Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 27 GRÆNLAND Gekk úr rúmi fyrir Motzfeldt AASIAAT er lítill bær. Þar búa 3.200 manns og þar er aðeins eitt hótel, hótel Nanoq, auk sjó- mannaheimilis. Fyi'irmennin, sem komu til bæjarins í tilefni opnunar flugvallarins, urðu að fá inni á meðan á hátíðarhöld- unum stóð. I hótelinu eru aðeins 6 herbergi og 3 þeirra voru bæði svefnherbergi og skrifstof- ur íslenzku yfirmannanna. Það kom því í hlut blaða- manns að ganga úr rúmi fyrir Jonathan Motzfeldt. Eg vaknaði snemma og tók saman dótið mitt, stúlkan kom og snyrti til og herbergið var til á auga- bragði. Það sama gerðist um kvoldið. Mosfeldt fór um kl. 19 og hálftíma síðar var herbergið aftur mitt. Þá var það einnig skemmtileg uppákoma iniðdegis þegar Daniel Skifte og Inge kona hans Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson ÞAÐ fór vel á með Jonathan Motzfeldt og Jóhanni G. Bergþórssyni er þeir ræddu málin í veizlu, sem bæjarstjórnin hélt fyrir helztu for- ystumenn Grænlands. Milli þeirra situr Henrik Lund konsúll. komu upp á hótelið. Þau áttu einnig að fá inni á hótelinu en höfðu enga lykla. Við buðum þeim upp á kaffi í eldhúsinu á meðan hringt var út í bæ eftir lyklum. Þetta voru mjög geðug hjón og við notuðum tækifærið til að fá smá nasasjón af pólitík- inni. Skifte er í hægriflokknum sem kallast Atassut og eru þeir með tæp 38% atkvæða. Þeir sitja í sterkri sljórn með Motz- feldt. Hann stýrir Siumiut sem er krataflokkur með liðlega 38%. Þrír flokkar sitja á lands- þinginu og þriðji flokkurinn er IA (Inuit Ataqatigiit) eða vinstrimenn sem er með um 24% og 7 menn á þingi en á landsþinginu í Nuuk situr 31 þingmaður. Qaanaaq - (Thule) KALAALLIT NUNAAT Upernavik.(GRÆNLAND) Ummannaq* Hloqqortoormiut Aasiaat i ^<(Scöresbysund) SlsimiyU : ' • — Maniitsoq JVnMSKAUTSgitíS!®' • Tasiilaq Akureyri. Nuuk® (Godtháb) (Ammassalik) ÍSLAND Paamiut* Keflavík Narsarsuaq* / Hvarf m háar og búa þannig til brautina. Framkvæmdir Islenskra aðalverk- taka hófust í júlí 1996 og var unnið til loka nóvember það ár. Hófust fram- kvæmdir formlega f ágúst 1996 með því að bæjarstjórinn í Aasiaat, frú Ane Hansen sprengdi fyrsta skotið að viðstöddu fjölmenni úr bænum. Þá var unnið frá apríl fram í nóvem- ber 1997 og frá mai til nú í október 1998, þegar flugvellinum er skilað á áætlun, tilbúnum til notkunar. Gott samstarf Að framkvæmdum þessum hafa komið margir íslendingar. í Aasiaat hafa að jafnaði verið um 10 til 15 ís- lendingar að störfum þessi þrjú ár sem framkvæmdir hafa staðið. Á ár- unum ‘97 og ‘98 hafa því verið starf- andi milli 20 og 30 Islendingar á vegum íslenskra aðalverktaka við báðar þessar framkvæmdir á Græn- landi. Framkvæmdir við brúna hófust vorið ‘97 og var brúnni skilað á umsömdum tíma og hún vígð og tekin í notkun með flugvellinum, veginum og flugstöðvarbyggingunni í Sisimiut, 3. október síðastliðinn. Gott samstarf og samvinna við heimamenn hafa frá upphafi ein- kennt þessa vinnustaði. Við flugvall- arframkvæmdina í Aasiaat hafa Is- lenskir aðalverktakar notað meira af grænlenskum fyi'h'tækjum en gert hefur verið í hinum flugvallai'verk- tökunum, ásamt þvi að nota mikið af Grænlendingum til vinnu. Til þess að þeir nýttust sem best þá var sett hér upp sérstakt menntunar- og þjálfunarkerfi fyrir þessa starfs- menn. Hefur þeim í framhaldi af því verið kennt á flest þau tæki sem not- uð eru hér við framkvæmdina, svo og notkun og meðferð sprengiefnis. Þegar íslenskir aðalverktakar yf- irgefa Aasiaat og skilja eftir sig þetta stór spor í granít klappirnar fyrir utan bæinn, þá skilja þeir einnig eftir sig mikla verkkunnáttu hjá mörgum ungum mönnum sem hér hafa starfað fyrir þá. Hér verða eftir þjálfaðir bflstjórar og gröfu- menn og alhliða vélamenn ásamt mönnum sem nú eru orðnir einfærir um að sjá um sprengingar. Það var forstjóri íslenskra aðalverktaka, Stefán Friðfinnsson, sem frá upp- hafi lagði á það áherslu að með þess- um hætti skyldi staðið að verki. Að lokum má geta þess að æðstu forsvarsmenn vinnuveitendasam- bandsins á Grænlandi, Gronlands Ai'bejdsgiverforening, hafa gefið ís- lenskum aðalverktökum hæstu ein- kunn fyrir framkvæmdirnar. Athygli er vakin með auglýsingu í Morgunblaðinu Eftirtekt fólks er mest árla morguns. Auglýsingin þín í Morgunblaðinu er oft með fyrstu auglýsingum sem fólk sér yfir daginn og nýtur þvi óskiptrar athygli. Það borgar sig að auglýsa í Morgunblaðinu. 60% þjóðarinnar lesa blaðið að meðaltali á hverjum degi og 71% Ibúa höfuðborgarsvæðlsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.