Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 59 BRÉF TIL BLAÐSINS Svar til Sigurðar Lárussonar Frá Finni Ingólfssyni: í OPNU bréfí í Morgunblaðinu miðvikudaginn 14. október beindi Sigurður Lárusson kaupmaður nokkrum spurningum til mín um greiðslukort. Tilefnið var ummæli mín á ráðherrafundi OECD um rafræn viðskipti að Island ætti góða möguleika á að verða fyrsta seðlalausa þjóðfélagið í heiminum innan fimm ára. Eg vil þakka Sig- urði fyrir bréfið. Það er kærkomið að fá tækifæri til að útskýra betur hvað við er átt og leiðrétta um leið þann misskilning sem virðist gæta í bréfi Sigurðar. Rafræn viðskipti eru að gjör- bylta hefðbundnum viðskiptahátt- um. Þetta skapar okkur Islending- um sóknarfæri því fjarlægðir skipta litlu máli í hinu rafræna heimsþorpi. Auk þess erum við Is- lendingar fljótir að tileinka okkur nýjungar og stöndum mjög fram- arlega við að nýta okkur upplýs- ingatæknina. Sem dæmi má nefna að aðgangur Islendinga að Inter- netinu er sá næstmesti í heiminum og rafrænar greiðslur hvergi meiri. Mikilvægt er að stuðla að enn frekari vexti rafrænna greiðslna, bæði á Internetinu og í öðnjm við- skiptum. Að mörgu þarf þó að hyggja. Þannig þarf t.d. að tryggja öryggi fjármagnsflutninga á Inter- netinu með alþjóðlegum stöðlum. Hér á landi er mikilvægt að hefja starf við að móta löggjöf um raf- rænar undirskriftir og rafeyi'i. Lík- legt virðist að greiðslukort framtíð- arinnar verði örgjöi’vakort með að- skilin foiTÍtakerfi til að sinna þeim viðskiptum sem nú fara fram með debet- og kreditkortum með segul- rönd, auk þeirrar viðbótar sem þarf til fyrir geymslu og meðhöndl- un rafeyris. Slíkur rafeyrir verður þá jafnan notaður í ýmsum smá- söluviðskiptum í stað seðla og myntar. Sérfræðingar á sviði rafrænna gi-eiðslna hafa lýst því yfir að Is- lendingar stæðu næstir því allra þjóða að verða fyi'sta seðlalausa þjóðfélagið í heiminum. Með nýrri tækni verða seðlar og mynt minna notuð í viðskiptum. I grein sinni virðist Sigurður álykta að notkun hefðbundinna greiðslukorta, eins og við þekkjum þau í dag, aukist í hinu seðlasnauða þjóðfélagi. Það er alls ekki svo. Það er hins vegar rétt hjá Sigurði að heildstæð lög- gjöf um gi-eiðslukortastarfsemi hefur aldrei verið sett hér á landi þó oft hafi verið rætt um nauðsyn slíkrar löggjafar. Sérstakur kafli um eftirlit með greiðslukortastarf- semi var þó settur inn í samkeppn- islög á sínum tíma. Að undanförnu hefur verið til skoðunar í við- skiptaráðuneytinu hvernig best sé að tryggja eftirlit með greiðslu- kortastarfsemi. Að mínu mati verður ekki skilið á milli umræðu um rafeyri og mótun löggjafar þar að lútandi annars vegar og mótun laga um starfsemi greiðslukorta- starfsemi hins vegar. Hef ég því ákveðið að skipa nefnd til að fjalla um þessi mál og móta tillögur um hvernig haga beri löggjöf um greiðslukortastarfsemi. Hvað aðrar spurningar Sigurðar áhrærir er því fyrst til að svara að ekkert samkomulag ríkisvalds og bankakerfis er til um greiðslu- kortastarfsemi nema samkomulag um notkun sjálfskuldarábyrgða sem stjórnvöld, greiðslukortafyrir- tæki, bankakerfið og Neytenda- samtökin skrifuðu undir fyrr á þessu ári með það að markmiði að draga úr vægi sjálfskuldarábyrgða. í öðni lagi hefur engin úttekt farið fram á því hvernig kostnaður við greiðslukortastarfsemi kemur fram í verði á vöru og þjónustu og því engar forsendur til að meta tekjuauka ríkis í fjárlögum. I þriðja lagi hefur gi’eiðslukorta- starfsemi verið ítarlega rædd á Al- þingi og í þrígang á einum áratug hefui’ frumvarp um slíka starfsemi verið lagt fram. Ekki er hægt að segja til um það á þessu stigi hvenær lögum verður breytt en við breytingar á lagaumhverfi gi’eiðslukortafyrirtækja er óhjá- kvæmilegt að hafa hliðsjón af örri þróun tækninnar. FINNUR INGÓLFSSON, viðskiptaráðherra. Þjóð og Frá Þorsteini Guðjónssyni: f ATHYGLISVERÐRI grein Gunnars Karlssonar sagnfræðings um íslenskt, grænlenskt og norrænt þjóðerni að fornu (Lesb. Mbl. 24.10.) - sem er andsvar gegn grein Guðmundar Hansens fyrrum skóla- stjóra (Lesb. 19. sept.) - reynir Gunnar að gera sem minnst úr öllu sem bendir til ákveðinnar þjóðern- isvitundar íslendinga á fyrstu öld- um landsbyggðarinnar. „Við getum engan veginn treyst því, að Norður- landamaður um aldamótin 1000 hafi hugsað um sig sem þegn eða borg- ara nokkurs eins lands. Þegar við gefum slíku fólki eitt ákveðið lands- fang erum við að troða upp á það hugmyndum sem tilheyra öðrum tíma,“ segir Gunnar í myndatexta sínum. í stað þess að fara út í nákvæmar rökfærslur um einstök atriði í gi-ein Gunnars - það kynni þó að verða gert - skal ég hér stuttlega benda á nokkur atriði, sem varpa ljósi á við- horf íslenskra (og norskra) forn- manna til þjóðernis. Norska stórskáldið Eyvindur Finnsson orti um 970 lofkvæði „um alla íslendinga", segir Snorri St- urluson, sem vissi allra manna best skil á fornum kveðskap. Um 1020 yrkir Einar bóndi Eyj- ólfsson á Þverá vísu þar sem hann varar við ásælni Noregskonungs í eyjuna Grímsey. Einar Eyjólfsson kemur þar fram sem „þjóðvarnar- maður“ af bestu gerð - líkt og faðir hans, Eyjólfur á Möðruvöllum, hafði saga gert 40 árum áður, þegar Haraldur Gormsson var að útbúa sjóher gegn íslandi. Um 1130 er rituð bók, sem hefur það saman að vera rituð á íslensku, um sögu íslands og nefnd íslend- ingabók. Þessi bók er einstök í öll- um miðaldabókmenntum Evi’ópu, af margföldum ástæðum. Fáum árum síðar semur íslenskur málfræðingur ritgerð þar sem hann talar um nauðsjm þess að „rita oss íslending- um stafróf". Þjóðlegt, menningar- legt sjálfstæði lýsir sér í þeirri rit- gerð. Á síðari hluta 12. aldar var ort kvæðið íslendingadrápa, um ís- lenska afburðamenn á söguöld, en annars eru frá 12. og 13. öld og svo mörg dæmin um þjóðlegan metnað íslendinga, að þarflaust er að rekja þau. Það er ekki sagnfræðingi sæm- andi að segja, að við séum „að troða upp á það fólk hugmyndum sem til- heyra öðrum tíma“ eða gefa því „landsfang", þegar við tökum mið af orðum þessa sama fólks. Utsala Vissulega var viðhorfið til ís- lensks þjóðernis annað meðan næstu nágrannaþjóðir töluðu hina sömu tungu og Islendingar sjálfir. En þegar norræn tunga („dönsk tunga“) hrundi að grunni á Norður- löndum á fjórtándu öld, stóð ísland eitt eftir, og því fylgdi mikil ábyi’gð. Það vill reyndar svo til, að tungan hefur varðveitt furðuvel merkingu margi’a þýðingarmikilla orða og orðatiltækja, frá fornöld fram í nú- tíma. „Tungan geymir í tímans straumi - trú og vonir landsins sona,“ segir skáldið. Þessa hefur G.K. ekki gætt nógu vel í grein sinni. Hann virðist ekki þekkja vel íslenska reisn, þá sem hér hefur haldist, þrátt fyrir langar og myrkar aldir, allt frá hinum forna tíma. Hann stendur þarna of nærri flokki þeirra undarlegu manna, sem tala eins og íslenskt þjóðerni hafi verið „fundið upp“ á 18. og 19. öld. En ég ætla að vona, að hann sé nógu skynsamur til að fylla ekki slíkan flokk, þegar hann hugsar sig um. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. Einnig vei&ijakkar og vööluskór á nýjum og notuðum Neoprane og Gore-Tex vöðlum laugardag og sunnudag frá kl. 10-16. Frábær verð. Skóstofan Dunhaga 18, sími 5521680 Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 1983-2.fl. 01.11.98 -01.05.99 kr. 81.391,60 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextii; vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka fslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 29. október 1998 SEÐLABANKIÍSLANDS Víi/oíef dagar ítaísíqirfyrstafatnaður Frábært kynningartilboð v: V . - dmMgm % 'f W Grenningarbuxur Hafa hlotið alþjóðlega hágæða viðurkenningu QkesiCegir uííartoppar Mikið úrval LYFJA Lágmúla, simi 553 2300 Dreifingaraðili: Lýv HíeUdversíun Sími 588 6111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.