Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 14

Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Styrktarsamningur við Kristin Björnsson skíðamann undirritaður KRISTINN Svanbergsson, frainkvæmdastjóri Skíðasambands ís- lands, og Egill Jóhannsson, formaður þess, Kristinn Björnsson og Halldóra Garðarsdóttir, fulltrúi Garðars Guðmundssonar. Morgunblaðið/Guðmundur Þór ÓLAFSFIRÐINGAR færðu Kristni rúmlega 700 þúsund krónur; Þorvaldur Hreinsson afhendir ávisunina fyrir þeirra hönd. Morgunblaðid/Kristján Ný tækni við fram- kvæmd verðkannana Fáir geta státað af slíkum stuðningi Ólafsfírði. Morgunbiaðið NEYTENDAFÉLÖGIN á Akur- eyri, Selfossi og Isafírði stóðu fyrir verðkönnun í matvöruversl- unum á félagssvæðum sínum í gær. Vilhjálmur Ingi Árnason, formaður Neytendafélags Akur- eyrar og nágrennis mætti í versl- anir vopnaður strika- merkjaskanna og mun þetta vera í fyrsta skipti sem verðkönnun er framkvæmd hérlendis með slíku tæki. Vilhjálmur Ingi sagði að skann- inn þekkti vörurnar á strika- merkjunum og hann þyrfti því að- eins að slá inn verðið til viðbótar. Þetta flýtir mjög framkvæmd verðkannana, auk þess sem nið- urstöður liggja fyrir mun fyrr en áður. Hann sagðist reikna með að niðurstaða í þessari sameiginlegu verðkönnun félaganna þriggja lægi íyrir nk. mánudag. Vilhjálmur Ingi sagði nokkuð langt síðan verðkönnun var síðast framkvæmd og að Neytendasam- tökin stæðu sig ekki nógu vel á því sviði. „Fólk er alltaf að hafa samband við okkur og leita eftir verðkönnunum og neytendur vilja sjá kannanir reglulega.“ A myndinni er Vilhjálmur Ingi með nýja tækið við mjólkurkæl- inn í KEA Nettó í gær. SKRIFAÐ var undir styrktar- samning Skiðasambands fslands og nokkurra fyrirtækja í Ólafs- firði við Kristin Björnsson skíða- mann í heimabæ hans, Ólafsfirði, fyrir helgi. Styrkurinn er að upp- hæð 1.150 þúsund krónur. Kristinn kvaðst ánægður með heimsóknina til Ólafsfjarðar og sagði því ekki að leyna að það væri Ólafsfirðingum að mestu að þakka að hann hefði náð svo langt í íþróttinni sem raun ber vitni. „Það eru ekki margir íþróttamenn sem geta státað af slikum stuðningi,“ sagði hann og bætti við að það væri góð tilfinn- ing að geta gert eitthvað á móti - sýnt góðan árangur. Sagðist Kristinn reyna af fremsta megni að koma vel fram fyrir hönd bæj- arins. Fram kom í máli hans við undirritun samningsins að kostn- aður vegna ferðalaga hans á mót næmi um 1.200 þúsund krónum á ári. Þakkaði Kristinn að lokum Skíðasambandi íslands, Ólafs- firðingum og ekki síst foreldrum sínum sem stæðu sem klettur að baki honum. Egill Jóhannsson formaður Skíðasambands Islands sagði við þetta tækifæri að Kristinn væri ekki bara einn af bestu skíða- mönnum heims, heldur væri hann líka drengur góður. Það væri mikilvægt fyrir hreyfinguna að hafa mann eins og Kristin Björnsson í fararbroddi. A sama tíma og skrifað var undir samninginn afhenti Þor- valdur Hreinsson skrifstofustjóri Sparisjóðs Ólafsfjarðar Kristni rúmlega 700 þúsund krónur, en það er framlag bæjarbúa, stofn- aður var reikningur í sparisjóðn- um og gafst íbúum Ólafsfjarðar kostur á að styðja Kristin í verki með framlagi sínu. Fyrirtækin sem styðja Kristin eru Ólafsfjarðarbær með 250 þúsund krónur, Þormóður rammi-Sæberg með 500 þúsund, Sparisjóður Ólafsfjarðar 100 þúsund, Vélsmiðja Ólafsfjarðar 50 þúsund, Garðar Guðmunds- son 100 þúsund, Sigvaldi Þor- Ieifsson 50 þúsund, Kristbjörg 50 þúsund og Arni Helgason 50 þúsund. Kjara- og starfsmenntunarmál rædd á formannafundi VMSÍ Markmið hafa gengið eftir Morgunblaðið/Kristján EDDA Rós Karlsdóttir, hagfræðingur ASI, ræddi stöðu kjaramála á formannafundi VMSÍ sem hófst á Akureyri í gær og er fram haldið í dag. Hér ræðir Edda Rós við Björn Grétar Sveinsson, formann VMSÍ. Sendiherra Rússlands heimsækir Dalvík ÞRÓUN og staða kjaramála og starfsmenntunarmál eru til umfjöll- unar á formannafundi Verkamanna- sambands íslands sem nú stendur yfír á Akureyri. Edda Rós Karls- dóttir hagfræðingur ASI fjallaði um stöðu kjaramála og í máli hennar kom m.a. fram að dagvinnulaun á Is- landi hafa hækkað um 50% frá árinu 1990 en hjá ASÍ-fólki er hækkunin 42-43% á þessu árabili. Edda Rós sagði að það markmið sem samningsaðilar hafí sett sér við gerð síðustu kjarasamninga hafí gengið eftir og gott betur. Kaup- máttaraukning ráðstöfunartekna af daglaunum á áranum 1996-1997 nam 6,9% hér á landi en aukningin i helstu viðskiptalöndunum var 2,4% á sama tímabili. Þó lækkaði kaupmátt- ur ráðstöfunartekna á þessum ái’um í Svíþjóð og Kanada af ýmsum ástæðum. Minni verðbólga Einnig kom fram hjá Eddu Rós að í spá í mars á síðasta ári hafi verið gert ráð fyrir 2,5% verðbólgu á árinu 1998. Nú er hins vegar útlit fyrir að verðbólga á þessu ári verði 1,6% og 2% á næsta ári og því er kaupmátt- urinn meiri en gert var ráð fyrir. Edda Rós sagði að skattakerfið hér á landi drægi úr tekjumun fólks en hins vegar skekktist myndin þeg- ai- kæmi að yfirvinnu. Hún nefndi sem dæmi að bamafólk með lágar tekjur héldi minna eftir en hátekju- fólk af sinni yfirvinnu, þar sem bæði barnabætur og vaxtabætur lækkuðu hjá láglaunafólkinu. Hún sagði þetta mikið vandamál hjá verkalýðshreyf- ingunni og í raun fátæktargildru, þrátt fyrir að hlutirnh’ hafí lagast við gerð síðustu kjarasamninga. SENDIHERRA Rússlands á ís- landi, Anatoly S. Zaytsev, heimsækir Dalvík í dag, fimmtudag, og dvelur í bænum ásamt eiginkonu sinni fram á sunnudag. Heimsókn hans til Dalvíkur er að frumkvæði Fiskmiðlunar Norður- lands og kemur í beinu framhaldi af auknum umsvifum fyrirtækisins í Rússlandi. Sendiherrann heimsækir ýmis fyrirtæki og stofnanir á Dalvík og kynnir sér starfsemi þeirrá. Sendihei’rahjónin sitja hátíðarkvöld- verð í boði bæjarstjórnar á fóstu- dagskvöld ásamt nýbúum af rúss- neskum ættum og öðrum gestum. Á laugardag er ætlunin að kynna sendiherrahjónunum svarfdælska búskaparhætti og fara með þá í sjó- ferð ef veður leyfir. Aukin umsvif í Rússlandi Fiskmiðlun Norðurlands hefur frá árinu 1992 átt viðskipti við Rússland á sviði sjávarútvegs og hafa þau aukist jafnt og þétt. I vor sem leið var ráðinn rússneskur starfsmaður, Alexei Sergueev, að fyrirtækinu en markmið með ráðn- ingu hans er að auka og bæta þá þjónustu sem fyrirtækið býður upp á í Rússlandi, m.a. með því að hefja sölu á íslenskum sjávarafurðum og tengdum vörutegundum til Rúss- lands og rússneskum vörum á al- þjóðamarkað. Fiskmiðlun Norðurlands hefur gefíð út veglegt kynningarrit á rúss- nesku og forsvarsmenn fyrh’tækisins era nýkomnir heim úr 10 daga við- skiptaferð til Rússlands. Ferðin þyk- ir lofa góðu um framhaldið. Vélsleða- menn funda AÐALFUNDUR Félags vélsleðamanna í Eyjafirði verð- ur haldinn í Blómaskálanum Vín við Hrafnagil í Eyjafjarðar- sveit í kvöld, fímmtudagkvöld og hefst hann kl. 20.30. Auk hefðbundinna aðalfund- arstarfa verða ýmis hagsmuna- mál sleðafólks á svæðinu til um- ræðu. Fundurinn markar í raun nokkurs konai’ upphaf vélsleða- vertíðarinnar við Eyjafjörð ár hvert og þar gefst kjörið tæki- færi til að hittast, spá í spilin og rifja upp minnisstæða atburði. Markmið Félags vélsleða- manna í Eyjafii’ði er að vinna að hagsmunamálum vélsleðafólks á svæðinu og ekki síst að stuðla að betri vélsleðamenningu. í því sambandi hvetur félagið vélsleðamenn til að virða reglur um akstur innanbæjar, nú þeg- ar snjór er á jörðu. Samveru- stundir fyrir aldraða SAMVERUSTUNDIR f'yrir aldraða eru að hefjast á ný í Akureyrarkirkju, en fyrsta samverustundin verður á morg- un, fimmtudaginn 29. október, kl. 15. Þessar stundir hafa notið mikilla vinsælda og verið fjöl- sóttar. Kaffi er á boðstólum, ræður fluttar, skemmtileg tón- listaratriði, almennur söngur og bæn. Ræðumenn á fyrstu sam- verustundinni verða hjónin Ragnhildur Einarsdóttir og Al- freð Jónsson sem lengi áttu heima í Grímsey. Allir eru vel- komnir. Bílar fara frá Víðilundi kl. 14.40 með viðkomu í Hlíð. Þrjú innbrot BROTIST var inn á þremur stöðum á Akureyri og Dalvík í fyiTnótt. Á Akureyri var brotist inn í Bifreiðaverkstæði BSA og stolið þaðan töluvert af pening- um. Á Dalvík var brotist inn í Bifreiðarverkstæði Dalvíkur og Esso-stöðina og peningum stolið á báðum stöðum. Málin eru óupplýst en rannsóknar- deild lögreglunnar á Akm’eyi’i vinnur að rannsókn þeirra. Vitni vantar LÝST er eftir vitnum að árekstri sem varð á gatnamót- um Hlíðarbrautar og Ki’ossa- nesbrautar rétt fyrir kl. 9.30 föstudaginn 2. október sl. Þeir sem geta gefíð upplýsingar um málið eru beðnir að hafa sam- band við rannsóknardeild lög- reglunnai’ á Akureyri. Tískusýning- hjá Stórum stelpum TÍSKUVERSLUNIN Stórar stelpur efnir til tískusýningar í Krónunni í kvöld, fimmtudags- kvöldið 29. október og hefst hún kl. 20.30 en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Arnar Símonar- son kynnir og boðið verður upp á léttar veitingar. Eftir sýning- una býður verslunin viðskipta- vinum sínum 20% staðgreiðslu- afslátt. Aksjón 29. október, fimmtudagur 12.00ÞSkjáfréttir 18.15ÞKortér Fréttaþáttur í samvinnu við Dag. Endursýnd- ur kl. 18.45, 19.15, 19.45, 20.15 og 20.45. 21.00ÞTrélist Bæjarsjón- varpið heimsækir Anton Ant- onsson á Gilsá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.