Morgunblaðið - 29.10.1998, Qupperneq 64
''•64 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Alltaf rýmingarsala í barbúðinni Lille put
Tískusýning
Módelsamtökin
sýna fatnað frá
Sissu tiskuhúsi,
Feminu, Laugavegi 87
og Filodoro
Margrét Blöndal kynnir
Fordrykkur í boði hússins
ítaiskt humarpasta Torino
m/salati og hvítiauksbrauði
Sixties „ k' l1490
w Borðapantamr
—S6Z 5530/5540
Sixties
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Halldór
VILHJÁLMUR Svan Jóhannsson og Stefán Stefánsson reka nýja staðinn.
Ekki bannað
að dansa
Jónatan Garðarsson
sjónvarpsmaður
skrifar um breið-
skífuna Up með hljóm-
sveitinni REM.
Endurfæddir
og frískir
ÞAÐ SÆTIR jafnan tíðindum þeg-
ar REM sendir frá sér nýja plötu.
Við fyrstu hlustun er Up mjög
áheyrileg plata, en þess ber að geta
að það er nánast ný REM sem birt-
ist okkur hér. Trommarinn Bill
Berry hætti í hljómsveitinni síð-
asta haust og í kjölfarið skiptu þeir
Peter Buck, Mike Mills og Michael
Stipe nánast um hlutverk. Aður en
fjallað verður um nýju plötuna er
rétt að gera örlitla grein fyrir
hljómsveitinni Rapid Eye Movem-
ent, sem jafnan er nefnd REM.
Þessi „indí“ hljóm-
sveit frá háskólabæn-
um Athens í Georgíu-
fylki þótti ekki líkleg
til stórafreka þegar
hún sendi frum-
smíðina Radio Free
Europe á markað
1981. Það voru há-
skólaútvarps-
stöðvamar sem
búgarði sínum í Georgíu og eta
suðurríkjasteikur í friði. Honum
hafði hvort eð er alltaf leiðst þetta
rokkstand og eftir 17 ára samstarf
tók hann kjuðana og kvaddi félaga
sína. Þetta var mikil blóðtaka fyrir
REM því Bill var hörkugóður
raddari, átti alltaf lokaorðið í stúd-
íóinu þegar ágreiningsmál komu
upp, spilaði jöfnum höndum á
trommur og bassa og naut ómælds
álits félaga sinna.
Brottför Bills hafði mest áhrif á
Michael Stipe sem gat ekki komið
fleyttu REM yf-
ir straumrastir
og ílúðir
rokkstórfljóts-
ins fyrstu áián
og kom fjór-
menningunum til
heimsfrægðar. A þeim 18 ár-
um sem liðin em hefur gengið
á ýmsu, en aldrei hefur sveit-
in staðið jafntæpt og 1995
þegar trommarinn Bill Berry
fékk heilablóðfall er sveitin
var stödd í Sviss á miðri Mon-
ster tónleikareisu sinni. Þeg-
ar Bill hafði náð sér eignaðist
eiginkona gítarleikarans Pet-
er Buck tvíbura og hann vildi
helst hætta og fapa heim til
fjölskyldunnar. Alagið var
gífurlegt, en til að slá á leið-
indin gerðu REM-verjar plöt-
una New adventures in Hi Fi
á tónleikaferðalaginu. Var
hún tekin upp í búningsklef-
um, á sviði, í rútum og flug-
vélum. Þegar New adventure
kom út urðu margir fyrir von-
brigðum þó plötudómarar
hrósuðu henni í hvívetna.
Platan seldist aðeins í 5 millj-
ón eintökum, sem er helmingi
minna magn en Monster og
Automatic for the people
höfðu selst í.
Þrátt fyrir að meðlimirnir
væra nýbúnir að undinita
risasamning við Warner Bros
sem virtur er á 80 milljónir
dollara, benti allt til þess að
dagar REM væm taldir vorið
1997, þegar Michael Stipe, Bili
Ben-y og Mike Mills hittust á
heimili Peters Buck á Hawaii. Eftir
mikil fundarhöld og prafuhljóðrit-
anir á 30 nýjum lögum var ákveðið
að taka upp nýja plötu að hausti og
halda síðan í 10 mánaða hljóm-
leikaför. Nú átti að taka nýja
stefnu, auka vægi hljóðgervla, nota
eingöngu trommumaskínur, hryns-
laufur, hljómborð og gítara og nýta
tæknina til hins ítrasta. Þegar
hefja átti upptökur haustið ‘97 var
Bill Berry nóg boðið. Honum of-
bauð að gera plötu og fylgja henni
síðan eftir með margra mánaða
tónleikahaldi. Hann vildi dvelja á
fón, örlítið á bassa og annast slag-
verldð. Peter Buck ákvað að leika
ekkert á gítar og tók bassann
traustataki og spann upp
trommuslaufur í erg og gríð. Mike
Mills eftirlét Peter bassann og
sneri sér alfarið að hljómborðunum
og Michael Stipe leikur í fyrsta
sinn á gítar í tveimur lögum. Þegar
ritstíflan brast loksins hjá Michael
sprattu fram textar sem þóttu það
góðir að þeir eru birtir í plötubæk-
lingi. Þetta er í fyrsta sinn sem
textar Michaels eru birtir á prenti
á plötu REM. Það er því ekki að
ósekju sem ég segi að REM standi
á þröskuldi nýrra tíma.
Þessi plata er uppgjör við fortíð-
ina og bjartsýn upphafsganga
þeirra í átt að nýrri öld. Ekki svo
að skilja að hér sé allt með nýstár-
legum blæ. Það er af og frá. Þetta
eru gömlu góðu REM, með sín
melódísku lög, dálítið í hægari
kantinum og minni rokkblær ríkj-
andi, sem er í góðu lagi. Mest ber á
annarskonar hljómrænu umhverfi
en maður á að venjast hjá REM og
Michael Stipe hefur ekki hrakað
sem söngvara, þó stundum heyi-ist
manni nýr og áður ókunnur
karakter heyi'ast í röddinni, t.d. í
laginu Lotus. Það er unun að heyra
hljómborðsnotkun Mike Mills,
gaman að vita til þess að Michael
Stipe getur slegið rafgígjuna s.s. í
Why not smile. Peter Buek virðist
halda sig til hlés en ræður samt
miklu um heildarútkomuna og
handleikur bassa og
hrynslaufur af list.
Það eru annars konar
raddfléttur sem boðið
er upp á eftir að Bill
Berry hætti. Það má
vera að þetta séu ekki
eins fínpússaðar rad-
dæfingar og vel getur
verið að trumbuslátt-
ur Joey Warouker
falli ekki öllum í geð,
en fuzzgítar frasar
Scotts McCaughly
bera með sér ferskan
blæ sem venst býsna
vel. Það munar þó
nokkuð um vibrafón-
inn hjá Barrett Martin og svo
eru þessar fínu strengjamott-
ur inn á milli sem 18 manna
strengjasveit annast af stakri
prýði.
Sem fyrr eru öli lögin sögð
vera eftir hópinn, þ.e. tríóið
Buck, Mills og Stipe í þessu
tilviki. Þessari reglu hafa þeir
alla tíð haldið, burtséð frá þvi
hver leggur til lögin og text-
ana. Það gætir greinilegi’a
áhrifa frá fortíðinni, smá
Byrds og pínulítil Beach Boys
tilþrif á köflum í bland við
sýrukennda takta og ekki má
gleyma ágætum endurbótum
sem þeir gera á laginu
Suzanne eftir kanadíska lista-
skáldið Leonard Cohen. Með
nýjum texta, hrynslaufum,
hljóðgervlum og fuzzgítar-
keyrslu verður þunglyndis-
legi söngurinn um hina geð-
trufluðu Suzanne, að ein-
hverju allt öðru, enda kallast
lagið núna Hope (þar sem
vonin ein er eftir). Ekki verð-
ur farið út í að tiltaka bestu
lögin, en það er trú mín að
fyrsta smáskífan Daysleeper
með myndbandi hinna ís-
lensku Snorra (Eiðs Snorra
Eysteinssonar og Einars
Snorra Einarssonar) verði að heila-
lími í höfðum REM-ara um allan
heim, þó það minni ögn á Try not
to breathe af plötunni Automatic
for the people.
Það er kaldhæðnislegt nú þegar
Up er að koma út, þá tilkynna
REM að ekkert verður af fyrirhug-
aðri hljómleikaför um heiminn, en
það var einmitt þessi fyrirætlan
um 10 mánaða útgerð í hljómleika-
sölum heimsins sem orsakaði
brotthlaup Bills Berry. Svona er
nú lífið sérkennilegt. Hvað um það,
ég mæli eindregið með þessari
REM plötu fyrir nýja og eldri að-
dáendur.
einu einasta orði á blað í langan
tíma. Peter Buck og Mike Mills
brugðust örðuvísi við og nutu frels-
isins. Nú þurfti ekkert að pæla í
trommum og gömlu lögunum var
öllum kastað fyrir róða því Buck og
Mills sömdu gnótt nýrra laga.
Upptökur hófust ekki fyrr 31. jan-
úar 1998 og þá komu nýir menn
strax til skjalanna. Joey Warouker
úr hljómsveit Becks var fenginn til
að berja bumbur í nokkrum lögum,
gítarleikarinn Scott McCaughy
sem hafði fylgt REM á Monster
túrnum var fenginn til að spila á
gítara og Barrett Martin úr Scr-
eaming Trees til að spila á víbra-
► BARBÚÐIN Lille put er ný-
stárlegur staður sem var opnað-
ur á Laugaveginum á laugardag.
„Nafnið er sprottið frá Dan-
mörku og þýðir bara litli putti á
dönsku,“ segir Stefán Stefánsson
sem rekur staðinn ásamt Vil-
hjálmi Svan Jóhannssyni. „Þetta
er lítið og smellið nafn. Ætli við
séum ekki bara að reyna að vera
sniðugir og hafa hugmyndaflugið
í lagi.“
Og hugniyndaskortur virðist
ekki þjaka ykkur...
„Nei, við ætlum að vera aðeins
víðtækari en aðrir í þeim skiln-
ingi að allt er til sölu sem
er inni á staðnum.“
Nema starfsfólkið?
„Já, það er kannski frek-
ar undir því sjálfu komið,“
svarar Stefán og hlær.
Hvað er þá til sölu?
„Borðin, stólarnir og ýmsir
skrautmunir sem við erum að
fá inn í landið í næsta mánuði.
Við erum bara komnir með
sýnishorn af þeim enn sem
komið er.“
Hvernig gekk opnunarhófíð?
„Það gekk vel,“ svarar Stefán.
„Þetta fékk góðar móttökur og
verður enn skemmtilegra þegar
söluvarningurinn er kominn, því
þar reynum við að vera svolítið
frumlegir. Þetta verður allt frá
:.lömpum upp í styttur í fullri
stærð af Blúsbræðrum og indíán-
um og kúrekum.
Og verður þetta dýr staður?
„Nei, við ætlum að reyna að
vera með bjórinn ódýran."
Verða lifandi uppákomur?
IRIS Jensen og Helga
Vala Jensen.
„Við verðum ekki með uppá-
komur en keyrum inn á afþrey-
inguna þannig að fólk getur
skoðað það sem til er og svo er-
um við með pflu, sjónvarp og spil
á boðstólum. Jafnvel breiðtjald
þegar eitthvað sérstakt er um að
vera. Við keyrum á því að hafa
tónlistina lága og hafa hana bara
með. Þannig að það er ekki dans-
að þótt það sé ekki bannað."