Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 42
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Baunin og balinn
'■ ÉG HEF oft verið
að velta því fyrir mér
hvað gerir það að verk-
um að einlitur og
órökstuddur áróður í
fjölmiðlum ratar oft
sem tær sannindi inn í
heilabu almennings.
Þetta er í fyrsta skipti
sem ég skrifa svona al-
mennt „nöldurbréf* í
opinbert blað, því nú
get ég ekki orða bund-
ist. Nú veit ég ekki
hvort ég er bara svona
smámunasamur nöldr-
ari eða nákvæmur og
gagnrýninn, en frelsið
til að tjá sig á víst að
vera stjórnarskrárbundið og þann
rétt ætla ég að nýta mér. Tilefnið
er nýieg frétt á sjónvarpsstöð hér
í bæ. Þar kom fram, í máli
viðmælanda fréttamanns, að ekk-
ert dulkóðunarkerfi væri 100%
öruggt, en eftir nýlega breytingu
á frumvarpi því, sem tengist
miðlæga gagnagrunninum
margrædda, þá gerir eitthvert
þriggja þrepa kerfi það „býsna
öruggt“, eins og viðmælandinn
mrðaði það. Nú er ég alls ekki að
ráðast að persónu þessa
viðmælanda. Þetta virtist vera
mætur maður og ég hef enga
ástæðu til að draga störf hans eða
heiðarleika í efa. Ég er hins vegar
að velta því fyrir mér hvað þetta
„býsna öruggt“ þýðir
nákvæmlega. Ef það
þýðir eitthvað tæplega
100%, segjum t.d. 99%
öruggt, þá hef ég á til-
finningunni að það
þýði einfaldlega
óöruggt, hvort sem
það er 1% eða 99%.
Þegar öryggi er ann-
ars vegar, sé það sá
þáttur sem skiptir ein-
hverju máli varðandi
þennan miðlæga
gagnagrunn, þá gæti
allt oltið á þessu eina
prósenti, ef svo færi
að það réði úrslitum
miðað við einhverjar
aðstæður og forsendur í fram-
tíðinni.
Mínar upplýsingar segja mér
reyndar að öruggustu kóðunarað-
ferðir séu það öflugar að það tæki
allar tölvur heimsins milljónir ára
að kanna alla möguleika. Það er
reyndar hægt að hitta á réttu
lausnina á fyrsta degi, en það er
önnur saga.
Annað, sem ég hjó eftir í orðum
annars viðmælanda í sömu frétt,
var að svo þetta mætti takast vel
þyrfti víðtæka samstöðu og sátt
um hið nýja frumvarp. Almennt
séð, þegar þetta orðalag er
viðhaft, sérstaklega í stjórnmál-
um, þá finnst mér eins og það sé
gert ráð fyrir því að allir séu heið-
Fólk í viðskiptum og
stjórnmálum virðist, að
mati Péturs Einarsson-
ar, geta stjórnað
fréttafólki eins og
strengj abrúðum.
arlegir. Nú veit ég ekki nákvæm-
lega lið fyrir lið hvort og þá
hvernig svona miðlægur gagna-
grunnur kemur til með að gagn-
ast fólki. Ég efast reyndar ekki
um, eins og ég skil stöðuna, að ef
þetta gengur upp þá muni þetta
verða fólki til góðs á komandi ár-
um. Spurningin er bara þetta EF,
sem þá innifelur t.d. spurninguna
um breyttar forsendur í fram-
tíðinni. Ég velti því einfaldlega
fyrir mér hvernig komandi
kynslóðir, kynslóðir sem munu þá
væntanlega bæði halda um stjórn-
artauma hér og svona miðlægan
gagnagrunn, muni skilgreina hug-
tökin sátt og samstöðu. Sumir
hafa t.d. velt því fyrir sér hvort
hægt verði að misnota upplýsing-
ar úr svona miðlægum gagna-
grunni gegn komandi kynslóðum,
t.d. í sambandi við atvinnumögu-
leika o.fl.
Ofangreind frétt sagði mér sem
sagt ekki neitt, ekki baun í bala.
Ég er engu nær um hvort þessi
Pétur
Einarsson
miðlægi gagnagrunnur er öruggur
eða ekki og ég hef ekki hugmynd
um hvort ég á að einbeita mér að
bauninni eða balanum þegar ég sé
fréttir um þennan miðlæga gagna-
grunn, eins og fréttir eru mat-
reiddar í dag. Ég geri hins vegar
ráð fyrir því að þegar ég verð
búinn að sjá nokkra tugi svona
frétta á næstunni, þá fari ég
hreinlega að trúa því innst inni að
þessi miðlægi gagnagrunnur sé
hið besta mál að öllu leyti.
Kannski er hann það og verður,
kannski ekki. Ég er ekki 100%
viss. Hvernig er t.d. með eftirlit
og meðferð persónuupplýsinga
þar sem þær upplýsingar eru
dulkóðaðar? Hver sér um að koma
þessum upplýsingum til þess aðila
sem sér um þessa dulkóðun og
hvað er síðan gert við þær upplýs-
ingar (skjöl og skýrslur) sem búið
er að dulkóða? Fara þessi skjöl og
skýrslur aftur inn í heilbrigðis-
kerfið á sinn stað og talandi um
öryggi, hvernig er leynd upplýs-
inga tryggð innan heilbrigðiskerf-
isins? Hversu margir hafa aðgang
að því sem skilgreint er sem
viðkvæmar trúnaðarupplýsingar?
En aftur að miðlæga gagna-
grunninum margrædda. Hvað sem
svo verður þá óska ég Kára og
samstarfsfólki hans velgengni. Ég
vil jafnframt beina því til
fjölmiðlafólks að það mætti vera
nokkrum sinnum nákvæmara þeg-
ar það spyr spurninga (um hvaða
mál sem er) og eins mætti það
ganga betur á eftir ítarlegi’i svör-
um, sem ætti að vera hægt á
málefnalegum og faglegum grunni
án þess að fara út í hroka, frekju
og niður á persónulegt plan. Ég er
alls ekki að segja að fréttafólk sé
hrokafullt og frekt. Akveðni er allt
annar hlutur, þótt hann virki
kannski svipað við fyrstu sýn. Ég
vil fá skýr svör við svona grund-
vallarspurningum, en eins og stað-
an er í dag þá virka flestir
fréttaþættir á mig eins og hvert
annað skemmtiefni, sem í fæstum
tilvikum er hægt að taka alvar-
lega, þar sem hagsmunahópar,
eins og t.d. fólk í viðskiptum og
stjórnmálum, virðast geta
stjórnað fréttafólki eins og
strengjabrúðum og komið á fram-
færi einlitum áróðri og ófullnægj-
andi svörum og þar með haft af-
gerandi áhiif á almenningsálitið,
burtséð frá staðreyndum. A Is-
landi eru að mínu mati til fyrsta
flokks fréttamenn, fáir þó, og
mættu hinir taka þá sér til fyrir-
myndar. Svo er bara spurning
hvort fyrsta flokks fréttamenn fái
tækifæri til að njóta sín, séu þeir
nógu gagnrýnir.
Að lokum, fyrst ég er að blaðra
þetta í blaðið á annað borð, þá vil
ég hvetja konur (þótt ég telji jafn-
rétti snúast um hæfileika en ekki
kynferði) til þess að trana sér
meira fram á sviði viðskipta, vís-
inda, stjórnmála, lista o.s.frv, því
ég vil ekki trúa því að konur séu í
verri stöðum og á lægri launum,
eins og raun ber vitni, eingöngu
vegna þess að þær hafi minni
hæfileika en við karlamir, sem allt
þykjumst vita og geta.
Höfundur er tölvari.
FORYSTA LÍÚ er
þekkt að öðru en að
bruðla með fé um-
bjóðenda sinna. En nú
hafa útvegsbændur
tekið upp veskið. I nýj-
ustu sjónvarpsauglýs-
ingunni, sem m.a. var
sýnd 26. okt., eru loka-
prðin efnislega svona:
Við skulum viðhalda
fiskveiðistjórnunarkei’fi
sem skapar hámarksarð
fyi-ir íslensku þjóðina
og við skulum skila
auðlindunum óskemmd-
um til komandi
kynslóða.
Meginspurningar
Að slepptum ruglingnum á fisk-
veiðistjórnun og eignarhaldi eru
þetta meginspurningar kvótamáls-
ins: Dugar núverandi eignarhald á
fiskistofnum, gjafakvóti eða einka-
kvóti, til að koma arðinum af fiski-
stofnunum til þjóðarinnar og kom-
„^andi kynslóða? Ég skil vel að út-
vegsmenn vilji trúa því af alefli, en
svarið er hérumbil örugglega nei.
Orsakanna verður
sumpart að leita með
svolítið en ekkert
skelfilega flókinni hag-
fræði, en ég held það sé
hægt að gefa sýnishorn
á mannamáli. Til þess
má vísa í grein sem Sig-
urður Einarsson í Vest-
mannaeyjum skrifar í
Morgunblaðið 27. okt.
um væntanlega fækkun
starfa í sjávarútvegi.
Kjarabætur fyrir
þjóðina?
Til þess að breyting-
ar á atvinnuháttum
bæti kjör á íslandi
verða þær að skapa ný
störf eða auka samkeppni um ís-
lenska viðskiptavini. Eins og Sig-
urður lýsir svo glöggt fækkar
kvótahagræðingin störfum þótt hún
auki afla og þegar uggum fjölgar
upp úr sjó verður sölusamkeppnin
um útlenda neytendur. Hvorugt
bætir kjör á íslandi. Það er því
mjög ólíklegt að hagræðing kvóta-
kei'fisins auki kaupmátt íslenskra
fjölskyldna til lengri tíma litið. Hitt
er annað mál að þegar skilyrði
breytast getur sjávarútvegurinn
skapað sveiflur meðan aðrar starfs-
greinar eru að aðlagast. Það er galli
en ekki kostur, því sveiflur torvelda
uppbyggingu. Það er því hrein ósk-
hyggja og misskilningur hjá útvegs-
mönnum að þeir séu að gera
þjóðinni einhvern greiða með því að
fá ókeypis kvóta.
Hagur komandi kynslóða?
Hvað varðar komandi kynslóðir
er málið jafnvel verra. Setjum sem
svo að lífeyrissjóðirnir í landinu
eignist með tímanum mestallan
kvóta, og það er ekki ólíklegt. Fyrst
kvótakerfíð hækkar ekki laun í
landinu og launin ráða stærð
sjóðanna verður þetta ekki viðbót,
heldur munu sjóðirnir eiga sem því
nemur minna af öðru. Gjafakvótinn
Það er hrein óskhyggja
hjá útvegsmönnum,
segir Markús Möller,
að þeir geri þjóðinni
greiða með því að fá
ókeypis kvóta.
færir því þjóðinni og komandi
kynslóðum ekkert, nema þessum
örfáu erfingjum.
Heiðarleg athugun!
Þessi einföldu dæmi rétt tæpa á
allflóknu máli. Að störfum er nefnd
í auðlindamálum sem á að skoða
hvaða úrræði koma þjóðinni best.
Að vísu eru einungis tveir í nefnd-
inni sem ekki hafa fyrir löngu gefið
sig upp í kvótamálinu, en þeir eru
oddamenn. Það verður að treysta á
þessa menn til að skoða málið í
botn af vandvirkni og heilindum,
leita ráða hjá færustu sérfræðing-
um hér og erlendis og gera svo sitt
allra besta fyrir íslenskan almenn-
ing. Það eru réttu vinnubrögðin.
Þau tryggja því miður ekki alltaf
bestu niðurstöðu, en meira býður
mannlífið einfaldlega ekki upp á.
Það skaðaði hins vegar ekki ef al-
menningur minnti forystumenn
þjóðarinnar á hvaða hagsmuni þeir
eiga að setja í forgang.
Höfimdur er hagfræðingur og tekur
þátt iprófkjöri Sjálfstæðisflokksins
á Reykjnncsi.
MEÐ LÖGUM um
fjöleignarhús sem sett
voru á Alþingi 1994,
var öllum eigendum
fjöleignarhúsa gert
skylt að láta gera
eignaskiptayfirlýsingu
yfir eign sína, enda
liggi ekki fyrir
þinglýstur fullnægj-
andi og glöggur skipta-
samningur. Er þar
gert að skilyrði
þinglýsingar eignayfir-
færslu, að eignaskipta-
yfirlýsing liggi fyrir.
Bráðabirgðaákvæði
gera ráð fyrir aðlögun-
artíma tfi 1. janúar
1999 og sýnist mér að skynsamlegt
geti verið framlengja því ákvæði,
þvi enn er langt í land að slíkar yf-
irlýsingar séu til í öllum fjöleignar-
húsum.
Efni eignaskiptayfírlýsinga
I eignaskiptayfirlýsingum kem-
ur m.a. fram auk nafns og stað-
setningar húss, almenn lýsing á
húsinu, stærð þess og gerð og
hvers eðlis húsið er. Einnig kemur
fram lýsing á hverjum séreignar-
hluta stærð hans og staðsetningu.
Að auki kemur þar fram hver sé
hlutfallstala hvers séreignarhluta,
hvort séreignarhluta fylgi
bílskúrsréttur og eða annar bygg-
ingaréttur. Þessu til viðbótar kem-
ur þar fram greinargóð lýsing á
allri sameign hússins og sameigin-
legum búnaði, bæði innan hús og
utan, þar með talin lóð.
Hlutverk byggingarfulltrúa
í lögunum kemur fram að
eignaskiptayfirlýsing, ásamt
teikningum og öðrum gögnum,
skuli afhent byggingarfulltrúa til
staðfestingar og er honum skylt
að senda Fastejgnamati ríkisins
afrit af henni. A þeim tíma sem
liðinn er frá gildistöku laganna
hefur fjöldi þessara yfirlýsinga
aukist jafnt og þétt og
er nú svo komið að af-
greiðslutími eftir stað-
festingu byggingafull-
trúaembættisins í
Reykjavík er nú fjórir
og hálfur mánuður og
hefur stundum verið
lengi'i. Það var því að
gefnu tilefni að bygg-
ingarnefnd Reykjavík-
ur fól byggingafull-
trúa að verkefnaráða
nú þegar löggilda
aðila til þess að yfir-
fara eignaskiptayfir-
lýsingarnar til viðbót-
ar við þá starfsmenn
sem hafa haft þetta
verkefni með höndum. Með því
móti ætti að nást að vinna niður
þann biðlista sem upp hefur safn-
Það var að gefnu til-
efni, segir Oskar
Bergsson, að fenginn
var liðsauki í að yfir-
fara eignaskiptayfirlýs-
_________ingarnar.____________
ast. Við munum láta vinna niður
þann biðlista, sem liggur fyrir,
strax nú í haust og síðan munum
við fylgjast náið með hvernig mál
þróast á næsta ári. Rétt er að
geta þess að í dag eru á annan tug
þúsunda eigna í Reykjavík án
eignaskiptayfirlýsinga þannig að
vei'kefnið framundan er risavaxið.
Samþykkt byggingarnefndar
Reykjavíkur er til þess gerð, að
bæta þjónustuna við þá sem nú
þegar eru farnir að láta gera slík-
ar yfirlýsingar þannig að bið eftir
lögbundinni staðfestingu bygg-
ingafulltrúa taki ekki marga mán-
uði.
Höfundur er vai'aborgarfulltrtíi
Reykjavíkurlistans og formaður
byggingarnefndar Reykjavíkur.
Breiðsíður LÍÚ
og aðalatriði
kvótamálsins
Markús
Möller
Eignaskipta-
yfírlýsingar
Óskar
Bergsson