Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 41
AÐSENDAR GREINAR
Einelti - andlegt ofbeldi
MIG LANGAR til að þakka
Kristínu Vilhjálmsdóttur fyrir
grein hennar um einelti, sem birt-
ist í Mbl. 22. okt. sl. Ég hef sjálf
langa og bitra reynslu af einelti og
lýsingar hennar voru bara alveg
eins og reynsla mín. Ég held að
það versta við einelti sé skömmin;
af hverju ég? Af hverju ekki Sigga
eða Gunna? Hvað er það sem gerir
mig öðruvísi svo að ég lendi í þessu
en ekki einhver annar? Svo þegar
maður er orðinn fullorðinn, þá vill
maður helst ekki viðurkenna að
neitt hafi komið fyrir, en sárið er
alltaf til staðar og oft þarf lítið til
að rífa upp hrúðrið.
Ég hitti á dögunum kennara úr
barnaskólanum mínum á fornum
vegi og við tókum tal saman. Það
kom í ljós að kennararnir voru
ennþá, eftir aldarfjórðung, að rifja
upp sögur af þessum stórmerki-
lega, eða kannski stórskrítna,
nemanda. Ég var svo innilega
óheppin að hafa góða greind og
gekk afar vel í námi, þurfti nánast
aldrei að líta í bók. Þá fékk ég á
mig stimpilinn undrabarn og það
var meira en skólasystkini mín
þoldu. Ég sagði við þennan kenn-
ara að þetta hefði valdið því að ég
var mikið lögð í einelti. Já, já, ég
veit það, var svarið! Þessir kennar-
ar vissu mætavel hvað gekk á, en
engum datt í hug að gera neitt.
Þeim var öllum sama þó að alltaf
væri verið að níðast á sama krakk-
anum og sumir gátu jafnvel verið
ansi meinlegir. Engum datt heldur
í hug að styðja mig til að gera eitt-
hvað við þessa afburðagreind
mína, styrkja mig til náms til
dæmis. Eg upplifði þennan hæfi-
leika aðeins sem bölv-
un og ég vildi ekkert
frekar en að vera bara
eins og allir hinir. Eins
og þetta væri ekki nóg,
þá varð ég líka
kynþroska tveimur ár-
um á undan skólasystr-
um mínum og skar mig
þá enn meira úr. Ég
eignaðist ekki marga
vini í skólanum og ég
tengdist aldrei neinum
tilfinningaböndum. Ég
gerði hvað sem var til
að láta öðrum líka við
mig og smám saman
varð ég að algerri und-
irlægju í mannlegum
samskiptum. Ég var ekki fær um
að bera neina virðingu fyrir sjálfri
mér og þar af leiðandi var ég ekki
heldur fær um að setja öðrum stól-
inn fyrir dyrnar.
Þetta fylgdi mér fram á full-
orðinsár og ég eyddi löngum
stundum í að reyna að skilja hvað í
ósköpunum kom fyrir, hvernig líf
mitt gat farið í þennan fai*veg. Ég
gekk á milli geðlækna og sál-
fræðinga til að finna lausn á
vandamálinu, vegna þess að ég var
sannfærð um að ég væri með ein-
hvern geðsjúkdóm sem gerði það
að verkum að ég kæmi fólki upp á
móti mér, sama hvað ég gerði.
Vandamálið hvarf sem sagt ekki,
heldur fylgdi mér út í lífið þannig
að ég gat ekki með nokkru móti átt
eðlilegt líf. Ég bar skemmdina í
mér og hún íþyngdi mér vegna
þess að ég kunni ekki heilbrigð
samskipti, ég kunni bara að bregð-
ast við ofbeldi. Ég byrjaði á hverj-
Margrét Birna
Auðunsdóttir
um vinnustaðnum eftir
annan, en alls staðar
flosnaði ég upp, bara
af þessari einu ástæðu.
Fólk var ótrúlega fljótt
að uppgötva að þama
fór manneskja sem
hægt var að níðast á,
að varnirnar voru ekki
í lagi. Ef einhver sýndi
mér hlýju sogaði ég
mig fasta á herðarnar
á viðkomandi mann-
eskju, vegna þess að
þörfin fyrir hlýju var
svo mikil. Ef einhver
sýndi mér virðingu tók
ég ekki mark á því. Ég
gat ekki talað við fólk
um það hvernig mér leið, vegna
þess að það var svo sárt að viður-
kenna að ég hefði verið lögð í ein-
elti. Mér fannst ég hvergi falla inn
í og ég var í stanslausum
sjálfsmorðshugleiðingum vegna
þess að ég gat ekki hugsað mér að
eyða ævinni í þessu lifandi
tómarúmi; að vera innan um fjölda
manns, en komast ekki í snertingu
við neinn. Það eina sem hélt aftur
af mér var stoltið; ég gat ekki farið
að láta fólk sjá að ég gæfist upp.
Mér fannst líka hámark grimmd-
arinnar að kveða upp minn eigin
dauðadóm, það átti ég bara ekki
skilið. Ég þekkti fólk sem var kyn-
ferðislega misþyrmt og ég
öfundaði það af því að hafa
Stígamót, ég þekkti líka fólk sem
stundaði AA-fimdi og ég öfundaði
það líka af því að tilheyra einhverj-
um hópi. Svo lágt gat ég lagst að
öfunda áfengissjúklinga og fórnar-
lömb kynferðisofbeldis, sem
Ný og breytt flokka-
skipan kemur
vinstrimönnum til góða
Ragnar
A. Þórðarson
Alþýðubandalagið,
Alþýðuflbkkurinn og
Kvennalistinn eru nú í
óða önn að mynda
samfylkingu núverandi
stjómarandstöðu-
flokka, en þar er átt
við þá flokka sem lentu
í stjórnarandstöðu eft-
ir að Sjálfstæðisflokk-
ur og Framsóknar-
flokkur tóku við af
ríkisstjóm Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðu-
flokks.
Hvað kallar á sam-
einingu þessara flokka
einmitt nú? Við fyrstu
sýn kynni maður að
ætla að sameining A-
flokkanna væri svar við óþolandi
stjórnarháttum núverandi ríkis-
stjórnar og það væri allt til þess
vinnandi að koma henni frá. En sú
kenning stenst ekki nánari skoðun.
Sú ríkisstjórn sem nú situr er í
engu frábrugðin fyrri stjórn krata
og íhalds nema hvað hún er ekki
eins hliðholl Evrópusambandinu og
ætti það að vera fagnaðarefni meðal
alþýðubandalagsfólks. En hvað með
þrýsting frá almenningi, ekki síst
ungu fólki? Hann er ekki sjáanleg-
ur, enda sameiningin gjörningur
forystumanna flokkanna og það
verða þeir sjálfir sem skipa öll efstu
sætin á framboðslistum samfylking-
arinnar í komandi alþingiskosning-
um. Unga fólkið verður utanveltu
eina ferðina enn og samfylkingin á
hraðri leið inn á miðju íslenskra
stjórnmála. Þar bíða atkvæði þeirra
sem eru í vafa hvort þeir eigi að
kjósa Sjálfstæðisflokkinn aftur eða
samsteypu jafnaðarmanna svo
fremi sem hún lætur ekkert frá sér
fara sem kynni að styggja kjósend-
ur. Framsóknarflokkur-
inn keyrir á hægri
akreininni, svona til von-
ar og vara, og Sjálf-
stæðisflokkurinn teygir
sig inn á miðjuna, fram
að kosningum, til að
missa ekki atkvæði
þeirra sem þykir nóg
komið af niðurskurði
hægristjóma Sjálf-
stæðisflokks, Alþýðu-
flokks og Framsóknar-
flokks.
Til að undirstrika þá
staðreynd að stjórnmál
snúast í æ ríkari mæli
um eiginhagsmunapot,
bitlinga, hlunnindi og
fríðindi mun frjálslyndi
flokkurinn, sem ku vera í eigu
Sverris Hermannssonar, lífga upp á
fjölbreytnina og hefja krossferð
gegn spillingu og óréttlæti. Borg-
araflokkarnir verða því fjórir í kom-
andi kosningum, samfylking jafnað-
*
Eg lít svo á, segir
Ragnar A. Þórðarson,
að flokkurinn minn,
Alþýðubandalagið, hafí
verið lagður niður.
ai-manna, Framsóknarflokkur,
Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndi
flokkurinn.
Nú hafa nokkrir þingmenn
Alþýðubandalagsins og óháðra og
Kvennalistans skorist úr leik og
stofnað nýjan þingflokk sem setur
sér það markmið að veita mót-
spyrnu við öllu miðjumoðinu og
fylla upp í það tómarúm sem fyrir
löngu hefur myndast á vinstrivæng
stjórnmálanna. Þar verður lögð
áhersla á róttæka vinstristefnu,
félagshyggju og umhverfismál. Kjó-
sendur þessa lands geta því aftur
kosið um stefnur og lýðræðið verð-
ur fjölbreyttara en áður.
Næsta stjómarmynstur verður
háð útkomu hinnar nýju vinstri-
hreyfingar. Ef hún nær góðri kosn-
ingu getur hún knúið á um myndun
vinstristjórnar. Að öðrum kosti
stendur valið milli samsteypustjórn-
ar Sjálfstæðisflokks og einhverra
hinna flokkanna, þ.m.t. samfylking
jafnaðarmanna. Þá lendir vinstri-
hreyfingin í stjórnarandstöðu sem
er ekki lakari kostur fyrir þá sem
vilja vekja athygli á nýjum hug-
myndum.
Samfylkingin mun sækja það fast
að leysa Framsóknarflokkinn af
hólmi, þótt ekki væri nema til að
þjappa liðinu saman, en stjórnar-
seta gæti líka orðið henni að fjör-
tjóni. Nú þegar er hart barist um
efstu sætin á listum sameinaðs
framboðs, bæði innan flokkanna og
þeirra í millum. Við val á ráðherra-
sætum gætu menn orðið mjög
gi-immir. Völd spilla.
Sá sem þetta ritar lítur svo á að
hans flokkur, Alþýðubandalagið,
hafi verið lagður niður. Ég kveð
félagana með söknuði, en ekki
flokkinn, enda var hann næsta
gagnslaus eftir margra ára innbyrð-
is átök. Alþýðubandalagsfólk verður
nú að velja um flokka en ekki um
arma. Undirritaður hefur tekið
ákvörðun og skipað sér í raðir
þeirra sem hafa stofnað nýjan óháð-
an þingflokk. Andstæðingar okkar
eru ekki fyrrverandi félagar, heldur
Sjálfstæðisflokkurinn. Baráttu-
kveðjur.
Höfundur starfar við ferðaþjónustu.
Við þurfum að finna rót
vandans, segir Margrét
Birna Auðunsdóttir, og
hjálpa krökkunum að
læra að virða hver ann-
an - og þar skipta
kennararnir höfuðmáli.
myndu nú ekki vera talin öfunds-
verð. En þau féllu einhvers staðar
inn í og það gerði ég ekki.
I dag líður mér ekki svona. Ég
hef fengið styrk annars staðar frá
og enginn leggur mig í einelti leng-
ur. Ég hef lært að virða sjálfa mig
og ég veit að það er hægt að öðlast
gott líf. Ég lenti í kringumstæðum
sem ég átti ekki sök á og það
hjálpar mér að hugsa til þess af
æðruleysi. Þetta er eitt af því sem
ég get ekki breytt og ég þarf að
sætta mig við það þannig að ég
geti lifað eðlilegu lífi. Það er svo
mikilvægt að til sé staður sem við,
þessi fórnarlömb, getum leitað til,
sjálfshjálparhópar eða hvað sem
er, eitthvað hliðstætt við Stígamót
t.d. Ur því að þær gátu það, þá
getum við það líka. Ég veit að það
eitt mun lækka sjálfsmorðstíðni
fólks á öllum aldri. Það er svo
óendanlega mikilvægt að gera sér
grein fyrir því að við eigum ekki
sökina og þar af leiðandi eigum við
ekki heldur skömmina. Ég ætlaði
ekki að setja nafn mitt undir þessa
grein, vegna þess að fólk sem lend-
ir í einelti þorir ekki að taka af
skarið vegna óttans við afleiðing-
amar. Fólk gæti jú farið að tala.
Eins og það skipti nokkru máli, því
að fórnarlömb eineltis hafa ekkert
mannorð og hafa því engu að tapa.
Við erum sveitarfíflin og athlægi
hvort sem er. En ég gerði ekkert
af mér og ég hef ekkert til að
skammast mín fyrir. Það sem ger-
ir einelti mögulegt er einmitt þessi
feluleikur. Þeir sem leggja aðra í
einelti treysta einmitt á að þoland-
inn segi ekki frá. Þetta er svipað
og það sem þolendur kynferðislegs
ofbeldis upplifa. I báðum tilvikum
er að ræða valdníðslu og niðurlæg-
ingu. Það getur aðeins endað með
algeru niðurbroti á sálinni. Ég
hafði aldrei hugrekki til að slíta
mig lausa og því gat þetta haldið
sífellt áfram.
Ég held að það þurfi að finna rót
vandans. Það þarf að hjálpa krökk-
unum að læra að virða hvert annað
og þar skipta kennararnir
höfuðmáli. Skólinn er vinnustaður
krakkanna og þar fara flestöll
félagsleg samskipti fram. Þó að
foreldrarnir eigi líka að fylgjast
með sínum börnum, þá hafa þeir
ekki þá yfirsýn sem kennararnir
hafa, fyrir nú utan að það er alltaf'
stutt í afneitunina; þetta getur
ekki komið fyrir mitt barn, eða
þannig. Ég get ekki verið reið við
þá sem lögðu mig í einelti. Ég held
að á okkar hátt séum við öll fórn-
arlömb, bæði þolendur og gerend-
ur. Lífsbaráttan á skólalóðinni er
svo hörð og hver og einn gerir sitt
til að verða ekki undir í þeim leik.
Ég hef sjálf tekið þátt í einelti,
bara til að vera með í hópnum og
til að gæta hagsmuna minna. Það
eiga allir sinn stað í goggun-
aiTÖðinni og til að komast ofar
þarf að bola einhverjum öðrum í
burtu. Það hefur enginn efni á að
vera öðruvísi, því að það er ógnun
við samfélagið. Öðruvísi einstak-
lingum skal haldið í skefjum, eng-
inn má skera sig úr.
Það mun vera regla hjá Mbl. að
birta ekki greinar nema undir fullu
nafni höfundar, þannig að ég kýs
frekar að koma fram undir nafni
og koma reynslu minni á framfæri
frekar en að verða af því, nú þegar
Kristín Vilhjálmsdóttir er búin að
ryðja brautina. Hún á svo sannar-
lega heiður skilið fyrir framtak
sitt. Ég veit að það krefst mikils
hugrekkis og ég er henni þakklát. * 1
Við skulum reyna að láta þetta mál
ekki sofna.
Höfundur er skrifstofumaður.
Barnamyndatökur
PETUR PETURSSON
LJÓSMYNDASTÚDfÓ
Laugavegi 24 ■ 101 Reykjavík
Sími 552 0ó24
Heitir oq þurrir
fastur allan veturinn
Ponny kuldastígvélin eru
fóðruð með 100% ull og í þeim
er innbyggð álfilma sem
tryggir hámarkseinangrun.
St. 25-36
þrír litir
Tilboðsverð kr. 2.990
RR SKOR
KRIIMGLUIMIXII
S K E M M U V E G I
skóhöllinII