Morgunblaðið - 14.11.1998, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Meirihluti skólanefndar Kópavogs
Leikskólagjöld
hækka að meðal-
tali um 14,5%
MEIRIHLUTI skólanefndar
Kópavogs samþykkti á fundi sín-
um á mánudag grundvallarbreyt-
ingar á gjaldskrá leikskólanna í
sveitarfélaginu og eiga þær að
taka gildi 1. janúar nk. Breyting-
arnar ganga út á það að eitt ákveð-
ið gjald, svonefnt grunngjald, gildi
fyrir öll börn en að veittur verði
35% afsláttur af því gjaldi fyrir
svokallaðan forgangshóp, þ.e. börn
einstæðra foreldra, leikskólakenn-
ara og námsmanna. Þá verður
samkvæmt breytingunum veittur
25% systkinaafsláttur með öðru
barni en 75% afsláttur með þriðja
og fjórða bami.
Að sögn Braga Michaelssonar,
formanns skólanefndar, þýða
breytingamar það að leikskólagjöld
hækka að meðaltali um 14,5%.
Minnsta hækkunin er 9,3% en mest
er hún 42,8% og þá hjá forgangs-
hópum sem hafa börn sín á leik-
skóla í fjóra til fimm tíma á dag.
Samkvæmt núgildandi gjaldskrá
er mánaðargjald fyrir hverja
klukkustund 1.800 kr. en verður
samkvæmt nýrri gjaldskrá 2.100
kr. Afsláttur forgangshópa er nú
55% en verður 35% og um leið
komast allir námsmenn inn í þenn-
an forgangshóp en fram til þessa
hafa báðir foreldrar þurft að vera í
námi til að njóta afsláttar á dag-
vistargjaldi. Þá er systkinaafslátt-
ur 25% með öðm barni en verður
35% og með þriðja og fjórða barni
er hann 50% en verður 75%.
Breytingarnar taka ekki til
hressingargjalds sem verður áfram
1.200 krónur á mánuði en matar-
gjald hækkar samkvæmt breyting-
unum um 300 krónur eða úr því að
vera 2.200 á mánuði í 2.500. Bragi
tekur fram að afsláttur forgangs-
hópa sé nú veittur af grunngjaldi
sem og matar- og hressingargjaldi
en áður var einungis veittur af-
sláttur af granngjaldi.
Segja íbúum ekki mismunað
I bókun meirihluta skólanefndar
Kópavogs kemur fram sú skoðun að
gjaldski'á leikskóla eigi að vera
þannig úr garði gerð að hún mis-
muni ekki íbúum bæjarins. „Gjald-
skráin á að vera eitt granngjald, en
afsláttur veittur til stuðnings ein-
stæðum foreldrum, bammörgum
fjölskyldum og námsmönnum. Sam-
komulag er í gildi um afslátt til
handa leikskólakennuram. Leik-
skólar eiga ekki að veita félagslega
aðstoð með afslætti af leikskóla-
gjöldum. Það hlutverk er og á að
vera í höndum félagsþjónustu sveit-
arfélaga. Þrátt íyiir þessa 14,5%
hækkun leikskólagjalda hafa lækk-
anir á móti það í för með sér að
tekjuaukning er aðeins um 10%,“
segir í bókuninni en undir hana rita
auk Braga, Sigurbjörg Vilmundar-
dóttii’ og Sigfús A. Schopka.
I bókuninni er ennfremur bent á
að rekstrarkostnaður leikskóla
hafi hækkað um 16-17% frá árinu
1995 og að þar muni mest um
launabreytingar, sem á samnings-
tíma verða 27% hjá leikskólakenn-
uram auk starfsaldurshækkana og
17-19% hjá öðrum starfsmönnum
auk starfsaldurshækkana.
Ákvörðun meirihluta skóla-
nefndar um nýja gjaldskrá leik-
skóla verður lögð fyrir bæjarstjórn
Kópavogs til samþykktar á fundi
hennar hinn 24. nóvember nk.
Breytingar á gjaldskrá leikskóla í Kópavogi
Hjón var krónur verður krónur hækkun/ iækkun
- meö eitt barn í 6 klst. 14.200 16.300 +2.100
og annað barn í 6 klst. 11.500 10.595 -905
- með eitt barn í 8 klst. 19.000 21.700 +2.700
og annað barn í 8 klst. 15.400 14.110 -1.290
Einstætt foreldri
- með eitt barn í 6 klst. 8.260 10.600 2.340
og annað barn í 6 klst. 7.045 6.890 -155
- með eitt barn í 8 klst. 10.360 14.110 3.750
og annað barn í 8 klst. 8.900 9.170 250
Námsmenn báðir í námi
- með eitt barn í 6 klst. 8.800 10.600 +1.800
og annað barn í 6 klst. 7.500 6.890 -610
- með eitt barn í 8 klst. 11.200 14.110 +2.910
og annað barn í 8 klst. 9.250 9.171 -79
Námsmenn annar í námi
- með eitt barn í 6 klst. 14.200 10.600 -3.600
og annað barn i 6 klst. 11.500 6.890 -4.610
- með eitt barn í 8 klst. 19.000 14.110 -4.890
og annað barn í 8 klst. 15.400 9.171 -6.229
Landssamband slökkviliðsmanna
Urskurður
kaupskrárnefnd-
ar ógiltur
HÆSTIRETTUR felldi á
fimmtudag úr gildi hluta úrskurð-
ar kaupskrámefndar vamar-
svæða frá 23. maí 1996. Féllst
rétturinn á kröfu Landssambands
slökkviliðsmanna (LSS), f.h.
slökkviliðsmanna á Keflavíkur-
flugvelli, um að úrskurðurinn
uppfyllti ekki kröfur stjórnsýslu-
laga og reglna um kaupskrár-
nefnd að því er varðar form og
rökstuðning. Þar sem nefndin
hefði það mikilvæga hlutverk að
úrskurða endanlega á stjórn-
sýslustigi um kjaramál manna
yrði að gera ríkar kröfur til henn-
ar um vandaða málsmeðferð.
Samkvæmt dómnum ber kaup-
skrárnefnd því nauðsyn til að
fjalla á ný um þær kröfur LSS
sem hafnað var með úrskurðinum
árið 1996. Þar er um að ræða svo-
kallað reykköfunarálag og 20
mínútna launaðan samvistatíma
við vaktaskipti til handa slökkvi-
liðsmönnum á Keflavíkurflugvelli
eins og slökkviliðsmenn í Reykja-
vík njóta.
Málið fluttu Jóhannes Sigurðs-
son hrl. af hálfu LSS og Guðrún
M. Árnadóttir hrl. fyrir hönd ís-
lenska ríkisins.
Sjálfstæðismenn
á Reykjanesi
Prófkjörið
fer fram
í dag
PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna í
Reykjaneskjördæmi fer fram í dag,
laugardaginn 14. nóvember, og hefst
kjörfundur kl. 10 og lýkur honum kl.
21.
Kosið verður á 11 stöðum í kjör-
dæminu: 1. Hlégarði, Mosfellsbæ,
fyi'ir Mosfellsbæ, Kjalai’nes og Kjós,
2. Sjálfstæðishúsinu, Austurströnd 3,
3. hæð, Seltjarnarnesi, 3. Sjálfstæðis-
húsinu, Hamraborg 1, 3. hæð, Kópa-
vogi, 4. Garðatorgi 7, Garðabæ, 5.
íþróttamiðstöðinni, Bessastaða-
hreppi, 6. Víðistaðaskóla, Hafnar-
firði, 7. Verkalýðshúsinu, Grindavík,
8. Sjálfstæðishúsinu, Hólagötu 15,
Njarðvík, og Vesturbraut 17, Kefla-
vík, 9. Miðhúsum, Suðurgötu 19,
Sandgerði, 10. Samkomuhúsinu,
Garði, og 11. Glaðheimum, Vogum.
Fyrstu tölur lesnar
kl. 21.05
Kjörfundi lýkur kl. 21 og þá verður
opið hús í Félagsheimili Kópavogs.
Talning atkvæða fer fram í Félags-
heimili Kópavogs, Fannborg 2. Yfir-
kjörstjórn hefur aðsetur í Félags-
heimili Kópavogs. Fyrstu tölur verða
lesnar upp kl. 21.05.
Röðun frambjóðenda á prófkjörs-
seðlinum er þannig: Árni R. Árna-
son, Kópavogi, Gunnar I. Birgisson,
Kópavogi, Markús Möller, Garðabæ,
Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Hafn-
arfirði, Kristján Pálsson, Reykjanes-
bæ, Stefán Þ. Tómasson, Hafnar-
firði, Jón Gunnarsson, Kópavogi,
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir,
Sandgerði, Árni M. Mathiesen,
Hafnarfirði, Helga Guðrún Jónas-
dóttir, Kópavogi, og Sigríður Anna
Þórðardóttir, Mosfellsbæ.
Kjósa skal 6 frambjóðendur,
hvorki fleiri né færri, og skal kjósa
með því að láta tölustaf frá einum
upp í sex fyrir framan nöfn fram-
bjóðenda í þeirri röð sem óskað er að
þeir skipi endanlega á framboðslista.
Héraðsdómur fellst á endurgreiðslukröfu Skipasmíðastöðvar Njarðvfkur hf.
Innheimta stimpil-
gjalds við endur-
nýjun lána ólögmæt
TÚLKUN fjármálaráðuneytisins á ákvæð-
um stimpillaga og þar af leiðandi fram-
kvæmd sýslumannsembætta landsins þegar
um er að ræða innheimtu stimpilgjalds af
skuldabréfum sem fela í sér endurnýjun
eldri bréfa fær ekki staðist, samkvæmt dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur sem upp var kveð-
inn í gær. Var íslenska ríkið þar dæmt til að
endurgreiða Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf.,
sem ákvað að láta á þetta reyna, ofgreidd
stimpilgjöld að fjárhæð 506.205 kr. auk
dráttarvaxta.
Fullt stimpilgjald af veðskuldabréfum sam-
kvæmt lögum nr. 36/1978 um stimpilgjald er
1,5% af höfuðstól skuldar. Þegar um er að
ræða endurnýjun skuldar með nýju bréfí ber
samkvæmt 26. gr. laganna að greiða hálft
stimpilgjald eða 0,75% af höfuðstól. Árið 1991
felldi fjármálaráðuneytið þann úrskurð að
þegar hluti skuldabréfs væri í vanskilum við
endumýjun þá teldist sá hluti að fullu stimpil-
skyldur. Var sú niðurstaða rökstudd með því
að sá hluti fyi-ri lánssamnings sem væri í van-
skilum væri á enda ranninn og eftir það yrði
hann ekki endumýjaður.
Samið við þijá
lánardrottna
Málshöfðandi í máli þessu, Skipasmíða-
stöð Njarðvíkur hf., þurfti fyrir nokkram
áram að endurskipuleggja fjárhag sinn og
gekk til samninga við lánardrottna sína um
það. Var samið við þrjá aðila að skilmálum
veðskuldabréfa væri breytt þannig að end-
urgreiðslutími skuldanna, þar með talið
vanskilanna, var lengdur verulega. Hinn 21.
júlí 1995 var gefið út skuldabréf til Lífeyris-
sjóðs Suðurnesja í stað eldra skuldabréfs.
Tók nýr höfuðstóll bæði til vanskila og
ógjaldfallinna eftirstöðva eldra bréfsins. Af-
staða sýslumannsins í Keflavík, sem annað-
ist þinglýsingu, var sú að sá hluti skulda-
bréfsins sem væri í vanskilum væri að fullu
stimpilskyldur. Greiddi málshöfðandi gjald-
ið þá með fyrirvara. Fjármálaráðuneytið
staðfesti síðar með úrskurði ákvörðun sýslu-
manns.
Svipað var uppi á teningnum varðandi skjal
sem skipasmíðastöðin gaf út 14. ágúst 1995 til
handa Iðnlánasjóði um breytingu á endur-
greiðsluskilmálum veðskuldabréfs, sem var
að mestu leyti gjaldfallið. Var hún krafin um
stimpilgjöld miðað við framangreint. Eins fór
um tvö skjöl sem skipasmíðastöðin gaf út 3.
september 1996 til handa Landsbanka ís-
lands sem kváðu á um breytingar á greiðslu-
skilmálum skuldabréfa í eigu bankans.
Álit umboðsmanns
Alþingis
Skipasmíðastöðin leitaði þá til umboðs-
manns Alþingis og kvai-taði yfir túlkun fjár-
málaráðuneytisins á 26. gr. laga nr. 36/1978
um stimpilgjald. í áliti umboðsmanns dags.
20. mars 1997 segir: „Túlkun fjármálaráðu-
neytisins er hins vegar sú, að máli skipti,
hvort skuld sú sem endurnýjuð er með nýju
bréfi, sé gjaldfallin eða ekki. Er þá lagt til
grandvallar, að ekki geti verið um endumýj-
un að ræða á vanskilaskuld, heldur sé um að
ræða nýja skuldbindingu. Orðalag ákvæðisins
ber þetta ekki með sér og ekki verður þessum
skilningi fundinn staður í lögskýringargögn-
um.“ Niðurstaða umboðsmanns var sú að
túlkun ráðuneytisins hefði ekki byggst á lög-
mætum forsendum. Beindi hann því til fjár-
málaráðuneytisins að hlutast til um nýja
ákvörðun um stimpilgjald, kæmi um það ósk
frá skipasmíðastöðinni.
Fjármálaráðuneytið ákvað í kjölfarið að
endurskoða úrskurð sinn frá 1991 en þó ekki
nema á þann veg að í þeim tilvikum þegar
eldri skuld væri endumýjuð með nýju bréfi
bæri að taka fullt stimpilgjald af þeim hluta
bréfsins sem væri vegna vansldla á gjaldfólln-
um vöxtum, verðbótum, dráttarvöxtum og
kostnaði hvers konar. Af eftirstöðvum höfuð-
stóls bæri að taka hálft stimpilgjald. í þeim
tilvikum þegar skuld væri skuldbreytt með
áritun eða nýju skjali, án þess að eldra skjal
væri fellt úr gildi bæri að taka fullt stimpil-
gjald af þeim hluta skuldarinnar sem væri
vegna vanskila á gjaldfóllnum vöxtum, verð-
bótum, dráttarvöxtum og kostnaði hvers kon-
ar. Af eftirstöðvum höfuðstóls bæri hins veg-
ar ekki að taka neitt gjald. Var lagt fyrir
banka, sparisjóði og sýslumannsembættin í
landinu að breyta framkvæmd sinni í þessa
vera.
Jafnframt beindi fjármálaráðuneytið því til
sýslumanns í Keflavík að endurgreiða skipa-
smíðastöðinni í samræmi við þessa breyttu
afstöðu. Forsvarsmenn hennar vora ekki
sáttir við þessa afgreiðslu, töldu hana alls
ekki ganga nógu langt og sáu sig knúna til að
höfða mál á hendur íslenska ríkinu. Töldu
þeir ekki efni til að gera með þessum hætti
greinarmun á gjaldföllnum höfuðstól og
gjaldföllnum vöxtum og kostnaði. Með dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur, kveðnum upp af
Sigurði Halli Stefánssyni héraðsdómara, er
fallist á afstöðu málshöfðanda. Segir í dómn-
um að hvað snertir endurnýjun skuldabréfs-
ins til Lífeyrissjóðs Suðurnesja hafi sam-
kvæmt skýram og ótvíræðum orðum 26. gr.
laga nr. 36/1978 um stimpilgjald borið að inn-
heimta helming stimpilgjalds. Af skjölum út-
gefnum til handa Iðnlánasjóði og Lands-
banka Islands hafi einungis borið að greiða
fullt stimpilgjald af mismun nýs höfuðstóls
og upphaflegs samanber 8. gr. laga nr.
36/1978.
Fordæmisgildi
Samkvæmt dómnum hefur framkvæmd
stimpillaga verið röng allt frá árinu 1991 þeg-
ar um er að ræða töku stimpilgjalds af skuld-
breytingarskjölum. Erfitt er að geta sér til
um hversu miklar fjárhæðir ríkið hefur
þannig oftekið reynist dómurinn endanlegur.
Að sögn Garðars Garðarssonar hri., sem
flutti málið af hálfu skipasmíðastöðvarinnar,
hlaupa þær að minnsta kosti á tugum millj-
óna, hugsanlega enn hærri tölum. Hvað end-
urkröfuréttinn varðar almennt talað telur
Garðar að hér myndi eiga við fjöguiTa ára
fyrningarfrestur. Þá eigi menn líklega ekki
endurkröfurétt vegna stimpilgjalds greidds
fyrir 1996 þegar gengu í gildi ný lög um end-
urgreiðslu oftekins fjár nema þeir hafi greitt
með fyiirvara.
„Það sem mér finnst skipta hvað mestu
máli er að hér á landi gengur dómur eftir
dóm þar sem ríkið er dæmt til að endurgreiða
oftekið fé. Það sýnir að það er veraleg brota-
löm í stjórnsýslunni. Ríkið hlítir ekki einu
sinni áliti umboðsmanns Alþingis heldur
þui-fti að höfða dómsmál til að fá réttmætar
kröfur samkvæmt skýra lagaákvæði dæmd-
ar. Sú spurning hlýtur að vakna hvort ein-
hver verði ekki að taka ábyrgð á þessu gagn-
vart því fólki sem ranglega hefur verið krafið
um of há stimpilgjöld, en margt hefur það átt
við fjárhagsörðugleika að etja,“ segir Garðar.