Morgunblaðið - 29.10.1998, Page 58

Morgunblaðið - 29.10.1998, Page 58
<, 58 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Smáfólk Hann hrinti mér úr rólunni... veittu honum Hrintirðu henni Það voru mistök ... ég hélt að hún væri ráðningu ... virkilega úr systir mín ... rólunni? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hver er stefnan? Frá Margi-éti Sölvadóttur: HVER er stefna stjórnvalda í heil- brigðismálum? Hver er stefnan í öldrunarþjónustunni? Eg get ekki orða bundist lengur og vildi gjarn- an fá svör frá heilbrigðisyfírvöld- um. Eg hélt að stefna sjórnvalda væri að gera öldruðum kleift að vera sem lengst heima hjá sér í stað þess að þurfa að leggjast inn á öldrunardeild, sem mér hefur heyrst á fréttaflutningi að sé alltaf plásslaus. En ef svo er að ég hef rétt fyrir mér að þetta sé stefnan hvað veldur því þá að allt er gert til þess að leggja stein í götu þeirra sem vilja vera heima og hafa aðstæður til og aðstandendur til að sjá um sig, en þurfa hjálpar- tæki til að geta verið heima? Ég ætla hér að segja litla sögu af minni fjölskyldu og þeim vand- ræðum sem við höfum lent í við það eitt að heita föður mínum því að heima skuli hann vera þar til yfir lyki en ekki á spítala. Faðir minn fékk ítrekað hjartakast fyrst í vor og síðan annað í sumar. Hann var að von- um fluttur á spítala í bæði skiptin eins og vera ber, en náði sér aftur en þó ekki að fullu. Hann var orð- inn níutíu ára og ekki var við öðru að búast en heilsan brysti. Þegar hann var orðinn nógu góður til að fara frá hjartadeildinni, vildi hjúkrunarfólkið að hann legðist inná öldrunardeild spítalans. Gamli maðurinn vildi ekki leggjast inn á slíka stofnun og bað um að sér yrði leyft að fara heim. Að- stæður eru þannig á hans heimili að aðeins íbúðarskipan var honum óhagstæð. Svefnherbergin og bað- herbergi eru á efri hæð og ekki var vegur fyrir hann með gjör- samlega ónýtar kransæðar að fara upp stigann ef til vill nokkrum sinnum á dag til að leggja sig og annars tilfallandi. Því þó hann væri fótafær var hann fljótur að þreytast og átti erfitt með andar- drátt við hreyfingu. Við aðstand- endur fórum fram á að læknar hjartadeildarinnar, sem útskrif- uðu hann, gæfu okkur vottorð um að hann þyrfti á sjúkrarúmi að halda sem við ætluðum að koma fyrir á neðri hæðinni svo hann gæti verið þar og þyrfti ekki að fara stigann. Við fengum að vita að slík beiðni yrði að fara í gegn- um Tryggingastofnun sem hjálp- artækjabeiðni og það gæti tekið tíma. Við vildum ekki hætta á ann- að hjartakast við stigaklifur svo við leituðum á náðir Hjálpar- tækjabankans og fengum leigt sjúkrarúm fyrir gamla manninn í þrjá mánuði gegn 5.000 kr. gjaldi. Við erum þessum aðilum mjög þakklát og mundum greiða mikið meira fyrir það eitt að fá að hafa rúmið áfram, því Tryggingastofn- un neitaði gamla manninum um sjúkrarúm á þeim forsendum að hjartadeildarlæknirinn hafí skrif- að á umsóknina um rúmið að mað- urinn sem þyrfti rúmið væri „MJÖG ERN miðað við aldur og greinilega við góða heilsu að þeirra mati“, þó að hann geti ekki hreyft sig betur en svo að fá hjartakast eða ætli að kafna af súrefnisleysi „þar sem kransæðar hans eru gersamlega ónýtar“, svo vitnað sé í orð hjartalæknis deild- arinnar. Blessaðar stúlkurnar sem afgreiða svona beiðni um hjálpar- gögn segja að þær verði að fara eftir reglum og ef læknar segja ekki á umsóknum að maðurinn sé nánast við dauðans dyi' þá geti þær ekki afgreitt slíka beiðni nema með neitun. Sem sagt, regl- ur eru: Að viðkomandi sé sinnt í RtJMI daglega eða nær því dag- lega. Ekki gengur að honum sé sinnt af aðstandendum, eða geti staðið upp sjálfur, því þá sé varla um mikinn lasleika að ræða. Vandamál okkar væri ekkert ef ekki þyi'fti sjúkrarúm sem lyftan- legt er í báða enda, því gamli mað- urinn hefur fengið hjartakast og þá hefur verið mjög erfitt jafnvel fyrir tvær manneskjur að lyfta honum upp í staðinn fyrir að geta hækkað höfðalagið með einu hand- taki, við gætum keypt rúm, en varla svona rúm. Einnig fær hann mikla vatnssöfnun í fæturna, þar sem lungu og hjarta starfa ekki eðlilega og þarf að hafa hækkun undir fótum. Nú hefur bæst við erfíðleika okkar, því faðir minn á erfitt með að anda og þarf súrefni. „Það þýð- ir ekkert annað en að setja hann á spítala," var svar læknisins við spurningu okkar um að fá súrefni heim. „Hann vill ekki fara á spít- ala og hann þarf bara súrefni stundum til að létta honum öndun. Er ekki hægt að fá slíkt heim?“ var mín spurning. „Jú, jú, reyndu það og ég skal skrifa undir“ var svar læknisins og þar með var hann farinn. Við reyndum svo sannarlega og veit ég að sú umsókn mun ekki ganga greiðlegar í gegnum kerfíð en sú fyrri um sjúkrarúmið. Því fengum við lánað súrefni hjá góðu fólki, því við vitum öll að þegar OG ef umsóknin kemst í gegn án neit- unar, þá verður þessi gamli maður ef til ekki á meðal vor og þarf ekki á aðstoð ríkisins að halda, þó hans ævistarf hafi verið að búa í haginn fyrir íslensku þjóðina og m.a. þá sem nú ráða ríkjum á Islandi og hafa svo sannarlega búið svo vel að eigin hag að þurfa ekki að sækja í kerfíð tryggingar, kerfið sem þeir hafa sjálfir smíðað og vita að er vonlaust. Við viljum þakka Hjálpartækja- bankanum fyrir þeirra hjálp og mannúð að kippa ekki sjúkrarúmi undan sjúkum manni þótt umsam- inn leigutími sé liðinn. MARGRÉT SIGRÍÐUR SÖLVADÓTTIR, starfsmaður Flugleiðahótelanna. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.