Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Söng'ur á Tónlistardögum
TOIVLIST
Lislasalii íslands
KÓRTÓNLEIKAR
Dómkórinn undir stjórn Marteins H.
Friðrikssonar flutti íslenska og er-
lenda kórtónlist. Gestur kórsins var
Óiafur Kjartan Sigurðarson bariton-
söngvari. Píanóleikari var Anna Guð-
ný Guðmundsdóttir.
Mánudagskvöld kl. 20.30.
PEGAR könnun var gerð á tón-
leikahaldi í landinu fyrir nokkrum
árum kom í ljós að langflestir tón-
leikar sem haldnir eru hérlendis eru
kórtónleikar. Kórtónlist hefur líka
verið sú tegund tónlistar sem hvað
mestur vaxtarbroddur hefur verið í á
liðnum árum. Þetta hefur farsællega
haldist í hendur - mikill almennur
áhugi á kórsöng, öflugt kórstarf í
landinu og gróska í tónsmíðum fyrir
kóra. Ekki að undra þótt í þvílíku
landslagi verði til margir góðir kór-
ar. Tónlistardagar Dómkirkjunnar
standa nú yfir og tekur Dómkórinn
þátt í þeim með tónleikahaldi. A
mánudagskvöldið söng kórinn í
Listasafni Islands fyrir troðfullu
húsi. Fyrri hluti efnisskrárinnar var
úrval íslenskra kór\'erka eftir nokk-
ur tónskáld sem fagna stórafmæli á
þessu ári, en seinni hlutinn var er-
lend kórtónlist, enskir og ítalskir
madrigalar og kórsöngvar eftir Jó-
hannes Brahms.
Tónleikarnir hófust á lagi Jóns
Asgeirssonar Hjá lygnri móðu, við
ljóð Halldórs Laxness úr Húsi
skáldsins. Ljóðið er lagt í munn
Ólafí Kárasyni, sem orti það um
æskuástina, Guðrúnu frá Grænhóli.
Laginu var valið fremur greitt
tempó sem fór því vel - jók á æsku-
móð og eld þeirrar ástar sem Ólafur
minnist í kvæðinu. Útsetningar Jóns
á Vísum Vatnsenda-Rósu og Sofðu
unga ástin mín voru fallega sungnar,
einkum síðarnefnda lagið. Maí-
stjarnan var sungin með viðeigandi
myndugleik og krafti.
Lagið Kall sat undir kletti er eitt
kunnasta einsöngslag Jórunnar Við-
ar, um karl sem situr undir kletti og
lendir í ævintýrum með huldukon-
unni í hamrinum. Hér var frumflutt
útsetning Jórunnar fyrir blandaðan
kór. Útsetningin var lífleg og hressi-
leg og endaði á hvellum hlátrasköll-
um kallsins undir klöppinni - eða
var það kannski huldan sem hló.
Barnagælurnar sem Jórunn útsetti
eru meðal fegurstu söngva íslenskr-
ar kórtónlistar. Dómkórinn söng
þær fallega, með stilltri kyrrð. Lag
Atla Heimis Sveinssonar, Haustvís-
ur til Máríu við ljóð Einars Ólafs
Sveinssonar, var það sem af bar á
fyrri hluta tónleikanna, - einstak-
lega vel flutt og með ákaflega fal-
lega mótaðri dýnamík og blæbrigð-
um í söngnum.
Næst gat að heyra „Úr orðskvið-
unum“, mótettu fyrir blandaðan kór
eftir Jón Asgeirsson. Þetta er viða-
meiri söngmúsík en kórlögin, flókn-
ari og lengri. Kórinn var sannar-
lega í essinu sínu og söng brýning-
ar Salómons með hljómmikilli
reisn. Undurfallegar Kvöldvísur
Þorkels Sigurbjörnssonar við kvæði
Hallgríms Péturssonar voru það
sem síst tókst í flutningi kórsins á
fyrri hluta tónleikanna. Kyrrðin og
helgin í kvæðunum urðu einhvern
veginn að deyfð og drunga og ekki
náðist að halda verkinu lifandi til
enda.
Það er freistandi að reyna að
draga saman eitthvað um einkenni
íslenska kórlagsins, þegar svo gott
færi gefst að heyra úrval þeirra á
einu bretti. Hreinn og tær stíll og
hljómræn fegurð er það sem eyrað
nemur strax í þeim íslensku lögum
sem hér hljómuðu. En annað ein-
kenni sem mörg þeirra bera er hinn
íhuguli þáttur; ýmist tilbeiðslufull
lotning eða rómantísk angurværð.
Endurreisnarsöngvar eftir John
Dowland, Thomas Morley og Or-
lando di Lasso sem sungnir voru eft-
ir hlé eiga ýmislegt sameiginlegt
með íslensku kórmúsíkinni frá okkar
öld; einkum þó tærleikann og hina
hljómrænu fegurð. Þessi gömlu lög
voru sungin af þokka og innileik en
vantaði kannski herslumun að þau
yrðu skínandi. Það var gaman að
heyra fimm lög eftir Jóhannes Bra-
hms í flutningi Dómkórsins í nýjum
íslenskum textaþýðingum Heimis
Pálssonar. Kórtónlist þessa róman-
tíska meistara heyrist allt of sjaldan
á tónleikum hér, því miður. Hér
kveður við allt annan tón en í ís-
lensku lögunum og madrigölunum -
innviðir tónlistarinnar eru marg-
brotnir og tónvefurinn þéttur og
margþættur. Kórinn söng þessi kór-
lög að flestu leyti vel. Lögin Bæklaði
fiðlarinn, Lýðhvöt og Skógarnótt
voru virkilega vel flutt, en
herslumun vantaði á að Mansöngur
að kveldi og Af heitu hjarta næðu
flugi. Dómkórinn er fallegt hljóðfæri
í höndum Marteins H. Friðrikssonar
og lætur vel að stjóm. Kórhljómur-
inn er öðruvísi en í þeim öðrum
blönduðu kórum sem oftast heyrist í
hér, tær en þó jafnframt afar hlýr.
Jafnvægi milli radda er gott - en
kannski vantar einn eða tvo klingj-
andi sóprana til að gefa meiri fyll-
ingu í hæstu tónana. Það sem helst
vantar er meira öryggi og ákveðni í
innkomum og erfiðum stöðum; - inn-
komur áttu það til að vera full loðnar
- eins og í Brahmslögum nr. 1 og 3.
Styrkur kórsins felst þó ekki síst í
sönggleði og einbeitingu sem skila
sér í lifandi söng. Það er auðheyrt að
hann er í mikilli sókn um þessar
mundir.
Það var rúsína í pylsuendanum á
þessum ágætu tónleikum Dómkórs-
ins. Sú var gestur kórsins, Olafur
Kjartan Sigurðarson baritonsöngv-
ari, sem dvalið hefur erlendis við
nám og störf um árabil. Áður en
Olafur Kjartan fór utan var hann
búinn að syngja lengi sem tenór. Nú
er þessi bjarti piltur orðinn bariton-
söngvari með hljómmikla og vold-
uga rödd sem fyllir auðveldlega
hvert skúmaskot í sal eins og í
Listasafninu. Ólafur Kjartan söng
tvær aríur úr óperum Handels -
hina frægu aríu Serse, Ombra mai
fu, og svo aríu úr óperunni Orlando;
Bottom’s Dream úr óperu Benja-
mins Brittens Draumi á Jónsmessu-
nótt, og tvö þjóðlög í útsetningum
Brittens. Það þarf ekki að orðlengja
það að Ólafur Kjartan kom, sá og
sigraði með fantagóðum söng og
heillandi framkomu. Ekki vantar
hann músíkalitet og ekki hæfileik-
ann til að túlka og gefa af sér. Það
hefur hann allt til að bera í ríkum
mæli. Eitt og annað í tæknilegri út-
færslu söngsins þarf að slípa til -
eins og að ná sömu mýkt á efsta
raddsviðinu og röddin býr yfir á
mið- og necira sviði. En upp úr
stendur að Ólafur Kjartan er sann-
arlega efni í mikinn og góðan söngv-
ara, sem mann mun langa til að
fylgjast með og heyra í. í aríunni úr
Örlando söng hann kóloratúr - létti-
lega og músíkalskt; í Bottom’s Dr-
eam sýndi hann frábær dramatísk
tilþrif; í Ombra mai fu og The
Salley Gardens dró hann fram sína
mjúku og lýrísku hlið og gerði dá-
samlega vel - einkum írska þjóðlag-
ið; og gamankvæðið The foggy,
foggy dew var stórskemmtilegt í
flutningi Ólafs Kjartans Sigurðar-
sonar.
Það var Anna Guðný Guðmunds-
dóttir sem lék með Ólafi Kjartani, og
reyndar einnig með kórnum í
nokkrum laganna. Þótt það sé hlut-
skipti píanóleikarans á tónleikum
sem þessum að standa í skugganum
af söngfólkinu - þá er það hlutskipti
þó engan veginn neitt aukahlutverk.
Anna Guðný sýndi þama hvers
vegna hún hefur skipað sér í röð
fremstu píanóleikara hér. Vert er að
nefna sérstaklega leik hennar í
Hándel-aríunum, sem var stórfinn
og í góðu jafnvægi við sönginn; í The
Salley Gardens dró hún fallega fram
tæran einfaldleika píanóraddarinnar,
og í The foggy, foggy dew sviðsetti
hún gamanvísuna með sindrandi
léttleika í píanóröddinni.
Þetta voru fínir tónleikar; og að
auki virkilega góð skemmtun.
Bergþóra Jónsdóttir
Bóka-
veisla á
Bylgjunni
BYLGJAN býður hlustendum
sínum til bókaveislu fram að
Þorláksmessu. Þar verður
fjallað um það athyglisverðasta
á jólabókamarkaðnum í ár,
segir í fréttatilkynningu. Veisl-
an hefst fimmtudaginn 29.
október og fram til 12. nóvem-
ber verður boðið upp á kynn-
ingu á helstu jólabókunum,
með viðtölum við höfunda og
þýðendur, útgefendur, bók-
menntafræðinga og bókelskt
fólk. Kolbrún Bergþórsdóttur
bókmenntafræðingur mun
gagnrýna helstu titla á bóka-
markaðnum tvisvar sinnum í
viku fram að jólum.
Bókaumfjöllunin mun taka
til allra helstu þátta Bylgjunn-
ar á virkum dögum: Morgunút-
varps Þorgeirs og Margrétar,
King Kong í umsjá Jakobs
Bjarnar bókmenntafræðings,
Hádegisbars Skúla Helgasonar
og Þjóðbrautarinnar. Bóka-
dómar Kolbrúnar verða sendir
út í Morgunútvarpinu á
fimmtudagsmorgnum og á
Þjóðbrautinni síðdegis á
þriðjudögum.
Fríða Á.
kynnt á
Súfístanum
MARÍUGLUGGINN er ný
skáldsaga eftir Fríðu Á. Sig-
urðardóttur og mun Eysteinn
Þorvaldsson bókmenntafræð-
ingur kynna Fríðu og verk
hennar á Súfistanum, bóka-
kaffi, Laugavegi 18, fimmtu-
daginn 27. október kl. 20.30.
Eysteinn mun einnig spjalla við
skáldkonuna og lesið verður úr
nýju skáldsögunni.
Tónlist fyrir alla
Skólatónleika-
syrpa í Arborg
og Árnessýslu
Á VEGUM verkefnisins Tónlist
fyrir alla er hafin skólatónleika-
syrpa í grunnskólum Árborgar
og Amessýslu, sem standa mun
dagana 26.-30. otkóber og
12.-13. nóv-
ember. Tónlist
fyrir alla er
samstarfs-
verkefni sveit-
arfélaga og
menntamála-
ráðuneytisins
með stuðningi
Norðmanna
og er þetta
sjöundi vetur-
inn sem verk-
efnið starfar.
Nú á
haustönn
flytja 19 tón-
listarmenn um
24.000 böm-
um níu mis-
munandi dag-
skrár, á Vest-
urlandi, Suðurlandi, Suðumesj-
um, í Reykjavík, Kópavogi og
Hafnarfirði.
Á þessum sautjándu skólatón-
leikum flytja Ingveldur Yr
mezzósópransöngkona, píanó-
leikarinn Gerrit Schuil og Bjarni
Jónatansson öllum grunnskóla-
nemum í Árborg og Ámessýslu
fjölbreytta tónlist sem sniðin er
hverju sinni að þeim áheyrenda-
hópi sem sækir tónleikana, segir
í fréttatilkynningu.
Ennfremur segir að yngstu
bömin séu leidd inn í ævintýri
handan regnbogans og til Maí-
stjömunnar. Flutt verða lög úr
söngleikjum, s.s. Galdrakarlinum
í Oz, Söngvaseið o.fl., auk ís-
lenskra sönglaga og þjóðlaga.
Fyrir þau eldri er fjallað um
raddsvið og tegundir radda og
lagavalið er breiðara.
Tónleikar FS
og Hveragerðiskirkju
Efnt verður til almennra tón-
leika í tengslum við tónlistar-
heimsóknir í skóla og verða tón-
leikar í Fjölbrautaskóla Suður-
lands í kvöld, fimmtudagskvöld,
kl. 20.30 og í Hveragerðiskirkju
föstudaginn 30. október kl.
20.30.
Dagskráin sem þau Ingveldur
Ýr og Gerrit Schuil flytja em lög
úr sívinsælum söngleikjum og
syrpa af lögum eftir George
Gershwin og Kurt Weill og lög
úr leikritum. Sú söngskrá var
flutt í Iðnó í sumar.
Ingveldur Ýr
Gerrit Schuil
Klæðskerasaumað
kammerkvöld
TÓIVLIST
H a f n a r b o r g
KAMMERTÓNLEIKAR
W.A. Mozart: Píanótríd í C-dúr K548;
L.v. Beethoven: Kakadu-tilbrigði Op.
121a; F. Mendclssohn-Bartholdy:
Píanótríó í c-moll Op. 66. Trfó
Reykjavíkur: Guðný Guðmundsdóttir
fiðla; Gunnar Kvaran selló; Peter
Máté píand. Menningarmiðstöðinni
Hafnarborg, Hafnarfirði,
sunnudaginn 25. október kl. 20.
AF hverju virðist kammertónlistin
höfða svo mjög til hlustenda á miðj-
um aldri og upp úr? Meðan tónlistar-
venjur landsmanna era jafn lítt kann-
aðar og raun ber vitni, ber vissulega
að varast fullyrðingar, en vænta má
að reynsla og þroski spili þar veru-
lega inn í. Á miðjum aldri fer mann-
skepan að sjá í gegnum svo margt
sem áður heillaði sem hjóm og glys-
gimi. Kjaminn einn stendur eftir -
og kjaminn er kammertónlistin. Þar
má við bæta, að með gífurlegum
framförum íslenzkra hljómlistar-
manna á undangengnum áratugum er
þessi vandasamasta grein sígildra
tónbókmennta hér á landi óðum farin
að nálgast heimsmælikvarða að flutn-
ingsgæðum og því enn meira aðlað-
andi og gefandi en áður.
Tríó Reykjavíkur hefur ekki farið
varhluta af þeirri þróun. Uppsöfnuð
reynsla er farin að segja til sín, og að
því er bezt varð heyrt á sunnudaginn
var, hefur sízt spillt fyrir leyfi fiðlu-
leikarans frá konsertmeistarastörfum
í Sinfóníuhljómsveitinni. Það var og
gleðilegt að verða vitni að því að tón-
leikasókn skyldi ekki minnka frá því
sem verið hafði, heldur öðru nær, sem
sást m.a. af því að útprentun tónleika-
skrár hafði ekki í við áheyrendafjöld-
ann.
Ólíkt því sem halda mætti er það
ekki tríósónata barokksins (2 ein-
leikshljóðfæri + fylgibassi (semball &
selló)) heldur árklassíska píanósónat-
an sem er næsti undanfari píanótríós-
ins, því þar tíðkaðist snemma að bæta
við fíðlu- og sellórödd til „undirleiks".
Þetta kann að verka öfugsnúið, en
minna má á að frumstæðar slaghörp-
ur þeirra tíma voru harla veikluleg
hljóðfæri hjá flyglum dagsins í dag.
Fyrstu tríó Mozarts voru þessa eðlis,
með píanóið í einleikshlutverki. En í
K548 eru strokfærin orðin atkvæða-
meiri, og þó að verkið standi í skugga
annars C-dúr verks, Júpíter-sinfóní-
unnar (samið aðeins 11 dögum síðar),
er það engu að síður talið meistara-
verk, nema þá í samanburði við
fremstu verk Mozarts sjálfs.
Túlkun Reykjavíkurtríósins var í
senn ljúf, tær og snörp og góð upp-
kynding að sennilega listrænum há-
punkti kvöldsins næst á eftir, Til-
brigðum Beethovens við vinsælan
húsgang síns tíma, ;,Ich bin der
Schneider Kakadu" (Eg er Kakadú
klæðskeri) eftir Wenzel/Muller, sem
ber ópusnúmerið 121a, þótt samið
hafi verið þegar kringum 1803, að
vísu endurskoðað 1816. Þessi 10 til-
brigði, sem eftir gi-afarvarlegan
dramatískan inngangskafla opinbera
jafnt stórkostlega fegurð og stórkost-
lega kímni, voru sérlega eftirminnileg
í líflegri en um leið fágaðri túlkun
Tríós Reykjavíkur.
Lokaatriði tónleikanna, Tríóið í c-
moll Op. 66, var eitt af síðustu
kammerverkum Felix Mendelssohns
(1809^47), sem í kynningu Gunnars
Kvaran vai- réttilega jafnað til Moz-
arts að undrabamsatgervi, og má
vissulega til sanns vegar færa, með
tilvísun til gelgjuskeiðsmeistara-
verka á við leikhústónlistina við
Jónsmessudraum Shakespeares og
Strengjaoktettinn. Þetta mikla tón-
verk frá 1845, sem einhverra hluta
vegna hefur ekki náð vinsældum d-
moll tríós Mendelssohns frá 1838, er
- líkt og lokaþáttur Júpítersinfóníu
Mozarts teflii' saman barokki og
klassík - fullkomin sameining klass-
ísks forms og rómantísks inntaks.
Hér gekk ekki lítið á, allra sízt fyrir
píanistann, er lyfta þurfti þriggja
manna taki í tónafjölda talið. En
þrátt fyrir óhemju krefjandi satz
tókst hér sem í undangengnum verk-
um að viðhalda út í gegn spennu,
tærleika og aðdáunarverðu jafnvægi
milli radda, þó að miskunnarlausar
úthaldskröfur tækju á köflum sinn
toll, einkum í Scherzóinu, sem náði
ekki alls staðar að smella nógu vel
saman.
Verkið spannaði mikla tilfinninga-
breidd og sótti stundum aftur í eldri
stíl, t.a.m. hlaut að vakna sú spurning,
hvort „lútherskórals“-innskotið í loka-
þættinum kinkaði ekki meðvituðum
kolli til Bachs. Af heildinni var Ijóst að
hér var eftir miklu að slægjast, og óef-
að hefur dýnamísk túlkun TWós
Reykjavíkur hvatt margan hlustand-
ann til að verða sér úti um þetta van-
metna meistaraverk Mendelssohns á
hljómplötu sem fyrst.
Ríkarður Ö. Pálsson