Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 37

Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 37
36 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ -h MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FIIAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BUHYGGINDI VINNUYEITENDA VSÍ HEFUR sett fram þá óvenjulegu ósk við Geir Haarde, fjármálaráðherra, að fallið verði frá lækkun atvinnutryggingagjalds, sem gert er ráð fyrir í fjárlaga- frumvarpinu. Gjaldið á að lækka úr 1,15% af greiddum launum í 1%, sem mundi spara atvinnurekstrinum 450 milljónir króna á ári. Vinnuveitendur vilja, að Atvinnu- leysistryggingasjóður vaxi í góðæri, svo hann verði undir það búinn að taka á sig aukin útgjöld til atvinnuleysisbóta í efnahagssamdrætti. „Við teljum, að Atvinnuleysistryggingasjóður eigi að vera til sveiflujöfnunar, en ekki til að magna sveiflurnar. Þess vegna er það tillaga okkar, að fallið verði frá áform- um um að lækka skatta á atvinnureksturinn heldur verði skattheimtunni haldið áfram í þágu þessa sjóðs,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Þar sem atvinnulífinu er gert með lögum frá 1996 að standa straum af atvinnuleysistryggingum hljóta það að teljast búhyggindi hjá VSÍ að nýta góðærið til undirbún- ings mögru áranna. Það er í samræmi við þær kröfur, sem VSI hefur gert um árabil á hendur ríkisvaldinu í efnahagsmálum almennt. Vinnuveitendur eru því sam- kvæmir sjálfum sér í þessum efnum, en því miður hefur það verið einkenni á stjórn íslenzkra efnahagsmála þar til nú, að ríkissjóður hefur hafið stórfellda greiðslu skulda, að eyða ávinningi uppsveiflu í efnahagslífinu jafnóðum. Búhyggindi vinnuveitenda eru því kærkomin og von- andi til merkis um það, að Islendingar hafi lært sína lexíu af þeim efnahagsáföllum, sem riðu yfir þjóðfélagið fyrri- hluta þessa áratugar. ÁBYRG AFSTAÐA HREPPSNEFND Fljótsdalshrepps hefur ályktað að fram fari lögformlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar og beinir því til Landsvirkjunar og stjórnvalda að þessir aðilar sjái um að slíkt mat fari fram. Þessi afstaða hreppsnefndarinnar er í senn ábyrg og sýn- ir að hreppsnefndin gerir sér ljós þau breyttu viðhorf, sem orðið hafa í þjóðfélaginu til náttúrunnar, landsgæða og á hvern hátt umgangast eigi landið. Jóhann F. Þórhallsson hreppsnefndarmaður sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Leyfi fyrir Fljótsdals- virkjun var samþykkt á Alþingi 1981, en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Viðhorf til náttúru og um- hverfis er allt annað en það var þá. Menn eru farnir að sjá að ósnortin náttúra er ekki einskis virði. Við teljum að það yrði slæmt, ef menn stæðu uppi eftir ár eða áratugi og almennt sjónarmið væri að með Fljótsdalsvirkjun hefðu verið gerð slæm mistök. Þá verður hægt að benda á að það hafi ekki verið notuð bestu tæki sem til voru til að varna þessum mistökum." Sautján ára gamalt virkjunarleyfi var veitt við allt aðrar aðstæður og eðlilegt eins og málum er nú háttað, að fram fari lögformlegt umhverfismat á virkjunarkost- inum. DAGUR DAGBOKAR VEL TÓKST til við framkvæmd Dags dagbókarinnar 15. október síðastliðinn en yfir fjögur þúsund manns skrifuðu dagbók og skiluðu henni inn á Þjóðminjasafn, eins og fram kom í blaðinu í gær. Markmið dagsins var meðal annars sköpun og söfnun persónulegra heimilda fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar. Skilningur á gildi alþýðlegra og persónulegra heimilda fyrir sagnfræðirannsóknir hefur aukist á síðastliðnum ár- um hér á landi. Lengi hefur stofnanasagan verið ríkjandi í íslenskum sagnfræðirannsóknum, menn hafa einbeitt sér að því að skoða söguna í ljósi hinna formlegu stofnana samfélagsins, stói*viðburða tengdra þeim og einstaka þekktra persóna. Með rannsókn persónulegra heimilda, eins og dagbóka og bréfa, hefur staða og viðhorf einstak- linga gagnvart hinum formlegu stofnunum þjóðfélagsins verið könnuð. Með því að lesa saman niðurstöður þessara aðferða hefur þannig fengist nýtt sjónarhorn á söguna. Dagur dagbókarinnar er gott framtak til þess að afla persónulegra heimilda en ekki síður til þess að auka al- mennan skilning á gildi þeirra. Verður vonandi framhald þar á. Staðan í rússnesku efnahagslífi er til marks um spillingu, gallaða skattheimtu og veikt bankakerfi Komnir niður úr botninum Ekki ríkir mikil bjartsýni á framtíðina í Rússlandi. Eftir efnahagskreppu í lok sum- ars blasir við langur og strangur vetur. Stjórn Jevgení Prímakovs hefur nær ekkert hafst að í efnahagsmálunum sem hefur verið líkt við leka tunnu. Urður Gunnarsdóttir kynnti sér hljóðið í Rússum og vestrænum stjórnmálaskýrendum í Moskvu. EG átti mér draum um eðli- legt land sem hét Rússland. Núna veit ég að ég mun aldrei sjá hann rætast en kannski munu börnin mína gera það.“ Svo farast Lev Bruni, rússneskum sjónvarpsmanni orð. Manni sem flýði Sovétríkin fyrir margt löngu en sneri aftur heim þegar þau heyrðu sögunni til og uppgangurinn hófst í heima- landi hans. Nú hefur hann ekki fengið greidd laun frá því í júní, auk þess sem þau hafa lækkað um 40%. Hann lifir á launum eiginkonunnar og von- ar að framtíðin beri eitthvað betra í skauti sér. Hvort þessi ágæti maður hefur raunverulega ástæðu til þeirrar vonar er svo allt annað mál. Landi hans og kollegi, Nikolaj Meinert, líkir rússneskum efnahag við leka tunnu. Engu skipti hvað sett sé í hana, allt streymi jafnharðan úr henni aftur og ofan í vasa spilltra embættismanna og annarra sem vilji komast yfir almannafé. Sami maður segir virðingarleysi íyrir öðrum hafa verið einkennandi íyrir Sovéttímann og að þess sjái svo sannarlega stað ennþá. „Nýlegt dæmi um það er fyr- irtæki sem gekk vel en greiddi engu að síður starfsmönnum sínum ekki laun. Þegar yfinnenn þess vom spurðir hverju það sætti var svarið að Rússland væri jú á heljarþröm!" Og vissulega er ástandið í Rúss- landi alvarlegt, þótt ekki séu allir reiðubúnir að samþykkja það að land- ið sé á leið til helvítis. En það er ekki langt frá brún hengiflugsins. Hvað gerðist? Hagspekingar og aðrir fræðingar hafa tínt til ótal ástæður fyrir því að efnahagskreppa skall yfir með jafn- miklum þunga og raun bar vitni og ekki er hægt að segja annað en að Rússar hafi verið varaðir við. En stjórnvöld í spilltu kerfi skelltu ýmist við skollaeyrum, eða fengu ekkert að gert. Allan Rousso, yfirmaður Carnegie- rannsóknarstofunnar í Moskvu, segir að nefna megi fjölmargar ástæður fyrir kreppunni. „Til dæmis fjárlagahalla upp á 7-8% á síðasta ári, ónóga skattheimtu og of mikil ríkisútgjöld. Þá eru peningar allt of lítill hluti hagskerfinu, sem byggist vöru- og þjónustuskiptum „Enn mikið fé geymt í rúm- dýnum“ af efna- mikið á . Banka- kerfið var veikt og er nú hálflamað, t.d. er erfiðara að færa fé á milli banka innanlands en utan, vegna þess að bankarnir treysta ekki hver öðrum. Bankarnir hafa braskað með of mikið fé, bankakerfið er ógegnsætt og reglugerðir um það af skornum skammti." Rousso segir að þrátt fyrir að fé hafi verið dælt í fyrirtækin skipti það engu því rekstur þeirra hafi ekki ver- ið tekinn í gegn. Þá séu erlendir fjár- festar allt of fáir, á síðasta ári námu erlendar fjárfestingar aðeins 6% af vergri þjóðarframleiðslu. „Rússar hafa trassað að byggja upp meðalstór fyrirtæki. Og svo má ekki gleyma spillingunni. Hún og ótryggt ástandið í Kákasus hafa dregið mjög úr trausti erlendra fjár- festa. Til að rétta hallann og auka til- trú þeirra var efnt til nýrra skulda og þær sem fyrir voru framlengdar. Svo kom Asíukreppan og olíuverð lækk- aði. Það hafði m.a. þau áhrif að erlend fyrirtæki losuðu fé í Rússlandi til að leysa vanda annars staðar, t.d. í olíu- iðnaði. Áhyggjur af ofmati á rúblunni leiddu til þess að stjórnin ákvað 17. ágúst sl. að láta gengi hennar fljóta eftir að ljóst var að ekki var hægt að halda gengi hennar stöðugu. Þetta leiddi til gengishruns og tilheyrandi skelfingar sem greip um sig á meðal almennings. Fólk hamstraði mat, hill- ur tæmdust og vöruverð rauk upp úr öllu valdi.“ Misstu endanlega trú á stjórnvöldum Rousso segir að með hruni rúblunnar hafi loks verið bundinn endi á umbótahugmyndir Jeltsíns. Þá hafí veikindi og dómgreindarskortur forsetans ekki bætt úr skák en brott- rekstur Sergeis Kíríjenkós og tilraun til að koma Viktori Tsjernomyi'dín aftur til valda hafi verið marks um að skynsamlegar ákvarðanir væni íyrir bí. „Kíríjenkó hefði mögulega getað ráðið við efnahagskreppuna, að minnsta kosti betur en forveri hans, Viktor Tsjernómyi'dín. Þetta varð til þess að allir misstu trú á valdhöfum og völdin fóru að færast til hérað- anna, sem vilja ekki láta þau af hendi.“ Það er ekki ofsögum sagt að menn hafi misst trú á stjórnvöldum. „Framtíðin? Ég sé enga von þar. Þeir eyðilögðu Sovétríkin, hvernig getur ástandið verið gott? Enginn stjórn- málamaður er fær um að bæta ástandið, þeir hugsa bara um sjálfa sig,“ segir Katja Kínalíj, fimmtug kona sem selur loðhúfur á Kiev-markaðn- um. Atvinnuveitandi hennar hefur reynt að koma til að- stoðar og hefur tvívegis hækkað laun- in hennar frá því í ágúst, úr 50 í 100 rúblur á dag, um 12.000 ísl. kr. á mánuði, en það dugir ekki til. Eigin- maðurinn er í stopulli byggingar- vinnu, unglingurinn á heimilinu þarf sitt og launin duga vai't fyrir mat, hvað þá lúxus á borð við ný föt. „Um tíma hélt ég að ástandið væri að batna og framtíðin væri björt,“ segir Olga, sem er húsvörður í fjöl- býlishúsi. „En svo skall kreppan á, öllum að óvörum. Núna reyni ég að hugsa ekki um framtíðina." Röng stefna í efnahagsmálum, segir hún aðspurð um helstu ástæður krepp- Reuters FJÖLDI fólks, ekki síst ellilífeyrisþegar, neyðist til að betla til að eiga fyrir mat. unnar. Þegar hún er spurð um spill- inguna hlær hún bara, það þurfi nú ekki einu sinni að nefna svo augljósan hlut. Hvað getur gerst? Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um til hvers alvarleg efnahag- skreppa kann að leiða. Fleiri en einn hafa orðið til þess að setja samasem- merki á milli Rússlands og Serbíu og segja að fari allt á versta veg í Rúss- landi, blasi við sama ástand og í Ser- bíu; óðaverðbólga, atvinnuleysi og al- gert hrun eigin gjaldmiðils sem eng- inn vilji fjárfesta í, heldur skipti öllu handbæru fé í annan styi'kari gjald- miðil, Bandaríkjadali eða þýsk mörk. Verstu mögulegu afleiðingar kreppunnar eru sagðar borgarastyi'j- öld, uppreisn innan hersins og upp- lausn ríkisins. Fáir eru trúaðir á borgarastyrjöld og kemur margt til. Almenningur virðist ekki í uppreisn- arhug, um það vitnar misheppnað allsherjai-verkfall 7. október sl. Rúss- neski herinn er skipulagslaus, ástandið innan hans sums staðar skelfilegt og dæmi eru um að her- menn svelti. Og pólitískt vald hersins er ekkert. Upplausn Rússlands í 10-12 eining- ar er heldur ekki talin líkleg, þótt flestir séu þeirrar skoðunar að valdið muni færast í auknum mæli til hérað- anna, þess sjái þegar merki í því að héraðsstjórarnir haldi í það fé sem þeir ráði yfir í stað þess að láta það renna í ríkissjóð. Álgert sjálfstæði héraðanna telst þó tæpast pólitískt eða efnahagslega skynsamlegt. „Ég held ekki að Rússland muni klofna frekar, til þess er þjóðríkið of sterkt. Rússar eru ánægðir og sáttir við sitt stóra land og stóru þjóð og ég sé ekki neina tilhneigingu til frekari klofnings úr ríkinu. Eg held að Rúss- ai' muni sveiflast áfram á milli stöð- ugleika og kreppu þar til upp koma kynslóðir sem hafa skilning á og hafa vanist markaðskerfi," segir Eino Tamm, formaður utanríkismála- nefndar eistneska þingsins um ná- gi-anna sína í austri. Þrátt fyrir að margir tali með eftir- sjá um liðna tíma er þó talið afar ólík- legt að snúið verði aftur til kommún- ismans. Til þess eru stuðningsmenn kommúnistaflokksins of fáir og of gamlir, auk þess sem ýmsir mektar- menn innan flokksins hafa lagt aukna áherslu á sjálfstæði sitt um leið og þeir hafa fjarlægst flokkinn. Jafnólík- legt þykir að snúið verði aftur til hinnar svokölluðu umbótastefnu. Hins vegar sé of snemmt að afskrifa helstu höfunda umbótastefnunnar, þá Jegor Gajdar og Anatólí Tsjúbajs. Of langur tími liðinn Rúmur mánuður er nú liðinn frá því að nýja stjórnin tók við og í Rúss- landi og á Vesturlöndum eru menn orðnir langeygir eftir aðgerðum gegn kreppunni. Rússneskir stjórnmálamenn úti- loka margii' hverjir ekki að Prímakov takist að vinna á ki'eppunni en vest- rænir hagfræðingar og stjórnmála- skýi'endur eru efins um það. Einn þeirra sagði stjórnina, með sínar und- ir- og yfirnefndir, í anda Sovétríkj- anna sálugu. Og Jan Lundin, fram- kvæmdastjóra Recep-áætlunar Evr- ópusambandsins í Moskvu, líst ekki á. „Það hefur liðið allt of langur tími án þess að lagðar hafi verið fram raun- verulegar áætlanir um aðgerðir í efnahagsmálum. Þá eru margir ráð- hen’anna í raun ekkert annað en full- trúar ýmissa stórfyi'irtækja og hags- munasamtaka. Viktor Gerasjenkó seðlabankastjóri, sem kallaður hefur verið versti bankamaður í heimi, byi'jaði þegar að prenta seðla. Það er ljóst að veturinn verður skelfilega erfiður, nú teljast um 30 milljónir manna undir fátæktarmörkum, sem eru um 500 rúblur á mánuði, tæpar 2.500 ísl.kr. „Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er hola og við erum komnir nið- ur úr botni hennar. Enginn heldur að Prímakov geti gert meira en að koma í veg fyrir að kreppan versni. En kannski tekst honum það. Efnahagur ríkisins er eins og stórt skip. Skip- stjórinn snýr stýrinu en skipið breyt- ir ekki strax um stefnu. Við höfum nú þegar eytt allt of miklum tíma í að rífast um hugmyndafræði, um það hver hafi haft rétt fyrir sér og hver rangt,“ segir Alexei Podberjozkín, foi-maður Andlegu arfleifðarinnar, flokks sem verið hefur í kosninga- bandalagi með kommúnistum. Alexei Arbatov, þingmaður hins frjálslynda Jablokoflokks og vara- formaður varnarmálanefndar dúm- nnar, er þeirrar skoðunar að Príma- kov muni takast ætlunai-verk sitt. Arbatov segir flokk sinn líklega standa forsætisráðherran- um nær en margir þeirra flokka sem sitji í stjórn- inni. Kveðst hann fylgj- andi seðlaprentun en leggur jafnframt áherslu á að komið verði í veg fyrir óðaverð- bólgu, nokkuð sem þó hlýtur að telj- ast nær óhjákvæmileg afleiðing seðlaprentunar. Vonin liggur í náttúruauðlindum „Rússneskur efnahagur hefur stig- ið afar stórt skref aftur á bak. Ef ráða á bót á honum verða Rússar að leggja á hilluna hugmyndir um að reka velferðarkerfi, um að vera kjarnorkuveldi og svo framvegis. Þá fyrst verður hægt að styrkja rúbluna. Én menn innan stjórnarinnar telja sig geta haft stjórn á verðbólgunni og því er ekki von á miklu,“ segir Jan Lundin. Ekki eru allir þó svo svartsýnir. Rússar minna á að Rússland hafi áð- ur staðið frammi fyrir erfiðleikum og vitna fram og aftur í mannkynssög- una. Aðrir benda á að margir eigi sparifé og ýmiskonar aðstoð standi illa stöddum almenningi til boða, svo sem hjá Rauða krossinum. En þegar til lengi-i tíma er litið Iiggur helsta von Rússlands í auðlindum landsins, m.a. olíu, gasi og málmum. Til að nýta megi þær verður hins vegar að auka tiltrú erlendra fjárfesta. Til að auka það traust verður að berjast gegn spillingu með öllum ráðum en hún hefur orðið til þess að fjölmörg erlend fyiártæki hafa gefist upp og hætt starfsemi sinni í Rússlandi. Þá voru viðmælendur Morgun- blaðsins sammála um nauðsyn þess að byggja upp skattkerfi í landi þar sem raunin sé sú að aðeins lítill hluti þjóðarinnar gi-eiði skatt. Kerfið sé flókið og óskýrt og ýti undir skattsvik og spillingu. Þar á móti kemur að ekki er víst að almenningur taki því þegjandi ef skattheimta verður aukin og almennari en nú er og skyldi eng- an undra. Launin eru ótrúlega lág og fólki svíður að sjá spillinguna og bruðlið með almannafé þegar það á vart til hnífs og skeiðar. Ótalmargt fleira má tína til, svo sem kröfur um frekari einkavæðingu, verkefni sem ýtt var til hliðar því það reyndist of erfitt viðureignar, og raunhæfar áætlanir um endur- gi'eiðslu erlendra skulda. Þær nema nú um 150 milljörðum bandaríkja- dala, og gjaldfalla um 18 milljarðar á næsta ári. Hagfræðingar hafa bent á að þetta væru ekki óviðráðanlegar upphæðir ef einhver vildi veita Rúss- um lán. Þá má ekki gleyma mikilvægi þess að auka traust Rússa sjálfra á banka- kerfinu. Enn er mikið fé geymt í rúmdýnum og á bankareikningum er- lendis. Dúman hefur nú samþykkt að taka banka- kerfið til endurskoðunar. Hefur þegar verið ákveðið að 20% rússnesku bank- anna verði látin deyja drottni sínum en reynt verði að koma hinum, 15 talsins, til bjargar. En það er við ramman reip að draga í landi þar sem spilling og skortur hafa sett óafmáanlegt mark sitt á þjóðfélagið. ,Astandið er vissu- lega skelfilegt og ástæðurnar fyrir því margar," segir Alan Rousso. „En það sem þó líklega er hræðilegast af öllu er sá skortur á samfélagslegi'i vitund sem er að finna allt of víða, einkum hjá þeim sem hafa hagnast á ástandinu og vilja auðvitað ekkert frekar en að viðhalda því. Því miður er ekki margt sem bendir til þess að þetta breytist í bráð.“ „Auka verður tiltrú erlendra fjárfesta“ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 37 ^ Kári Stefánsson um álit Lagastofnunar HI Gerir lagasetn- . ingu alfarið að innanríkismáli ✓ Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfða- greiningar, er þeirrar hyggju að álit það, sem Lagastofnun vann um lagafrumvarpið um miðlægan gagnagrunn, geri lagasetning- una alfarið að innanríkismáli sé það rétt nið- urstaða að frumvarpið brjóti ekki í bága við þjóðréttarlegar skuldbindingar Islendinga. ÁRI Stefáns- son, forstjóri Islenskrai’ erfðagreining- ar, sagði í gær að álit Lagastofnunar Háskóla íslands væri mikilvægt þar sem þar kæmi fram að frumvarpið um mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði bryti ekki í bága við þjóðrétt- arlegar skuldbindingar Islendinga og væri því um innanríkismál að ræða. Hann sagði jafn- framt grundvallaratriði að þar væri komist að þein-i niðurstöðu að upp- lýsingarnar í grunninum yi’ðu óper- sónugreinanlegar. Álitið gerðu Davíð Þór Björgvins- son prófessor, Oddný Mjöll Arnar- dótth' lögfræðingur og Viðai' Már Matthíasson prófessor að beiðni Is- lenskrar erfðagreiningar og vai' það bh-t á mánudag. Þar kemur meðal annars fram að einkaréttur til þess að búa til og starfrækja miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði geti sami’ýmst reglum í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, aðskilja þurfi fjár- hagslega þann rekstur, sem lúti að gerð og starfrækslu gagnagrunnsins í skjóli sérleyfis annars vegar og starf- semi í samkeppni hins vegar. Kári, sem staddur er á árlegiá ráð- stefnu bandaríska mannerfðafræðifé- lagsins í Denver í Bandaríkjunum, sagði að frá sjónarhorni þeirra, sem stæðu að baki hugmyndinni að frum- varpinu, skipti mestu máli að í áliti Lagastofnunar kæmi ekki fram nokkur vafi um það að yrði frum- varpið að lögum bryti það ekki í bága við þjóðréttarlegar skuldbindingar íslendinga. „Ef rétt er gerir það þessa laga- setningu alfarið að innanríkismáli," sagði hann. Hann sagði að í ljósi þeirrar um- ræðu, sem átt hefði sér stað í þjóðfé- laginu, skipti mestu máli að í áliti lagastofnunar væri komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingarnar í gagnagrunninum eins og setja ætti hann saman væru ópersónugreinan- legar. Vönduð umfjöllun um upplýsingaþáttinn „Þarna er vönduð umfjöllun um þá spurningu þar sem er meðal annars farið nokkuð gi’annt ofan í skilgrein- inguna á sanngirniskröfunni," sagði hann. „Ég held að það sé sá þáttur, sem olli mér mestum áhyggjum frá upphafi og þess ber að geta að um- sögn Lagastofnunar er að þessu leyti í samræmi við umsögn Jóns Steinars Gunnlaugssonar frá því fyrr í sumar. Þetta er það sem í mínum huga er aðalatriði." Kári sagði að í álitinu væri ekkert sagt um einkarétt á miðlægum gagnagninni á heilbrigð- issviði, sem hann teldi ekki sjálfsagt í sjálfu sér. Lagastofnun teldi einka- réttinn hvorki brjóta í bága við þjóðréttarlegar skuldbindingar né sam- keppnisreglur. Til önnur tæki til að vinna sömu vinnu „Þeir benda hins vegar á að komist sérleyfishafi í ríkjandi stöðu vegna einkaleyfisins beri hon- um að fara að almennum samkeppnisreglum og ■ það finnst mér sjálf- sagt,“ sagði Kári. „Það sem mér finnst hins vegar gleymast í þessu er að gagnagrunnurinn er hugsaður sem sértækt tæki og það eru til mörg önnur tæki til að vinna sömu vinnu. Ég sé ekki að sá mögu- leiki sé fyrir hendi að sérleyfishafi komist í ríkjandi stöðu vegna gagna- grunnsins sem slíks.“ Hann sagði að engu að síður væri þetta atriði, sem yrði að gæta frá upphafi. Ekki ætti að veita sérleyfi til að koma sérleyfishafa í ríkjandi stöðu og hafa yrði augun opin gagn- vart því. I áliti Lagastofnunar er í almenn- um athugasemdum lýst yfir áhyggj- um af því hvernig að því verði staðið að veita visindamönnum, sem vinni utan starfsemi sérleyfishafa, aðgang að gagnagrunninum og er því velt upp hvort það standist samkeppnis- reglur. Gert sé ráð fyrir því að hægt verði að synja einstökum vísinda- mönnum um aðgang að upplýsingum á sérstökum kjörum til að vernda viðskiptahagsmuni rekstrarleyfis- hafans. Vísindamenn á Islandi fengju algeran sérrétt Kári sagði að þetta væri flókið mál, sem þyrfti að hugsa til enda. Taka yi'ði tillit til þess að verið væri að tala um að veita vísindamönnum á íslandi algeran sérrétt með ókeypis aðgangi að gagnagrunninum. „Þessir íslensku vísindamenn geta keypt sér aðgang eins og hver ann- ar,“ sagði hann. „Það sem við erum að tala um er ekki að skerða sam- keppnismöguleika þeirra, heldur auka þá með því að veita ókeypis að- gang.“ Kári kvaðst skilja hugmyndina svo að íslenskir og erlendir vísindamenn geti nýtt gagnagrunninn til að gera hvaða rannsóknir sem þeim sýndist og bætti við að ef til vill þyrfti að kveða skýrar á um það. Verndun við- skiptahagsmuna sérleyfishafa væri bara að því marki að utanaðkomandi vísindamenn geti ekki markaðssett þær niðurstöður sem þeir fái út úr gagnagrunninum nema með því að kaupa sér aðgang. „Þeir hafa leyfi til að vinna allar Kári Stefánsson þessar rannsóknir og njóta þeirra réttinda vísindamanna til að búa til þekkingu þekkingarinnar vegna út í ystu æsar,“ sagði hann. „Þeir geta unnið í samkeppni við sérleyfishafa, í samvinnu við sérleyfishafa og án til- lits til sérleyfishafa. Það eina sem greinin um að vernda viðskiptahags- muni sérleyfishafa á að gera er að koma í veg fyrir að hægt sé að grafa undan viðskiptalegri forsendu gagna- grunnsins með því að vísindamenn með frían aðgang geti markaðssett niðurstöður sínar. En allar þær rann- sóknir, sem úr miðlægum gagna- grunni koma, geta þeir unnið með öðrum aðferðum." Kári sagði að það væri misskiln--- ingur að takmörkun á sérleyfi gerði að verkum að leyfið væri ekki þess virði. Ekki farið fram á sérleyfi til að komast í ríkjandi aðstöðu „I því felst misskilningur á okkar afstöðu," sagði hann. „Við vorum ekki að fara fram á sérleyfi til að komast í ríkjandi aðstöðu. Ég lít ósköp einfaldlega svo á að það sé sjálfsagt sem þarna er tekið til þegar kemur að samkeppnisreglum. En-» þess ber þó að geta að þegar sérleyfi er veitt er verið að fórna ákveðnu viðskiptalegu frelsi. í kjörheimi væru engin sérleyfi eða einkaleyfi og ég væri hlynntur því að vinna öll við- skipti án slíks, en í þessum kalda harða veruleika, sem við búum við í dag, eru engar viðskiptalegar for- sendur á því að það sé hægt og má nefna þróun lyfja sem dæmi.“ Tryggja samningsaðstöðu við sérleyfishafa I áliti Lagastofnunar er til þess tekið að í frumvarpinu sé ekki skýrt kveðið á um það hver eigi gagna- grunninn og hvað gerist þegar sér- leyfið renni út. Kári kvaðst telja að-* ráðherra skildi þetta eftir opið vegna þess að það þjónaði hagsmunum ráðuneytisins og íslensks samfélags. Með þessu væri verið að tryggja samningsaðstöðu við sérleyfishafann að loknu því 12 ára tímabili, sem gert væri ráð fyrir að sérleyfi væri í gildi. Hann sagði að þessu væri líkt farið og með Islenska erfðagi-einingu. „Þegar við byrjuðum lá meirihlutinn af verðmætinu í hugmyndinni og sér- stöðu íslenskrar þjóðar," sagði hann. „En á tveimur árum hefur orðið gíf- urleg verðmætauppbygging í þekk- ingu og tæknilegri getu þess fólks, sem vinnur þar, og ég er reiðubúinn til að segja að meirihlutinn af verð- mætinu liggi í þekkingunni og tækni- ' legi-i getu.“ Hann kvaðst eiga von á að það sama myndi eiga við um gagna- gi'unninn. I upphafi yrði sérstaðan aðallega í þeim hráu upplýsingum, sem færu í grunninn, en á tólf árum myndi byggjast upp ráðgjafarþjón- usta, þekking í hugbúnaði og þekk- ing á því að fara yfír og skilja þessar upplýsingar þannig að eftir 12 ár lægju verðmætin að mestu í þekk- ingu og tæknigetu. „En sú þekking og tæknigeta eru einskis virði ef gi-undvallarupplýs- a ingarnar eru ekki til staðar," sagði Kári. „Sérleyfishafinn kemur því til með að sitja uppi með gífurleg verð- mæti, sem hann getur ekki nýtt sér nema hann nái samningum um áframhaldandi samstarf af einhverju tagi. Þessi óljósa umfjöllun tryggir því hagsmuni samfélagsins á kostnað, sérleyfishafa."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.