Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.11.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skýrsla starfshóps um olíuleit á íslenska landgrunninu Lagt til að rann- sóknir haldi áfram IÐNAÐARRÁÐHERRA hyggst skipa þriggja manna samráðsnefnd með fullti-úum iðnaðaiTáðuneytis, utanríkisráðuneytis og Orkustofn- unar til að vaka yfír íslenskum hagsmunum á sviði olíu- og land- grunnsmála og samhæfa viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna fyrir- spuma oMuleitarfyrirtækja um rannsókna- og vinnsluleyfi í ís- lenskri lögsögu. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hafa tvö erlend ol- íuleitai’fyrirtæki, breskt og banda- rískt, beint fyrirspurnum af þessu tagi til stjórnvalda. Starfshópur sem iðnaðarráð- herra skipaði vorið 1997 til að meta hvort rétt sé að hefja markvissar rannsóknir á því hvort olía eða gas finnst á landgrunni Islands hefur lokið störfum. Niðurstöður starfs- hópsins eru að nokkrar Mkur séu til að olíumyndandi berg sé að finna í setlögum fyrir Norðurlandi og að þar geti jafnframt verið hentugt geymsluberg. Hætt sé við að oMu- og gasefni sleppi út áður en þau ná að safnast fyrir í vinnanlegu magni vegna skorts á þakbergi og vegna brotahreyfinga á svæðinu. Hópurinn telur líkur á því, að annaðhvort gas eða oMa hafi mynd- ast vera um 12%. Meiri líkur eru á gasi en oMu, þ.e. 9,6% á móti 2,4%. Líkumar em byggðar á útreikning- um Anthony G. Doré, séríræðings hjá norska oh'ufélaginu Statoil, en hann starfaði sem óháður ráðgjafi starfshópsins. Starfshópurinn telur að þessar líkur séu ekki nægilegar til að freista oMufélaga en ítarlegri rannsóknir gætu breytt því. Leitað samstarfs við erlend fyrirtæki Starfshópurinn leggur því til að rannsóknum verði haldið áfram og þeim skipt í tvo áfanga. í þeim fyrri, sem tæki þrjú ár, yrði mark- miðið að svara því hvort beinn vott- ur um olíu finnist í setlögunum með rannsóknum á sjó án þess þó að staðsetja olíuMndir sem þar kunna að finnast. Gert er ráð fyrir að gerð verði kort úr dýptarmælingum Sjómæl- inga til að staðsetja stalla þar sem hugsanlegt smit úr setlögunum kynni að finnast, gerðar verði end- urkastsmælingar á botni og setlög- um til að kortleggja brot, and- hverfur og gasgíga og mæla olíu- efni í botnsýnum. Talið er að kostnaður við þennan áfanga geti orðið 30-50 milljónir kr. Að áfang- anum loknum yrðu líkur á oMu eða gasi endurmetnar og áhugi olíufé- laga kannaður. Reyndist ástæða til halda áfram yrði í öðrum áfanganum gerð djúp- könnun og borun á svæðinu. Sá áfangi, sem tæki þrjú til fimm ár, yrði mun dýrari og vart á færi ann- arra en olíuleitarfélaga sem keyptu til þess leitar- og vinnsluleyfi. í honum er gert ráð fyrir þéttari endurkastsmæMngum til að kanna þykkt, útbreiðslu og lagskiptingu setlaganna og rannsóknarborun á eyju, t.d. Grímsey, til að kanna dýpri setlög og hvort í þeim hafi þroskast olía. Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði á blaða- mannafundi þar sem skýrslan var kynnt að hann legði áherslu á að hraða rannsóknum á þessu sviði. Hann sagði að vissulega væru líkur á oMu- eða gasfundi á landgrunni íslands litlar en þær væru þó fyrir hendi. Erlendir aðilar sýndu þess- um málum áhuga núna. „Hvers vegna ættum við ekki að taka upp samstarf við þessa aðila til þess að láta á það reyna hvort við getum haldið áfram með rann- sóknimai-? Það er það sem við leggjum höfuðáherslu á að sam- ráðshópurinn fari í viðræður við þessa aðila tO þess að láta á það reyna hvort við getum fengið er- lent fjármagn til þess að ganga úr skugga um það hvort möguleikarn- ir séu meiri en menn hafa búist við,“ sagði Finnur. 36% líkur á olíu á Hatton-Rockall-svæðinu Starfshópurinn lagði einnig mat á önnur svæði á landgrunni Islands með tilliti til líkinda á olíu eða gasi. Líklegast er taMð að Hatton-Roc- kaO-svæðið geymi oh'u eða gas í vinnanlegu magni en þar er ágrein- ingur um réttindi Islendinga á svæðinu. Þar telur starfshópurinn að líkurnar séu 36%. A Jan Mayen-svæðinu, þar sem Islendingar og Norðmenn eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta, eru líkumar á því að oMa eða gas finnist taldar vera um 24%. Morgunblaðið/Kristinn KRISTJÁN Karlsson, Finnbjörn Hermannsson, Björn Bjarnason, Har- aldur Sumarliðason og Ingi Bogi Bogason við undirritun samningsins. Menntamálaráðuneytið semur við Menntafélag byggingariðnaðarins BJÖRN Bjarnason, menntamála- ráðherra, Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins og Finnbjörn Hermannsson, formað- ur Samiðnar, undirrituðu í vik- unni samning vegna umsýslu sveinsprófa og námssamninga í bygginga- og mannvirkjagreinum. Samningurinn felur í sér að MB tekur að sér, sem vertaki, að ann- ast framkvæmd sveinsprófa í bygginga- og mannvirkjagreinuin, þ.e. í húsasmíði, húsgagnabólstr- un, húsgagnasmíði, málaraiðn, múraraiðn, pipulögnum og vegg- fóðrun. Andlát SVANHVÍT EGILSDÓTTIR LÁTIN er í Reykjavík Svanhvít Egilsdóttir prófessor. Hún var 84 ára. Svanhvít EgOsdóttir fæddist í Hafnarfirði 10. ágúst 1914 og voru foreldrar hennar Egill Guðmundsson og Þór; unn Einarsdóttir. I Hafnarfirði hóf hún feril sinn sem tónlistar- maður. Hóf hún átta ára nám hjá Ingibjörgu Benediktsdóttur og sex árum síðar var hún far- in að leika á píanó í bíói bæjarins. Sextán ára hóf hún píanó- nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík og var kennari hennar þar dr. Franz Mixa. Hjá honum byrjaði hún einnig söngnám. Áiið 1946 giftist Svanhvít tékk- neska tónlistai-manninum Jan Mor- ávek og bjuggu þau fyrst í stað í Austur- rQti. Nokkru eftir heimsstyrjöldina flutt- ust þau til íslands en árið 1950 hóf Svanhvít framhaldsnám í söng á Ítalíu og síðar í Salz- burg í Austurríki. Hún fluttist til Vínar árið 1960 og kenndi við Tónlistarakademíuna þar. Að fáum árum liðnum var hún skipuð prófessor við akademí- una og gegndi þeirri stöðu í 23 ár. Svanhvít hélt árieg söngnám- skeið hérlendis um árabil og hélt áfram kennslu lengi eftir að hún lét af starfi sem prófessor. Síðustu æviárin dvaldi hún langdvölum á íslandi auk þess sem hún hélt heimili í Vín. Misskilningur a misskilning ofan LEIKIjIST Þjoðleikhúsið — Stóra sviðið TVEIR TVÖFALDIR Höfundur: Ray Cooney. Þýðing og staðfærsla: Árni Ibsen. Leikstjóri: Þór H. Tulinius. Leikmynd: Siguijón Jóhannsson. Búningar: Helga I. Stef- ánsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikarar: Bergur Þdr Ingólfsson, Edda Heiðrún Backman, Hilmir Snær Guðnason, Kjartan Guðjónsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Ragnheiður Steinddrs- dóttir, Randver Þorláksson, Steinunn Ólína Þorsteinsddttir og Örn Árna- son. Föstudagur 13. nóvember. FARSI sá sem hér um ræðir er skrifaður með breskt þjóðfélag í huga. Hér ríkja breskar siðvenjur hvað stjórnmál og fjölmiðla varðar: Blaðamenn sitja um að stjórnmála- mennimir misstígi sig í kynMfinu svo hægt sé að blása það upp í fjöl- miðlum og gera að hneyksli. Síðan eru þeir neyddir af 'andstæðingum sínum með liðsinni blaðanna til að segja af sér og fjölmiðlungar þerra á sér fituga kjammana, saddir og ánægðir. Varla þarf að taka fram að þessu er öðruvísi farið hér á landi. Kyn- lífshegðun stjórnmálamanna hefur hingað til verið talin þeirra einka- mál, þó að auðvitað þýði ekki að veifa t.d. samkynhneigð framan í flokkseigendur; þeir eru jú alltaf af gamla skólanum. VandamáMn sem fylgja því að taka gamanleik frá Bretlandi, þar sem pempíuskapur og tvöfeldni í kynferðismálum eru landlægur andskoti, og gróðursetja í íslenskan jarðveg eru því augljós. Ámi Ibsen á heiður skilinn fyrir að aðlaga þetta efni meistaralega að íslenskum aðstæðum. Þessi vinna hélt áfram eftir að þýðingu verksins var lokið og skilar heilsteyptum og trúverðugum gamanleik sem hittir beint í mark. Það er athyglisvert að þó að nöfn þekktra stjómmálamanna og stofn- ana kitli hlátui’taugar áhorfenda og hið hefðbundna framhjáhaldsgrín og bjöguð íslenska falM í kramið hjá Morgunblaðið/Kristinn ÖRN Árnason, Hilmir Snær Guðna- son og Randver Þorláksson reyna að greiða úr einni flækjunni. þeim þá virðast þeir fyrst sleppa al- gjörlega fram af sér beislinu þegar samkynhneigð bar á góma í leikn- um. Sú blanda af hneykslun og gamni sem gömlu farsarnir náðu fram (og Þóra Borg í baðfötunum) verður í dag einungis náð með sama gamla tabúinu - eða þá berstrípun leikaranna, en því miðm- voru þeir ranglandi fi-am og aftur um sviðið íklæddir náttfötum og efnismikl- um nærfótum. Þetta er farsi sem teygir hina klassísku misskilningsflækju eins langt og mögulegt er. Hann er firnalangur og misskilningur tek- ur við af misskilningi þar til áhorfendur (og sumir leikaranna) eru nær því búnir að missa út- haldið. Leiknum er skipt í fjölda- mörg stutt atriði þar sem hringsviðið er notað til hins ýtrasta. Sögusviðið er hótel í Reykjavík, móttakan á jarðhæð og tvær svítur á þeirri sjöttu. Sviðsmynd og búningar verða að vera raunsönn til að hægt sé að leggja trúnað á þau skrípalæti sem þar eiga sér stað. Búningar eru hæfilega ýktir en sviðsmynd- in er algjört meistaraverk - mót- takan og herbergin eru glæsilegt dæmi um hinn steingelda, óper- sónulega stíl sem ríkir á stórum hótelum og hræðilega ljót mál- verkin kóróna sköpunarverkið. Hilmir Snær sýndi á sér hlið sem hann hefur þróað meira í sjónvarpi en í sviðsleik og lék af fádæma krafti og útsjónarsemi. Edda Heiðrún hefur til að bera hárfína tilfinningu fyrir tímasetningu, og kom henni vel að þingmannsfrúin á margar bestu setningarnar í leikrit- inu. Örn Árnason sýndi fjölhæfni sína og öryggi, en sýndi þreytu- merki undir lokin. Kjartani Guð- jónssyni tókst einstaklega vel upp sem hinn grunnhyggni, ljóshærði leikari í atvinnuleit, en Margrét Vil- hjálmsdóttir íslenskaði týpuna sein hún lék í Poppkorni og var bæði kynþokkafull og fyndin. Bergur Þór Ingólfsson lék á als oddi sem er- lendi þjónninn, sem ekki lét leika á sig, og Steinunn Ólína bjó til enn eina skandinavísku týpuna, sem hún auðvitað gerði Mstavel. Randver Þorláksson var hófstilltur og smell- inn sem hinn langþreytti hótelstjóri og Ragnheiður Steindórsdóttir var fullkomin í litlu hlutverki móttöku- stjórans. Lilja Guðrún var mjög trúverðug sem þingmaður Norður- landskjördæmis eystra, en sá hængur er á málinu að hún var ekki fyndin og alls ekki nógu afgerandi til að áhorfendur gætu skilið þá skelfingu sem þingmaðurinn vakti hjá hinum persónunum. Þarna er bæði við höfund og þann er skipaði í hlutverldn að sakast. Þór Tulinius hefur unnið stórvirki við að koma þessum flókna og langa farsa sómasamlega á fjalirnar. Að vísu komast ekki allii’ brandararnir til skila, en það skiptir litlu máli því að það er ógrynni af þeim og hér er það hraðinn sem skiptir mestu máH. Þessi „megafarsi" gerir miklar kröf- ur til áhorfenda um úthald og skiln- ing á misskilningi á misskilning ofan. Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.