Morgunblaðið - 29.10.1998, Page 44

Morgunblaðið - 29.10.1998, Page 44
*44 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Endalok sögunnar eða hvað? FYRIR nokkrum árum gaf bandarískur fræði- maður út bók sem fjall- ar um, að með endalok- um kalda stríðsins sé ekki aðeins ákveðnu tímabili lokið í sögu eft- irstríðsáranna, heldur endalok hugmynda- fræðilegrar þróunar mannkynsins - alþjóða- væðing frjálslynds lýð- ræðis vestrænna ríkja sem endanlegt stjórn- arform ríkja heims. Þessi framtíðarsýn minnir á stefnuræðu forsætisráðherrans, um hættuna af sameigin- legu vinstra framboði, á að vikið verði af beinni braut ríkis- stjórnarinnar. Þessi spádómur er þröngsýnn líkt og stefnuræðan sem og aðrar ræður ráðherra, sérstak- lega dóms- og kirkjumálaráðherra, sem af fremsta megni, með höndum og heila, reyndi að sannfæra þjóðina um hversu óábyrgt og gamaldags #æri að hafa hugsjónir um jafnrétti, frelsi og bræðralag. Þar vitnar hann til gamalla tíma, þegar skilningur manna á hugtökunum var skekktur og ytri aðstæður allt aðrar, hvort sem litið er til innan- eða utanríkis- mála. Tilraunir ríkisstjórnarinnar til að útbía framboðið segir meira um eðli og innræti ríkisstjórnarinnar en nokkurn tímann um framboðið eða „bræðinginn“ eins og forsætisráðherrann kallar það í niðrandi til- gangi. Flestir skilja, að þeg- ar byggja á hús er nauðsynlegt að hafa teikningu, annars verð- ur húsið bjagað og hrynur jafnvel til grunna þegar minnst varir. Með skýrri teikn- ingu er hægt að forðast slíkan ófögnuð og fá yf- irsýn yfir verkið. Þetta þýðir ekki að hægt sé að byrja á miðju verki eða á öfugum enda. Þótt kalda stríðinu sé lokið er það ekki sönn- un þess að frjálst markaðskerfí hafi sigrað heiminn, að halda slíku fram er skortur á framsýni og tilfinningu fyrir sögulegu samhengi ef sagan hefur þá verið lesin. Hvernig er hægt að sigra eitthvað sem aldrei hefur verið til? Skynsamt fólk sér, að raunverulegur kommúnismi hef- ur aldrei verið til. Frjálst markaðs- kerfi er aðeins tímabundið ástand; undanfari einhvers sem koma skal. Það vita þeir sem hafa framtíðarsýn eða einhvers konar „uppdrátt" að heildarskipulagi lífsins. Kommún- isminn er nefnilega ekki uppfinning mannanna, heldur liggur það í eðli lífsins að þróast frá lægra til æðra stigs. Fyrirmynd okkar, náttúran, Látum ekki telja okkur trú um að það sé barnalegt og væmið, segir Bjarndís Arnar- dóttir, að eiga sér hug- sjónir um lýðræðis- legra samfélag. sýnir t.d. á ljóslifandi hátt að sólin skín ekki aðeins á ríka eða forrétt- indastéttir, heldur á alla menn; ríka, fátæka, öryrkja, gamalmenni, konur og karla. Sólin er eins og óskekktur kommúnismi sem skín jafnt á allt sem lifir. Kommúnismi hefur fengið slæma útreið í gegnum tíðina. Þeir sem að- hyllast markaðshyggjuna blint láta blekkjast og halda, að skilningurinn á hugtakinu og sá neikvæði blær sem loðir við það sé sönnun þess að kommúnisminn sé dauður. I þessari blekkingu lifa æðstu ráðamenn þjóð- arinnar og reyna að hrífa almenning með sér. Þeir birtast í fjölmiðlum líkt og refir í slitinni gæru, og for- sætisráðherranum hefur ekki tekist að leyna hrokanum og fyrirlitningu sinni á öðru fólki þegar stöðu hans og valdi er ógnað af öðrum skoðun- um en hans. Hann skilur ekki að Bjarndís Arnardóttir gildi hans sem manns er nákvæm- lega sama og gildi hans sem með- bróður. Hugsandi fólk, hefur áttað sig á smæð sinni í óendanlegum al- heimi, og skilur, að ósanngjarnt er að álása barni fyrir að vera ekki full- orðið. Að þessu leyti hagar forsætis- ráðherrann sér eins og barn sem skilur ekki enn þetta grundvallar- stærðfræðidæmi lífsins. Slík lífsaf- staða er ekkert óvenjuleg; margir halda sig meiri og merkilegri en annað fólk af ýmsum ástæðum. Slík- h- einstaklingar láta blekkjast því líkur sækir líkan heim. En hugsandi fólk sér í gegnum sjónhverfingar og skilur þörfina á nýrri skilgreiningu á raunsæi - ólíkri fornri skilgreiningu ríkisstjórnarinnar, um að raunsæi felist í að vera jarðbundinn, gleði- snauður og vísindalegur efnis- hyggjumaður, án fagurra hugsjóna um mannlegri heim. Þvert á skilning ríkisstjórnarinnai- er aldrei mikil- vægara, en einmitt nú, að hafa hug- sjónir eða skýra framtíðarstefnu sem miðar að „samvinnu" við nátt- úrulögmálin; að frelsi, jafnrétti og bræðralag verði lifandi staðreynd. Það tekur tíma, en mikilvægt er að skilgreina hvað mannlegir eiginleik- ar eru og hvað ekki, hvað ber að rækta og hverju ber að eyða til að treysta hinn samfélagslega grunn. Ríkisstjórnir með hugarfar hrokans, flokksræði og foringja- dýrkun eru á undanhaldi í siðmennt- uðum vestrænum heimi því þær hindra framgöngu lýðræðisins og henta aðeins fólki sem nennir ekki að hugsa. Bak við hrokann kraumar sú skoðun, að almenningur sé heimskur og fáfróður um tilveruna, að honum sé ekki treystandi til að lifa í of lýðræðislegu samfélagi þai' sem málin eru rædd á opnum vett- vangi, skoðuð frá öllum hliðum af sem flestum þjóðfélagsþegnum sem komnir eru til vits og ára. Þótt slík skoðun hafi verið staðreynd í den, mun hún úreldast hratt á 21. öldinni. Nýjar kynslóðir koma sem gera kröfur um lýðræðislegra samfélag - samfélag sem byggist á andstæðu hrokans - samfélag sem örvar skap- andi og sjálfstæða hugsun - samfé- lag sem lætur almenning finna fyrir mikilvægi sínu varðandi uppbygg- ingu og sköpun samfélagsins - sam- félag sem virðir sveigjanlega og frjálsa hugsun sem tekur mið af að- stæðum og nýjum áhrifum hverju sinni - samfélag sem skilur að tími steingerðra skilgreininga er að fjara út - samfélag sem þjónar - samfélag sem elskar manninn. Tíminn vinnur með þeim sem hafa mannleg gildi í framtíðarsýn sinni - á móti þeim sem lifa i fornu fari. Þeir sem hafa ekki frelsi, jafnrétti og bræðralag á dagskrá og halda það drauga fortíðar, eru eins og smiðir án teikninga og vita ekki hvert þeir stefna þótt þeir haldi sig um skeið vera á beinni braut. Fyrir slíkri byggingu fer eins og fyrir byggingu sem reist er á sandi. Rík- isstjórn sem telur framtíðina felast í stríðsbandalögum, efnishyggju og einræðistilburðum er dæmd til þess að víkja fyrir bjartari öflum, fyrr eða síðar, vegna ótraustrar undir- stöðu. Lýðræðissinnar!!! Gatan okk- ar er breið!!! Verum glöð, höldum áfram að beina stefnunni í átt til sól- ar, en látum ekki vaða yfir okkur á skítugum skónum. Látum ekki telja okkur trú um að það sé barnalegt og væmið að eiga sér hugsjónir um lýð- ræðislegi-a samfélag. Stöndum á rétti okkar og breytum honum í vald. Höfundur er stjórnmálafræðingur. SVELLANDI KRAFTUR Brimborg-Þórshamar Tryggvabraut 5 • Akureyri Simi 462 2700 Bílasala Keflavlkur Hafnargötu 90 • Reykjanesbæ Sími 421 4444 Blley Búðareyri 33 • Reyðarfirði Sími 474 1453 Betri bílasalan Hrísmýri 2a • Selfossi Sími 482 3100 Tvisturinn Faxastíg 36 • Veftmannaeyjum Sími 481 3141 BRIMBORG Faxafeni 8 • Sfmi 515 7010 Volvo V70 Cross Country er sniðinn fyrir íslenskan vetrarakstur. Fullkominn aldrifsbúnaður, mikill tog- kraftur á lágum snúningi, fjölliðaöxull með fullri driflæsingu, háþróuð spólvörn, læsivarðir hemlar, sjálfvirk hleðslujöfnun, mikil veghæð og góð þyngdar- dreifing, gera allan vetrarakstur öruggari og ánægjulegri. Aflið, bæði frá vél og hemlum, dreifist sjálfkrafa á milli allra hjólanna, í samræmi við breytilegar aðstæður, þannig að besta mögulegt veggrip er ávallt tryggt. Hafi hjólin á annarri hhð bílsins betra grip, leitar meira afl þangað og eitt hjól getur verið ráðandi þegar tekið er af stað. Ahrifin eru einstakir aksturseiginleikar Volvo V70 Cross Country við erfiðar aðstæður, hvort sem er á leyndum hálkublettum eða í þungri færð á fjallvegum. aldrifinn o g albúinn VOLVO V70 XC AWD CROSS COUNTRY Upplifðu hann f reynsluakstri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.