Morgunblaðið - 29.10.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 29.10.1998, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Til hvers að bíða? Á aukalandsfundi Alþýðubandalagsins í vor skildu leiðir innan flokksins. Meirihluti fundarmanna valdi þá leið að ganga til sam- starfs og sameiningar við Alþýðuflokkinn og Kvennalistannn. Á öndverðri skoðun voru þeir sem töldu þann kost skynsamlegastan að stefna að auknu samstarfi flokkanna eftir næstu kosningar en halda flokksstarfinu aðskildu enn um stund. Sá hópur taldi ekki tímabært að taka upp samstarf við Alþýðuflokkinn og Kvennalistann af þeim toga sem kynntur var á landsfundinum. Uví skildu þarna leiðir hvað framtíðar- sýn og stefnu snerti. Af hálfu for- ystu Alþýðubandalagsins var þeim sendur tónninn sem sögðu skilið við flokkinn og fullyrt að úrsagnir úr honum hefðu verið allsendis ótímabærar. Málefnasamningur sá, sem væri í vinnslu, myndi leiða það í ljós að málefnaágreiningur milli hópanna væri enginn og því væru úrsagnir úr flokknum komnar til af öðrum annariegum ástæðum. Þróunin eins og búist var við Þróun mála síðan á aukalands- fundi hefur öll verið á þann veg að sannfæra þá sem gengu úr flokkn- um í sumar um að það hafi verið rétt mat. Málefnavinna A-flokk- anna og Kvennalistans hefur ein- kennst af forystukreppu og skipu- lagsleysi. Flumbrugangurinn í haust við að koma málefnavinnunni frá sér mun lengi í minnum hafður. Kvöld eftir kvöld voru fluttar „ekki“ fréttir af því sem ekkert var. Þegar textinn var síðan lagður fram var hann það gloppóttur og illa unninn að honum var fljótlega afneitað og hafist handa við að vinna nýtt plagg. Þannig mistókst algerlega að nýta sér þá athygli og umfjöllun sem mögulegt hefði verið ef vel hefði verið haldið á málum. Á síðustu dögum og vikum hafa enn fleiri yfirgefið flokkinn vegna þess að þær áherslur sem í málefna- vinnunni komu fram voru á þann veg að þar náðist ekki málefnaleg samstaða. Þar var tekin afstaða á efnislegum forsendum. Þá ber svo við að fram koma fullyrðingar um óhreinlyndi og skemmdarverka- starfsemi vegna þess að einstak- lingar biðu með að gera upp hug sinn þar til efnisleg niðurstaða lá fyrir. Það sem talið var nauðsyn- legt og eðlilegt í júlí er nú for- dæmt. „Með brotinn skjöld og Formaður Alþýðubandalagsins ber sig vel og segir aðeins það hafa gerst að nokkrir þingmenn hafi yf- irgefið flokkinn. Annars sé hann heill og óskiptur. Það liggur hins vegar fyrir að flokkur- inn er í rúst í þremur lq'ördæmum og hefur nokkra slagsíðu í Reykjavík. Vitaskuld taka þingmenn mið af sjónarmiðum bak- landsins heima í kjör- dæmunum þegar þeir meta stöðuna. Þannig er það fráleitt að halda því fram að þeir þing- menn sem hafa yfir- gefið flokkinn séu ein- angraðir þverhausar sem hafi ekki tilfinn- Gunnlaugur ingu fyrir því hvað Júlíússon fólkið hugsar eins og haldið hefur verið fram. Niðurstöður skoðanakann- ana leiða síðan í ljós að staða sam- fylkingarinnar er heldur döpur. Fráleitt er að halda því fram, segir Gunnlaug- ur Júlíusson, að þeir þingmenn sem hafa yf- irgefið flokkinn séu ein- angraðir þverhausar. Hið mikla fjöldafylgi sem átti að streyma til liðs við hana hefur ekki látið sjá sig. Meir að segja benda skoðanakannanir til að Sjálfstæðis- flokkurinn geti staðið uppi með hreinan meirihluta að afloknum kosningum. Til hvers var þá af stað farið? Höfundur er hagfræðingur og sveiUirstjóri á Raufarhöfn. Negro Skólavörðustíg 21 a • 101 Reykjavík Sími / Fax: 552 1220 Netfang: blanco@itn.is Veffang: www.blanco.ehf.is Óstöðug’leiki í röðum vinstri- manna A ALÞINGISHATIÐARAR- INU 1930 voru þrír stjórnmála- flokkar starfandi í landinu: Alþýðu- flokkur, Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðis- flokkur. Síðla sama árs klofnaði Alþýðuflokk- ur, og til varð Komm- únistaflokkur Islands, en hann átti þó ekki menn á þingi fyrr en 1937. Árið eftir reyndi Héðinn Valdimarsson að steypa flokkunum saman á ný, en það tókst ekki. Álitlegur hluti Alþýðuflokksins slóst þó í för með kommúnistum, og mynduðu þeir Samein- ingarflokk alþýðu, Sós- íalistaflokkinn. Enn klofnaði Alþýðuflokkurinn 1956, og hluti hans myndaði með Sósíalista- flokknum Alþýðubandalagið, sem fyrst var kosningabandalag og þingflokkur, en frá 1967 stjórn- málaflokkur. Einmitt þá klofnaði hópurinn, og auk Alþýðubandalags var stofnaður annar flokkur, Sam- tök frjálslyndra og vinstrimanna. Sá átti þingfulltrúa 1971-1978, er leifar hans skiluðu sér til Alþýðu- flokksins. Bandalag jafnaðar- manna undir forystu Vilmundar Gylfasonar bauð fram 1983, fékk fjóra þingmenn kosna, sem sátu eitt kjörtímabil. Síðan samruni á ný við Alþýðuflokkinn. Loks má nefna Þjóðvamarflokkinn, sem tal- inn var vinstra megin, en beitti sér aðallega gegn erlendri hersetu. Hann átti menn á Alþingi 1953-56. Magni Guðmundsson Um Framsóknarflokkinn er það að segja, að hann hefir lengstum verið talinn vinstrisinnaður, enda þótt vafasamt sé núna. Jónas Jónsson frá Hriflu, sem öðrum fremur mótaði stefnu flokksins, var sagður hafa verið jafnaðar- maður og hafa átt hlutdeild í stofnun Al- þýðuflokksins 1916. Hann var hins vegar andvígur þjóðnýting- aráformum krata og taldi vænlegra að stofna sérstakan bændaflokk, sem byggði á samvinnu- rekstri. Það var síðla árs 1916. Fyrsta ráðu- neyti Framsóknar- flokksins var myndað 1927 undir forsæti Tryggva Þórhallssonar. Það var stutt af Alþýðuflokknum, Sundrungin er sem fyrr ráðandi á vinstri vængnum, segir Magni Guðmundsson, og varla við miklu að búast úr þeirri átt að óbreyttu. sem þó átti ekki ráðherra í ríkis- stjórninni. Ráðuneytið var afkasta- mikið, einkum í verklegum fram- kvæmdum, og stóð fyrir Alþingis- hátíðinni 1930. Umsvifin öll drógu mjög úr áhrifum heimskreppunnar Kvótakjaftæði MER HEFUR fundist það eins og að bera í bakkafullan lækinn að tjá mig op- inberlega um svokail- að kvótamál. Ég hélt að fólk væri búið að fá sig fullsatt af umræð- unni um þetta álita- mál, en svo virðist ekki vera. Best gæti ég trúað að þetta verði aðalmálið í komandi alþingiskosningum, eins skrumskælt og það er orðið. Sjálfur hef ég lang- tímum saman hætt að fylgjast með umræð- unni og ekki nennt að taka þátt í henni eins og hún er. Ekkert er þó eðlilegra en þjóðin láti sig þessi mál varða, enda um mikla hags- muni að tefla. En hvernig sem á því stendur virðist oftast ómögu- legt að ná umræðunni niður á skynsamlegt „plan“. Ég held að ástæðan fyrir því sé sú að þeir sem hæst hóa geri það í „pólitískum" tilgangi og noti til þess aðferð sem löngum hefur verið fallin til vin- sælda, því miður. Aðferðin er sú að ala á óánægju og öfund, og þá skiptir litlu hvort sannleikanum er hagrætt eða hrein ósannindi notuð. Tilgangurinn helgar meðalið Nú virðist mér svo komið að þessi óheiðarlegi málflutningur, sem hver étur upp eftir öðrum, sé að festast sem sannleikur í huga þjóðarinnar. Þessi vafasami sann- leikur er falinn í orðunum „gjafa- kvóti og sægreifi" sem fleiri og fleiri alþingismenn taka sér í munn til að afla sér vinsælda. Takið eftir Snorri Sigurjónsson að ónefndir þingmenn nota hvert tækifæri sem býðst og rúmlega það til að nota þessi orð og ala þannig á ímyndaðri ósanngirni. Það er ekki skrítið að fólk sem ekki hefur kynnt sér aðdraganda og þróun kvótakerfis- ins trúi þessum mál- flutningi, því engu er líkara en flutnings- menn trúi eigin orðum. Vissulega má færa fyr- ir því rök að ekki hafí tekist nógu vel til við útfærslu á þessu kerfi og að á því séu ýmsir gallar sem þarf að sníða af, en ég veit ekki um nokkurn mann eða fyrirtæki sem hefur staðið í útgerð og fengið gefins kvóta. Minn skiln- ingur er að gjafakvóti sé ekki til í raunveruleikanum. Ef einhver get- ur kallast sægreifi, þá á hinn sami þann vafasama heiður Hæstarétti Islands að þakka, sem eignaði út- gerðum óveiddan fisk syndandi í sjónum, eins fáránlegt og það nú er. Hvað gerðist eiginlega? Það var af illri nauðsyn sem gripið var til kvótaúthlutunar á sín- um tíma og dugmiklir sjómenn urðu ævareiðir. Ekki mátti veiða eins mikið og áður og því var í raun um kvótaskerðingu að ræða, en ekki gefinn kvóta. Við úthlutun var miðað við veiðireynslu undangeng- in ár og sýndist mörgum þeir bera skarðan hlut frá borði, enda búnir að kosta miklu til og taka áhættu í fjárfestingum. Aftur og aftur var kvóti svo skertur þannig að þeir sem höfðu bolmagn eða þorðu að taka áhættu keyptu sér rétt frá öðrum til að auka kvóta sinna fyrir- tækja. Þetta var ekki sársauka- laust, en með þessu fyrirkomulagi hefur þó náðst hagræðing og skip- um fækkað. Það var skilningur útgerðar- manna að sömu reglur giltu um þá og aðra þegar kom að skattamál- um. Allur rekstrarkostnaður, þar með talinn himinhár kostnaður við kaup á veiðirétti, yrði reiknaður Gjafakvóti er ekki til í raunveruleikanum, segir Snorri Sigurjdnsson, og síendurtekið tal um gjafakvóta og sægreifa er til þess fallið að ala á óánægju og öfund. sem úgjöld í rekstrinum og mis- munur á útgjöldum og tekjum, ef einhver væri, yrði skattlagður. Að sama skapi yrðu þeir skattlagðir sem högnuðust af sölu veiðiréttar. Sem betur fer voru allmörg fyrir- tæki sem gátu greitt skatta, þjóð- inni til heilla. Ef fyrirtæki eða hlutur í þeim var seldur fór verð að sjálfsögðu eftir verðmætum í raunverulegum eignum og hvernig reksturinn gekk. Sá sem hafði veiðirétt fékk meira, alveg eins og veitingamaður sem hefur kostað miklu til ög hefur marga viðskiptavini. Tímamót urðu þegar til mála- reksturs kom vegna skattamála. Yfirvöld skattlögðu veiðiréttinn (fiskana sem synda í sjónum) þrátt fyrir að svo gæti farið að kvótinn yrði skertur og óvíst hvort næðist að veiða fískinn. Utgerðarmenn á íslandi. En erfiðleikar gerðu brátt vart við sig. Til árekstrar kom milli Jónasar og Tryggva, og hinn síðarnefndi klauf Framsókn með stofnun Bændaflokksins 1933. Hann átti fulltrúa á Alþingi 1934-42, en hvarf svo af sjónar- sviðinu. Samvinnuhreyfíngin, burð- arstólpi Framsóknarflokksins, hef- ir goldið afhroð í seinni tíð. Kaup- félögum hefir fækkað um a.m.k. helming. Þau hafa ýmist gefist upp eða beinlínis orðið gjaldþrota. SIS, sem var stórveldi, er hætt rekstri. Samvinnubankinn er líka hættur. Og Samvinnuskólinn, sem átti að þjálfa verðandi kaupfélagsstjóra, er með breyttu sniði. Mörgum fínnst Framsóknarflokkurinn í dag tvíátta. Hann studdi félagshyggju- öflin í nýafstöðnum borgarstjórn- arkosningum, en situr í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Því má skjóta hér inn í, að starf- andi Sjálfstæðisflokkur, sem stofn- aður var 1929, hefir komist hjá klofningi, ef undan er skilinn Borg- araflokkur Alberts Guðmundsson- ar 1987-91. Samfylking vinstri aflanna, Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista, hefir verið mjög til umræðu upp á síðkastið. Ýmsir gerðu sér vonir um, að áhrif nefndra flokka myndu aukast mjög, jafnvel í líkingu við völd jafn- aðarmanna á Norðurlöndum liðna áratugi. Ég fjallaði um þetta í nýlegri Morgunblaðsgrein undir fyrirsögn- inni „Tveggja flokka kerfi“, enda þótt ég sé ekki meðlimur neins stjórnmálaflokks. Samfylkingin var hvergi nærri komin í höfn, þegar þrír þingmenn Alþýðubandalagsins skárust úr leik: Hjörleifur, Stein- grímur J. og Ögmundur („óháð- ur“). Sá fjóri hefir slegist í hópinn. Þeir hyggjast stofna enn einn nýj- an stjórnmálaflokk. Sundrungin er sem fyrr ráðandi á vinstri vængn- um, og varla við miklu að búast úr þeirri átt að óbreyttu. Höfundur er hngfræðingur. voru ósáttir við þetta og eftir málarekstur hnekkti undirréttur þessari stjórnvaldsaðgerð. En Adam var ekki lengi í paradís. Fjármálaráðherra áfrýjaði til hæstaréttar þar sem niðurstaða undirréttar var felld úr gildi, svo nú eru útgerðarfyrirtæki skattlögð vegna þessarar undarlegu eignar. Þannig varð nú blessaður sægreif- inn til. Ef hann heldur áfram rekstri borgar hann skatt af „eign- inni,“ tekur áhættu og verður áfram sægreifi á hverju sem geng- ur og ef hann selur hlutabréf með hagnaði verður hann skattlagður. Ef hann deyr færist hlutur hans í óveidda fiskinum til erfingja. Hef- ur nokkur heyrt um að fá við- skiptavini í arf og borga eigna- skatt af þeim? Hvernig væri nú að setja lög sem stöðva þessa vitleysu og sömu reglur látnar ganga yfir útgerðarmenn og aðra. Lokaorð Ljótt væri ef einhverri útgerð tækist nú að skila hagnaði í þessum ólgusjó. Mér sýnist áberandi stjómmálamönnum ætla að takast að koma í veg fyrir það, svona rétt til að ná metorðum, komast á þing, eða ná fram hefndum. Kippum ekki fótum undan vel reknum fyrirtækjum vegna annar- legra viðhorfa öfundarmanna. Heiðrum þá sem ná árangri og hættum að líta á þá eins og saka- menn. Tökum ekki mark á slag- orðaglaumi um gjafakvóta, sæ- greií'a og veiðileyfagjald. Hvorki ég né þú getum raunverulega átt óveiddan fisk til að leigja. Það eru þeir sem kosta einhverju til að ná honum sem verða að standa og falla með útgerð sinni. Ef vel geng- ur munu allir njóta. Höldum því sem áunnist hefur og breytum því sem breyta þarf, lífríkinu og þjóð- inni til hagsældar. Höfundur cr lögreglufulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.