Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mikið ber í milli meinatækna og Ríkisspítala og deilan er sögð á byrjunarreit
Nauðsynlegum
rannsóknum
aðeins sinnt
að litlu leyti
____Mikið ber í milli í viðræðum_
meinatæknanna 47, sem sagt hafa upp
____starfi á Landspítalanum frá__
mánaðamótum, og viðræðunefndar
starfsmannahalds sjúkrahússins.
Talsmaður meinatækna sagði að loknum
fundi í gær að deilan væri komin á
byrjunarreit.
Samanburður á launum meinatækna og hjúkrunarfræðinga frá 1976-1998 miðað er við byrjunarlaun í fyrsta launaþrepi Ath.: tölur fyrir 1976 eru gamlar krónur Mismunur Hjúkrunarfr. Meinatæknar kr. %
1976 B10 84.026 B12 84.026 5.884 +7,00%
1985 134 23.435 62 23.435 -1.345 -6,09%
1998 A2 106.632 A1 106.632 -7.727 -7,81%
Breyting 1976-1998 -14,81%
Deildar- hjúkrunarfr. Deildar- meinatæknar Mismunur kr. %
1976 B14 95.798 B14 95.798 0 0,00%
1985 136 24.862 65 24.138 -724 -3,00%
1998 B1 129.404 A5 111.416 -17.988 -16,15%
Heimild: Meinatæknar á blóð- og meinaefnafræðideild Landspítalans Breyting 1976-1998 -16,15%
MIKILL vandi blasir við í
rekstri Landspítalans
komi uppsagnir meina-
tækna til framkvæmda um næstu
mánaðamót. Neyðaráætlun gerir
ráð fyrir að einungis verði unnt að
sinna 15-20% af algengustu rann-
sóknum, sem þarf til að með-
höndla bráðaveikindi, að sögn
Jóns Jóhannesar Jónssonar, for-
stöðulæknis meinefnafræðideildar
sjúkrahússins.
Jón Jóhannes segir að nú sé búið
að setja upp neyðaráætlun sem
miðast við að uppsagnimar taki
gildi um mánaðamót. „Við munum í
raun ekki geta sinnt nema litlum
hluta af þeim verkefnum, sem við
sinnum að jafnaði,“ sagði hann. Jón
Jóhannes segir að áætlunin miðist
við að halda uppi þeirri starfsemi
sem hægt verður með þeim 13
meinatæknum sem eftir verða í
starfí á blóðefna- og meinefna-
fræðideild. „Annars vegar skerum
við mjög mikið niður þær tegundir
rannsókna, sem við getum boðið
upp á. Við munum ekki geta gert
nema einföldustu og algengustu
rannsóknir og þær rannsóknir sem
mest tengjast meðferð á bráða-
veiku fólki,“ sagði hann. Hann
sagði þetta þó ekki nóg því líka
yrði að draga verulega úr fjölda
bráðarannsókna.
Spilaborgin hrynur
eftir fáeina daga
„Við metum það svo að við get-
um með góðu móti sinnt 15-20% af
þessum algengu rannsóknum, sem
þarf að gera til að meðhöndla
bráðaveikt fólk,“ segir Jón Jóhann-
es.
Þrátt fyrir að niðurskurðm- þjón-
ustunnar sé þetta mikill strax og
neyðaráætlun kemur til fram-
kvæmda, segir Jón Jóhannes að
ástandið muni enn versna að fáein-
um dögum liðnum. Rannsóknastof-
ur í blóðefna- og meinefnafræði eru
opnar allan sólarhringinn, alla
daga ársins. Frá því að neyðará-
ætlunin tekur gildi verður mjög
mikið álag á það starfsfólk sem eft-
ir verður. „Við verðum með fátt
fólk, sem vinnur vaktavinnu. Eftir
fáeina daga hrynur spilaborgin.
Þetta er ástand sem getur ekki
varað lengi,“ segir hann.
Starf meinatæknanna, sem eru
að hætta, felst einkum í rannsókn-
um, sem eru nauðsynlegar við
meðferð sjúklinga á legudeildum,
göngudeildum og bráðamóttöku
Landsspítalans. Jón Jóhannes var
spurður hvaða áhrif samdráttur á
rannsóknarstofunum mundi hafa á
starfsemi annarra deilda spítalans
og innlagnir sjúklinga.
Hann segir erfitt að sjá fyrir
hvernig sjúkrahúsið muni geta tek-
ið við þeim sjúklingum, sem það
tekur við að jafnaði, miðað við þá
miklu skerðingu sem verður á
rannsóknaþjónustu gangi meina-
tæknarnir út.
Stærsta og sérhæfðasta
sjúkrahús landsins
„Að hluta er hægt að bregðast
við með varkárni í því
hvaða rannsóknir eru
gerðar en það er erfítt
að sjá hvemig það geng-
ur upp,“ segir hann.
„Þegar svona vandi
kemur upp á Landspítal-
anum verður heilbrigðiskerfíð í
heild sinni að bregðast við. Þetta er
stærsta og sérhæfðasta sjúkrahús
landsins."
Hann sagði að forstöðumenn
rannsóknastofanna litu svo á þeir
ættu mestum skyldum að gegna
við þá sjúklinga, sem þegar liggja á
Landspítalanum. Því teldu þeir
eðlilegast að reynt yrði fyrst og
fremst að sinna þeirri starfsemi
sem ekki er stunduð annars staðar
en á Landspítalanum.
Mikið ber í milli
Jón Jóhannes er ekki beinn aðili
að samningaviðræðum meina-
tækna og starfsmannahalds spítal-
ans en hefur komið að viðræðun-
um. Hann segir það sitt mat að
mikið beri í milli deiluaðilanna. í
sama streng tók Guðlaug Björns-
dóttir, starfsmannastjóri Ríkisspít-
ala, fyrir fund deiluaðilanna í gær.
Guðlaug sagði að í þessum við-
ræðum steytti á launakröfum
meinatækna. „Það er búið að koma
að vissu leyti til móts við meina-
tækna en þetta er spurning um
krónur og aura,“ sagði hún. Meina-
tæknar telja sig hafa dregist mjög
aftur úr í samanburði við kjör
hjúkrunarfræðinga á undanförnum
árum, eins og fram kemur í skýr-
ingarmynd hér til hliðar en Guð-
laug sagðist ekki telja að deilan
snerist um slíkan samanburð. „Ef
það hefur orðið eitthvert
misvægi milh launa við
kjarasamninga, sækja
menn það væntanlega við
það borð þar sem menn
hafa tapað því. En þessir
hópar eru á mjög svipuðu
róli í dag, miðað við það sem við er-
um að bjóða.“
Meinatæknar hafa lýst óánægju
með það hvernig starfsmannaskrif-
stofa Ríkisspítalanna hefur kosið
að túlka úrskurð aðlögunarnefndar
á grundvelli kjarasamninga en
Guðlaug kvaðst ekki vilja tjá sig
um þá óánægju og ítrekaði að hún
teldi þessa deilu ekki snúast um
annað en hreinar og klárar launa-
hækkanir. Hún sagði að kröfur
meinatækna jafngiltu verulegum
launahækkunum, en vildi ekki fara
nánar í saumana á þeim. „Við vilj-
um helst leysa þetta innanhúss en
ekki í fjölmiðlum,“ sagði hún.
Hún sagði hins vegar ljóst að
það hefði mjög mikil áhrif á starf-
semi sjúkrahússins ef uppsagnim-
ar kæmu til framkvæmda því starf
meinatæknanna, sem sagt hafa
upp, felst í því að vinna ýmsar
rannsóknir, sem að gagni koma við
meðferð þeirra sjúklinga, sem
liggja á öðrum deildum sjúkra-
hússins.
„Auðvitað eru meinatæknar í
þannig störfum að læknar eru í
mörgum tilfellum illa staddir án
meinatækna, þannig að meina-
tæknar era í mjög sterkri aðtöðu
til að skaða starfsemina. Þetta hef-
ur áhrif á störf lækna mjög víða á
spítalanum. Þarna eru sýni rann-
sökuð, og á grandvelli niðurstöð-
unnar er bragðist við um meðferð-
ir,“ sagði hún en vísaði
að öðra leyti á forstöðu-
lækna rannsóknarstof-
anna.
Eins og fram hefur
komið snýst deilan um
kjör meinatækna á blóð-
efna- og meinefnafræðideild
Landsspítalans en meinatæknar
era víðar í störfum hjá sjúkrahús-
inu. Alls starfa þar um 140 meina-
tæknar í um 110 stöðugildum. Auk
rannsóknastofunnar í blóðefna- og
meinafræðum starf'a meinatæknar
til dæmis við rannsóknastofur í
sýklafræði og veirafræði. Guðlaug
sagði að ekki væri hægt að draga
úr áfallinu með því að láta meina-
tækna á öðrum deildum vinna þeir
rannsóknir sem sinnt hefur verið á
blóð- og meinefnafræðideild.
„Þetta fólk er með sérþekkingu og
gengur ekki auðveldlega milli
starfa, auk þess sem fólk á öðram
rannsóknastofum er störfum hlað-
ið,“ sagði Guðlaug.
Deilan á byrjunarreit
Meinatæknarnir og viðsemjend-
ur þeirra hittust á fundi í gær og
að honum loknum sagði Anna
Svanhildur Sigurðardóttir, tals-
maður meinatæknanna, að staðan í
deilunni væri á byrjunarreit.
Hún sagði að fulltrúar starfs-
mannaskrifstofu Ríkisspítalanna
segðust ekki hafa umboð til að
bjóða meira en þegar væri á borð-
inu. Hún sagði að fulltrúar fjár-
mála- og heilbrigðisráðuneytis
hefðu ekkert komið að samninga-
borðinu, enn sem komið væri, og að
um þessar mundir mótaðist starfið
á blóð- og meinefnafræðideild af
því að verið væri að undirbúa gild-
istöku neyðaráætlunar um mán-
aðamótin.
Byrjunarlaun meinatækna, sem
ljúka B.Sc.-prófí, að loknu um 3 ára
námi á háskólastigi, era nú 98.905
krónur.
Anna Svanhildur sagði að deild-
armeinatæknir kæmist varla ofar í
launaskalanum en í 135 þúsund
krónur. Meinatæknarnir 47, sem
sagt hafa upp, eru eingöngu konur.
„Þetta er kvennastétt og hún er
launuð í samræmi við það,“ sagði
Anna Svanhildur.
Meinatæknar hafa borið laun sín
saman við laun hjúkrunarfræðinga
og era ósáttar með þróun mála í
þeim samanburði síðustu ár, en
gerð er grein fyrir tölum um þann
samanburð annars staðar á síðunni.
Anna Svanhildur sagði að mikill
munur væri á þeim launum sem
sjúkrahúsin greiða meinatæknum
og því sem í boði er á almennum
vinnumarkaði, þar sem ekki er
boðið minna en 200 þúsund krónur
fyrir þessi störf. Hún sagði að
mannekla væri þegar á rannsókna-
stofum spítalanna en fullreynt virt-
ist að ekki þýddi að auglýsa störf
meinatækna þar laus til umsókna
vegna launanna, auk þess sem mik-
ið vinnuálag er á deildinni.
Eru opnir fyrir ýmsum
möguleikum
Anna Svanhildur segir að meina-
tæknar á blóð- og meinefnafræði-
deild hefðu ekki metið kröfur sínar
í viðræðum við Ríkisspítalana til
ákveðinna prósenta. „Við eram
opnir fyrir ýmsum möguleikum og
við erum opnar fyrir þeim tillögum
sem koma fram,“ sagði hún.
Samkvæmt þeim kjarasamningi,
sem meinatæknar gerðu um kjör
sín á síðasta ári, skyldi gera aðlög-
unarnefndarsamning um fram-
kvæmd kjarasamningsins.
Samningar náðust ekki í aðlögun-
amefnd og féll úrskurður í júlí sl.
með atkvæðum vinnuveitenda og
oddamanns. Sá samningm- kom til
framkvæmda 1. september og hafa
meinatæknar lýst óánægju með
túlkun starfsmannaskrifstofu á
þeim samningi en samkvæmt þeim
hafi 80% meinatækna verið flokkuð
í svokallaðan A-ramma, sem þýðir
að störf þeirra era skilgi-eind
þannig að þau séu unnin
á annarra ábyrgð. Eng-
inn meinatæknir er
flokkaður í C-ramma fyr-
ir ábyrgðarmestu störfín.
Meinatæknar hafa jafn-
framt þrýst á um að fram
fari starfsmat, þar sem álag og
ábyrgð verði metin til launa.
Anna Svanhildur hefur sagst
telja að innan ramma aðlögunar-
nefndarúrskurðarins ætti að vera
svigrúm til að koma til móts við
kröfur meinatækna. Samninga-
menn Ríkisspítala hafa kynnt
meinatæknum hugmyndir um
starfsmat að danskri fyrirmynd en
talið er að það muni taka mánuði
að hrinda því í framkvæmd.
Meinatæknar telja því að líta eigi
á það sem framlag til næstu kjara-
samningaviðræðna en að það sé
ekki til þess fallið að leysa þessa
deilu.
Aðeins fáir
starfsmenn
munu vinna
vaktavinnu
Engar um-
sóknir um
störf vegna
lágra iauna
Þörf á að-
stöðu til að
geyma
tölvugögn
HINN 15. september 1997 skipaði
menntamálaráðherra nefnd um
varðveislu tölvugagna sem verða til í
stjórnsýslunni. Nefndin hafði það
hlutverk að gera tillögur að reglum
um skil tölvugagna til þjóðskjala-
safns eða héraðsskjalasafna, reglum
um varðveislu tölvugagna hjá upp-
hafsaðila, geymslufoiTn gagna, skila-
tíma, varðveisluskilyrði og hvernig
búa skuli geymsluhúsnæði í Þjóð-
skjalasafni. Þá var nefndinni gert að
gera áætlun um kostnað við að koma
upp í Þjóðskjalasafni nauðsynlegri
aðstöðu til geymslu tölvugagna.
Nefndin lauk starfí sínu 15. júlí sl.
og skilaði skýrslu til menntamálaráð-
herra. I niðurstöðum nefndarinnar
segir m.a. að flest bendi til þess að
stjómsýslan færist í átt til aukinnar
pappírslausrar starfsemi og því sé
biýnt að koma upp í Þjóðskjalasafni
aðstöðu til varðveislu tölvugagna.
Nefndin fjallar einnig um þörfina á
því að tölvugögn verði gerð jafnrétt-
há pappírsgögnum að lögum og telur
slíkt forsendu þess að tækniframfarir
á sviði rafrænnar skjalavörslu og
skjalavinnslu nái fram að ganga.
Skipaður hefur verið viðræðuhóp-
ur menntamálaráðuneytisins og
Þjóðskjalasafns til að vinna áfram
að málinu á grundvelli tillagna
nefndarinnar.
Pétur Ásgeirsson, deildarstjóri í
menntamálaráðuneyti, var formaður
nefndarinnar. Auk hans sátu í
nefndinni Bjarni Þórðarson, fjár-
málastjóri í Þjóðskjalasafni, Krist-
jana Kristinsdóttir, forstöðumaður
skjalavörslusviðs Þjóðskjalasafns,
Þóra Gylfadóttir, bókasafnsfræðing-
ur hjá Hagstofu Islands, Jóhann
Gunnarsson, deildarstjóri í Hag-
sýslu ríkisins, og Svanhildur Boga-
dóttir, borgarskjalavörður.
Skýrslu nefndarinnar er að fínna
á heimasíðu menntamálaráðuneytis-
ins. Vefslóðin er www.mm.stjr.is.
---------------------
Athugasemd vegna
skrifa um SUS og lög-
leiðingu fíkniefna
Vinnubrögðum
DV harðlega
mótmælt
MORGUNBLAÐIÐ hefur verið
beðið að birta eftirfarandi athuga-
semd:
A síðustu dögum hafa DV og
Fókus gefið í skyn að Samband
ungra sjálfstæðismanna hafi á dög-
unum samþykkt ályktun þess efnis
að neysla fíkniefna skuli lögleyfð
hér á landi. Var það fyrst gert í
Fókus sem birtist föstudaginn 23.
okt. sl. og síðan fylgt eftir með al-
varlegum rangfærslum í Dagfara
mánudaginn 26. okt.
Undirrituð vilja taka það skýrt
fram að í ályktun þeirri sem SUS
samþykkti á umræddu málefnaþingi
um frelsi einstaklingsins, er hvergi
að finna hvatningu í þá átt að fíkni-
efni verði lögleidd hér á landi. Það
sem meira er, ekki er minnst einu
orði á „fíkniefni" eða „eiturlyf" í um-
ræddri ályktun. Blaðamanni DV var
gerð grein fyrir því áður en greinin
birtist en engu að síður var látið að
því liggja að svo væri í inngangi um-
ræddrar greinar sem birtist í Fókus.
Slík vinnubrögð eru ámælisverð.
Undirrituð harma að Samband
ungi-a sjálfstæðismanna hafi verið
dregið inn í þessa umfjöllun með
framangreindum hætti.
Ásdís Halla Bragadóttir, formað-
ur SUS.
Jónas Þór Guðmundsson, 1.
varaformaður SUS.
Sigurður Kári Kristjánsson, for-
maður málefnanefndar SUS um
Freisi einstaklinganna.