Morgunblaðið - 29.10.1998, Page 60

Morgunblaðið - 29.10.1998, Page 60
> 60 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI ÁSTRÓS FRIÐBJARNARDÓTTIR Það eru merk tíma- i mót í lífi heiðurshjón- anna, Astrósar Frið- bjarnardóttur og Sveinbjörns Benedikts- sonar, í þessum mán- ; uði. Hann varð áttræð- j ur 6. október s.l. en hún stendur á þeim j tímamótum í dag. j Þetta er ótrúlegt en ! satt - svo ung sem þau j eru annars í anda! Ég tel mig ríkan að hafa átt þau Ástu og Sveinbjörn að vinum frá því að ég var lítill drengur vestur á Hellissandi. Þau bönd sem þá bundust hafa aldrei slitnað. Maður finnur það æ betur með árunum hvað það er mikils virði að eiga trausta og góða vini á ævileið, - það er í raun ómetanlegur fjársjóður! Ásta er slíkum kostum búin að hún vinnur hug og hjörtu allra þeirra sem kynnast henni. Hún er hlý í viðmóti og á stóran faðm sem rúmar alla vini hennar og vensla- fólk. Hún hefur verið sannkallaður ljósberi á lífsins leið, rétt mörgum j hlýja hönd sína og uppörvað þá á j ýmsan hátt. Hún hefur ætíð tekið 1 málstað þeirra sem minna mega sín : - og það segir meira en mörg orð í um þá manneskju sem hún hefur að ! geyma. Þau Ásta og Sveinbjörn héldu til . móts við stærstu lífshamingju sína þegar þau gengu saman í heilagt i hjónaband fyrir 57 árum. Þau eiga ) fjóra mannvænlega syni og sístækk- * andi hóp afkomenda. Hjónaband ! þeirra hefur verið einstaklega far- í sælt og er vart hægt að nefna nafn í annars þeirra án þess að hitt fylgi með, - svo samrýnd eru þau. Heimilinu og fjölskyldunni hefur ; Ásta helgað ki-afta sína - enda hef- ur eiginmaðurinn gegnt miklum ábyrgð- ar- og vandastörfum um dagana. Hann var símstöðvarstjóri á Hellissandi í 43 ár og útgerðarmaður í ára- tugi. í þeim störfum naut hann mikilla vin- sælda sökum sam- viskusemi sinnar og dugnaðar. En sú saga er aðeins sögð hálf ef ekki er nefndur um leið sá lífsförunautur sem var honum stoð og stytta í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Þeir eru margir sem hafa átt vin- áttu þeirra Ástu og Sveinbjörns vísa um dagana. Hvar sem þau koma draga þau fólk að sér eins og segull! Ekki er langt síðan þau fluttust til Stykkishólms - en maður talar ekki svo við þau í síma að ekki sé einhver í heimsókn. Sandarar eru stoltir af því að hafa átt samleið með þeim hjónum. Þau hafa látið margt gott af sér leiða á langri vegferð og mega því vel við una. Þau hafa t.d. látið tals- vert að sér kveða í félagsmálum; - átt þátt í að stofna félagasamtök og eru nú heiðursfélagar á efri árum. Þau hafa ávallt verið fyrst til að styðja þau málefni sem til heilla horfa fyrir mannlíf og byggð. Við Bryndís óskum þeim hjónum hjartanlega til hamingju með merk- isafmæli - og biðjum þess að þeim auðnist langt og þlessunarríkt ævi- kvöld í Hólminum. Margir hugsa hlýtt tii þeirra á þessum tímamót- um og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þeim. Við erum í þeim hópi. Þau eru sannkallaðir perluvinir! Góður Guð varðveiti þau um ókomna tíð. Eðvarð Ingólfsson. BRIDS Umsjón: Arnðr G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Reykjavík Fimmtudaginn 22. nóv spiluðu 24 í pör. Úrslit urðu þessi: N/S: j Ingibjörg Stefánsd. - Porsteinn Davíðss. 268 j Albert Porsteinss. - Auðunn Guðmundss. 240 Hannes Ingibergsson - Anton Sigurðsson 235 í Jóhann Guðmundss. - Þorvarður Guðmundss.234 j A/V: Magnús Halldórsson - Baldur Ásgeirsson 248 Eggert Einarsson - Karl Adólfsson 247 Lárus Hermannsson - Eysteinn Einarsson 238 Kristinn Gíslason - Margrét Jakobsdóttir 236 Meðalskor 216 Mánudaginn 26. nóv. spiluðu 30 pör: N/S: Eyjólfur Halldórss. - Pórólfúr Meyvantss. 402 Bragi Melex - Þorleifur Þórarinsson 337 Auðunn Guðmundss. - Albert Þorsteinss. 335 Sigrún Straumland - Sigríður Ólafsdóttir 330 A/V: Ólafur Ingvarsson - Jóhann Lúthersson 354 Sæmundur Bjömss. - Magnús Halldórss. 353 Rafn Kristjánsson - Júlíus Guðmundsson 351 HannesIngibergsson-AntonSigurðsson 342 Meðalskor 312 Bridsfélag Hafnarfjarðar Aðaltvímenningur félagsins hófst mánudaginn 26. október með þátt- töku 18 para. Spilaður er baromet- er, allir við alla. Eftir fyrsta kvöldið er staðan þessi: AsgeirÁsbjömss.-Drö&Guðmundsd. +67 Sigurjón Harðars. - Steinberg Ríkarðss. + 52 Bjöm Björnsson - Friðrik Steingrímsson +37 » Þorst. Kristmundss. - Sigurður Siguijónss. + 25 Mótinu verður fram haldið næsta mánudag og mun alls standa í 4 kvöld. Bridsfélag Selfoss Vetrarstarf bridsfélagsins hófst 1. október með fyrsta kvöldinu af sjö í Suðurgarðsmótaröðinni, en það er eins kvölds tvímenningur sem spilaður er fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Úrslit urðu þessi: Helgi G. Helgason - Kiistján M. Gunnarss. 126 Ólafur Steinason - Sigfinnur Snorrason 113 Grímur Magnúss. - Sigurður Vilhjálmss. 110 Sigfús Þórðarson - Gunnar Þórðarson 110 8., 15. og 22. október var svo spil- aður þriggja kvölda tvímenningur með barómeters-fyrirkomulagi. Þar náðu þeir Þröstur Árnason og Run- ólfur Þ. Jónsson forystu strax fyrsta kvöldið og héldu henni allt til loka. Úrslit urðu þessi: Þröstur Ámason - Runólfur Þ. Jónsson 64 Ólafur Steinason - Ríkharður Sverrisson 40 Helgi G. Helgason - Kristján M. Gunnarss. 11 Næstkomandi fimmtudag, þ.e. 29. október, hefst fjögurra kvölda hraðsveitakeppni og geta menn þá mætt í pörum eða stakir og verður þá hjálpað við uppröðun sveita eða jafnvel dregið saman í sveitir. Hvetjum við sem flesta til að mæta og hefst spilamennska kl. 19.30 stundvíslega í Tryggvaskála. Spilað í Stykkishólmi um helgina Bridsfélög Stykkishólms/Grund- arfjarðar og Bridsfélög Patreks- fjarðar/Tálknafjarðar mætast í þriðja sinn í hinni árlegu keppni fé- laganna um helgina. Föstudagskvöldið 30 okt. fer fram sveitakeppni þar sem hvort lið stillir upp fjórum sveitum og er þá keppt um farandbikar. Þetta árið er keppnin haldin í Stykkishólmi. í til- efni hinnar árlegú keppni félaganna verður efnt til silfurstigatvímenn- ings laugardaginn 31. Okt. Spilað verður í félagsheimilinu við hótel Stykkishólm og hefst spilamennska stundvíslega kl. 11:00 Keppnisgjald er 3.000 kr. og er hádegisverðar- hlaðborð á hóteli Stykkishólms inni- falið í keppnisgjaldi. Verðlaunagrip- ir fyiúr 1-3 sæti. Mótið er öllum opið og eru spilar- ar hvattir til að mæta. Skráning fyr- ir fimmtudagskvöld 29 okt. hjá Páli Aðalsteinssyni í símum 438-1575 og 438-1408. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kalt í útlöndum ÞAÐ er ekkert nýtt að maður undrast veður- fréttaflutning þegar kem- ur að hitastigi í borgum er- lendis. I gegnum árin hef ég tekið eftir að æði oft er ekki hægt að reiða sig á að þessar einföldu upplýsing- ar séu hafðar réttar. Eg er t.d. nýkominn frá Wash- ington D.C. þar sem hita- stigið að undanfórnu hefur verið um og yílr 20 C að degi til og ekki farið niður fyrir 9 C að nóttu til. Ég varð því ansi hissa þegar ég sá í veðurfréttum Stöðvar 2 í gær (25.10/98) og fyrradag að í Washing- ton væru aðeins 2 C. Eg ákvað að athuga hvað Washington Post hefði um veðrið að segja á Netinu og samkvæmt því var 71 F eða um 20 C í Washington í gær og er spáin á svipuð- um nótum næstu daga. Mér er því spurn hvort hægt sé að treysta öðru sem kemur frá veðurstof- unni ef ekki er hægt að hafa einfalda hluti eins og hitastig sannleikanum samkvæmna. Manni dettur helst í hug að það séu samantekin ráð yfirvalda að reyna að blekkja almenning til að halda að veðrið sé skást hér á Fróni til að stemma stigu við fólksflótta. En undarlegt þykir mér að ferðaskrifstofur sætti sig við að missa af hugsanleg- um viðskiptavinum sem hætta við að fara til út- landa vegna veðurs. Róbert Björnsson. Til borgarstjórnar Reykjavíkur Hvenær ætlar borgar- stjórnin að taka r-lista- múrinn úr Bólstaðarhlíð- inni? Það er tóm vitleysa að hafa götuna svona, betra að hafa hraðahindr- anir heldur en að loka göt- unni svona. Þetta átti að vera til athugunar í 1 ár og reynslan af þessu ekki góð. Er ekki kominn tími til að taka þetta niður því það þarf oft að taka á sig lang- an krók vegna þessarar hindrunar. Það er aldrei talað við þá sem eru á móti þessu. Ibúi v/Bólstaðarhlíðina. Víðsjá góður þáttur MIG langar að koma á framfæri ánægju með síð- degisþáttinn Víðsjá sem mér finnst fjölbreyttur, fróðiegur og vel unninn - reyndar tel ég Víðsjá vera ágætt dæmi um að menn- ingu sé hægt að gera skil í útvarpi, m.a. með líflegri umræðu, sé stjórnandinn verkinu vaxinn enda finnst mér þátturinn Ævari Kjartanssyni til sóma. Til dæmis vek ég athygli á því að líklega er meiri og fróð- legri umfjöllun um mynd- list í útvarpsþættinum Víð- sjá en maður sér í íslensku sjónvarpi! Finnst mér það í sjálfu sér umhugsunar- efni. Þá kæmi mér á óvart væri ég einn um þá skoðun að „Sjálfstætt fólk“ í með- förum og upplestri Arnárs Jónssonar leikara sé merkilegt og sjálfstætt listaverk. Mér finnst unun að heyra þetta sígilda meistaraverk Halldórs Laxness svo vel með farið. Þannig öðlast það enn eina víddina. Leó M. Jónsson. Karaoke-geisla- plötur óskast Verslunarskólanemar, sem ætla að halda söngvakeppni, hið árlega Verzló-væl, óska eftir að fá lánaðar karaoke-geisla- plötur. Þeir sem gætu lán- að þeim geislaplötur vin- samlega hafið samband við Hörð í síma 699 0609 eða Erni í síma 898 6799. Þakkir Mig langar að senda Guð- nýju J. í Hagkaup i Smár- anum þakkir fyi-ir frábæra þjónustu. Eg vil einnig minnast á það að ég keypti mér Jumbo luxus hamborgara. Eini munurinn á honum og venjulegum hamborgara var eitt pínulítið salatblað og tómatur. Þetta er rán og ætti ekki að kalla hann luxus-hamborgari því það er ekkert á honum. Iris. Dýrahald Hálfstálpaður köttur í óskilum Hálfstálpaður, gulbrönd- óttur köttur, sennilega læða, fannst á laugardag. Gæti verið norskur skóg- arköttur eða slík blanda. Virðist vea inniköttur og er kassavön. Er með ól en ómerkt. Upplýsingar í vs. 505 0233 og hs. 557 8303. inn sem beit mig núna áðan? Víkverji skrifar... FYRIR nokkrum misserum minntist Víkverji á ostategund, sem hann hrósaði í hástert. Þetta var svokallaður rjómaostur með lauk og kryddtegundum, og var hann i flokki með sams konar ost- um sem framleiddir eru, en með öðrum kryddtegundum. Þessi ostur var frábær og var mun bragðbetri en allir hinir. Hann líktist einna helzt danska ostinum Pikant. Þegar framleiðsla á þessum osti hófst sá Víkverji fram á að ástæðulaust væri að kaupa erlendis hinn vin- sæla Pikant, þessi íslenzki stóð honum sízt á sporði hvað bragð- gæði snerti. Víkverji var staddur í Nýkaups- verzluninni í Kringlunni á dögunum og ætlaði að kaupa þennan ost, en þá var hann hvergi að finna. Sneri Víkverji sér þá að afgreiðslumanni í verzluninni, sem tjáði honum að því miður væri ekki unnt að fá þennan ost meir, það hefði ekki selzt nóg af honum. Framleiðslu hans hefði ver- ið hætt. Það þarf enginn að segja Vík- verja að þetta sé rétt. Þessi ostteg- und var frábær og það er leitt til þess að vita að græði Osta- og smjörsalan ekki nóg á svo frábær- um osti, sem þarna var um að ræða, þá megi kúnnarnir bara éta það sem úti frýs. Allar hinar tegundirnar af þessum ostum eru mun verri en þessi sem hætt var framleiðslu á. Skorar Víkverji raunar á Nýkaup að kaupa nú inn danska ostinn Pi- kant, svo menn geti fengið þessa frábæru vöru áfram. Hún er alltjent ekki lengur framleidd hér innan- lands og því ætti að vera unnt að flytja hana inn. xxx ADÖGUNUM, er Víkverji var að fara til útlanda og skoðaði verzlanimar í Leifsstöð, kom í Ijós að a.m.k. í einni þeirra, sem verzlar með skyrtur og pólóboli, voru engar verðmerkingar í íslenzkum krónum, heldur aðeins í Bandaríkjadölum. Þetta er að mati Víkverja gamal- dags verzlunarmáti og þegar Vík- verji kvartaði um þetta við af- greiðslumanninn fannst honum heldur lítið koma til aðfínnslunnar og kvað þetta mun þægilegra fyrir sig. Við erum Islendingar og Leifs- stöð er íslenzk flugstöð. Á íslandi er krónan gjaldmiðill og hvers vegna skyldu menn ekki hafa verðmerk- ingar á íslenzku í íslenzkri búð? Það er greinilega skammt um liðið frá því er íslendingar litu ekki á krón- una sem gjaldmiðil, enda styttra síðan en margan grunar að hér giltu gjaldeyrishöft. Islendingum var bannað að eiga eignir erlendis og þeim var jafnvel bannað að eiga gjaldeyri. Á árinu 1982 var Víkverja boðin vestur í Bandaríkjunum þátttaka í fyrirtæki, að fjárfesta þar í hluta- bréfum. Þegar seljandi bréfanna gerði sér ljóst, að Víkverji var ís- lendingur, kom undarlegur svipur á andlitið. Hann varð afskaplega vandræðalegur og sagði síðan að „vegna gjaldejrrishafta í landi yðar getum við því miður ekki átt við yð- ur viðskipti". Víkverja fannst í raun þar sem hann var þama á erlendri grundu á árinu 1982 afskaplega nið- urlægjandi að vera íslendingur. Hann var ekki alvörukúnni eins og allir hinir, heldur einhvers konar einstaklingur sviptur þeim mann- réttindum að mega ráðstafa eignum sínum og kaupa hluti, sem í raun engum átti að koma við að hann keypti. Merkilegt þó hve lengi Is- lendingar létu sér lynda að ríkis- valdið hérlendis svipti þá sjálfsögð- um mannréttindum á borð við að geta ráðstafað eignum sínum að eig- in geðþótta og vild.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.