Morgunblaðið - 07.11.1998, Page 84

Morgunblaðið - 07.11.1998, Page 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 7. NOVEMBER 1998 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK ISAL Virðisauki vegna barrafram- leiðslu VIRÐISAUKI framleiðslu íslenska álfélagsins hf. í Straumsvík eykst á næsta ári með aukinni framleiðslu á álbörrum í stað álhleifa, en í apríl á næsta ári verður tekin í notkun ný vél sem gerir það að verkum að hægt verður að steypa alla fram- leiðslu verksmiðjunnar í álbarra, en það er verðmeiri vara en álhleifarn- ir. r „Virðisaukinn felst í því að við er- um að umbreyta álinu í vöru sem selst á hærra verði heldur en á heimsmarkaðsverði sem miðast við verð á umbræðslumálmi eins og hleifarnir eru,“ sagði Rannveig Rist, forstjóri Islenska álfélagsins, í samtali við Morgunblaðið. Umtalsvert hærra verð „Við fáum yfírleitt umtalsvert hærra verð fyrir barrana, þar sem þeir eru meiri sérvara en hleifarnir. Allar álframleiðsluþjóðir í heimi geta framleitt umbræðslumálm en það geta ekki allir framleitt barrana," sagði hún ennfremur. Rannveig kvaðst ekki geta svarað því að svo stöddu hver ávinningur Alfélagsins yrði vegna nýju vélar- innar í krónum talið, þar sem það væri háð svo ótal mörgum breyti- legum þáttum, eins og álverði á hverjum tíma, auk þess sem það væri mjög háð því hvaða barra fyr- irtækið færi að framleiða. Rannveig sagði að annað sem hefði áhrif á þá ákvörðun Alusuisse, eiganda fyrirtækisins, að auka barraframleiðsluna væri að verk- smiðjan á íslandi væri orðin sú verksmiðja sem þeir treystu mest á og því þyrfti verksmiðjan að geta afkastað allri sinni framleiðslu í börrum. Þetta verður fjórða barravél ál- versins í Straumsvík og með til- komu hennar verður hægt að steypa alla framleiðslu úr kerskál- um í völsunarbarra. Notkun á hleifavél steypuskálans mun minnka að sama skapi en í ár hafa verið steypt í henni um 25.000 tonn, að því er fram kemur í nýjasta tölu- blaði Ísal-tíðinda. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Auka þarf hlut stór- iðju í útflutningi FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að auka þurfi hlut stóriðju í útflutningi vöru og þjónustu á næstu árum, úr 10% í 26%. Þetta kom fram í erindi sem ráðherra hélt á ráðstefnu Verk- fræðingafélags Islands og Tækni- fræðingafélags Islands um virkjanir og umhverfi á Grand Hóteli í gær. I máli Finns kom fram að orku- frekur iðnaður væri heppilegur til uppbyggingai- atvinnulífsins af mörgum ástæðum. Með honum væru hreinar náttúruauðlindir nýttar, dregið væri úr vægi sjávarútvegs og íleiri styrkum stoðum rennt undir útflutning, auk þess sem framleiðslugeta hagkerf- isins og erlent fjármagn í landinu væru aukin. Draga þarf úr sveiflum „Við búum við einhæft atvinnulíf og það setur okkur mjög þröngar skorður. Sjávarútvegurinn var með 51% hlutfall í útflutningi vöru og þjónustu árið 1995. Stefna stjórn- valda gengur út á það að breyta þeii-ri mynd, til þess að draga úr þeim sveiflum sem þjóðarbúið býr við út frá einhæfni atvinnulífsins," sagði Finnur. Finnur sagði að stefna ríkis- stjórnarinnar væri að staðsetja iðjuverin sem næst orkulindunum, en með þeim hætti fengist orkan hvað hagkvæmust. Finnur sagði að yrði iðjuver staðsett á Austurlandi væri gert ráð fyrir þvi að leggja 220 kV háspennulínu yfir miðhá- lendið til þess að tengja orku- svæðin saman. ■ Taka verður/43 Morgunblaðið/Kristinn Haustský FEGURÐ haustsins liggur ekki aðeins í litbrigðum gróðursins. Litbrigðin í skýjunum eru einnig mikil og auka enn á glæsileik sköpunarverksins. ♦ ♦♦ Boeing 757-300 þota prófuð við Keflavík i I PRÓFANIR á nýrri þotu frá Boeing 757-300 fara fram á Kefla- víkurflugvelli um helgina, en þrjár slíkar vélar eru nú í prófun áður en fyrsta þotan af þessari nýju gerð verður afhent kaupanda snemma á næsta ári. Flugleiðir hafa pantað tvær slíkar vélar og fá þá fyrri afhenta í mars 2001. Þotan var væntanleg til Kefla- víkur nú í morgun eftir sjö tíma flug frá Seattle í Bandaríkjunum. Hún hefur þegar verið máluð í Ht- um þýska leiguflugfélagsins Cond- or sem fyrst flugfélaga ásamt Flugleiðum pantaði slíka vél. Þot- an verður prófuð í miklum vindi, m.a. reynd kerfi fyrir sjálfvirkar lendingar og flugtök með 15 hnúta eða nærri 30 km vind í stélið. Boeing-verksmiðjurnar hafa tvisvar áður sent nýjar þotur til prófana í Keflavík. I vor var hér á ferð 777-300 og áður 767-300 sem báðar eru breiðþotur og sögðu reynsluflugmenn Boeing þegar 777-300 þotan kom hingað að í Keflavík væru ákjósanlegar aðstæður til slíkra prófana, ekki síst af því að þar mætti reikna með sterkum vindum. Condor hefur pantað 13 þotur af gerðinni 757-300, Flugleiðir tvær og ísraelska flugfélagið Arkia tvær. Þetta er 7 metrum lengri vél en 757-200 sem Flugleiðir hafa notað í átta ár. I innréttingu véla Flugleiða verða 227 sæti, sem er 38 sætum fleira en í 200-gerðinni og segir í frétt frá fyrirtækinu að þessi nýja gerð bjóði uppá lágan kostnað á farþegasæti, sambæri- Morgunblaðið/jt BOEING hleypti fyrstu 757-300 þotunni af stokkunum í maí og fyrsta flugferðin var farin 2. ágúst. Þrjár þotur eru nú í prófunum víða um heim þar til sú fyrsta verður afhent snemma á næsta ári. legan kostnað við það sem gerist í breiðþotum. Þotan verður ekki til sýnis hér að þessu sinni, en verksmiðjurnar gera ráð fýi-ir að senda hingað þotu föstudaginn 11. desember sem sýnd verður starfsmönnum og gestum Flugleiða. Meinatæknadeilan Skriður á viðræður SKRIÐUR komst á viðræður full- trúa meinatækna á blóð- og mein- efnafræðideild Landspítalans og við- semjenda þeirra á samningafundi sem hófst klukkan 14 í gær og stóð enn þegar Morgunblaðið fór í prent- un. Morgunblaðið náði tali af Vigdísi Magnúsdóttur, forstjóra Ríkisspítal- anna, um klukkan 11 í gærkvöldi og sagði hún þá að fundur stæði enn og að svo virtist sem þokast hefði í samkomulagsátt. Hún vildi þó engar yfirlýsingar gefa um líkur á að samningar tækjust. -------------- Fjórir meiddust í Aðaldal FERNT var flutt á sjúkrahús eftir harðan árekstur móts við bæinn Knútsstaði í Aðaldal í gærkvöldi. Að sögn lögreglu á Húsavík varð áreksturinn þegar tveir bíiar mætt- ust í snjókomu og skafrenningi. Annar bíllinn ók aftan á bfl sem stóð bilaður í vegarkantinum. Tvennt var í hvorum bfl sem í árekstrinum lenti. Fólk úr aftari bflnum var fiutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en ökumaður og farþegi úr þeim kyrrstæða voru flutt til aðhljmning- ar á sjúkrahúsið á Húsavík. Að sögn iögreglu var ekki talið að um hættuieg meiðsli væri að ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.