Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 52

Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 52
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 JÓN ÓSKAR + Jón Óskar fædd- ist á Akranesi 18. júlí 1921. Hann Idst á heimili sínu Ljósvallagötu 32 í Reykjavík 20. októ- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 28. október. Jón Óskar skáld var ekki dekurbarn heims- ins. Hann kom hingað • suður ungur maður úr fjörunni á Akranesi til að læra og vann m.a. fyrir sér með píanóleik. Hann ætl- aði að verða skáld og kynntist hér öðrum ungum skáldum og tók þátt í merkilegustu umræðu heimsins sem alltaf stendur, umræðu ungs áhugafólks um skáldskapinn og menninguna í heiminum. Uppúr 1950 gaf hann út tvær bækur, ljóð og sögur, og þá strax má greina áhrif tónlistarinnar á fmlegan vef setninganna og taktbundinn áslátt. Höfundareinkenni hans birtist svo fullskapað í ljóðabókinni Nóttin á herðum okkar 1958, sem mér þykir ein fegursta ljóðabók sem skrifuð hefur verið á íslensku. Höfundur slíkrar bókar ætti að vera eftirlæti þjóðar sinnar, væri allt með felldu. Jón Óskar var einn af stofnendum tímaritsins Birtings árið 1955 og einn af ritstjórum þess, en Birting- ur var höfuðmálgagn módernism- ans hér á landi. Erindisbréf þess boðaði byltingu í ljóðagerð og myndlist. Þá var stríðið um ljóð- formið í þvílíkum gangi að menn voru hæddir og jafnvel barðir fyrir að vera atómskáld. Sumir halda víst 'núna að orðið atómskáld sé eins konar þýðing á orðinu módemismi. Það er rangt, atómskáld var bínefni leirskálda sem kölluð vom og skipti engu hvort það var af klaufaskap eða ásetningi. Nafnið var sótt í Atómstöðina eftir Halldór Laxness. Atómskáld voru af almenningi talin með leirskáldum, svo ekki greiddi þetta ljóðum Jóns Óskars leiðina til fólksins. Módernisminn barst hing- að frá Norðurlöndum aðallega en sjálft móðurland hans flestum lok- að. Jón Óskar dreif sig til Parísar að stúdera frönsku og franskar bókmenntir. Þrátt fyrir takmarkað formlegt skólanám náði hann fljótt þeim árangri að geta þýtt ljóð franskra meistara á íslensku. Hann opnaði ekki að- eins gluggann heldur dyi-nar líka. Auk vand- aðra ljóðaþýðinga samdi hann merkar ritgerðir um sögu franskrar ljóðagerðar. Margur hefur hlotið lof og jirís fyrir minna. Jón Óskar hafði eins og títt var um unga menn skipað sér í raðir þeirra sem hann taldi berjast fyrir réttlæti. Hann varð fyrir vonbrigðum og samdi allnokkrar bækur þar sem hann rifjaði upp minningar sínar. Þar gerði hann upp hug sinn og sagði meiningu sína. Þetta var meira en flokkskontórískar valda- bullur þoldu. Þeir sem álitu Stalín sáluga vera félagshyggjumann og menningarfrömuð réðust að honum og reyndu að útskúfa honum. Ekki opinberlega þó, heldur af þeirri læ- vísi sem þeim vai- lagin. Hann átti m.a. í erfiðleikum með að fá bækur sínar útgefnar. Ekki skánaði þegar „hugmyndafræðingarnir“ komu til sögunnar. I þeirra augum var Jón Óskar eins og hver annar forngrip- ur, maðurinn sem opnað hafði dyrnar fyrir frönskum módem- isma. Nú situr þessi söfnuður og mænir kálfsaugum sínum í Vestrið eins og hann áður mændi uppá Austrið. Það er rétt sem Jóhann Hjálm- arsson skáld segir í Morgunblaðinu daginn sem fréttist af andláti Jóns Óskars. Allt sem Jón Óskar skrifaði er litað af mannúð. Það er um manninn að tefla, sagði Saint-John Perse. Já, það er um manninn að tefla, manninn sjálfan og tilvist okkar allra hér ájörðinni. Annað er húmbúkk. Jón Óskar var alla tíð málsvari þessa lífsviðhorfs og hann var góður málsvari og fékk að gjalda þess. Jón Óskar var heilsu- tæpur lengst af, dulur og nokkuð einrænn. Hann tranaði sér hvergi fram en vann verk sín í kyrrþey af einlægni og heiðarleika og sér- stakri vandvirkni. Síðustu ljóða- bækur Jóns Óskars hafa litla um- fjöllun fengið og reyndar verk hans flest. Hann orti ljóð um frelsið og hafið og fjöruna á Akranesi þaðan + Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTBJÖRG LÍNEY ÁRNADÓTTIR frá Garði, sem lést 22. október, verður jarðsungin laug- ardaginn 31. október kl. 14.00 frá Oddakirkju á Rangárvöllum. Borghildur Garðarsdóttir, Sveinbjörn Blöndal, Hulda Garðarsdóttir, Böðvar Valdimarsson, Páll G. Björnsson, Erla Emilsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, áður til heimilis á Grundarstíg 9. Ida Sigríður Daníelsdóttir, Magnús Þorleifsson og fjölskylda. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR sem hann kom. Jón Óskar átti góða konu, Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá. Hún var stoð hans í erfiðri baráttu. Henni og dóttur þeirra og tengdasyni sendi ég sam- úðarkveðjur. Jón frá Pálmholti. Við Jón Óskar vorum nágrannar í mörg ár. Húsin okkar á Ljósvalla- götunni stóðu hlið við hlið. Með fjöl- skyldum okkar tókst vinátta sem ekíd hefur rofnað þó að ég hafi flust burt af Ljósvallagötunni fyrir mörgum árum, og við ekki sést eins oft og áður fyrr. Jón Óskar og Kristín voru eins og mínir aðrir for- eldrar og Una eins og systir mín. Óskaplega er ég ánægð yfir að hafa kynnst þeim og alist upp við þeirra nálægð. Þau hafa alla tíð verið svo góð og yndisleg. Margar eru minningamar frá því í gamla daga, ég gæti skrifað enda- laust um þær, en ein er mér meðal annars svo minnisstæð. Það vai' þannig að Jón var mikill snillingur á píanó og einnig mikill áhugamaður um tónlist. Eg taldi mig, þá smástelpa, ekkert síðri en Jón Öskar í þeim efnum og fékk hann heldur betur að finna fyrir því. A mínu heimili var ekki píanó, þegar hér kemur sögu, þannig að ég fór alltaf yfir til Jóns Óskars og glamraði þar á píanóið. Aumingja Jón Óskar þurfti að hlusta á mig spila „Allt í grænum sjó“. Það var ekki bara spilað einu sinni eða tvisvar heldur fimm til sex sinnum í röð og fyrir mann eins og hann að hlusta á þessi óhljóð sem frá píanó- inu komu, var alls ekki það skemmtilegasta. En alltaf kom Jón Óskar nú varlega að því að nú væri þetta orðið fínt, ég ætti nú að fara aðeins að hvíla mig eftir allt þetta spil. Eg hélt þessum konsertum mínum áfram í þó nokkurn tíma, þangað til að ég varð sjálf orðin svo þreytt á þeim að ég lagði þá á hill- una fyrir fullt og allt. Jóni Óskari eflaust til gleði og léttis. Þessi minning fær mig alltaf til að brosa. Jón var einstakur maður, svo góð- ur, hlýr og fróður um alla heimsins hluti. Sagði mér oft sögur frá París, hans uppáhaldsborg. Síðan liðu árin, Jón veiktist og ekki get ég lýst því hvernig mér leið þegar Una hringdi í mig núna um daginn, og sagði mér að Jón Óskar væri það mikið veikur að hann ætti eflaust ekki langt efth'. Það þyrmdi yfir mig og öll árin gömlu og góðu svifu um í höfðinu á mér, og allar góðu minningarnar frá því á Ljósvallagötunni. Ég vildi ekki trúa þessu, ekki hann Jón Óskar, ekki að hann væri nú að fara að leggja í ferðalag yfir móðuna miklu. Nokkrum dögum seinna hringir Una aftur í mig og biður mig að koma upp á Ljósvalla- götu. Ég fer ásamt móður minni og er það í síðasta skipti sem ég sé Jón Óskar á lífi því nokkrum dögum seinna var hann farinn. Elsku Jón, mikið er ég fegin því að hafa farið og hitt þig og kvatt. Ég er svo stolt og ánægð yfir því að hafa kynnst þér, þú sem varst svo mikill rithöfundur, skáld, tónlistar- maður og síðast en ekki síst góður eiginmaður og faðir. Jón Óskar, ég veit að þér líður vel núna þar sem þú ert og þá líður mér vel. Elsku Kristín, Una og Eiður, mikill er missir ykkar og megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Sif Björk. Þeir eru ekki margir sem til- heyra manni svo náið að brottför þeirra skilji mann eftir ráðvilltan. Ekkert fær bætt, aldrei fi'amar geng ég á fund míns frænda og vin- ar til þess njóta samveru hans og hollráða sem allt frá barnæsku minni hafa verið mér akkeri í hlaupi lífsins. A þeim tíma sem ég var að alast upp var samgangur innan fjöl- skyldna alstaðar meiri en í einangr- un fólks í nútímanum. Og þó að leiðir skildi stund og stund fundust tilefnin æðimörg til að hittast og rækta frændsemina, hvort sem það var í Blönduhlíð eða Hlégerði. Fyr- ir ungan og forvitinn strák voru ómetanlegar þær stundir sem móð- urbræðurnir ætíð höfðu aflögu til að vekja áhuga okkar og virðingu fyrir listum og skáldskap og ræða við okkur menn og málefni eins og við værum fullorðið fólk. Því upp- eldi hef ég búið að í gegnum lífið. A unglingsárunum sótti ég Jonna heim og þáði hans ráð og vináttu. Mér hefur oft verið hugsað til þeirrar þolinmæði sem hann sýndi mér á því lífsskeiði þegar ungur maður þykist allt vita, betur en hin- ir eldri. Og ljóðin hans las ég. Smá- sögur hans og ljóð þekki ég betur en nokkrar þær bókmenntir aðrar sem ég hef komist í tæri við. Ég var ríkari en aðrir að eiga að frænda skáldið og mannvininn Jón Óskar. Og svo réðu örlögin því, eða átti Jonni þar líka sinn þátt, að ég réð- ist til náms á þær slóðir sem honum voru hjartfólgnar. Og nú tók við ævilöng vinátta og óteljandi þær stundir sem ég hefi notið í félags- skap með þeim hjónum Jonna og Kristínu. Fyrir þær skal nú þakkað og honum alla leiðsögnina. Minn- ingar, af þeim er of margt að taka, til að rifja upp í stuttri kveðju. Þegar Jón Óskar hefur nú kvatt okkur er um fátt að gera annað en hneigja höfuð sitt í virðingu, hann hefur reist sér minnisvarða, og votta samúð þeim Kristínu og Unu Margréti. Brynjar Viborg. Oft er eins og einhver töf sé á því að tíðarandi heimsins komi hingað heim. Ekki síst um miðja öldina þegar samgöngur voru strjálli. En þá vill svo vel til að einhverjir leggja það á sig að fara og sækja hann. Finna hann í ókunnum heim- um og anda honum að sér - og reyna svo að þýða hann yfir á þá tíð sem er hér. Það hlýtur að vera erfitt fyrir þessa sendiboða að koma til baka og þurfa að lifa sam- tímis í tvennum tímum, tveimur töktum, ef þeir vilja ekki gera eilíf- ar málamiðlanir á kostnað listræns metnaðar. „Mishljómar jassins skerast; þeir grópast inn í mig,“ segir Jón Óskar í Ijóðinu „Dans“ úr bókinni „Skrifað í vindinn“ sem kom út árið 1953. Hann var, held ég, einn af fáum al- vöru nýjungarmönnum í íslenskum bókmenntum. Fulltrúi Appolinairs og allra þeirra - og þýddi fyrir okk- ur hin þá nýstárlegu stemmningu sem hann hafði kynnst. Og virtist síðan hafa sama næmleikann fyrir því þýðingarmesta í samtímanum. Samt var hann eins og á skjön við allan tíma, eins og sínkópa í jasslagi, sem virðist kannski vera úr takti en er einmitt í honum. Ég man ekki hvernig þetta var með snillingana, hvort þeir týndust allir á endanum. Ég var svo lánsöm að fá að kynnast Jóni Óskari og Kristínu, konunni hans, á heimili foreldra minna og allavega lá alltaf einhver snilld í loftinu þegar Jón Óskar var á staðnum! Að fá að spjalla við hann um það sem máli skipti gaf kvöldinu gildi og ég tala nú ekki um ef hann settist við pí- anóið og spilaði jass. Við eigum eftir að sakna hans, æ, ef hann væri héma með okkur og hjálpaði okkur að skilja þennan mishljóm í samtímanum! En við höfum þá verk hans, sem eru ómet- anlegur arfur, og þau munum við lesa áfram okkur til ánægju. Kristínu og Unu Margréti send- um við pabbi, mamma og Uggi bestu samúðarkveðjur. Oddný Eir Ævarsdóttir. Jón Óskar, skáld og rithöfundur, er dáinn - 77 ára að aldri. Jón var mikilvirkur höfundur: orti ljóð, skrifaði sögur og minningar, var meðritjóri bókmenntatímaritsins Birtings og þýddi þekktasta verk eins merkasta rithöfundar þessarar aldar, Pláguna eftir Albert Camus, auk margra ljóða eftir Hugo, Rimbaud og fleiri Frakka. Kjarninn í verkum Jóns var virð- ing fyrir manninum, ástin, andstaða gegn einræði og hemaði. Ég held að sem ljóðskáld eigi Jón Óskar eft- ir að lifa vel og lengi. Tökum dæmi: Margt birtist okkur undarlegt og skrítið á endalausri göngu um þennan heim. Við segjum; vetur, vor og ljós, myrkur, en vitum tæpast skil á orðum þeim. Við göldrum synd í saklaus augu bamsins og segjum; ljótt og glæpur. Undarlegt að leika sér að því að þurrka út brosið, sem þýðast er og skærast, en hrópa sekt. I hveijum dali, hvar sem blómin lifa, þar hvarflar sál þín hrygg um grund og veg. Sof rótt, mitt bam, á bak við allt þitt myrkur er bros þitt, líf þitt, synd þín eilífleg. Nóttin og vegurínn Þó að bifreið aki um veginn sem ég kveð um meðan nóttin hjúpar veginn sem ég elska rökkm'blæjum er ég feginn að þú kemur þó að nóttin sveipi veginn meðan bifreið ekur veginn og þú segir Eg er komin og þú brosir þó að nóttin fari um veginn meðan bifreið ekur veginn og þú segir. Eg er komin og þú brosir meðan nóttin sveipar veginn og ég kyssi þig og veginn eins og bifreið sem um veginn hljóðlaust ekur eins og bam sem dauðinn tekur eins og varir sem ég kyssi. Ljóð um látinn bókmenntamann (Jón Eiríksson) Eg sé hann ganga upp Laugaveginn setjast við borð og tala um Kafka, Brecht og Jimenez, Hesse og Nietzshe. Ég sé hann hlæja að galgopunum og galgopa sé ég flárátt hlæja. Lækkar sól, hörð gerast veður. Ég sé hvar hann grunlaus áfram líður heimspekingur í heimi þursa. Lækkar sól, hörð gerast veður. Ég sé hann ganga upp Laugaveginn ég sé hann enn, því hann lifir ennþá og er þó að vísu farinn burtu. Hann er að vísu farinn burtu af götunum þar sem illskan dansar. Hækkar sól, stillt em veður. 0, stund sem fer, Ég sá í bemsku í djúpri fjarlægð hvar augu blikuðu á tæpri stund. Ég sá í nálægð á nýjum degi hvar augu blikuðu í djúpri kyrrð. Og enginn veit hvað það var og er, 0,nálægð djúp, ó, stund sem fer. Jón Óskar hafði einarðar skoðan- ir og fylgdi þeim eftii' af festu. Hann þorði t.d. að gagnrýna Krist- in E. Andrésson, aðalpáfa Rauðra penna og Jóni fannst ekld allt guð- dómlegt og gott, sem kom frá Hall- dóri Laxness og Thor Vilhjálms- syni. Og Jón tók réttilega upp hanska fyrir lítilmagna og nídda, samanber ljóðið um Jón Emksson og bókina um Sölva Helgason. Ég er hins vegar ekki sammála Jóni í aðdáun hans á verkum Sigfúsar Daðasonar. Áhrif franskra bók- mennta og franskrar menningar leyndu sér ekki í verkum og við- horfum Jóns Óskars. Hann var Evrópumaður í þessa orðs besta skilningi. Stíll Jóns var mjög sér- stæður, ljóðrænn, knappur og oft á tíðum áhrifamikill. A seinni árum hefi ég oft sest niður, lesið langtímum saman í ljóð- um Jóns, þýðingum og öðrum verk- um. Oft er það svo að vitrir og djúpir höfundar eru lengi að rísa. Svo mun verða um Jón Óskar. Eftirlifandi konu Jóns og öðrum aðstandendum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng og merkan rithöf- und lifa. Hilmar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.