Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 38
Séra Sigurður Einars-
son í Holti - Hundrað
ára afmælisminning
AFAGURRI grasflöt í garði framhaldsskól-
ans í Skógum undir Eyjafjöllum rís mikill
stuðlabergsdrangur með áfestri lágmynd
skáldprestsins séra Sigurðar Einarssonar í
Holti, verk listakonunnar Rúrí. Undir
myndinni eru letraðar þessar ljóðlínur skáldsins:
„Komið heil, komið heil til Skóga/hér heilsa verkin
tvenn og þrenn .../ En börn á gamla Island enn/ sem
ætla sér að verða menn.“ I dag, 29. október, eru 100 ár
liðin frá fæðingu séra Sigurðar og ekki úr vegi að
kveðja komi frá Skógum þar sem ljóðhvöt hans hvetur
æskufólk til dáða dag hvern. Mynd hans fölnar ekki né
fyrnist í huga mínum þótt nú séu liðin frek 30 ár síðan
hann kvaddi „fólk og frón“. Með honum hvarf af sjón-
arsviði einn af mestu andans höfðingjum þessarar ald-
ar á Islandi, maður mikilla sanda, mikilla sæva, svo að
vitnað sé í gamalt ljóðmál. Eg naut þeirrar hamingju
að eiga hann að vini og sálusorgara í tvo áratugi, þar
af heimagangur í húsi hans og konu hans, Hönnu
Karlsdóttur, um 12 ár. Gatan milli Holts og heimabýlis
míns í Vallnatúni greri aldrei árin þau og svo hafði víst
raunar verið allt frá því er fjölbýli hófst í Holtshverfi,
allar götur lágu heim að Holti.
Séra Sigurður kom sem þjóðkunnur maður undir
Eyjafjöll árið 1946. Að baki sér átti hann þá fjölbreyti-
legan feril í störfum sem sóknarprestur, fréttamaður
útvarps, alþingismaður, dósent í guðfræði og skrif-
stofustjóri fræðslumála. Margir ætluðu að viðstaðan
yi'ði stutt undir Eyjafjöllum en reyndin varð sú að
landfestar voru ekki Ieystar þar fyrr en það kall kom
sem allir verða að gegna. Segja má að sest væri á frið-
stól í Holti og nýi sóknarpresturinn öðlaðist innnan
tiðar hjá Eyfellingum það sem flestum er mikilsvert,
mannhylli. Árin í Holti urðu um margt frjóasta og
besta tímabilið á langri ævileið.
Fólk listrænt til munns og handa lá að séra Sigurði
til allra átta. Foreldrar hans voru Einar Sigurðsson
frá Fagurhóli í Landeyjum og Man'a Jónsdóttir frá
Ai'ngeirsstöðum í Fljótshlíð. Maríu kynntist ég vel á
efri árum hennar heima í Holti og hjá dóttur hennar
Helgu í Steinmóðarbæ, góðrar minningar. Hún vai' vel
viti borin, hugljúf og fögur kona. Faðir hennar, snill-
ingurinn Jón Erlendsson á Arngeirsstöðum, var kom-
inn út af Erlendi syni Önnu og Hjalta á Stóruborg og
sat sú ætt lengi eignarjörð sína, Barkarstaði í Fljóts-
hlíð. Góðgripir í byggðasafninu í Skógum minna á hag-
ar hendur Jóns á Arngeirsstöðum. Sonarsonur hans
var tónskáldið þjóðkunna, Oddgeir Kristjánsson í
Vestmannaeyjum. Föðurbræður séra Sigurðar, Mark-
ús og Steinn skólastjóri, voru báðir skáld. Eftir Stein
liggja ágætar ljóðabækur og leikrit.
Séra Sigurður kom að Holti fullmótaður að menntun
og lífsreynslu, festi þar fullt yndi og fékk eftirsóknar-
vert næði til að móta myndir hugans í það orðsins
skrúð sem halda mun velli hjá þjóðinni meðan hún
kann að mesta list í ljóði og lausu máli. Hann var
ræðusnillingur af guðs náð og það, samfara meitluðum
framburði, fangaði hug allra er á hlýddu. Þetta var á
vitorði allra landsmanna, um mörg ár flutti Ríkisút-
varpið rödd hans inn á hvert heimili. „Rómurinn var
mikill yfir málinu" eins og segir í gamalli frásögn.
Þarna fóru saman ögun, skólun, snjöll hugsun og af-
burða minni. Stólræður sínar - og ræður yfírleitt -
flutti séra Sigurður blaðalaust en oftast var það ekki
nema að hluta til innblástur orðsins á sömu stundu og
mælt var, það var áður formað heima í Holti, í starfi
manns sem var í senn bóndi og prestur, jafnvel undir
bílstýri úti á þjóðvegi.
Ungur að árum hafði séra Sigurður sent frá sér
ljóðabókina „Hamar og sigð“ undir áhrifum þeirrar
hugsjónar að fjærst í austri væri að rísa sú alda, sá
roði sem ætti eftir að afmá allt ranglæti lífsins og
koma jafnrétti og bræðralagi alls mannkyns til vegs og
virðingar. „Mikli frelsisroðinn rauði/reykur, bóla,
vindaský," orti skáldbróðir séra Sigurðar, séra Björn
Halldórsson í Laufási, um annan frelsisroða. Séra Sig-
urður skynjaði hið sama um „roðann í austri“ fyrr en
flestir skáldbræður hans og hlaut ýmsra óþökk fyrir
en hugsjónin um jafnrétti og bræðralag hélt áfram að
vera leiðarsteinn hans á lífsbrautinni.
Margir af vinum séra Sigurðar undruðust þá ráða-
breytni hans að flytjast frá menningu borgar í samfé-
lag búandkarla og búandkvenna undir Eyjafjöllum.
Það skynjar maður glöggt í litlu ljóði sem birtist í
fyrstu ljóðabókinni frá Holti, „Yndi unaðsstunda“, sem
út kom árið 1952. Ljóðið heitir „Kveðja frá Holti til
vina minna í Reykjavík“. Þrjú erindi úr því bregða
birtu á sviðið:
Þér óttist ekki hót um haginn minn,
hjá húsum mínum sneiða munu tröllin.
Og þó að sjónhring þrengi nú uin sinn,
á þrá mín væng sem ber mig yflr fjöllin.
Því hjai'tað á sér ljúf og fógur lönd,
svo leynd að þangað ratar enginn veginn.
Og þangað ber mig mild og máttug hönd
ef móti blæs og kólnar hérna megin.
Þeir sjá það ekki sem hér skjótast inn
og setjast snöggvast óðamála niður,
að héðan er ei hærra í himininn
en hönd má seilast þess sem auðmjúkt biður.
í kjölfar Ijóðabókarinnar „Yndi unaðsstunda" fylgdu
fleiri ljóðabækur, leikrit og fjölþætt ritverk önnur, allt
gætt snilli mikilhæfs höfundar en hæst rís list hans í
Ijóðum. Mörg þeirra eru í röð hins besta sem fram kom
í skáldskap um miðbik þessarar aldar, frábær að formi,
hugsun og kveðandi. í þeim höldum við áfram að eiga
sálufélag við skáldið í Holti.
Eyfellingum var það ómetanleg blessun að eiga séra
Sigurð að félaga og vini um tvo áratugi, innan kirkju og
utan. Hann setti hvarvetna mikinn svip á mannlíf.
Hvergi var svo mannfagnaður að hann og kona hans
væru ekki með í hópnum. Margra afmælisbarna var þá
minnst í snjöllu ávarpi eða ljóði. Mér er enn í fersku
minni er séra Sigurður kom í afmælisfagnað föður míns,
áttræðs. Hann skrifaði umsvifalaust í gestabók heimilis
tvö erindi, það fyrra á þessa leið:
Þig beygir ekki þreytan ára
og þú hefur ótrauður getað
staðið þar fast sem brotnaði bára
og bratta hamra fetað,
slegið að morgni margan skára
og málminn hamrað og steypt,
sopið á skál og skellt undir nára
og skeiðandi fáki hleypt.
Sannmæli er að séra Sigurður gladdist með glöðum
og hryggðist með hryggum. Hann var ráðhollur í raun
og tilfinninganæmur. Hressandi blær fylgdi honum
heima og heiman. Hann gerði sér ekki mannamun og
átti jafnhægt með að deila geði við minnimáttar og þá
sem hærra voru settir. Hann var jafnan ómyrkur í máli,
skeleggur í vörn og sókn við hvern sem var að skipta.
Undir hversdagsró bjuggu næmar og sterkar tilfinning-
ar. Um það vitna ljóð hans og um sum þeirra mætti
segja: „Enginn skyldi skáldin styggja." Lífið veitti hon-
um ýmis svöðusár en reisn sinni og hugarró hélt hann
til hinsta dags. Síst skyldi því gleymt að hann stóð ekki
einn í önn og baráttu dagsins.
Ég kynntist því miður ekki fyrri konu séra Sigurðar,
frú Guðnýju Jónsdóttur hjúkrunarkonu, en lof hennar
hef ég heyrt af margra vörum. í seinni konu hans, frú
Hönnu Karlsdóttur kennara, átti ég mikinn og traustan
vin. Hún var hreinskiptin atkvæðakona og lagði margt
gott til mála undir Eyjafjöllum. I byrjun dvalar þeirra
hjóna undir Eyjafjöllum voru þar stofnaðir kirkjukórar.
Frú Hanna var driffjöður í starfi þeirra, enda vel
menntuð í músík og snjall organleikari. í þann tíð var
ég viðriðinn kirkjukór Ásólfsskálasóknar. Þau hjón,
séra Sigurður og frú Hanna, opnuðu heimili sitt fyrir
honum og þar áttu kórfélagar margar ógleymanlegar
stundir við vel búið kaffiborð, hlýtt viðmót og frjálsleg-
ar samræður við húsráðendur. Kirkjukórinn átti og
hauk í horni þar sem skáldið var. I nánd jóla var vant
texta við lag. Séra Sigurður brá sér inn á skrifstofu sína
og skjótt var nýr jólasálmur til orðinn, hlutgengur síðai'
í sálmabók þjóðkirkjunnar.
Omælt fórnarstarf lagði frú Hanna fram í Fjallasveit.
Mörgum reyndist hún góður vinur í raun og því betri
sem meira á reyndi. Fáir vissu betur en ég hver styrkur
hún var eiginmanni sínum, ráðholl, ákveðin og fastlynd.
Hún var allra manna dómbærust á skáldskap. Undir
dóm hennar bar séra Sigurður löngum ljóð sín og
treysti öruggri smekkvísi hennar. Fáar eiginkonur hafa
fengið fegun-a lof í ljóðum eiginmanns en frú Hanna í
Holti.
Hvorugt þeirra Holtshjóna þurfti að líða ki'öm ellinn-
ar, allt of fljótt hurfu þau um móðuna miklu. Séra Sig-
urður vann síðasta prestverk sitt á Reyni í Mýrdal 19.
nóvember 1966, fór frá því beint á sjúkrahús og andað-
ist þar þann 23. febrúar 1967.
Séra Sigurði var Skógaskóli hugleikin stofnun. Sem
kennari og prestur skólans átti hann ómældan þátt í að
auðga anda ungmenna og hvetja þau og búa undir
ábyi'gð og skyldur lífsins. Til hans má heimfæra það
sem Jónas Hallgrímsson orti um annan mikilhæfan
kennimann í Rangárþingi: „Lengi mun hans lifa
rödd/hrein og djörf um hæðir, lautir/húsin öll og víðar
brautir."
Vonandi fer aldrei svo að þjóðin glati tilfinningu fyrir
ljóði, sögu og tungu, sínu „ástkæra, ylhýra máli“. Hlut-
verk framtíðar er að vernda þann arf sem vökumenn
andans hafa gefið okkur og trúað okkur fyrir, færa
hann frá einni kynslóð til annarrar. Hlutur séra Sigurð-
ar Einarssonar er stór í þeim aifi.
Horfin eru af heimi fyi'ir skömmu þrjú börn séra Sig-
urðar, Hjördís Braga, Gunnvör Braga og Sigurður Örn.
Eftir lifa Áslaug og Steinn Hermann. Þeim eru sendar
hlýjar kveðjur frá Skógum.
Mörgum góðum og mikilhæfum mönnum hef ég
kynnst á lífsleiðinni. Þar er séra Sigurður Einarsson
einna fremstur í flokki.
Þórður Tómasson.
Indversk tónlist í
Kaffíleikhúsinu
SARODLEIKARINN Bruce Hamm
TÓNLEIKAR
verða í Kaffileik-
húsinu með sar-
odleikaranum
Bruce Hamm,
tablaleikaranum
Steingrími Guð-
mundssyni og
bassaleikaranum
Birgi Bragasyni,
fimmtudagskvöld-
ið 29. október kl.
21. Á tónleikunum
munu þeir bæði
flytja hefðbundna
indverska tónlist
en einnig ind-
verska tónlist með vestrænum
áhrifum.
í fréttatilkynningu segir að
þetta sé í fyrsta sinn sem ind-
verska hljóðfærið sarod komi til
Islands, en indversk tónlist á sér
mörg þúsund ára sögu og sitt
eigið tungumál sem hún byggist
á, hver nóta og hvert slag hefur
sitt orð í þessu tungumáli.
Bruce Hamm er amerískur,
búsettur í San Francisco, þar
sem hann kennir á sarod í tón-
listarskólanum AIi Akbar Col-
lege of Music, en þar nam
Steingrímur einnig tabla-
trommuleik. Steingrímur og
Bruce hafa spilað saman í Ind-
landi, þar sem báðir hafa numið
af sarod- og tabla-meisturum.
Steingrímur og Birgir starfa
saman í hljómsveitinni Milljóna-
mæringunum en Birgir kennir
einnig á bassa í Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar og í Keflavík.
Bruce Hamm kom gagngert til
Islands til að taka þátt í verkefn-
inu „Tónlist fyrir alla“, en það er
styrkt af UNESCO, og hafa þeir
undanfarið spilað í skólum á höf-
uðborgarsvæðinu fyrir ýmsa ald-
urshópa.
Veturnætur
Tónlistarveisla í
Isafj ar ðarkirkj u
BOÐIÐ verður til tónlistarveislu
í Isafjarðarkirkju á morgun,
fóstudag, kl. 20.30. Dagskráin
nefnist „I faðmi fjalla blárra“ og
er það hápunktur dagskrár Vet-
urnátta, sem staðið hefur yfir
undanfarna viku. Þar koma fram
fjölmargir „vestfirskir" litamenn
og flytja söngperlur vestfirskra
tónskálda, s.s. Jónasar Tómas-
sonar, eldri og yngri, Hjálmars
H. Ragnarssonar, Ragnars H.
Ragnar, Jóns Ásgeirssonar,
Skúla Halldórssonar, Sigvalda
Kaldalóns o.fl.
Á tónleikunum koma fram
Sunnukórinn, undir stjórn Mar-
grétar Geirsdóttur, Söngfjelagið
úr Neðsta, söngstöllurnar Her-
dís Anna Jónasdóttir og Þórunn
Arna Kristjánsdóttir, einsöngv-
ararnir Guðrán Jónsdóttir og
Ingunn Ósk Sturludóttir, Janusz
Frach fiðluleikari, Ái'mann
Helgason klarinettuleikari,
Ragnheiður Bjarnadóttir upp-
lesari og píanóleikarinn Beata
Joó, Iwona Kutyla, Margrét
Gunanrsdóttir og Sigríður
Ragnarsdóttir.
Aðgangur að tónlistarveisl-
unni er kr. 1.200.
Nýjar bækur
• Kraftbirtingarhljómur guð-
dómsins. Dagbók, sjálfsævisaga,
bréf og kvæði Magnúsar Hj.
Magnússonar, skáldsins á Þröm
er eftir Sigurð Gylfa Magnússon
sagnfræðing. Bókin er önnur í
ritröðinni Sýn-
isbók íslenskrar
alþýðumenn-
ingar en á síð-
asta ári kom út
fyrsta bókin
sem nefnist
Bræður af
Ströndum.
Ritröðinni er
ætlað að birta
persónulegar
heimildir sem varðveittar eru í
handritasöfnum og hafa ekki áð-
ur komið fyrir sjónir almennings
né fræðimanna.
í kynningu segir að hér sé í
fyrsta sinn birt sýnishorn úr
persónulegum gögnum Magnús-
ar Hj. Magnússonar - dagbók
hans, sjálfsævisögu og bréfum.
Magnús var fyrii*mynd Ólafs
Kárasonar Ljósvíkings í Heims-
ljósi Halldórs Kiljans Laxness.
Halldór nýtti sér þessar heim-
ildir ótæpilega við samningu
Heimsljóss og afar fróðlegt er
að kynnast frumheimildum að
bók hans. Magnús sjálfur var
einstakur maður sem átti ávallt
á brattann að sækja. Æviferill
hans gefur ótrúlega innsýn í
hugsunarhátt fólks í kringum
aldamótin síðustu. Magnús
glímdi við óréttlæti heimsins á
öllum vígstöðvum og varðist því
á sinn sérstaka hátt; með því að
segja sögu sína jafnóðum í dag-
bókinni í þeirri von að síðari
tíma menn gerðu sér betur
grein fyrir stöðu lítilmagnans.
Kraftbirtingarhljómur Guð-
dómsins má því með réttu kalla
vamaræðu Magnúsar.
Sigurður Gylfi Magnússon
sagnfræðingur ritar ítarlegan
inngang að bókinni, en þar segir
hann sögu Magnúsai' í grófum
dráttum, ræðir gildi þessarar
tilteknu heimildar fyrir sagn-
fræðirannsóknir og hugleiðir
stöðu sagnfræðinnar, meðal
annars í Ijósi póstmódernískra
áhrifa.
Sigurður Gylfi lauk doktors-
prófi í sagnfræði frá Carnegie
Mellon háskólanum í Bandarík-
unum árið 1993 og hefur aðal-
lega unnið við rannsóknir og há-
skólakennslu síðan. Eftir hann
hafa birst bækurnar Lífshættir í
Reykjavík 1930-1940 (1985);
Menntun, ást og sorg (1997);
Bræður af Ströndum (1997), og
loks ritstýrði hann ásamt Erlu
Huldu Halldórsdóttur bókinni
Einsagan - ólíkar leiðir (1998).
Útgefandi er Háskólaútgáfan.
Háskólaútgáfan sér um dreif-
ingu. Verð: 3.200 kr.
Sigurður Gylfi
Magnússon