Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 65

Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 65* FÓLK í FRÉTTUM Skemmtileg afþreying TÖNLIST/ KVIKMYNP Bíóborgin POPP í REYKJAVÍK Tónlistarkvikmyndin Popp í Reykja- vík. I myndinni koma fram Bang gang, Bellatrix, Botnleðja, Curver, Dj Addi, Ensími, Gusgus, Hringir, Magga Stfna, Maus, Móa, Páll Óskar & Casínó, Quarashi, Sigur rós, Slowblow, Spitsign, Stjörnukisi, Stol- ia, Subterranean, Súrefni, Svanur, Vector og Vínyll. 101 ehf. gerði myndina, leikstjóri Ágúst Jakobsson. FRÆG ER í íslenskri rokksögu kvikmynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar Rokk í Reykjavík. Sú mynd var heimildarmynd um rokkbylt- inguna hér á landi í upphafí ní- unda áratugarins og bráðvel heppnuð sem gildi hennar verður meira með hverju árinu. Popp í Reykjavík á ekkert sameiginlegt með mynd Friðriks nema þá að í myndinni er mikið af tónlist með viðtalsinnskotum og svo að nöfn- unum svipar nokkuð saman. Þrátt fyrir það er gagnlegt fyrir þá sem gaman hafa af rokki og því sem tilheyrir að bera saman þessar tvær myndir, ekki síst til að átta sig á hvað hefur breyst og hvað ekki. Tónlistin í Popp í Reykjavík er að mestu tekin upp á þrennum tónleikum sem haldnir voru í Loftkastalanum og Héðinshús- inuu í sumar. Á þá tónleika var smalað saman úrvali íslenskra hljómsveita og reyndar mun fleiri en komust í myndina. Einnig voru sumar sveitanna myndaðar ann- ars staðar, í æfingarhúsnæði eða utan dyra. Inn á milli er síðan skeytt viðtölum og skemmtiatrið- um með sveitunum og einstöku tónlistarmönnum. Viðtölin gjalda nokkuð hugmyndafátæktar spyrils og sum eru óáhugaverð. Þannig er viðtal við hljómsveitina Maus í upphafi klént, Dj Addi hef- ur ekkert til málanna að leggja, Þórhallur Skúlason ekki heldur og einnig er mjög misheppnað viðtal við Móu í baði, þó atriðið sé ágætlega útfært. Viðtal við Damon Albarn í lokin er úr hófi kauðskt. Eðli málsins samkvæmt er lítill söguþráður í mynd sem þessari, en leikstjóri og framleiðendur grípa til þess ráðs að fá Pál Óskar Hjálmtýsson til að binda myndina saman. Langt viðtal við hann er klippt inn í myndina hér og þar til að gefa henni þráð og framvindu. Páll fer á kostum að vanda og ber myndina uppi á köflum; stjarna Popps í Reykjavík. Tónlistin í Popp í Reykjavík er gagnlegt yfirlit yfir það sem var að gerast í íslensku rokki í sumar. Sveitirnar eru reyndar misjafn- lega marktækar og sumu hefði gjarnan mátt sleppa, til að mynda Vector, Dj Adda, Hringjum og Svani þótt ekki væri nema til að gera myndina markvissari og framvinduna beinskeyttari. Rokksveitarinnar Slowblow hefði heldur ekki verið saknað; sitthvað gott er að gerast inni í æfinga- skúrnum, en á sviði er hún eins og þorskur á þurru landi. Af rokksveitunum kemur á óvart hversu Maus kemur illa út, lag sveitarinnar virkar dauft og myndataka ómarkviss. Aðrar sveitir standa sig mun betur, til að mynda er Spitsign skemmti- lega ungæðisleg í sínum hama- gangi, ein skemmtilegasta sveitin í myndinni og fékk verðskuldaðar viðtökur hjá bíógestum. Ensími kemur líka þokkalega út en Vínyll síður. I tæknideildinni hljómaði Gus Gus-lagið eins og gamaldags techno, en útlit glæsilegt og vel — útfært. Súrefnislagið virkar líka gamaldags, enda var það spilað mönnum til óbóta í útvarpi í sum- ar. Hljómsveitir sem standa sig vel eru aftur á móti Sigur rós, sem á frábært lag, Stjörnukisi og rokk- hetjur Islands, Quarashi, þó tón- leikar þeirra hafi jaðrað við al- gjöra óreiðu eins og sjá má í myndinni. Subterranean eru og góð á sviði, en viðtalið út í hött, og Magga Stína var framúrskarandi. Móeiður er líka góð að slepptu viðtalinu. Botnleðja á aftur á móti lang- skemmtilegasta innleggið, veit best hvað hún vill upp á svið o£ lagið hreint afbragð; þeir Botn- leðjungar eru langflottastir. Popp í Reykjavík er skemmti- leg afþreying og góð heimild um stöðu mála sumarið 1998. Myndin ætti að höfða til allra þeirra sem gaman hafa af tónlist og reyndar þeirra sem eru á annað borð áhugasamir um íslenska menn- ingu. Kvikmyndataka er yfirleitt góð og hljómur framúrskarandi. Árni Matthíassoo buxna- og pilsdragtir mei vestum frá Aría Tilboð meðan birgðir endast Ullar blazer-jakkar kr. 8.900 áður kr. 13.600 Buxur kr. 4.800 áður kr. 6.800 Ullar hálf-kápur kr. 13.800 áðurkr. 24.600 Opið á laugardögum frá kl. 10.00 til 14.00 omiarion Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147 FiiuélsIakKI f kr. 10.900 V-hálsmáispev; únúlpa íúliukraqa .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.