Morgunblaðið - 29.10.1998, Síða 51

Morgunblaðið - 29.10.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 51 SÓLEY SVEINSDÓTTIR + Sigurlaug Sóley Sveinsdóttir fæddist á bænum Deplum í Stíflu 12. júní 1904. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 21. október síðast- liðinn. Faðir hennar var Sveinn f. 18. apríl 1868, d. á Siglufírði 5. júlí 1914, foreldrar Steinn bóndi í Tungu í Stíflu, Jónsson, Guð- mundssonar hrepp- sljóra á Hamri í Fljótum Jóns- sonar, og konu hans Guðrúnar Sveinsdóttur á Hring í Stíflu. Sveinn var bóndi á Deplum í Stíflu og síðar í Lundi. Móðir Sigurlaugar var Sigurbjörg, f. 12. janúar 1880, Jóhannesdóttir frá Miðhvammi í Aðaldal, Gunn- laugssonar og konu hans Sum- arrósar Sigurðardóttur frá Miðkoti í Svarfaðardal. Börn Sveins og Sigurbjargar voru níu talsins: Gunnar, Jóhannes Steinn, Sigurlaug Sóley, Hann- es, Rósvaldur Lúðvík, Guðrún, Elsku amma mín, þú varst minn gleðigjafi og ráðgjafi því alltaf varst þú kát og glöð, hvað sem á gekk hjá þér, hvort sem þú komst í heimsókn til okkar eða ég kom að heimsækja þig norður á Akureyri. Við gerðum allt mögulegt saman í gamla daga. Þú kenndir mér að prjóna til að ég gæti haft ofan af fyrir mér, því ég var ofvirk, ég gat ekki setið kyrr í eina mínútu og það stoppaði mig á meðan. Við fór- um í göngutúra upp í bæ, í Alaska til að kaupa mjólk á brúsana og komum við í Kristjánsbakaríi til að kaupa glassúrtertu, því mér fannst hún svo góð. Alltaf lést þú allt eftir mér. Ég man þegar við fóram saman út í Ólafsfjörð til að heimsækja Helga Sveins og Lára, konu hans, sem var svo góð við mig. Og í leiðinni fóram við að heimsækja Guðránu og Þórð á Þóroddsstöðum, þau yndislegu hjón, sem vora afi minn og amma. Svo fórum við út í Hrís- ey að heimsækja Hannes Sveins og Jóhönnu konu hans. Og ég fór út í móa til að sækja kríuegg og ein krían réðst á mig og stakk mig í hausinn. Oft og mörgum sinnum sagðir þú mér sögur frá því þú varst ung og þinni barnæsku. Óg þá lágum við uppi í rúmi og ég í skúffunni. Það var svo notalegt. Amma mín, þú varst mjög fögur kona, með það fallegasta hár sem ég hafði séð, falleg alla tíð hvort sem þú varst þreytt eða ekki, vegna þess að þú hafðir svo góða iund. Þú varst ekki að ergja þig út af smámununum þó að þú hafir alltaf þurft að þræla og bjarga þér með börnin þín, sem voru sex tals- ins, í miklu basli. Afi minn, Tómas Kristjánsson, dó svo ungur, aðeins rúmlega fimmtugur og þá varst þú ekkja með allan hópinn, rétt rúm- lega fimmtug og þú þurftir að vinna úti og vannst lengi hjá Gefj- un. Góður guð gaf þér mikið af auði, ekki veraldlegum gæðum heldur mikinn mannkærleika, ást og hlýju til handa öðrum, sem þú gafst okk- ur öllum mikið af sem við í fjöl- skyldunni búum að í framtíðinni. Þökk sé þér, Sóley amma. Alltaf var gott að koma til þín því þú varst alltaf boðin og búin að hjálpa öðrum, heitt á könnunni á kola- eldavélinni og nóg af góðgæti. Sorgin kom líka til þín þegar þú misstir tengdasyni þína, þá Garð- ar, Guðmund og Jón, sem hjálpuðu þér svo mikið, og síðar hana yndis- legu dóttur þína, hana Ingibjörgu, sem lést fyrir aldur fram og Sigurður Helgi, Sigríður Fanney og Sveinfríður. Hinn 25. nóvem- ber 1925 giftist Sóley Tómasi Hall- grúns Kristjánssyni, f. 10. júlí 1902, d. 24. mars 1959, frá Götu á Arskógsströnd. Börn þeirra eru: 1) Guðrán f. 21.1.1926. 2) Sigursveinn, f. 12.8. 1927. 3) Ingi- björg Valgerður, f. 7.9. 1929, d. 29.8. 1994. 4) Sigríður Rannveig, f. 26.3. 1934. 5) Gunn- hildur Anna, f. 18.12. 1935, d. 6.1. 1936. 6) Anna Sigurbjörg, f. 30.10. 1942. 7) Kristján Harald- ur, f. 28.5. 1950, d. 2.1. 1996. Bamabörn þeirra eru 17, barna- barnabörnin 43 og bamabarna- barnabörnin 11. Sóley flutti í Gránufélagsgötu 22 á Akureyri árið 1936 og bjó þar til ársins 1992 að hún fluttist að dvalar- heimilinu Hhð á Akureyri. Utför Sóleyjar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. yngsta soninn þinn, hann Harald Tómasson, sem fór frá okkur allt of ungur. Blessuð sé minning þein’a. Ingibjörg þín annaðist þig svo vel eftir að þú veiktist og síðan tóku þær við Sigríður dóttir þín og Sigurlaug og Sóley dóttui’dætur þínar og hafi þær þökk fyrir allt. Ég bið algóðan guð að varðveita þig, amma mín, og blessa alla tíð. Svo langar mig að þakka læknum og hjúkranarfólki á elliheimilinu Hlíð á Akureyri fyrir allt það sem þau gerðu fyrir þig. Elsku amma mín, þakka þér fyr- ir allt sem þú gerðir fyrir okkur öll. Hvíl þú í friði. Þín dótturdóttir, Guðrún Erla Sigurðardóttir. Elsku amma er dáin. Þegar ég hugsa um hana ömmu mína koma upp í hugann ótal minningar. Amma var aldamótabarn. Hún var þriðja elst í hópi níu systkina sem misstu móður sína á barnsaldri þegar hún lést fyrir aldur fram. Þá fluttist amma til ömmu sinnar og afa og ólst hún upp hjá þeim sem barn og ung kona. Ég man að hún talaði oft um æsku sína og gamla daga og átti hún góðar minningar frá bemskudögum sínum. Einnig er mér minnisstætt hve fallega hún talaði um systkini sín og ræktaði samband sitt við þau með- an þau lifðu. Þau era nú öll látin nema Sigurður Helgi sem er bú- settur í Olafsfirði. Amma giftist afa árið 1925 og eignuðust þau saman sjö börn og era fjögur þeirra á lífi. Eftir að afi lést langt fyrir aldur fram bjó amma ein þar til hún fluttist á dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Eftir að amma varð ekkja fór hún út að vinna eins og það kallast í dag og hafði gaman af. Já, hún amma mín var dugleg kona og ég man það vel að þegar ég var barn að aldri var ég viss um það að hún amma mín væri duglegasta, klárasta og skemmtilegasta amma sem til væri. Enda var hún mér góð og ég á óteljandi góðar, falleg- ar og skemmtilegar minningar sem tengjast samskiptum okkar. En þannig var hún amma mín, hún r BlómabwoikA ' öa^Sskom . v/ Fossvogskk‘l<jugat*ð . X,. Simi: 554 0500 .S var góð manneskja sem vildi öllum vel og aldrei heyrði ég hana hall- mæla nokkram manni. Hún var falleg með síðu flétturnar sínar sem hún fléttaði á hverjum morgni meðan hún hafði heilsu til og vafði í krans upp á höfuðið. Hún var líka fagurkeri og hafði t.d. einstaklega gaman af því að klæðast fallegum fötum. Amma var handlagin kona. Hún bjó til góðan mat, bestu baun- irnar og bestu kleinurnar. Hún saumaði líka og prjónaði mikið um ævina. Þegar hún var yngri saumaði hún falleg föt á börnin sín og síðar var hún óþreytandi við að sauma og prjóna dúkkufót og dúkkurúmföt handa barnabörnun- um, og vann hún þau gjarnan upp úr gömlum slitnum fótum af okk- ur. Ég man vel hvað hún vandaði sig og lagði mikla vinnu í þessi verk. Enda vora þessi föt vel gerð og era ennþá í fullu gildi hjá mér og dætram mínum. Amma var heilsuhraust kona eins og hún sagði alltaf sjálf og ég man ekki eftir að hafa heyrt hana kvarta þrátt fyrir mikla sjóndepru sem háði henni mikið eftir að hún eltist. Það ástand ágerðist með aldrinum og seinustu árin sem hún bjó heima var hún nánast blind. Það var mikil synd því amma var mjög starfsöm kona og hafði líka gaman af að lesa. Eftir að hún missti sjónina hlustað hún mikið á útvarp og ég man vel eftir því að það var heilög stund meðan miðdegissagan var lesin. Þetta vora yfirleitt framhaldssögur og þá mátti hún ekki missa af neinu. Ómmu fannst líka mjög notalegt að láta lesa fyrir sig, hún var fróð- leiksfús og fylgdist vel með mönn- um og málefnum, enda var hún óþreytandi við að segja manni sög- ur og kunni ógrynni af vísum og þulum. Já, hún amma var yndisleg kona og svo var hún líka skemmti- leg, hafði ríka kímnigáfu og gerði oft grín af sjálfri sér og öðrum. Hún heillaði fólk með framkomu sinni, glettnu augnaráði og smit- andi hlátri. Hún var gestrisin og hafði gaman af því að taka á móti fólki, enda vora þeir margir sem lögðu leið sína i húsið á Gránu- félagsgötunni til þess að heilsa upp á hana, bæði afkomendur hennar og vinir. Ég minnist ömmu minnar með þakklæti fyrir allt það góða sem hún kenndi mér. Ég kveð hana með lítilli bæn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Eva Sóley. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Svem'r Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ H H H H H H H H H H Erfídrykkjur H H H H H M H H H H Sími 562 0200 Liiiiiiiiiirl + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVALDUR SVEINSSON frá Fáskrúðsfirði, Skólabraut 1, Mosfellsbæ, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 23. október, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju, Mosfellsbæ, föstudaginn 30. október kl. 13.30. Guðrún Þorvaldsdóttir, Bjami Jóhannsson, Hreinn Þorvaldsson, Ragnar Þorvaldsson, Jóna Þorvaldsdóttir, Magnús Þorvaldsson, Sveinn R. Ingason, Guðrún Sigurborg Jónasdóttir, Þóra Gunnarsdóttir, Eiríkur Grétar Sigurjónsson, Katrín Hjartardóttir, Halldóra K. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn hins látna. + KRISTÍN ALDA GUÐMUNDSDÓTTIR, Fossheiði 9, Selfossi, lést á dvalarheimilinu Sólvöllum, Eyrarbakka, þriðjudaginn 27. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Auðunn Gestsson, Guðleif Selma Egilsdóttir, Valgerður Auðunsdóttir, Guðjón Vigfússon, Gestur Ólafur Auðunsson, Anastasia Auðunsson, Guðrún Auðunsdóttir, Jón Sigurpáll Salvarsson, Ingileif Auðunsdóttir, Sigmundur Stefánsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ODDNÝ GUÐBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR, Digranesvegi 54, Kópavogi, lést á heimili sínu föstudaginn 23. október. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 30. október kl. 15.00 Karl Jóhann Gunnarsson, Þórður Karlsson, Þórsteina Pálsdóttir, Jón Ólafur Karlsson, Elísabet Sigurðardóttir, Gunnar Már Karlsson, Matthildur Jónsdóttir, Ása Kristbjörg Karlsdóttir, Þröstur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, amma og systir, SÓLVEIG ÞÓRA EIRÍKSDÓTTIR frá Borgarfirði eystra, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Skjóli, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á r un, föstudaginn 30. október kl. 15.00. Ásdís Runólfsdóttir, Runólfur Gíslason, Þórir Guðlaugsson, Heiðar Már Guðlaugsson, Óttar Örn Guðlaugsson, Sólveig Þóra Jóhannesdóttir, Ásta Eiríksdóttir og barnabarnabörn. + Innilear þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓSKARS JÓNSSONAR, Brún, Laugarvatni. Eygló Þórðardóttir, Jón G. Óskarsson, Kolbrún Leifsdóttir, Þórður Óskarsson, Steinunn Helgadóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.