Morgunblaðið - 29.10.1998, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Einkavætt
siðferði
,Það er ekkert til sem heitir samfélag;
aðeins einstaklingar og Jjölskyldur þeirra. “
Margaret Thatcher
Einn frægasti við-
mælandi Sókratesar
var Þrasímakkos,
sem hélt því fram
að réttlæti væri ein-
faldlega það sem kæmi sér best
fyrir þá sem meira mega sín.
Andstætt þessari skoðun hélt
Sókrates því fram að valdhafar
ættu að stjórna með hag samfé-
lagsins alls að leiðarljósi. Þessi
skoðanaskipti áttu sér stað í
Aþenu fyrh- um það bil 2.500 ár-
um og er að fínna í samræðunni
Ríkið eftir Platón. Deilan stend-
ur enn.
Þótt manni virðist viðhorf
VIÐHORF Þrasímakkosar
_____ alveg fraleitt
við fyrstu sýn
fer ekki hjá því
að maður lau-
mist til að hugsa sem svo, að
hann hafí einfaldlega verið
raunsær. Sókrates hafí verið
skýjaglópur. Það hefur löngum
verið vandkvæðum bundið að fá
nokkurt vit í viðhorf Sókratesar
og skoðun Þrasímakkosar því
oft orðið ofan á á einhverskonar
„svona er nú bara mannlegt
eðli“-forsendum. Menn hafa
gert ótal tilraunir til að komast
undan því að samþykkja með
þessum hætti nauðugir viljugir
viðhorf Þrasímakkosar, og það
hefur því í tímans rás orðið
einna líkast siðferðislegri áskor-
Eftir Kristján
G.Arngrímsson
Ein nýjasta tilraunin til að
verða við þessari áskorun er
fólgin í því að ætla markaðslög-
málunum að ráða því hvað má
og hvað má ekki. Hið „rétta“
svar við spurningum um hvað
manni beri að gera er þá ein-
faldlega það hvaða gildimaður
getur „selt“ og þeir sem eru
lunknastir í markaðssetningu fá
sín gildi samþykkt sem „rétt“.
(En á markaði hugsar hver og
einn um sinn hag - en ekki
allra - og því líkist þetta reynd-
ar strax grunsamlega mikið við-
horfí Þrasímakkosar.)
En ástæða þess að orð Þra-
símakkosar verða ofan á, frem-
ur en orð Sókratesar, er þó
kannski oftast sú að það verður
ekki séð hvernig hægt er að
ræða um „hag heildarinnar"
nema byrja að nefna einhvers-
konar sósíalisma - og það má
síst af öllu nú á dögum. Einnig
gæti virst sem „heildarhags-
munir“ sé í rauninni ekkert
annað en fagurgali sem hylji
raunverulega valdbeitingu ráða-
manna sem hafi ætíð eigin
hagsmuni og lífsgildi að leiðar-
ljósi. Þá sé betra að nefna hlut-
ina sínum réttu nöfnum.
Þessir erfíðleikar við að fá
botn í heildarhagsmuni hafa oft
orðið til þess að hugmyndinni er
algerlega hafnað, eins og Marg-
aret Thatcher gerði, og liggur í
orðum hennar sem vitnað er til
hér að framan. En það er mis-
skilningur að álykta sem svo, að
ef „heildarhagsmunir" séu orðin
tóm, þá hljóti bara „einkahags-
rnunir" að vera eftir sem ein-
hverskonar óumflýjanlegur
raunveruleiki og tilgangslaust
sé að ræða málin frekar.
Hinn vestræni heimur hefur
verið meira og minna á hvolfí
undanfaima mánuði vegna
framhjáhalds og meintrar
ósannsögli Bandaríkjaforseta.
Astæða þess að þetta mál hefur
notið þeirrar athygli sem raun
ber vitni er auðvitað að hluta til
sú, að nú hefur sómakæru fólki
gefíst kostur á að velta sér upp
úr svolitlum siðleysisflór undir
yfirskini réttlætisástar. En önn-
ur og veigameiri ástæða er sú
að málið hefur dregið fram í
dagsljósið spurningar sem
varða siðferðisleg mál og allir
þurfa að fást við i sínu eigin lífi.
Eitt af því sem kemur í ljós
er að það er alls ekki á hreinu
hvernig best er að fara að því
að leita svara við þessum
spurningum - því síður blasir
við hver svörin eru. Hvernig má
leita svara við siðferðislegum
spurningum? Ja, það má alltaf
gera skoðanakannanir og at-
huga til dæmis hvort fólk er til í
að hafa svona forseta yfír sér,
eða hvort það telur Kenneth
Starr hafa ráðist gróflega inn í
einkalíf forsetans. Stjórnmála-
skýrendur segja ábúðamiklir að
„vilji kjósenda" sé á endanum
það sem öllu skipti.
Þannig er spurningin sett á
markað: einstaklingar eiga að
ákveða hver í sínu lagi hvort
þeim fínnist gjörðir Bills Clint-
ons réttlætanlegar, og útkoman
er mæld með kosningum. Hin
ósýnilega hönd lyftir hvítu
flaggi eða rauðu. Með þessum
hætti á að komast undan því að
ræða vandræðaleg hugtök á
borð við „siðferðisgildi“ sem
raunsætt fólk tekur sér ekki í
munn ódrukkið.
En vandinn við þessa einka-
væðingu siðferðisins er fyrst og
fremst sá, að hún virðist gera
einstaklingum ókleift að svara
siðferðislegum spurningum. Ef
rétt og rangt er háð mark-
aðslögmálum, þá getur maður
ekki fellt siðferðisdóma upp á
eigin spýtur. Það sem meira er
- og öllu verra: Maður gæti
ekki einu sinni komist að niður-
stöðu í málum sem varða engan
nema mann sjálfan nema með
því að bera sinn eigin siðferðis-
vanda á (markaðs)torg til að
láta markaðinn kveða upp úr-
skurð. (Þetta gera Bandaríkja-
menn iðulega í sjónvarpsspjall-
þáttum.)
Ef þetta virðist ruglingslegt
þá er það líklega vegna þess að
þetta er tómt rugl. Það er engin
leið að fá nokkurt vit í einka-
vætt siðferði. Til að finna svör
við siðferðislegum spurningum
verður að huga að þeim gildum
sem liggja til grundvallar sið-
ferðislegum dómum, og jafnvel
gagnrýna þessi gildi harkalega.
Það er ekki hægt að láta sem
þau séu ekki til. Ekki er þar
með sagt að Sókrates hafi haft
rétt fyrir sér. En áskorun Þra-
símakkosar virðist enn standa.
Hinn frjálsi markaður hefur
reynst ófær um að leysa vand-
ann.
Allt leyfílegt?
FYRIR skömmu
birtist hér í Morgun-
blaðinu frétt af dómi
Héraðsdóms Reykja-
víkur þar sem vafi var
talinn leika á því
hvort bann við áfeng-
isauglýsingum sam-
ræmdist _ stjórnar-
skránni. Ymsir hafa
verið til þess að gagn-
rýna lagákvæði sem
skerða tjáningarfrels-
ið, en þess er þá ekki
getið af hvaða tilefni
skerðingin er sett.
Það er grundvallar-
regla þeirrar réttar-
heimspeki sem ís-
lenskur stjórnskipunarréttur á
ættir til að nauðung réttlætist af
því einu, að verknaður sem komið
er í veg fyrir, sé öðrum til tjóns.
Þannig ber maður einungis
ábyrgð gagnvart samfélaginu á
þeim athöfnum sínum sem aðra
varðar.
Tóbaksframleiðendur hafa
haldið því fram að þeir ættu
stjórnskipulegan rétt á að hvetja
til neyslu á sínum lögmætu vörum
með auglýsingum, enda væri
hvorki sannað að tóbaksreykingar
veldu tjóni, né væru vanabindandi
eða heilsuspillandi þótt annað hafí
komið á daginn. Alþjóðlegir sígar-
ettuframleiðendur í Þýskalandi
hyggja enn á málshöfðun í nafni
tjáningarfrelsisins gegn ESB til
að hnekkja lögum, sem banna tó-
baksauglýsingar og samþykkt
voru nýlega. Þótt lagasetning
vegna tóbaksmála sé umtalsverð á
vettvangi ESB, eru áfengismál
einnig ofarlega á baugi. Stefna
ESB er að draga úr áfengis-
neyslu, einkum til að fyrirbyggja
félagslegar og heilsufarslegar af-
leiðingar neyslunnar. Einstök að-
ildarlönd sambandsins, t.d.
Frakkland, eitt umfangsmesta
vínframleiðslulandið,
hefur bannað áfengis-
auglýsingar. Ástæðan
fyrir þessu banni er
fyrst og fremst heil-
brigðissj ónarmið.
WHO hefur einnig
sett fram það mark-
mið að minnka berí
áfengisneyslu í Evr-
ópu um 25% fyrir árið
2000. Áfengisneysla í
Evrópu er mest í
Frakklandi, Þýska-
landi, Spáni og í Dan-
mörku. I þessum
löndum er greinilega
um umfangsmikla of-
neyslu að ræða.
Áfengistengdir sjúkdómar eru
þar algengari en t.d. á íslandi þar
sem neyslan er minni. Áfengis-
sýki og tengd vandamál virðast
Niðurstaða
Héraðsdóms
Reykjavíkur virðist,
segir Skúli
Thoroddsen, með tilliti
til almannaheillar,
lögfræðilega röng.
hins vegar algengari á íslandi þar
sem um það bil 15% þjóðarinnar
mynda fíkn við neyslu efnisins.
Drykkjusiðii- eru hér líka með
örðum hætti en tíðkast hjá Dönum
eða Mið- og Suður-Evrópubúum,
þar sem dagleg ofneysla öls og
víns er algeng. Þá er kunnugt að
hvergi er enginn einn þáttur jafn-
ríkjandi í alvarlegum umferðar-
slysum og ölvunarakstur. Fyrir
Islendinga yrði það öfugþróun að
slaka á klónni í áfengis- og vímu-
efnavörnum miðað við þá stefnu
sem Evrópa er að feta sig eftir og
þá þekkingu sem til er um það
tjón sem áfengisneysla skapar
bæði einstaklingum og samfélagi.
Þótt persónufrelsi sé hátt virt í
okkar samfélagi ætti hver einstak-
lingur að hafa rétt til að fá upplýs-
ingar um þekkta áhættuþætti heil-
brigðis og afleiðingar þeirra út frá
sjónarmiði heildarinnar og samfé-
lagsins. Áfengi getur myndað fíkn
og áfengisneysla er talin til alvar-
legustu heilbrigðisvandamála í
vestrænu samfélagi, því er ástæða
til þess að umgangast efnið af
fyllstu varkárni. Reglum um bann
við áfengisauglýsingum er ætlað
að draga úr neyslu eða a.m.k. að
koma í veg fyrir að hvatt sé til
notkunar efnisins til að koma í veg
fyrir að valda öðrum og samfélag-
inu í heild tjóni. Samfélag án
áhrifa, án vissrar þvingunar i þágu
samfélagsheildarinnar er óhugs-
andi. Menn þurfa frelsi en ekki
endilega þannig frelsi að engu sé
að tapa. Það hlýtur að vera skylda
okkar að grípa inn í áfengismis-
notkun og fíkniefnaneyslu og jafn-
vel leita hana uppi til að þvinga
menn til að takast á við sinn vanda
ef ekki sjálfra sín vegna, þá vegna
aðstandenda sinna og samfélags-
ins. Áfengisauglýsingum eru ætl-
að hið gagnstæða, að hvetja til
aukinnar neyslu, að selja meira
vín og við því vandamáli þarf sam-
félagið að bregðast.
Niðurstaða Héraðsdóms
Reykjavíkur virðist, með tilliti til
almannaheillar, lögfræðilega
röng. Með dómnum sýnist líka
skorta bæði siðferði og þann sjálf-
saga sem hvert samfélag þarfn-
ast. Það er hlutverk dómstóla að
tryggja að svo sé, að öðrum kosti
virðist allt leyfilegt?
Höfundur er lögfræðingur sem
starfar að heilbrigðismálum hjá
ESB.
Skúli
Thoroddsen
Sigríður Anna
fyrst og fremst
Nú er komið að því
að Sjálfstæðismenn
velji sér frambjóðend-
ur á Reykjanesi fyrir
komandi alþingiskosn-
ingar. Þeir kusu enn
að nota prófkjör til
þess að komast að nið-
urstöðu, enda eru
ýmsir þeirrar skoðun-
ar að með þeirri að-
ferð sé kröfum lýð-
ræðisins fullnægt. En
það er öðru nær.
Miklu meiri skum-
skælingu á lýðræðinu
er varla hægt að
hugsa sér. Um þetta
mætti skrifa langt
mál en látið skal nægja að benda á
að þetta er þénanlegt þeim, sem
þekktir eru í þjóðfélaginu og hin-
um, sem hafa yfír miklum fjár-
munum að ráða svo ekki sé talað
um þegar þetta fer saman. En það
sem er þó daprast er að alltof
margir sem mikill fengur væri 1 að
fá til þess að taka þátt í stjórnmál-
um eru með öllu ófáanlegir til að
eyða fé og orku í að lemja á eigin
liðsmönnum. Engu að síður kemur
þessi óvinafagnaður ekki algjör-
lega í veg fyrir það að ágætt fólk
skelli sér í slaginn og taki því sem
að höndum ber.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur all-
ar götur átt miklu fylgi að fagna á
Reykjanesi og svo er enn. Því ríð-
ur á að vel takist um val á forystu-
manni til að annast
verkstjórn og fara fyr-
ir sínu liði í þeirri bar-
áttu sem í hönd fer. Sá
sem hér stýrir penna
er í engum vafa um að
Sigríður Anna Þórðar-
dóttir alþingismaður
er til þessa verkefnis
best fallin og fyrir því
eru mörg gild rök.
Hún hefur öðlast víð-
tæka reynslu í stjórn-
málum og ávallt hefur
henni verið falin for-
ysta. Fyrst oddviti í
Grundarfirði, þá for-
mennska í mennta-
málanefnd Alþingis og
um leið eftirminnileg verkstjórn á
smíði nýrrar skólalöggjafar á sama
vettvangi, þar sem hlutast var til
um að færa grunnskólann þangað
sem hann á heima, frá ríki til sveit-
arfélaga. Þannig skilar þekking og
reynsla góðu starfí á Alþingi ís-
lendinga. Þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa metið störf Sigríðar
Önnu að verðleikum og kusu hana
á þessu ári einum rómi formann
þingflokksins og undirstrikuðu
þannig hæfileika hennar til að
stjórna.
Lengi býr að fyrstu gerð og vís-
ast mun Sigríður Anna lengi búa
að því að hafa alist upp í sjávar-
plássi og þekkja til hlítar kjör þess
fólks og aðstæður allar. Nú er
brýnna en nokkru sinni að efla
Til þess að hið mikla
fylgi Sjálfstæðis-
flokksins skili sér á
kjördegi þarf samstöðu
um öfluga forystu
flokksins í héraði. Að
-------------f--------------
mati Arna M.
Emiissonar er Sigríður
Anna Þórðardóttir
kjörin til slíkrar
forystu.
byggðir landsins alls, og þá skiptir
miklu að það fólk sem þekkir til,
láti muna um sig í störfum sínum á
Alþingi. Sigiíður Anna saltaði síld
á Siglufirði í æsku og starfaði með
því fólki sem meistari Þórbergur
kallaði með réttu „íslenskan aðal“.
Slík reynsla skilar sér þegar tekist
er á við margvísleg úrlausnarefni á
Alþingi. Til þess að hið mikla fylgi
Sjálfstæðisflokksins skili sér á
kjördegi þarf samstöðu um öfluga
forystu flokksins í héraði. Sigríður
Anna er kjörin til slíkrar forystu
og því munu Reyknesingar velja
hana í fyrsta sæti listans í próf-
kjörinu sem fram fer 14. nóvember
næstkomandi.
Höfundur er útibússtjóri Búnaðar-
bankans í Garðabæ.
Árni M.
Emilsson