sem haldinn var hinn 4.
janúar 1988, var samþykkt með til-
skildum meirihluta að breyta nafni
félagsins í J.L. Völundur hf.
VI.
J.L. Völundur hf. var síðan tekinn
til gjaldþrotaskipta hinn 14. maí
1990. Skiptum lauk hinn 24. septem-
ber 1997. Skiptastjóri var Ragnar H.
Hall, hrl.
VII.
Völundur hf. hefur þvi aldrei orðið
gjaldþrota. Það var J.L. Völundui' hf.
sem varð gjaldþrota.
VIII.
Með bréfi til forseta Hæstaréttar
hinn 14. október sl. óskaði ég eftir
leiðréttingu frá réttinum, þannig að
skýrt kæmi fram, að það hafi verið
J.L. Völundur hf. sem varð gjald-
þrota, en ekki Völundur hf. I svar-
bréfi forseta Hæstaréttar frá 19.
október sl. er þeirri ósk hafnað á
þeim forsendum að í ársreikningum
Brauðs hf. frá 1990 sé ávallt talað um
Völund hf. og sama orðalag sé að
finna í Héraðsdómi frá 11. febrúar
1998, svo og úrskurði Yfirskatta-
nefndar nr. 657 frá 6. september
1995.
Hörmulegt er til þess að vita, að
jafnt endurskoðandi Brauðs hf., Yfir-
skattanefnd, Héraðsdómur Reykja-
víkur og Hæstiréttur íslands skulu
gerast sekir um slíka ónákvæmni í
vinnubrögðum. Verður því að treysta
því að við prentun Hæstaréttardóms
fyrir árið 1998 verði þessi mistök
leiðrétt.
Reykjavík 27. október 1998,
Leifur Sveinsson.