Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 48
»48 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
*
tHera Newton
fæddist í Reykja-
vík 12. maí 1942. Hún
andaðist á heimili
sfnu, Garðatorgi 7,
þriðjudaginn 20. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðmunda Sigríður
Jónsdóttir, f. 15. októ-
ber 1908, d. 25. októ-
ber 1982, og Fred
Newton. Systkini
hennar eru Vilný
Reynkvist Bjamadótt-
ir, Kjartan Bjamason,
og Hermann Vest-
fjörð Bjömsson, en hann er látinn.
Hera giftist 16. júní 1966
Elsku mamma mín, þú varst mér
dýrmætari en orð geta lýst. Að eiga
eftir að lifa án þín er afar erfítt að
hugsa sér. Þú sem varst ekkert á
leiðinni frá okkur þótt veik væri, þú
varst að skipuleggja jólagjafir og
Kanaríeyjaferðina sem þú og pabbi
ætluðuð að fara í febrúar. Og ég var
búin að lofa að athuga hvort ég gæti
ekki nú fengið að fljúga með þig. Og
þú varst full tilhlökkunar með allt.
En eftir 3ja ára veikindi kom kallið
okkar mati sem eftir syrgjum
alltof snemma.
Mamma var sú allra glæsilegasta
kona, hún var Ijúf, gjafrnild stundum
meira segja of og maður þurfti að
hafa hemil á því og mikill vinur vina
sinna, sem kom best glögglega í ljós
þegar hún komst ekkert nema í
hjólastól. Þá voru vinkonurnar boðn-
ar og búnar að vera með henni. Og
mamma skipulagði vikuna hver yrði
með henni en við pössuðum alltaf
uppá það að þegar við vorum saman
mæðgumar þá vorum við einar. Og
^töluðum við mikið og margt saman
og allar þær ljúfu stundir sem við
áttum saman geymi ég í hjarta mínu
sem mínar dýrmætustu minningar.
Það er yndislegt að hafa átt svona
góða mömmu og svona góða vinkonu,
því mamma var líka mín besta vin-
kona. Ef ég þurfti að velja föt eða
Stanley Pálssyni, f.
28. nóvember 1945,
verkfræðingi. Börn
Heru og Stanleys
eru: 1) Sigríður Rut,
f. 15. október 1965,
maki hennar er
Hólmar Ólafsson og
eiga þau þrjú börn.
2) Áslaug Líf, f. 26.
júní 1971. 3) Sif, f.
10. ágúst 1972, maki
hennar er Axel Örn
Ársælsson og eiga
þau einn son.
Útför Heru fer
fram frá Fossvogs-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
einhverja hluti til heimilisins vildi ég
hafa mömmu með því hún hafði svo
góðan smekk. Og mamma var líka af-
ar vitur og ráðlagði manni alltaf rétt.
Mömmu þótti afar vænt um
barnabörn sín og þó að mamma væri
orðin mikið veik þá tóku hún og
pabbi þau reglulega til sín og leyfðu
þeim að sofa hjá sér. Enda var
mamma mér og systrum mínum allt
sem átti að prýða góða og ljúfa
mömmu og ömmu fyrir börnin okk-
ar.
Mamma dó í svefni heima við hlið
síns heittelskaða eiginmanns og var
það það sem hún vildi og er ég Guði
þakklát fyrir það.
Alúð, ást og umhyggja pabba íyrir
mömmu var aðdáunarverð. Hann var
henni svo afar góður og elskaði hana
svo heitt. Pabbi minn, sorg þín er
mikil en Guð gefí þér æðruleysi til að
sætta þig við það sem við fáum ekki
breytt. Elsku pabbi minn, þakka þér
fyrir allt sem þú gerðir fyrir
mömmu, þú munt ávallt eiga virð-
ingu mína og aðdáun fyrir það.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fyigi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Mamma, ég kveð þig með trega,
en þakka þér fyrir að hafa verið
mamma mín og amma barna minna
sem syrgja þig og Drottinn, þakka
þér fyrir að hafa gefið mér hana
mömmu. Mamma, ég elska þig og
mun ávallt elska þig.
Þín heittelskandi dóttir
Sigríður Rut.
Með fáeinum orðum langar mig að
kveðja í hinsta sinn elskulega
tengdamóður mína, hana Heru. Eg
naut þeirrar gæfu að fá að eignast
hana sem tengdamóður, og er það
nokkuð sem ég mun ævinlega vera
þakklátur fyrir. Allir sem til Heru
þekktu, vita hvaða manneskju hún
hafði að geyma, hve einlæg og
hjartahlý hún var, og í öllum okkai-
samskiptum fékk ég oftsinnis stað-
festingu á því að hún var alveg ein-
stök og átti sér enga líka.
Minningarnar streyma fram í hug-
ann um leið og ég þarf að kijást við
allar þær tilfinningar, sem bærast
innra með mér, nú þegar hún hefur
orðið að lúta í lægra haldi fyrir illvið-
ráðanlegum sjúkdómi.
Allan þann tíma eftir að Hera
veiktist, hélt ég alltaf í þá von, að
henni tækist að hafa betur í þessari
erfiðu baráttu. Dvöl okkar Sifjar er-
lendis varð sífellt erfiðari, því sú
hugsun að kannski myndum við
aldrei hittast aftur, varð sífellt
raunverulegri. Þó margir hefðu
bent mér á hvað væri í vændum, var
erfitt að sætta sig við það, að þetta
yrðu örlög hennar. Þeim mun þakk-
látari er ég núna að við fengum
tækifæri til að vera með henni síð-
ustu mánuðina og að Stanley Örn
hafi haft kost á því að umgangast
ömmu sína.
Allar þær ánægjustundir sem við
áttum saman, bæði hér og erlendis,
eru á þessari stundu það ljós sem til
þarf, til að lýsa upp þann skugga
sem lagst hefur af þunga sínum á
huga minn. Öllu meiri er þó sorg og
harmur Sifjar, systra hennar og ekki
síst Stanleys, tengdafóður míns, sem
á aðdáunarverðan hátt barðist og
leitaði allra leiða til að bægja frá
þeim hræðilega sjúkdómi sem tekur
Heru og marga aðra á besta aldri frá
okkur.
Eg vona innilega að minning
þeirra um góða móður og eiginkonu
megi verða til þess, að þau muni
sigrast á sorg sinni og að það góða
sem hún gaf okkur öllum verði til
þess að ylja okkur á þessum erfiðu
tímum.
Með Heru er farin tengdamóðir
mín yndisleg, sem ég sakna sárt.
Með stolti og virðingu kveð ég hana í
hinsta sinn, minning hennar lifir
áfram.
Elsku Hera, Guðjgeymi þig.
Axel Örn Ársælsson.
Það er svo leiðinlegt að þú ert far-
in frá mér og ég sé þig aldrei meir.
Ég veit að það er rétt hjá mömmu og
pabba að þér líður betur núna hjá
Guði. En ég græt og græt þegar ég
hugsa til þín, elsku amma mín. Ég
vildi óska að ég gæti kvatt þig í stað
þess að kveðja þig í bréfi. Mér þykir
svo vænt um þig, elsku amma mín,
þú varst alltaf svo góð við mig og svo
gjafmild. Ég þakka þér fyrir þær
stundir sem við áttum saman. Ég
vildi óska að ég hefði getað haft þig
aðeins lengur og ég vissi ekki að
þetta myndi gerast svona fljótt, það
vissi enginn. Ég sem ætlaði að
syngja fyrir þig lögin sem ég var að
læra með kórnum og leika fyrir þig á
fiðluna mína. Þú varst svo ánægð að
ég skyldi vera að læra að syngja og
spila.
Þú varst svo vitur og sagðir mér
svo margt sem hjálpaði mér og það
reyndist alltaf rétt það sem þú ráð-
lagðir mér.
Þar sem Óli Palli og Thelma Rut
eru svo lítil og kunna ekki að skrifa
kveð ég líka fyrir þau. Okkur þykir
öllum svo afar vænt um þig og við
munum sakna þín.
Bless elsku amma.
+
Ástkasr eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Viðey,
Vestmannaeyjum,
Árskógum 8,
Reykjavík,
sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja miðvikudaginn 14. október, verður
jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 31. október
kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir.
Björgvin Guðmundsson,
Ragnheiður Björgvinsdóttir, Gunnar St. Jónsson,
Guðmundur Ó. Björgvinsson, Björg Valgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
TEITUR BJÖRNSSON
fv. oddviti og bóndi,
Brún,
Reykjadal,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri 26. okt. sl.
Útför hans fer fram frá Einarsstaðakirkju laugar-
daginn 31. október kl. 14.00.
Elín Aradóttir,
Björm Teitsson, Anna G. Thorarensen,
Ari Teitsson, Elín Magnúsdóttir,
Erlingur Teitsson, Sigurlaug Svavarsdóttir,
Sigríður Teitsdóttir, Eggert Hauksson,
Helga Teitsdóttir, Jón Hermannsson,
Ingvar Teitsson, Helen Teitsson
og barnabörn.
HERA
NEWTON
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn.
Augun spyija eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
Hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar bijósti sætt og rótt.
Amma er dáin - amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
- lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir - amma kyssir
undirblítt á kolhnn hans.
Breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins htla manns.
(Jóhannes úr Kötlum)
Hera Rut, Ólafur Páll
og Thelma Rut.
AUt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með fijóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
ht og blöð niður lagði, -
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgr. Pétursson)
í hauströkkrinu kvaddi elskuleg
vinkona mín og mágkona, Hera
Newton, þennan heim. Fyrir um
þremur árum greindist Hera með iH-
vígan sjúkdóm og þá tók við erfitt
tímabil í lífi hennar. Vitneskjan um
það að hún myndi aldrei sigra þá
baráttu var okkur öllum þungbær.
En hversu mikið sem sjúkdómurinn
tók á líkama hennar varð sál hennar
og hugur sterkari.
Að eiga góðan vin hefur alltaf ver-
ið talinn fjársjóður en við Hera
kynntumst er við vorum 15 ára
gamlar. Hún var alltaf hjartfólginn
vinur og að vita að eiga vináttu henn-
ar var ómetanlegt og vil ég nú þakka
þann kærleika og vinskap er ávaUt
ríkti á miUi okkar. Við vorum líka
mágkonur og er mér minnisstætt er
við vorum í fríi í London og mér bár-
ust í sífellu bréf frá Stanley bróður
mínum, er virtist í skrifum sínum
mjög áhugasamur um hagi okkar
Heru. Þó að ég væri góðu vön frá
bræðrum mínum, þótti mér það
skrýtið og þegar ég nefndi það við
Heru, brosti hún og augu hennai-
Ijómuðu. Stanley og Hera gengu í
hjónaband 16. júní 1966. Þau áttu
gott og ástríkt hjónaband og eignuð-
ust þrjár dætur.
Það var aðdáunarvert að sjá um-
önnun og samheldni fjölskyldunnar
og að allt var gert sem í þeirra
mannlega valdi stóð. En missir ykk-
ar er mikill því þeir einir er eiga
mikið missa mikið. Megi góður guð
veita bróður mínum Stanley, dætr-
um þeirra, tengdasonum, barnabörn-
um og öðrum ástvinum styrk í þeirra
miklu sorg.
En minning um góða konu mun
aldrei gleymast.
Guðrún Pálsdóttir.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upprunnin
á bak vid dimraa dauðans nótt.
(V. Briem)
Elsku frænka, þegar komið er að
kveðjustund langar mig að minnast
þín með fáum orðum. Alltaf leit ég
upp til þín, þvi þegar ég var lítil
varst þú eins og stóra systir mín, og
sagði ég það við vinkonur mínar, að
þú værir víst systir mín, þú værir
móðursystir mín. Og oft kom fyrir að
ég elti þig í vinnuna þegar þú varst
að kenna dans heima á Selfossi. Þá
faldi ég mig og var svo mætt þegar
þið komuð í hlé, til að fá eitthvað í
munninn. Þegar ég fór að eldast var
ég hjá ykkur hjónunum að passa
stelpurnar og fannst það mjög gam-
an. Þá gat ég talað við þig um allt
milli himins og jarðar.
Þegar ég fluttist til Reykjavíkur,
var gott að hafa þig sem næst mér
og oft kom ég til þín ef mér leið ekki
vel, og stutt var fyrir þig að koma
þegar ég þurfti mest á ykkur
mömmu að halda fyrir næstum 20
árum. Þú varst mér sem móðir og
besta vinkona þessi ár og oft eftir
það, þú varst ætíð tilbúin að hlusta á
mig. Ég sá þig ekki oft eftir að þú
veiktist svona mikið, og þú skildfr
það svo vel, en nú ertu búin að fá
hvfldina og þjáist ekki meir. Það
hefur verið vel tekið á móti þér,
Hera mín. Ég kveð þig, elsku
frænka, og bið Guð að styrkja Palla,
Siggu Rut, Áslaugu, Sif, tengdasyni,
og barnabörn á þessari sorgar-
stundu.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgarþraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
(V. Briem)
Þín frænka,
Ásdís.
Kær vinkona mín, Hera Newton,
er látin langt fyrir aldur fram. Tæp-
lega þriggja ára baráttu við þann
slæma vágest, sem leggur allt of
marga að velli, er lokið.
Þegar hún komst að því síðla árs
1995, að hún væri haldin illvígum
sjúkdómi, sem er mikið áfall, þá hélt
hún ró sinni - staðráðin í því að ná
yfirhöndinni og ná heilsu á nýjan
leik. Kjarkurinn var óbilandi þrátt
fyrir mótlætið - hún var hin raun-
verulega hetja sem barðist af æðru-
leysi í veikindum sínum.
Við Hera kynntumst fyrst fyrir
rúmum 15 árum er eiginmenn okk-
ar hófu samstarf um rekstur verk-
fræðiskrifstofu. Við urðum strax
góðar vinkonur, líkt og við hefðum
þekkst frá fornu fari - milli okkar
ríkti gagnkvæmur trúnaður ásamt
því að samgangur milli heimila okk-
ar og fjölskyldna okkar var mikill
enda elstu börnin á svipuðu reki.
Hera Newton var falleg og glæsileg
kona, vel til höfð og snyrtileg,
þannig að af bar. Heimili þeirra St-
anleys var stórglæsilegt og hverj-
um hlut haganlega fyrir komið. Síð-
ustu tvö árin bjuggu þau hjónin í
fallegri íbúð við Garðatorg í Garða-
bæ, en þar undi Hera hag sínum
mjög vel og var allt fram til hins
síðasta að fegra heimili þeirra
hjóna þrátt fyrir að hún væri orðin
fárveik.
Ég á eftir að sakna hennar mikið
- að heyra ekki lengur hressa og
uppörvandi rödd hennar í símanum,
rödd sem ávallt var full af lífsgleði,
þrátt fyrir mótlæti sjúkdómsins -
geta ekki lengur farið með henni í
bæjarferð, fylgt henni upp og niður
Laugaveginn og sest síðan niður yf-
ir kaffibolla og spjallað um alla
heima og geima.
Kæra Hera, þakka þér fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig og kærleik-
ann sem þú sýndir börnunum mín-
um og fjölskyldu. I veikindum þín-
um lærði ég að endurmeta gildi
kærleikans og hve mikilvægt það er
að lifa fyrir einn dag í einu.
Mikil sorg og eftirsjá er hjá St-
anley Pálssyni, eiginmanni hennar,
fallegu dætrunum þrem, sem Hera
var svo stolt af, tengdasonunum og
bamabörnunum, sem hún hafði
mikla ánægju af.
Guð veiti þeim öllum styrk í
þeirra miklu sorg.
Bjarndís Harðardóttir.
Hún elsku Hera er dáin. Ég kýs
að kalla hana elsku Heru, vegna
þess hversu elskuleg hún var alltaf
við mig þegar við unnum saman
þónokkur jól hjá henni Gurru í
Clöru. Einna helst er ég svo þakklát
fyrir að fá að hafa setið við hliðina á
henni í síðasta sinn í Flugleiðavél
heim frá Lúxemborg í maí síðast-
liðnum, og fengið að spjalla við hana,
en einhvern veginn fann ég það á
mér að það væri í síðasta sinn sem
við myndum hittast a.m.k. hérna
megin. Svo gleymi ég því heldur
ekki hvað hún Hera leit vel út þrátt
fyrir sjúkdóminn. Reyndar var Hera
alveg stórglæsileg kona og átti líka
stórglæsilega og elskulega fjöl-
skyldu. Ég er afar þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast Heru og öll-
um hennar hlýleika.