Morgunblaðið - 14.11.1998, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
STARFSMAÐUR ÍSAL stendur ofan á lokl ofns í steypuskálanum, en ál fór úr honum í kjallarann undir og
eyðilagði þar vökvaslöngur og kveikti í glussa.
Tjón talið nema 5-10 milljónum í Straumsvík
Hætta á ferðum í
eldsvoða í álverinu
SÉRÞJÁLFAÐ slökkvilið ÍSAL réð ekki við eldinn og því varð að kalla
til allt tiltækt slökkvilið í Reykjavík.
20 mán-
aða fang-
elsi fyrir
fjársvik
MAÐUR á fímmtugsaldri var í gær
í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur
til 20 mánaða fangelsisvistar fyrir
að hafa notfært sér einfeldni og
minnistap aldraðrar konu til að hafa
af henni rúmlega þrjátíu milljónir
króna. Hann var einnig dæmdur til
endurgreiðslu upphæðarinnar allr-
ar ásamt vöxtum.
Maðurinn hafði kynnst konunni
og eiginmanni hennar, efnuðum at-
hafnamanni sem lést fyrir 17 árum,
og aðstoðaði konuna í ýmsum efn-
um eftir fráfall eiginmannsins og
naut trausts hennar.
Á árunum 1996 og 1997 tæmdi
konan bankareikning sinn í Búnað-
arbankanum og lét manninn hafa
allt það fé að láni, um 28 milljónir
króna, sem hann notaði til að greiða
skuldir og í öðrum tilgangi, en hann
hefur staðið í ýmsum viðskiptum og
fyrirtækjarekstri.
Einnig fékk hann hana til að af-
henda öðrum manni skuldabréf að
upphæð rúmar 2,4 milljónir króna,
upp í eigin skuld. Loks fékk hann
konuna til að breyta erfðaskrá sinni
þannig að skuldir hans skyldu falla
niður við fráfall hennar.
I dómnum kemm- fram að Ijóst
hafi verið að ákærði hefði enga íjár-
hagslega burði til að endurgreiða
konunni nema óverulegan hluta
þess fjár sem hann tók á móti frá
henni. Við ákvörðun refsingar var
tekið tillit til þess að maðurinn hef-
ur áður gerst sekur um auðgunar-
brot.
---------------
Knapi og
ræktunar-
maður árs-
ins valdir
SIGURÐUR Sigurðarson var út-
nefndur knapi ársins og Jón
Bergsson á Ketilsstöðum var út-
nefndur ræktunarmaður ársins á
uppskeruhátíð liestamanna sem
haldin var í Súlnasal Hótels Sögu
í gærkvöldi.
Sigurður hampaði í ár sigri
ásamt Kringlu frá Kringlumýri í
B-flokki gæðinga og tölti á lands-
mótinu. Hann varð Islandsmeist-
ari í fimmgangi á Prins frá
Hörgshóli auk þess að ná góðum
árangri á mörgum minni mótum
með þessum hrossum og öðrum.
Þar fyrir utan þykir Sigurður
hafa sýnt prúðmennsku innan
vallar sem utan.
Jón Bergsson hefur ásamt fjöl-
skyldu sinni verið í fremstu röð
ræktunarmanna um árabil og á
landsmótinu í sumar voru fjögur
hross á landsmóti í kynbótasýn-
ingu og einn stóðhestur í allra
fremstu röð í gæðingakeppni.
ALLT tiltækt slökkvilið í Reykjavík
var sent að steypuskála íslenska ál-
félagsins í Straumsvík í gærmorgun
vegna eldsvoða sem varð þegar 750
gráðu heitt ál flæddi úr ofni ofan í
kjallara, eyðilagði vökvaiagnir og
kveikti í glussa sem úr þeim spraut-
aðist. í kjallaranum voru rafmagns-
kaplar með háspennu og stórir olíu-
tankar. Einn starfsmanna við
steypuskálann, Sigurður Valgarðs-
son, meiddist lítillega við slökkvi-
störf. Hann segir það heppni að
ekki fór verr við slysið.
Tjón vegna eldsins er metið á bil-
inu 5-10 milljónir króna og talið er
að ein framleiðslulína álversins
verði óvirk í viku.
Unnið var að hreinsun á ofni í
steypuskálanum þegar um 750
gráðu heitt álið flæddi úr honum og
niður í kjallara skálans. Þar komst
álið í vökvalagnir með þeim afleið-
ingum að glussi streymdi út og
kviknaði í honum.
Sigurður Valgarðsson segir að
starfsmennimir sem unnu við
hreinsunina hafi strax gripið
slökkvitæki og sprautað nánast í
blindni niður í kjallarann. Sigurður
varð fyrir minniháttar bruna í and-
liti við þau störf vegna brennheits
lofts.
Aðstoð frá Reykjavík
Sigurður Þór Ásgeirsson, steypu-
skálastjóri í álverinu í Straumsvík,
segir að talsverð hætta hafi verið á
ferðum. „Við komumst fljótt niður i
kjallarann og gátum tekið rafmagn
af þannig að fljótlega var sú hætta
liðin. Það logaði áfram í rafmagns-
köplum og frá þeim kom mikill
reykur þannig að ei-fitt var að at-
hafna sig í kjallaranum," sagði Sig-
urður Þór.
Enginn var í kjallaranum þegar
þetta gerðist. Þegar Ijóst varð að
slökkvilið álversins réð ekki eitt við
eldinn var beðið um aðstoð Slökkvi-
liðsins í Hafnarfirði sem ekki gat
sinnt erindinu þar sem það vai' að
störfum við að slökkva eld sem kom
upp um svipað leyti í flutningabíl á
Reykjanesbraut skammt frá álver-
inu. Allt tiltækt slökkvilið Reykja-
víkur kom á staðinn um 45 mínútum
eftir að eldurinn kom upp og tók
skamma stund að ráða niðurlögum
eldsins. Búið var að reyklosa kjall-
arann kl. 13.30.
Sigurður Þór segir að vitað hafi
verið að fljótandi ál væri bakvið ofn-
inn og áttu menn von á því að það
flæddi. Magnið hafi hins vegar verið
meira en búist var við og fór það
framhjá ílátinu sem það átti að fara í.
„Þetta gerðist við einn af fram-
leiðsluofnunum okkar og hann er úr
rekstri meðan verið er að laga
þetta. En dýrasti búnaðurinn, tölv-
ur og búnaður til þess að stýra
framleiðslulínunni, virðist hafa
sloppið. Lögð var áhersla á að verja
þann búnað í slökkvistarfinu."
Það voru fyrst og fremst raflagn-
ir sem brunnu í eldsvoðanum. Talið
er að það taki eina viku að koma
framleiðslunni í gang á ný en á með-
an verður henni beint yfir í aðrar
vörur.
Peningar
týndust
undir næt-
urhólfí
Á ÞRIÐJA hundrað þúsund la’óna
bankainnlegg sem hvarf með dular-
fullum hætti í sumar fannst fyrir
skömmu við leit rannsóknarlögreglu.
Fundarstaðurinn var næturhólf
bankans en umslag með innlegginu
hafði fallið undii' skúffu hólfsins og
legið þar utan seilingar og sjónmáls.
Hvarf peninganna var kært til lög-
reglu sem nú hefur leyst málið.
Kvöld eitt í júní fór starfsmaður
fyrirtækis í höfuðborginni með
veltu dagsins, á þriðja hundrað þús-
und króna, í næturhólf banka. Síðai'
kom í ljós að upphæðin hafði hvergi
komið fram og ekki fundist við leit á
staðnum. Fyrirtækið ákvað því að
kæra hvarf peninganna til lögreglu
til þess að hreinsa hlutaðeigandi af
grun sem að þeim var farinn að
beinast.
Rannsóknarlögreglumenn fóru á
vettvang og með hliðsjón af sam-
bærilegu máli sem upp kom í Mos-
fellsbæ fyrir fáeinum árum, ákváðu
þeir að grandskoða innviði hólfsins.
Kom þá í ljós peningaumslagið sem
með ótrúlegum hætti hafði fest í
rennunni og slegist undir skúffu
hólfsins. Þar hafði féð legið síðan í
sumar utan sjónmáls og seilingar.
Málið leystist þannig á farsælan
hátt en fyrii’tældð varð af nokkurra
mánaða ávöxtun fjárins í bankanum.
Fyrir nokki-um árum týndist
taska með peningum í Mosfellsbæ
er hún féll á milli laga í næturhólfi
banka og fannst ekki fyrr en mörg-
um misserum seinna.
---------------
Ók vélsleða á
107 km hraða
LÖGREGLAN á Akureyri stöðvaði
í gær mann, sem var á ferð á
vélsleða við hlið Drottningarbraut-
ar, á 107 km hraða. Maðurinn var
sviptur ökui'éttindum til bráða-
birgða. Samkvæmt lögi'eglusam-
þykkt er einungis heimilt að aka á
vélsleða innanbæjar stystu leið að
heiman og út úr bænum og til þess
að taka bensín, en hámarkshraði er
þá 30 km. Samkvæmt umferðarlög-
um er þó hámarkshraði 40 km á
vélsleða innanbæjar. Lögreglumað-
ur á Akureyri sem rætt var við taldi
að ei-fitt gæti orðið að skera úr um
hvað væri rétt í þessum efnum.
Flag’gað á
degi íslenskr-
ar tungu
FORSÆTISRÁÐHERRA
hefur ákveðið að flaggað skuli
við opinberar stofnanir á degi
íslenskrar tungu mánudaginn
16. nóvember næstkomandi.
Hvatt er til að almenningur
geri slíkt hið sama, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu
frá forsætisráðuneytinu.
Sérblöð í dag
ÁLAUGARDÖGUM
LIjaDö
;U\BLAÐSINS
AUGLÝStNG
MEÐ blaðinu í
dag á Austfjörð-
um, Snæfellsnesi
og í Vestmanna-
eyjum fylgir aug-
iýsingabæklingur
frá versluninni
Blanco y Negro.
WWW
George Graham mætir með
Tottenham á Highbury/B2
Reynir Þór Reynisson
frá út keppnistímabilið/B3